Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 11

Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Fleiri en hundrað einstaklingar hafa haft samband við lögreglu vegna svikapóstanna sem sendir voru út í nafni lögreglu á laugardagskvöld, að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglu- fulltrúa í tölvurannsókna- og raf- eindadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Póstarnir komu frá netfanginu logreglan@logregian.is og voru þess eðlis að viðtakendur voru boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglu og beint inn á vef sem var líkur vef lögregl- unnar. Þar endaði ferlið á því að fólki var sagt að sækja skrár með upplýsingum um skýrslutökuna. Ekki liggur fyrir í hversu mörg pósthólf svikapóstarnir bárust í heildina, en Daði segir ljóst á fjölda þeirra sem hafi sett sig í samband við lögreglu að þeir hafi farið víða. Lögreglan rannsakar málið og ætlar hið fyrsta að koma út leiðbein- ingum um það hvernig skuli bregð- ast við til þeirra sem féllu fyrir svik- unum og sóttu skrá með óværu, sem veitir tölvuþrjótnum bakdyr eða fjarstýrðan aðgang að tölvu notand- ans – svokölluðum trójuhesti (e. re- mote access trojan). „Það virðist vera líklegast að þetta tengist því að komast í ein- hverjar fjármálaupplýsingar,“ segir Daði í viðtali við mbl.is. Hann segir svindlið sjálft hafa verið „mjög vel gert“ og að um sannfærandi svika- tilraun hafi verið að ræða. Stálu upplýsingum Ekki er hægt að slá því föstu hvort tölvuþrjóturinn sem þarna var að verki sé íslenskur eða erlendur, en lénið logregian.is, sem notað var til að senda út svikapóstana, var keypt með stolnum upplýsingum frá Thelmu Dögg Guðmundsen, sem er bloggari og svonefndur áhrifa- valdur. Óvíst hve víða póstarnir fóru www.gilbert.is GÆÐA ARMBANDSÚR FYRIR DÖMUR OG HERRA KLASSÍSK ÍSLENSK Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Blússa / peysa Kr. 6.900 Str. M-XXXL • fleiri litir Karl Harðarson, for- stjóri ThorShip, lést síðastliðinn föstudag, 5. október, 59 ára að aldri. Karl fæddist 2. ágúst 1959, sonur hjónanna Harðar Sófussonar vélstjóra og Geirlaugar Karls- dóttur skrif- stofukonu. Karl lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1978. Á árunum 1988 til 2006 starfaði Karl hjá Eimskipa- félagi Íslands. Hann var m.a. for- stöðumaður fyrir starfsemi fyrir- tækisins í Noregi á árunum 2003-2006. Þar áður var hann yfir frysti- og kæliskipaþjónustu Eim- skips. Árið 2006 söðlaði Karl um og stofnaði fyrirtækið ThorShip, sem er alhliða þjónustufyrirtæki í frakt- flutningum og sinnir vikulegum siglingum milli Íslands og megin- lands Evrópu. Karl var forstjóri félagsins til hinsta dags. Árið 2012 var Karl annar tveggja stofn- enda hollenska skipa- félagsins Cargow B.V. sem sinnir stórflutn- ingum í Evrópu og m.a. flutningum frá verksmiðjum Alcoa á Reyðarfirði og í Mosjø- en í Noregi til Rotter- dam. Gargow hefur nú fimm flutningaskip í förum, en fjögur þeirra eru nýsmíði sem fyrir- tækið hefur látið smíða í Kína. Bera þau einkennisnöfnin Frigg W, Sigyn W, Freyja W og Sif W. Karl var alla tíð mikill KR-ingur og var m.a. í forsvari fyrir Píluvina- félag KR á árunum 2007-2013. Eftirlifandi eiginkona Karls er Ragnheiður Lára Jónsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn; Hörð, f. 1987, Hauk, f. 1990, og Auði, f. 1994. Karl átti eitt barnabarn, Emblu Harðar- dóttur, f. 2018. Andlát Karl Harðarson Icelandair flutti 427 þúsund farþega í september síðastliðnum og fjölgaði þeim um 1% miðað við sama mánuð árinu áður. WOW air flutti hins veg- ar 362 þúsund farþega til og frá landinu í sama mánuði en það voru um 27% fleiri farþegar en í septem- ber 2017. Sætanýting WOW air var 88% nú í september en var 85% í sama mánuði árinu áður. Sætanýt- ingin jókst þrátt fyrir 26% aukningu á framboðnum sætiskílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Það sem af er ári hefur WOW air flutt um 2,8 milljónir farþega. Framboðnir sætiskílómetrar Ice- landair jukust um 3% í september nú miðað við september i fyrra. Sætanýting Icelandair var 81,0% samanborið við 81,1% í september 2017. Sala Icelandair á áfangastaði í Norður-Ameríku hefur ekki fylgt eftir auknu framboði á sætum en sala til Evrópu hefur verið mjög góð, skv. tilkynningu. Til samanburðar var sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu 84,9% og jókst um 5,4 pró- sentustig á milli ára. Sætanýting á leiðum félagsins til Norður-Ameríku var 78,7% og lækkaði um 3,4 pró- sentustig á milli ára. Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 29 þúsund í september og fækkaði um 15% á milli ára. Um miðjan maí hætti félagið flugi til Bel- fast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar. Flugfarþegum fjölgaði á milli ára Morgunblaðið/Ómar Flugstöð 789.000 flugu í september með íslensku flugfélögunum.  Sveiflur í sæta- nýtingu milli ára Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Val Lýðssyni til Landsréttar. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnars- son. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða bróður sín- um, Ragnari Lýðssyni, að bana. Ákæruvaldið fór fram á að Valur yrði dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Héraðsdómari taldi yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur hefði veitt bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða. Valur var hins vegar dæmdur í sjö ára fangelsi 24. september fyrir að hafa orðið Ragnari að bana 31. mars síðastliðinn með stórhættu- legri og vísvitandi líkamsárás. Val- ur bar við minnisleysi um atburðina sem leiddu til dauða Ragnars. Eftir að dómurinn var kveðinn upp á Selfossi hófst nýtt dómþing þar sem ákveðið var að Valur skyldi sæta áframhaldandi gæslu- varðhaldi. Honum var einnig gert að greiða fjórum börnum Ragnars þrjár milljónir hverju fyrir að hafa banað föður þeirra. Eins skyldi Val- ur greiða allan sakarkostnað í mál- inu. Dómnum yfir Val verður áfrýjað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.