Morgunblaðið - 09.10.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
10-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Í YFIRRÉTTI [E. HIGH COURT OF JUSTICE]
DÓMSTÓLL ENGLANDS OGWALES Á SVIÐI VIÐSKIPTA- OG FJÁRMUNA [E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS]
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL [E. COMPANIES COURT] (Fjármáladeild) [e. (ChD)]
VARÐANDI QBE INSURANCE (EUROPE) LIMITED
- og -
VARÐANDI QBE RE (EUROPE) LIMITED
- og -
VARÐANDI QBE EUROPE SA/NV
- og -
VARÐANDI
LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OGMARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000
[E. FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000]
Hér með tilkynnist að hinn 6. september 2018 var lögð fram beiðni á grundvelli 107. gr. breskra laga um ármálaþjónustu og
markaði frá árinu 2000 (lögin) fyrir Yfirrétti, dómstól Englands og Wales á sviði viðskipta og ármuna, fyrirtækjadómstól
(ármáladeild), í London af hálfu QBE Insurance (Europe) Limited (QIEL), QBE Re (Europe) Limited (QBERe) og QBE Europe SA/NV
(QBE Europe) (í sameiningu nefnd QBE) um dómsúrskurð:
(1) á grundvelli 111. gr. laganna, sem heimilar áætlun (áætlunina) um framsal til QBE Europe á:
(a) allri vátryggingar- og endurtryggingarstarfsemi á vegum QIEL í útibúum þess í Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Eistlandi,
Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Ítalíu, Noregi, Spáni og Svíþjóð og
(b) allri vátryggingar- og langtíma endurtryggingarstarfsemi á vegum QBE Re og
(2) um viðbótarráðstafanir í tengslum við áætlunina skv. gr. 112 og 112A laganna.
Afrit skýrslu um skilmála áætlunarinnar, sem samin var af óháðum sérfræðingi í samræmi við 109. gr. laganna (skýrslan um
áætlunina), yfirlýsingar sem greinir frá skilmálum áætlunarinnar og hefur að geyma samantekt skýrslunnar um áætlunina og
áætlunarskjalið eru fáanleg endurgjaldslaust með því að hafa samband við QIEL, QBE Re eða QBE Europe símleiðis í eftirfarandi
símanúmer eða skriflega á eftirfarandi póstföng. Skjöl þessi ásamt öðrum skjölum sem málinu tengjast, þ. á m. sýniseintök af
tilkynningum til vátryggingartaka, eru aðgengileg á vefsíðu QBE (https://qbeeurope.com/).Vefsíðan verður uppfærð efmikilvægar
breytingar verða gerðar á fyrirhuguðu framsali.
Fyrirspurnum eða athugasemdumum fyrirhugaða áætlun skal beina til QBE í síma+44 20 7105 5566 (Bretland), + 32 2224 9889
(Belgía), + 359 2905 1063 (Búlgaría), + 45 3345 0303 (Danmörk), + 372 5 68 668 (Eistland), + 33 1 8004 3355 (Frakkland), +
49 21 1994 1991 (Þýskaland), + 353 1605 3666 (Írland), + 39 02 3626 3515 (Ítalía), + 47 2405 5231 (Noregur), + 34 9 1789
5000 (Spánn) og + 46 8 5875 1444 (Svíþjóð), eða skriflega til QBE:
(1) Bretland – Plantation Place, 30 Fenchurch Street, London EC3M 3BD;
(2) Belgía– Boulevard du Régent 37, BE 1000, Brussels;
(3) Búlgaría – 132 Mimi Balkanska Str., Sofia, 1540;
(4) Danmörk–Vester Farimagsgade 7, 6, DK 1606 Copenhagen V;
(5) Eistland – Tornimae 5, Tallinn, 10145;
(6) Frakkland – Cœur Défense, Tour A, 110, Esplanade du Général de Gaulle, 92931 La Défense Cedex;
(7) Þýskaland – Breite Straße 31, 40213 Düsseldorf;
(8) Írland – 6-10 Suffolk Street, Dublin 2, Dublin, Ireland;
(9) Ítalía –Via Melchiorre Gioia 8, 20124 Milano;
(10) Noregur – Postboks 447, 4664 Kristiansand;
(11) Spánn – Paseo de la Castellana, 31 – 5ª Planta, 28046 Madrid;
(12) Svíþjóð – Sveavägen 13, 111 57, Stockholm.
Vátryggingartakar hjá QIEL eða QBE Re eru vinsamlega beðnir að gefa upp númer vátryggingarskírteinis í bréfum sínum, sem er
að finna á vátryggingarskjölum eða í bréfaskiptum í tengslum við vátrygginguna.
Umsóknin verður tekin fyrir í Yfirrétti Englands og Wales, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London EC4A 1NL, Bretlandi, hinn 19.
desember 2018. Hverjum þeim sem telur sig kunna að verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdar áætlunarinnar eða er
mótfallinn áætluninni er heimilt að vera viðstaddur fyrirtökuna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri, annað hvort í eigin
persónu eða gegnum fulltrúa. Þeir sem hyggjast mæta eru beðnir að upplýsa QBE um það skriflega á ofangreind póstföng eins
fljótt og auðið er og helst fyrir 12. desember 2018 og gera grein fyrir ástæðum andmæla sinna. Það gerir QBE kleift að tilkynna
um breytingar á fyrirtökunni og, eftir því sem unnt er, bregðast við athugasemdum sem fram koma eru áður en fyrirtakan fer
fram.
Hver sá sem er mótfallinn áætluninni eða telur sig kunna að verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna áætlunarinnar en hyggst ekki
vera viðstaddur fyrirtökuna getur borið fram mótmæli í tengslum við áætlunina með skriflegri tilkynningu um slík mótmæli til
QBE á ofangreind póstföng eða símleiðis í viðeigandi símanúmer sem tilgreind eru hér að ofan, eins fljótt og auðið er í hverju
tilfelli og helst fyrir 12. desember 2018.
QBEmun upplýsa bresku ármálaeftirlitin Financial Conduct Authority og Prudential Regulation Authority ummótmæli semborin
eru fram áður en fyrirtakan fer fram, óháð því hvort sá sem ber mótmælin fram hyggst vera viðstaddur fyrirtökuna.
9. október 2018
Norton Rose Fulbright LLP, 3 More London Riverside, London, SE1 2AQ, Bretlandi
Lögmenn á vegum QIEL, QBE Re og QBE Europe
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
taða íslenskrar tungu er
brothætt, segir Anna
María Gunnarsdóttir,
varaformaður Kenn-
arasambands Íslands og
íslenskukennari. „Miklar og hraðar
samfélags- og tæknibreytingar hafa
víðtæk áhrif á flestum sviðum
mannlífsins og áhrif enskunnar á ís-
lenskt málumhverfi eru meiri og
víðtækari en nokkru sinni. Við
heyrum sífellt fleiri kennara greina
frá námserfiðleikum nemenda
vegna dalandi málskilnings og orða-
forða og staðfesta rannsóknir þessa
alvarlegu þróun.“
Skólakerfið sé leiðandi
Kennarasamband Íslands hélt í
síðustu viku sitt árlega Skóla-
málaþing og þar var sjónum sér-
staklega beint að íslensku máli og
þætti skólanna til eflingar því. Á
þinginu var undirritaður sáttmáli
milli kennarafélaganna og ýmissa
fleiri um vitundarvakningu um
mikilvægi íslensks máls og er hann
birtur hér til hliðar á síðunni.
„Við teljum nauðsynlegt að
skólakerfið sé leiðandi til að tyggja
stöðu íslenskrar tungu í skólakerfi
og samfélagi. En til þess að svo
megi verða þarf margt að koma til.
Nauðsynlegt er að auka framboð á
vönduðu og fjölbreyttu náms- og
kennsluefni á íslensku. Efnið þarf
svo að haldast í hendur við markmið
um menntun við hæfi, styðja við
starf kennara og þróun náms og
kennslu. Nefni ég þar sérstaklega
námsefni í leik- og framhaldsskóla.
Verulega þarf að bæta í náms-
gagnaútgáfu á þessum tveimur
skólastigum og nauðsynlegt er að
náms- og kennsluefni verði nem-
endum að kostnaðarlausu frá upp-
hafi leikskóla til loka framhalds-
skóla,“ segir Anna María, sem
kenndi íslensku um langt árabil,
lengst í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti í Reykjavík.
Auðvelt að vekja áhuga
„Mín reynsla sem íslensku-
kennari er sú að fremur auðvelt er
að vekja áhuga nemenda á íslensku
máli, notkun þess og framtíð ís-
lenskunnar yfirleitt. Flestir hafa
áhuga á að skrifa vandaðan texta,
auka orðaforða sinn og finnst gam-
an að velta fyrir sér málnotkun. Þar
getum við kennarar beitt okkur af
alefli,“ segir Anna María og heldur
áfram:
„Við þurfum ekki að hlaupa
upp til handa og fóta þó að orða-
forðinn breytist og endurspegli
tíðarandann. Vissulega kemur á
óvart þegar framhaldsskólanemar
telja að það þurfi prentara til að
merkja verkefnin sín með prent-
stöfum og hafa ekki hugmynd um
hvað sængurkona eða hreppsómagi
er. En það mun ekki ráða úrslitum
um framtíðarhorfur íslenskunnar.“
Þörf á samvinnu
Fyrrgreindan sáttmála um efl-
ingu íslenskunnar undirrituðu, auk
Önnu Maríu, þau Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra, Lilja Dögg
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra,
Jón Atli Benediktsson, rektor Há-
skóla Íslands, Karl Björnsson,
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, og Sigrún
Edda Eðvarðsdóttir, formaður
Heimilis og skóla.
Inntak sáttmálans segir Anna
María að haldist í hendur við þá
skólamálastefnu sem Kennara-
samband Íslands samþykkti síðasta
vor undir slagorðinu Menntun er
mannréttindi. Þar er undirstrikað
að menntun sé mikilvægasta tæki
samfélagsins til að jafna lífskjör og
ein mikilvægasta grunnstoð vel-
ferðarkerfisins.
„Þjóðfélagið er gerbreytt frá
því að flest orðtök og málshættir
voru sótt í sjómennsku og land-
búnað. Ísland er nú fjölmenningar-
samfélag og samskipti allra eiga að
einkennast af gagnkvæmri virðingu.
Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki
í því að hjálpa nemendum með ann-
að móðurmál en íslensku að skapa
sér líf og góða framtíð í samfélag-
inu. Mín trú er líka sú að samvinna
skipti hér öllu máli. Við þurfum að
taka höndum saman og vanda okk-
ur. Aðeins með náinni samvinnu
milli nemenda og fjölskyldna þeirra,
kennara, háskóla og stjórnvalda
tryggjum við að íslensk tunga
standi jafnfætis öðrum tungumálum
og sé notuð á öllum sviðum sam-
félagsins. Stundum er sagt að á ís-
lensku megi alltaf finna svar og
tungan nær yfir allar útgáfur mann-
legrar tilveru. Því eigum við að efla
hana í stað þess að glata henni
smátt og smátt.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kennari Íslensk tunga nær yfir allar útgáfur tilverunnar, segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ.
Íslenska á öllum sviðum
Efla á ástkæra ylhýra
málið samkvæmt yfirlýs-
ingu kennara og stjórn-
valda. Í fjölmenningar-
samfélagi nútímans eru
skólarnir þar í lykil-
hlutverki.
Morgunblaðið/Eggert
Skólabörn Orðaforðinn breytist og endurspeglar jafnan tíðarandann.
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð
í 12. sinn með friðsælli athöfn á
fæðingardegi John Lennon þriðju-
daginn 9. október, það er í kvöld
klukkan 20.00. Friðarsúlan, sem
tekin var í gagnið árið 2007, mun
varpa ljósi upp í himininn til 8.
desember en þann dag 1980 var
Lennon skotinn til bana fyrir utan
heimili sitt í New York.
Boðið er upp á fríar ferjusigl-
ingar og strætóferðir fyrir og eftir
tendrun. Listasafn Reykjavíkur,
Borgarsögusafn Reykjavíkur og
fleiri halda úti dagskrá sem hefst
kl. 17.45 og stendur til 21.30. Tón-
leikarnir fara fram í Naustinu við
Friðarsúluna.
Yoko Ono, ekkja Bítilsins fræga,
býður upp á fríar siglingar yfir
sundið. Siglt verður frá Skarfa-
bakka frá kl. 17.30 til 19.30. Fyrsta
ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar
siglir frá Viðey kl. 20.30.
Dagskráin hefst kl. 17.45 með
leiðsögn um verk Richards Serra í
Viðey á vegum Listasafns Reykja-
víkur. Klukkan 18.00. hefst sögu-
ganga um byggð og sögu í eyjunni
á vegum Borgarsögusafnsins. Leið-
sögnin verður endurtekin kl. 18.45
og 19.00. Klukkan 19.40 hefst dag-
skrá við Friðarsúluna með kórsöng
Graduale Nobili undir stjórn Þor-
valdar Davíðssonar, og á slaginu kl.
20 flytur Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri ávarp. Í framhaldi af
því mun Yoko Ono ávarpa gesti og
svo tendra ljós súlunnar sem setur
svo sterkan svip á Sundin.
Ljósmynd/Aðsend
Ljós Friðarsúlunnar tendrað í kvöld
Kennarasamband Íslands, forsætisráðuneyti, mennta- og menningar-
málaráðuneyti, Háskóli Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og
Heimili og skóli staðfesta vilja til að standa að vitundarvakningu um
mikilvægi íslensks máls. Ofangreindir aðilar munu leggja sig fram við að
finna víðtækan samstarfsgrundvöll til að vekja athygli og áhuga á móður-
málinu, stuðla að virkri notkun þess og vinna sérstaklega að jákvæðari
viðhorfum barna og unglinga til íslenskrar tungu.
Íslenskan stendur á tímamótum og mikilvægt er að tryggja að íslensk
tunga standi jafnfætis öðrum málum og sé notuð á öllum sviðum þjóð-
lífsins. Á það bæði við um daglegt líf og sérhæfðari samskipti.
Jafnfætis öðrum málum
ÍSLENSKAN Á TÍMAMÓTUM