Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Fagurfræði
hinna hversdagslegu hluta
ns hurðarhúnn
nnuður: Arne Jacobsen
artur, 111mm
ir þýskar skrár og
SA/Boda skrár
d line hurðarhúnn
Hönnuður: KnudHolscher
Satínáferð, ryðfrítt stál
Mgerð 16mm
Fyrir þýskar skrár og
ASSA/Boda skrár
d line hurðarhúnarnir
eru sígild dæmi um
glæsilega hönnunþar
semhvergi er gefið eftir
í útliti og efnisvali.
Fagurfræði í fullko
sáttviðnotagildi,
óaðskiljanlegur h
hversdagsins.
Iko
Hö
Sv
F
AS
mi i
luti
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Leikritið Ég heiti Guðrún frumsýnt í Kúlunni
Glaðbeittir Sigurður Waage og Davíð Arnar Baldursson nutu listarinnar.
Máttarstólpar Rikke Wölck, höfundur verksins, ásamt Magdelene Grön
Juul, sem leikstýrði uppsetningu þess í Danmörku.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Áhugavert er til þess að hugsa
hvernig sköpunarverk Gísla B.
Björnssonar hafa mótað ásýnd sam-
félagsins. Hann er hönnuður margra
þekktustu vörumerkja Íslands og á
t.d. heiðurinn af merkjum RÚV,
Hjálparstarfs kirkjunnar og Nor-
ræna félagsins svo aðeins séu nefnd
örfá dæmi sem landsmenn hafa fyrir
augunum alla daga. Hann átti líka
þátt í að mennta fjölda grafískra
hönnuða sem hafa látið að sér kveða í
vörumerkjahönnun og kenndi í um
það bil hálfa öld við Listaháskóla Ís-
lands.
Gísli er núna sestur í helgan stein
og segist hafa nýtt tækifærið til að
fást við alls konar grúsk og fikta við
myndlist. Ný bók, Merki og form, er
afraksturinn af þessu grúski en þar
safnar Gísli saman alls kyns fróðleik
um vörumerkjahönnun sem hann
hefur sankað að sér á löngum ferli:
„Upphafið að verkinu var að ég hafði
aldrei gengið almennilega frá þeim
textum sem ég hafði samið og notað í
fyrirlestrum mínum og kennslu, og
höfðu kennarar leitað til mín eftir
meira efni til að styðjast við. Ég hófst
handa við að tína saman þessa texta,
minnisblöð og snepla og búa til úr
þeim eina samfellu sem fjallar um
grundvallaratriðin í hönnun vöru-
merkja.“
Háskólaútgáfan og LHÍ gefa bók-
ina út og var verkefnið styrkt af
Hönnunarsjóði Íslands, Hönnunar-
safninu, Myndstefi og Miðstöð ís-
lenskra bókmennta. Bryndís Björg-
vinsdóttir ritstýrði og umbrot var í
höndum Ármanns Agnarssonar.
Gísli lýsir bókinni þannig að hún
byrji á yfirgripsmikilli fræðilegri út-
tekt á vörumerkjahönnun í alþjóð-
legu og íslensku tilliti.
„Ég legg þvínæst stóran hluta
bókarinnar undir merki sem hafa
fylgt mér í störfum mínum án þess að
hafa endilega verið nýtt sem tillögur.
Þetta efni fæ ég úr gömlum skissum
og hugmyndablöðum, sem ég flokka
og snyrti og útskýri með texta hvers
konar tákn-mál ég væri að glíma við.
Oft eru þetta bakgrunnsverk sem
leiddu af sér annað merki sem var
síðan valið og notað,“ segir hann.
„Þriðji hluti bókarinnar fjallar svo
um þau verk sem urðu að vörumerkj-
um og sýndar skissur sem smám
saman tóku á sig rétta mynd.“
„Vil hafa allt í röð og reglu“
Gísla reiknast til að hann hafi
hannað meira en 400 vörumerki sem
voru í notkun í lengri eða skemmri
tíma. „Ég hef verið 17 eða 18 ára þeg-
ar ég hef nám við Myndlista- og
handíðaskólann en þá var ekkert til
við þann skóla sem hét hönnun af
nokkru tagi. Verður úr að Lúðvík
Guðmundsson sem þá var skólastjóri
setur á fót sérstaka hönnunardeild
og liggur við að það hafi verið gert
sérstaklega fyrir mig. Fyrsta kastið
vorum við ekki nema tveir-þrír nem-
endur við þessa deild. Sverrir Har-
aldsson og þýski hönnuðurinn Wolf-
gang Schmidt önnuðust kennsluna
og þar sem nemendurnir voru svona
fáir upplifði ég það nánast að ég væri
einkanemandi þeirra.“
Að námi við Myndlista- og hand-
íðaskólann loknu heldur Gísli til
Þýskalands og hefur nám við Lista-
akademíuna í Stuttgart 1959. Hann
sneri aftur til Íslands að námi loknu
og stofnar auglýsingastofuna GBB
árið 1961 sem hann seldi síðar en er
enn starfrækt á sömu kennitölu
„Skissurnar hjálpa til að kortleggja h
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samstarf „Verst er þegar verkkaupinn veit ekki alveg hvað hann vill og fer að hræra í ferlinu á miðri leið, sem kallar á meiri vinnu,“ segir Gísli.
Á hálfrar aldar ferli hannaði Gísli B. Björnsson meira en 400 vörumerki Hann hefur skrifað
bók sem safnar saman hafsjó fróðleiks um það krefjandi verkefni að hanna vel heppnað merki