Morgunblaðið - 08.10.2018, Blaðsíða 32
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Við-
ey í tólfta sinn með friðsælli athöfn
á fæðingardegi Johns Lennons á
morgun kl. 20 og mun ljóssúlan að
vanda beinast til himins til 8. des-
ember, dánardags Lennons. Boðið
verður upp á fríar ferjusiglingar og
strætóferðir fyrir og eftir tendrun
og mun tónlistarmaðurinn Högni
Egilsson flytja tónlist fyrir gesti kl.
19 og tónlistarkonan GDRN kl.
20.30, í Naustinu við Friðarsúluna.
Kveikt á Friðarsúlunni í
Viðey á morgun
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr.
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV
unnu sætan eins marks sigur gegn
franska liðinu PAUC Aix í
2. umferð EHF-keppn-
innar í Eyjum í gær.
Selfyssingar töpuðu hins vegar leik
sínum á móti slóvenska liðinu Riko
Ribnica með þriggja marka mun en
eiga góða möguleika á að vinna upp
þann mun á heimavelli. »2
Sigur og tap í
EHF-keppninni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð
Finnbogason voru á skotskónum
með liðum sínum um helgina. Gylfi
skoraði frábært sigurmark Everton
á móti Leicester og var útnefndur
maður leiksins og Alfreð skoraði
gegn Dortmund í tapi Augsburg í
ótrúlegum leik. Ég held að þetta sé
einn af eftirminnilegustu leikjum
sem ég hef spilað og þá
á frekar neikvæðan
hátt, þar sem við
töpuðum,“
sagði Alfreð í
samtali við
Morgunblaðið. »1
Gylfi og Alfreð voru
aftur á skotskónum
25%
afsláttur
af völdum vörum.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þetta var hressandi sprettur,“ segir
sr. Guðrún Karls-Helgudóttir,
sóknarprestur við Grafarvogskirkju í
Reykjavík. Þær Guðrún og sr. Arna
Ýrr Sigurðardóttir, prestur við kirkj-
una, hafa að undanförnu æft stíft fyr-
ir þátttöku sína í Amsterdam-
maraþoninu. Síðastliðinn föstudag
hlupu þær stöllur saman frá Gljúfra-
steini í Mosfellsdal og alla leið að
sundlauginni á Seltjarnarnesi, alls 32
kílómetra. Eru því komnar í formið
fyrir hlaupið í Hollandi, sem verður
sunnudaginn 21. október næstkom-
andi.
Hugurinn hreinsast
Rúmt ár er síðan þær Guðrún og
Arna Ýrr tóku stefnuna á Amster-
dam og strax í fyrrasumar, 2017,
byrjuðu þær að æfa og taka þátt í
ýmsum keppnum. Nú í sumar hlupu
þær meðal annars heilt Reykjavíkur-
maraþon, auk þess að æfa með hóp-
um og á eigin vegum, og oftar en ekki
eru þær saman á ferð.
Jafnhliða annasömu starfi prests-
ins segir Guðrún að hreyfing sé
nauðsynleg. „Ég fer reglulega í
ræktina til að lyfta og hef síðan æft
með hlaupahópi Fjölnis hér í Grafar-
vogi. Dagarnir í prestsstarfinu eru
oft snúnir; eftir til dæmis jarðarfarir
sem stundum taka á finnst mér frá-
bært að fara út að hlaupa. Hugurinn
hreinsast og nýjar hugmyndir fæð-
ast, ég hef oft samið heilu ræðurnar
og predikanirnar á hlaupum. Og
núna á föstudaginn þegar við Arna
Ýrr hlupum ofan úr Mosfellsdal rök-
ræddum við guðfræði og lögðum lín-
urnar fyrir predikun.“
Til útlanda með hlaupaskóna
Fimm ár eru síðan Guðrún byrjaði
að æfa hlaup og segir hún að þau séu
löngu orðin hluti af daglegu lífs-
mynstri sínu. Og fari hún til útlanda
séu hlaupaskór og íþróttaföt alltaf
með í ferðatöskunni. „Á hlaupum
sérðu mannlífið í kringum þig frá
sérstökum vinkli. Í sumar náði ég að
hlaupa í Boston, Berlín og London og
núna fyrir nokkrum dögum úti í
Stokkhólmi. Þetta er virkilega
skemmtilegt,“ segir Guðrún, sem
setur stefnuna á að ná maraþoninu í
Amsterdam á fjórum og hálfri
klukkustund. Allt undir því verði per-
sónulegur sigur.
Skilar sér margfalt
Ár og dagur er síðan sr. Arna Ýrr
byrjaði fyrst að æfa hlaup, þá norður
á Akureyri þar sem hún er fædd og
uppalin. Æfði þá með Kjarnakonum,
hópi kvenna sem hlupu meðal annars
um Kjarnaskóg, rétt sunnan við bæ-
inn. Síðan tók hún sér langt hlé en
byrjaði svo aftur að hlaupa fyrir rúm-
um áratug, þá sóknarprestur á
Raufarhöfn.
„Á Melrakkasléttunni voru engar
skipulagðar æfingar svo ég byrjaði
að hlaupa,“ segir Arna Ýrr og kveðst
nú vera komin í gott form fyrir mara-
þonið í Amsterdam. Þjálfun sé lokið
og fram undan aðeins léttar æfingar.
„Hlaupin skila orku og andlegri
hvíld. Það er ágætt að hafa tónlist í
eyrunum á hlaupum og ýta sér þann-
ig áfram. Og ekki veitir af hvatningu
stundum. Í roki og rigningu er afrek
út af fyrir sig að fara út að hlaupa,
sem þó skilar sér margfalt í betri
líðan,“ segir Arna Ýrr Sigurðardóttir
að síðustu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hlaup Prestarnir Arna Ýrr, til vinstri, og Guðrún fóru úr Mosfellsdal og vestur á Seltjarnarnes á harðaspretti.
Prestarnir á hlaupum
Guðrún og Arna Ýrr æfa fyrir maraþon Ætla til
Amsterdam Rökrætt og predikanir samdar á hlaupum