Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Við látum framtíðina rætast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. Fjórhjóladrifna Bíll ársins 2019 í flokki stærri jeppa. Bækurnar „Tilbrigði í setningagerð I-III“ hafa nú allar verið gefnar út í kjölfar rannsóknarverkefnis sem ætlað var að kortleggja útbreiðslu tilbrigða eða málfarslegra „sjúk- dóma“. Verkefnisstjóri verkefnisins var Höskuldur Þráinsson prófessor og hlaut verkefnið styrk frá Rann- sóknarsjóði. Höskuldur segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna að útbreiðsla þágufallssýki sé meiri hjá körlum en konum. Ekki var marktækur munur á útbreiðslu annarra málfarslegra sjúkdóma milli karla og kvenna, bætir hann við. Höskuldur segir Ólafsfjarðar- eignarfallið það eina sem rannsak- endur vissu að væri eitthvert lands- hlutabundið tilbrigði, en í því felst að segja til að mynda „tölvan mömmu“ eða „hesturinn stráksins“. Þetta til- brigði er kennt við Ólafsfjörð en er einnig þekkt á Siglufirði og að ein- hverju leyti í Skagafirði, að sögn Höskuldar. Hins vegar er þetta til- brigði einnig að finna á Patreksfirði og er algengast á Kirkjubæjar- klaustri. „Ég veit ekki hvernig stendur á því. Það eru ekki sérstök tengsl á milli Patreksfjarðar og Siglufjarðar,“ segir hann. Eignarmerking „hjá“ Einnig var skoðað notkun orðsins „hjá“ í eignarmerkingu eins og „bíll- inn hjá mér er bilaður“. Þá segir Höskuldur að orðið „hjá“ í eignar- merkingu sé sérstaklega fyrir- ferðarmikið í færeysku en hafi verið notað með takmörkuðum hætti á Ís- landi. Hann segir þessa notkun ekki vera að færast í aukana en notkunin sé örlítið algengari í yngri aldurs- hópum. Viðtengingarhátturinn er ekki í mikilli hættu, að sögn Höskuldar, en verður undir í ákveðnum afmörk- uðum tilvikum „eins og þó að eða þótt,“ segir hann og vísar til þess að tilbrigði af þessu tagi sé einkum að finna meðal ungs fólks. Prófessorinn segir að þrátt fyrir einhvern mun í framburði milli landshluta sé ekki mikið um tilbrigði í setningagerð milli landshluta borið saman við önnur svæði Norðurlanda og að oftar séu frávik eftir aldurs- hópum. Spurður hvort þessir mál- farslegu sjúkdómar séu banvænir svarar Höskuldur: „Nei, ég held ekki,“ og hlær. gso@mbl.is Málfarssjúkdóm- ar ekki banvænir  Frávik algengari milli aldurshópa Málfræðingar Ásgrímur Angan- týsson, Höskuldur Þráinsson og Einar F. Sigurðsson. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er mjög alvarleg þróun og við erum vel meðvituð um hana,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, og vísar í máli sínu til þess sem fram kom í Morgun- blaðinu síðastlið- inn mánudag. Var þá greint frá því að nýgengi ör- yrkja á Íslandi er 1.200 til 1.800 á ári og að árið 2016 hefði ný- gengi örorku í fyrsta skipti verið meira en nátt- úruleg fjölgun á vinnumarkaði. Kom þar enn fremur fram að um 30% ör- yrkja á Íslandi með 75% örorkumat eða meira er fólk innan fertugs og að hlutfallsleg fjölgun öryrkja er mest meðal ungra karla, á aldrinum 20 til 30 ára, vegna geðraskana. Þórey segir VIRK starfsendur- hæfingarsjóð bjóða upp á ýmis úr- ræði fyrir unga einstaklinga þegar kemur að starfsendurhæfingu en nauðsynlegt sé að móta stefnu til framtíðar sem snúið geti þessari þró- un við. „Það þarf að finna úrræði til að koma fólki aftur inn á vinnumark- að en einnig þarf að koma í veg fyrir að fólk detti út af vinnumarkaði. Það hversu margir ungir einstaklingar eru að fara á örorku er verulegt áhyggjuefni,“ segir hún og bætir við að aðilar vinnumarkaðar og stjórn- völd verði að takast á við vandann og bregðast við þessari þróun. Finna þarf hvað veldur Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur í svipaðan streng og bendir á að mikill kostn- aður fylgi fjölgun ungra öryrkja hér á landi. „Þetta felur í sér mikinn kostnað fyrir landið. Og þá er mesti kostnaður ekki endilega sá að greiða út bætur heldur er það dýrt þegar stór hópur ungs fólks kemst ekki inn á vinnumark- aðinn til að vinna og ná sér í starfs- frama,“ segir Ás- geir og bætir við að hið opinbera sýni ákveðið úr- ræðaleysi í þess- um málum. „Það er mjög mikið áhyggjuefni að lýðheilsu skuli hraka svona á Íslandi og menn þurfa að velta því fyrir sér hvað veldur.“ Fjölgun ungra öryrkja „mjög alvarleg þróun“  Þörf á að finna rót vandans, segir dósent í hagfræði við HÍ Morgunblaðið/Júlíus Höfuðborgin Hlutfallsleg fjölgun öryrkja er mest meðal ungra karlmanna, á aldrinum 20 til 30 ára. Þróunin er sögð alvarleg og dýr fyrir samfélagið. Þórey S. Þórðardóttir Ásgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.