Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Skúli Halldórsson Hjörtur J. Guðmundsson „Það var ekkert annað í boði en að bregðast við því upphlaupi sem hafði skapast í kjölfar úrskurðarins. Ókyrrðin hefur verið mikil og óör- yggið sömuleiðis, og úr því þurfti að bæta,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Hann stefnir að því að leggja sem allra fyrst fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um fiskeldi. Atvinnuveganefnd kemur saman klukkan 8.00 í dag og er fisk- eldi á dagskrá fundarins. Samkvæmt frumvarpinu getur ráðherra, í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi er fellt úr gildi, gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, að fenginni um- sögn Matvælastofnunar enda mæli ríkar ástæður með því. Einnig að ráðherra geti sett rekstrarleyfi til bráðabirgða þau skilyrði sem þörf er á svo tilgangur leyfisins náist, m.a. um samdrátt starfsemi sem þegar er fyrir hendi, um tímafresti vegna úrbóta eða ef um meðferð máls fyrir dómstólum er að ræða. „Það er þarna galli í löggjöfinni hjá okkur sem þessi úrskurður dregur fram í ljósið, ekki síst í ljósi áhrifanna sem hann svo hefur. Þá verðum við að hafa einhver úrræði til taks, til þess að reyna að leggja mat á það með hvaða hætti best verði forðað frá tjóni,“ sagði Krist- ján Þór. Kristján Þór kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í gær. Sem kunn- ugt er felldi úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála (ÚUA) úr gildi starfsleyfi og rekstrarleyfi sem Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. höfðu fengið vegna laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. Frum- varpið var síðan rætt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Gætu sótt um undanþágu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði ljóst að umrædd fyrirtæki gætu sótt um undanþágu frá starfsleyfunum sem felld voru úr gildi af úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála. Sá hluti málsins sneri að honum en hefði ekki verið til umræðu á ríkis- stjórnarfundinum. Að öðru leyti heyrði málið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Spurður hvort fyrirtækin, Fjarðalax hf. og Arctic Sea Farm hf. hefðu sótt um slíkar undanþágur sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Til stóð að Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun ræddu við fyrirtækin í gær um næstu skref. Guðmundur sagði að það væri í raun stofnananna að leiðbeina lax- eldisfyrirtækjunum um næstu skref. Spurður hvort málið væri þá ekki á hans borði sagði Guðmundur að þessi hluti málsins heyrði undir hans ráðuneyti og ef sótt yrði um undanþágu frá starfsleyfinu kæmi það inn á hans borð. Ráðherra gefi leyfi til bráðabirgða Morgunblaðið/Hari Fiskeldismál Kristján Þór Júlíusson ræddi við fjölmiðla að loknum fundi.  Sjávarútvegsráðherra bregst við sviptingu leyfa tveggja laxeldisfyrirtækja með frumvarpi  Bæta þarf úr óöryggi  Bráðabirgðaleyfi til allt að tíu mánaða, að fenginni umsögn Matvælastofnunar „Það er út af fyrir sig athyglisvert að þetta skuli vera með þessum hætti,“ segir Páll Magnússon, for- maður allsherjar- og menntamála- nefndar Alþingis, um það mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra að erlend ríki stundi njósnir hér á landi með svip- uðum hætti og í öðrum löndum. Þá segir hann nauðsynlegt að nefndin fái ríkislögreglustjóra á fund sinn. „Mér finnst þetta gefa tilefni til þess að ríkislögreglustjóri komi fyrir nefndina við tækifæri og geri grein fyrir því hvernig þessum málum er háttað. Hvað við vitum, hvað við vitum ekki og hvað þarf til þess að við séum með þessi mál í því horfi sem við vild- um og hvort þar vanti eitthvað upp á,“ segir Páll. Spurður hvort skoða ætti víkkun rannsóknarheimilda lögreglu vegna njósna erlendra ríkja segir Páll að sér þyki of snemmt að segja til um það á þessu stigi. „Ég hefði fyrst viljað heyra í ríkislögreglustjóra og hlusta á röksemdir hans fyrir því sem þyrfti að gera sem við erum ekki að gera í dag. Síðan í framhaldinu endurmeta þetta ef einhverjar nýjar upplýsingar koma fram.“ gso@mbl.is Vill funda um njósnir Páll Magnússon Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Mangó jógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki enn fengið umbeðin gögn frá Ríkisútvarpinu (RÚV) vegna þjóðsöngsmálsins svonefnda. „Við bíðum enn eftir að fá auglýs- ingarnar eða kynningarnar frá Ríkis- útvarpinu, myndefni og hljóðskrár, til að geta sannreynt hvort notað var bæði lag og ljóð þjóðsöngsins eða bara ljóðið. Það getur skipt máli,“ sagði Svanhildur Hólm, aðstoðar- maður Bjarna Benediktssonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra. Hún taldi að það tæki skamman tíma að gefa álit um málið, eða ljúka því, um leið og gögnin bærust. Svanhildur sagði að beiðni um að fá efnið hefði verið ítrekuð í gær. Sem kunnugt er birti RÚV á liðnu sumri upplestur á þjóðsöngnum í tengslum við þátt- töku íslenska landsliðsins í heimsmeistara- keppninni í knatt- spyrnu. Þjóð- þekktir Íslendingar léðu raddir sínar til upplestursins, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Eftir að lestur þjóðsöngsins hófst í dagskrárkynningu eða eftir atvikum auglýsingum RÚV fékk forsætis- ráðuneytið fyrirspurn um lögmæti þess. Ráðuneytið fer með málefni þjóðsöngsins, en bannað er að nota hann í viðskipta- og auglýsingaskyni. Brot getur varðað sektum eða fang- elsi allt að tveimur árum. Forsætisráðuneytið sendi útvarps- stjóra fyrirspurn 3. júlí og vakti at- hygli á því að ekki væri heimilt að flytja eða birta þjóðsönginn í annarri mynd en þeirri upprunalegu, né held- ur að nota hann á nokkurn hátt í við- skipta- og auglýsingaskyni. RÚV svaraði fyrirspurninni og mótmælti því að umrædd „dagskrárkynning“ teldist lögbrot með þeim hætti sem vísað var til í erindi forsætisráðuneyt- isins. Katrín Jakobsdóttir ákvað að víkja sæti í málinu og tók Bjarni Benediktsson við því sem staðgengill hennar. gudni@mbl.is Fjármálaráðuneytið bíður eftir umbeðnum gögnum frá RÚV RÚV Áhöld um þjóðsönginn.  Ekki er enn kominn botn í þjóðsöngsmálið svonefnda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogsvöllur fær gervigras og flóðlýsingu Jarðvegurinn undir Kópavogsvelli er nú kannaður. Til stendur að leggja gervigras á völlinn og setja upp flóðlýsingu, að sögn Ómars Stefánssonar forstöðumanns. Kanna þarf jarðvegsstöðuna og hvort skipta þarf um mik- inn jarðveg í vellinum. Stefnt er að því að hann verði tilbúinn næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.