Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 29
»Maxi fer á fjöll nefnist nýjasta ævintýrið um tónelsku músina
Maxímús Músíkús, eftir flautuleikarann Hallfríði Ólafsdóttur.
Tónlistarævintýrið er að vanda bæði flutt á sviði og gefið út á bók
og geisladiski og að þessu sinni ferðast Maxi ekki einn því að með í
för eru tvær gestamýs, Viva og Moto. Íslensk þjóðlög skipa stóran
sess í ævintýrinu og fengu áheyrendur
Eldborgar líka að syngja nokkur lög þegar
verkið var flutt þar í fyrradag. Verkið var
pantað af Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Fílharmóníusveit Los Angeles sem frum-
flutti verkið á Reykjavíkurhátíð sinni í
Walt Disney-tónlistarhöllinni í fyrravor.
Nýjasta verkið um músina Maxímús, Maxi fer á fjöll, var flutt í Eldborg í fyrradag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðalstjarnan Erika Eldey og Helena Guðmundsdóttir heilsuðu upp á Maxa.
Uppáklædd Una, Viktor og María skemmtu sér vel.
Glæstur hópur Adríana Andrá, Elisabet, Elísabet Una, Gísli, Oddný, Berglind, Arnhildur og
Bergur fjölmenntu á þennan skemmtilega menningarviðburð.
Handmennt Hægt var að föndra útklippiverk af Maxímúsi Músíkúsi.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Paul
Greengrass, 22 July, verður sýnd í
Bíó Paradís frá og með deginum í
dag til 11. október og verða því að-
eins örfáar sýningar á henni. Í kvik-
myndinni er fjallað um hryðjuverk
Anders Behring Breivik í Ósló og
Útey 22. júlí árið 2011 og eftirmál
þeirra en Breivik myrti 77 mann-
eskjur og þar af 69 ungmenni í Út-
ey. Í kvikmyndinni er sagan sögð
frá sjónarhorni ungs manns sem lif-
ir árás Breivik af og skrifaði
Greengrass sjálfur handritið. Hann
byggði það á alþjóðlegu metsölu-
bókinni Einn af okkur eftir Åsne
Seierstad, sem er margverðlaun-
aður norskur blaðamaður, rithöf-
undur og stríðsfréttaritari.
Myndin var tekin upp að hluta á
Íslandi þar sem fjöldi Íslendinga
kom að framleiðslu myndarinnar.
Margrét Einarsdóttir sá um bún-
ingahönnun, Tinna Ingimarsdóttir
um förðun, Finni Jóhannsson um
framleiðslustjórn, Árni Gústafsson
hljóðblandaði, Marta Luiza Macuga
sá um leikmyndahönnun á Íslandi
og Tómas Guðbjartsson fer einnig
með lítið hlutverk í myndinni.
Átakanleg Í 22 July er m.a. fjallað um réttarhöldin yfir Breivik.
Kvikmynd Greengrass
sýnd í Bíó Paradís
22 July tekin upp að hluta á Íslandi
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
ICQC 2018-20