Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 16

Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á póstur sem tengist frístundaiðkun barna viðkomandi, og menn þykjast þá vera þjálfarar að senda leikjaplan eða annað slíkt. „Þessi viðhengi eru svo beintengd við tölvuský. Þar held- ur hið grandalausa fórnarlamb áfram og reynir að skrá sig inn á sinn að- gang í skýinu, eins og fjölmargir eru farnir að gera dags daglega í dag. Eftir þetta er viðkomandi sendur á vefsíðu sem lítur nákvæmlega eins út og raunveruleg vefsíða gerir, en þar nær hann ekki að skrá sig inn hvað sem hann reynir. Með öllu þessu fylg- ist netglæpamaðurinn og er núna kominn með bæði netfang viðkom- andi og lykilorð, og þá er eftir- leikurinn auðveldur. Hann getur nú valsað um pósthólf fórnarlambsins að vild hvenær sem hann vill, og grand- skoðað öll samskipti.“ Best að hringja líka Guðbjarni segir að glæpamaðurinn hafi þarna sérstakan áhuga á tengi- liðum sem eru í samskiptum við fórn- arlambið vegna fjármálatengdra hluta. Þá er algengt að sögn Guð- bjarna að menn búi sér til sérstaka „reglu“ í pósthólfi viðkomandi, sem sendir alla pósta sem tengjast ákveðnum tengiliðum, áfram til þriðja aðila, þ.e. svikarans sjálfs. „Menn þurfa mikla árvekni til að uppgötva svona. Best er að treysta engu fullkomlega í blindni, og hringja alltaf líka til að spyrja aðila hvort hann hafi raunverulega verið að senda fjármálatengd gögn.“ Guðbjarni segir að ótrúlega mikið sé um svona svindl hér á landi. Auð- vitað útheimti þetta mikla þolinmæði, vinnu og yfirlegu hjá svindlaranum, en uppskeran geti verið ríkuleg. „Einu sinni töldum við okkur vera vel sett útaf íslenskunni, en nú er það ekki lengur nein vörn, því Google Translate er orðið svo fullkomin þýð- ingarvél. Og hver veit nema Íslend- ingar standi að baki, eins og líklegt er með nýlega pósta sem virðast koma frá lögreglunni.“ Sprenging eftir haftalosun Þá segir Guðbjarni að eftir að öll- um höftum hafi verið aflétt í við- skiptum milli landa hafi orðið sprenging í netárásum og svindli. Ennfremur hefur aukin notkun skýjalausna aukið enn á möguleika svindlara til að ná árangri. En hve mikið er um þetta? „Við sjáum bara toppinn á ísjak- anum. Fæstar af svona netárásum eru tilkynntar opinberlega. Fólk skammast sín fyrir að verða fyrir barðinu á þessu.“ En hversu auðvelt ætli sé að finna þessa glæpamenn? Guðbjarni segir að það sé því miður hálfpartinn von- laust. Spurður um upphæðir í þessu samhengi, segir Guðbjarni að um- talsverðar fjárhæðir hafi tapast hér á landi undanfarið í svona innrásum, milljónir á milljónir ofan. Guðbjarni segir að nýjasta nýtt í netglæpageiranum sé að brjótast inn í tölvur, og láta þær vinna fyrir sig í skjóli nætur. „Menn láta tölvur fólks úti í bæ grafa fyrir sig eftir raf- myntum, án þess að það átti sig á því hvað er í gangi. Það eina sem gerist er að tölvan verður hægvirkari en venjulega. Þetta skilar þrjótunum stöðugum tekjum, í stað þess að fá tekjur bara einu sinni úr hverju inn- broti.“ Netglæpir ábatasamir Getty Images/iStockphoto Innbrot Netþrjótar geta valsað óáreittir um pósthólf fórnarlamba sinna eftir að hafa komist yfir lykilorð þeirra, og sæta þá lagi til að komast yfir fjármuni. Guðbjarni segir að best sé er að treysta engu fullkomlega í blindni.  Leikur kattarins að músinni  Nýta sér mannlega þáttinn  Tölvur óafvitandi í námagreftri  Skýjalausnir auka áhættuna  Íslenskan engin hindrun lengur Netþrjótar » Gíslataka var vinsæl hjá net- glæpamönnum en nú er fólk meira á varðbergi fyrir slíku. » Illmögulegt er að ná þrjót- unum, sem fela slóð sína vel. » Google Translate, skýja- lausnir og haftalosun hafa gagnast netþrjótunum vel. » Aðeins sést toppurinn á ís- jakanum af glæpum sem þessum. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Guðbjarni Guðmundsson, forstöðu- maður kjarnalausna hjá upplýsinga- tæknifyrirtækinu Opnum kerfum, segir að aðfarir tölvuglæpamanna sem sérhæfa sig í netárásum á ís- lenska aðila, sé leikur kattarins að músinni, eins og hann kemst að orði í samtali við Morgunblaðið. Netárásir séu almennt ekki að minnka, og glæpamennirnir finni sífellt nýjar og nýjar leiðir til að komast inn í tölvur granda- lausra einstak- linga og starfs- manna fyrirtækja hér á landi. „Við erum að sjá tölu- vert mikið af því að menn hafa farið í mjög djúpar rannsóknir og sýnt mikinn metnað, í viðleitni sinni til að komast inn í tölv- ur til dæmis yfirstjórnenda í fyrir- tækjum,“ segir Guðbjarni. Hann segir að þær lausnir sem í boði séu til að hindra glæpina séu m.a. notkun miðlægra öryggisvarna, sem er samspil eldveggja, vírusvarna og annarra aðferða til að greina óeðli- lega hegðun tölvunar. Það dugi þó skammt ef fólkið sjálft gái ekki nógu vel að sér. „Menn nýta sér þá helst mannlega þáttinn til að komast að upplýsingum sem hægt er að nýta sér í tölvuinnbrotin. Nú eru allir inni á samfélagsmiðlum eins og LinkedIn og Facebook til dæmis. Svo skoða menn heimasíður fyrirtækja og sjá þar mjög skýrt hvaða stjórnunar- stöðu hver gegnir. Menn reyna að fiska upplýsingar upp úr þessu fólki sérstaklega, og reyna þá fyrst og fremst að villa á sér heimildir, til að komast yfir þau gögn sem nauðsyn- leg eru, til að gera sér þau að féþúfu.“ Þykjast vera þjálfarar Spurður nánar að því hvaða að- ferðum menn beiti, segir Guðbjarni að til dæmis búi glæpamaðurinn til falskan tölvupóst í nafni einhvers sem viðkomandi treysti. Í póstinum sé síðan viðhengi, til dæmis með fjár- málaupplýsingum. Þá sé oft sendur Guðbjarni Guðmundsson 9. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.38 113.92 113.65 Sterlingspund 147.82 148.54 148.18 Kanadadalur 87.67 88.19 87.93 Dönsk króna 17.472 17.574 17.523 Norsk króna 13.693 13.773 13.733 Sænsk króna 12.479 12.553 12.516 Svissn. franki 114.02 114.66 114.34 Japanskt jen 0.9947 1.0005 0.9976 SDR 157.72 158.66 158.19 Evra 130.34 131.06 130.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.4508 Hrávöruverð Gull 1201.1 ($/únsa) Ál 2139.5 ($/tonn) LME Hráolía 84.89 ($/fatið) Brent Lífeyrissjóðurinn Gildi vill að fyrir- tækjaráðgjöf Kviku banka verði feng- in til að meta fyrirhuguð kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur, og skilmála þeirra. Hefur lífeyrissjóður- inn gert tillögu um að bókun þessa efnis verði tekin til meðferðar á hlut- hafafundi HB Granda sem fram fer 16. október. Fyrir fundinum liggur þegar tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar- innar um kaup félagsins á öllu hlutafé Ögurvíkur ehf. af Útgerðarfélagi Reykjavíkur, sem áður bar nafnið Brim. Segir í greinargerð með tillögu Gildis að þar með liggi fyrir hluthöfum að leggja mat á og taka afstöðu til þess hvort viðskiptin séu hagfelld fyrir HB Granda. Tillagan sé þá meðal annars lögð fram í ljósi þess að aðaleigandi seljanda, Guðmundur Kristjánsson, sé á sama tíma forstjóri HB Granda og stærsti hluthafi fyrirtækisins. Mark- mið tillögunnar sé því að tryggja að ákvörðunartakan sé hafin yfir allan vafa. Þá liggi fyrir sérfræðiskýrsla sem sé meðal annars þeim annmarka háð að einungis sé byggt á einni tiltek- inni matsaðferð, án þess að horft sé til annarra þátta sem kunni að skipta máli þegar viðskiptin séu metin á heildstæðum grunni. Kanni kaup á Ögurvík  Staldra við vegna viðskipta við Brim Ottó Sigurðsson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa. Í tilkynningu frá félaginu seg- ir að með ráðn- ingunni snúi Ottó aftur til Sam- skipa, en hann var forstöðumaður innflutnings- deildar félagsins frá 2013 til loka árs 2016. Ottó kemur til Samskipa frá VÍS þar sem hann hefur frá 2017 gegnt stöðu forstöðumanns fyrirtækja- þjónustu. Áður starfaði hann hjá Vodafone, meðal annars sem for- stöðumaður fyrirtækjasölu. „Ég er mjög spenntur yfir því að koma aftur til Samskipa enda átti ég góðar stundir þar með góðu fólki,“ segir Ottó meðal annars í fréttatilkynningunni. tobj@mbl.is Ottó ráðinn til Samskipa Ottó Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.