Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Gengið var frá tilboðstryggingu í byggingarrétt á öllum lóðum í Úlfarsárdal nema fjórum þegar til- boð voru opnuð og lesin upp í heyr- anda hljóði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjóðendur voru viðstaddir enda þurftu þeir að staðfesta boð sitt með greiðslu tilboðstryggingar svo það teldist gilt. Boðnar voru upp 28 lóðir, þar af 19 einbýlishúsalóðir. Gengið var frá tilboðstryggingu í 15 þeirra, en óseldar eru fjórar lóðir. Lóðir undir tvíbýli voru fimm, undir raðhús þrjár og fjölbýli ein. Allar þessar lóðir gengu út. Heildarupphæð stað- festra tilboða í byggingarrétt nam 323 milljónum króna, en að við- bættum gatnagerðargjöldum nam lóðasalan í heild 633 milljónum króna. Mest munar um sölu bygg- ingarréttar fyrir 46 íbúða fjölbýlis- hús, en boðnar voru 240 milljónir í byggingarréttinn sem með gatna- gerðargjöldum gerir 319 milljónir. Sala fjölbýlishúsalóðarinnar er því ríflega helmingur sölunnar, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Borgarráð úthlutar lóðum og eru niðurstöður útboðsins háðar sam- þykki þess. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Flestar lóðir í Úlf- arsárdal seldust VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er flókið mál og mér finnst kerfið hafa klikkað. Kerfið gerir ekki ráð fyrir því að það er fólk fyrir vest- an sem hefur lífsviðurværi sitt af þessari starfsemi. Um 25% fjöl- skyldna á sunnanverðum Vest- fjörðum hafa beina afkomu af fisk- eldi,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá fiskeldis- fyrirtækinu Arctic Fish. Starfs- og rekstrarleyfi fyrirtækisins vegna áformaðs laxeldis í Patreks- og Tálknafirði voru felld úr gildi með úr- skurðum úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála í síðustu viku. Sigurður nefnir sem dæmi um óvissuna sem uppi er vegna úrskurð- anna að kennari úr grunnskól- anum á Tálkna- firði hafi haft samband við sig í gær til að fá út- skýringar á stöð- unni. Ástæðan sé sú að nemend- urnir viti ekki fyrir víst hvort þeir verða áfram í skólanum. „Mér finnst þetta lýsa stöðunni vel. Það skilur enginn hvernig hægt er að kippa í burtu leyfi fyrir starfsemi sem hefur verið stunduð í næstum því heilt ár. Fæstir trúa því að slíkt geti gerst í réttarríki. Þetta mál hefur vonandi vakið fleiri en mig til vit- undar um það hvort við búum í sam- félagi þar sem kerfið er haft ofar fólk- inu og samfélögum þess,“ segir Sigurður. Landeldi aldrei á Vestfjörðum Hann bendir á að fyrirtækin hafi látið meta áhrif af kynslóðaskiptu lax- eldi í sjókvíum. Það sé þeirra starf- semi og því hafi aðrir kostir ekki ver- ið metnir. Kærendur bentu á ýmsa aðra val- kosti. Hann segir að notkun lokaðra sjókvía henti ekki í fjörðum þar sem ölduhæð fer yfir einn og hálfan metra. Það útiloki þann kost á því svæði sem til umfjöllunar er en Sig- urður tekur fram að áfram verði fylgst með þróun tækninnar og ekki útilokað að hægt verði að nýta hana í framtíðinni. Varðandi eldi á ófrjóum fiski bend- ir Sigurður á að hún grundvallist á þrýstimeðhöndlun hrogna þannig að fiskurinn verði þrílitna. Eftir inngrip af því tagi flokkist afurðin undir erfðabreytt matvæli. Arctic Fish hafi fengið gæðavottun frá ASC sem ekki leyfi erfðabreytt matvæli. Sigurður segir að fyrirtækið muni fylgjast með þróun aðferða við ófrjóan lax og von- andi verði hægt að nota þær í fram- tíðinni. Sigurður Pétursson segir ótrúlegt að það skuli nefnt sem valmöguleiki fyrir laxeldi á Vestfjörðum að flytja starfsemina upp á land. Það sé allt önnur framkvæmd en sótti hafi verið um leyfi fyrir. Hann segir að nú sé um 0,01% laxeldisafurða í heiminum úr landeldi. Eitt stærsta fyrirtækið í heiminum sem hafi náð tökum á slíku eldi sé íslenskt, Silfurstjarnan, með um 1.000 tonna framleiðslu á ári. „Vissulega kann þetta að vera val- möguleiki í framtíðinni en slík fram- leiðsla yrði aldrei sett upp á Vest- fjörðum þar sem hvorki er nægt landrými né raforka. Það þyrfti þre- falt meira rafmagn en nú er notað á Vestfjörðum, eða sem svarar til þriggja Mjólkárvirkjana. Slík starf- semi yrði væntanlega helst nálægt stórum mörkuðum þar sem nægilegt rafmagn er í boði,“ segir Sigurður. Úrskurðarnefndin benti á það í niðurstöðu sinni að það hlytu að vera fleiri kostir sem hægt væri að meta og bera saman, til dæmis annað um- fang og aðrar staðsetningar. Sig- urður segir það vissulega hægt og það verði gert. Borið undir dómstóla Arctic Fish er aðallega með laxeldi í Dýrafirði. Það ætlar að setja út stór seiði í kvíar í Patreks- og Tálknafirði á næsta ári og hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í framleiðslu seiða og öðrum undirbúningi. Arnarlax setti út seiði í kvíar á nýju staðsetningunum í vor. Fyrirtækin munu síðan slátra á sama tíma og hvíla firðina. „Það mun umbreyta öllu okkar rekstrarumhverfi ef ógildingin stend- ur. Við erum að framleiða fisk sam- kvæmt ströngum umhverfisstöðlum, í árgangaskiptu laxeldi með hvíldar- tíma. Það eyðileggur rekstrar- uppbyggingu fyrirtækisins ef okkur verður ýtt út úr því,“ segir Sigurður. Hann segir að fyrirtækin muni bera ógildingu rekstrar- og starfs- leyfanna undir dómstóla. Hann er þrátt fyrir allt bjartsýnn á að lausn finnist í kerfinu. „Það erfiða í þessu er að við erum undir sama hatti og starfsmenn okkar og samfélagið allt á Vestfjörðum. Við þurfum að halda niðri í okkur andanum og bíða eftir næstu fréttum. Þannig er staðan ein- mitt núna,“ segir Sigurður Péturs- son. Krakkarnir vita ekki hvort þau verða áfram í skólanum  Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir kerfið ekki taka tillit til fólks og samfélags Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Framleiðsla Arctic Fish er að byggja upp mikla seiðastöð í Tálknafirði. Þar er verið að ala stórseiði sem ætlunin er að setja í sjókvíar í Patreksfirði og Tálknafirði á næsta ári. Stöðin er tæknilega mjög vel útbúin. Sigurður Pétursson Kristján Þór Júl- íusson, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur á morgun tveggja vikna fundaferð sína um landið til að ræða nýtt frum- varp til laga um veiðigjald og stöðu sjávar- útvegsins almennt. Fundirnir eru öllum opnir. Kristján verður á Ísafirði á mið- vikudag, í Vesturbyggð og á Hellis- sandi á fimmtudag. Næsta þriðjudag fundar Kristján í Reykjavík, mið- vikudaginn 17. október í Vest- mannaeyjum, á Akureyri 21. októ- ber, Þórshöfn og Eskifirði daginn eftir og að síðustu á Höfn og í Grindavík þriðjudaginn 23. október. Nánari upplýsingar má finna á vef ráðuneytisins. Kristján í fundaferð Kristján Þór Júlíusson Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suður- nesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 167 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann var sviptur öku- réttindum til bráðabirgða og þarf að greiða 240 þúsund krónur í sekt, auk þess sem hann fær þrjá punkta í ökuferilsskrá. Hann kvaðst hafa ver- ið að flýta sér til að ná flugi. Annar ökumaður, erlendur ferða- maður, sem einnig ók of hratt reynd- ist jafnframt vera undir áhrifum áfengis við aksturinn. Hann greiddi sekt að upphæð ríflega 220 þúsund vegna hrað- og ölvunaraksturs áður en hann yfirgaf landið. Loks hafði lögregla afskipti af ökumanni sem kvaðst ekki geta framvísað ökuskírteini sínu þar sem það væri týnt og yrði hann að fara til heimalandsins til að sækja nýtt skír- teini. Í ljós kom að maðurinn hefur leikið þennan leik nokkrum sinnum áður og verið kærður fyrir að aka réttindalaus. Svo var einnig gert í þetta skipti. Á 167 kílómetra hraða á leið í flug SMÁRALIND www.skornirthinir.is Nýtt frá Scandi Verð 7.995 Stærðir 36-41 Verð 8.995 Stærðir 36-41

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.