Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríkineru merki-leg hvernig sem á þau er litið. Frá styrjaldar- lokum 1945 hafa þau haft hernaðar- lega yfirburði og afgerandi efnahagslega forystu á heims- vísu. Fyrstu ár eftir stríð sátu þau ein að kjarnorkuvopnum. Hefðu Sovétríkin verið í þeirri stöðu hefði veröldin öll verið lögð undir hæl kommúnismans. Það er ekki óskastaða að eitt ríki hafi slíka allsherjar- yfirburði. En sé slíkt óhjá- kvæmilegt má þakka að það sé ríki á borð við Bandaríkin en ekki annarrar gerðar. En margt kemur þó á óvart vestra. Réttarfar og refsigleði er dæmi. Þar er hægt að dæma menn í margra ára fangelsi fyr- ir að segja FBI ósatt um um- deilanleg smáatriði. Þó hefur komið í ljós nýverið að lög- reglan sú fer með sannleikann að hentugleikum. Og hún hótar fangelsun til að neyða menn til að vitna gegn „vinum“ sínum eða samstarfsmönnum. Sérstakur saksóknari hótaði Gates nokkrum, aðstoðar- manni Manaforts, kosninga- stjóra Trumps í fáeina mánuði, að húka bak við rimla í 100 ár vitnaði hann ekki gegn Mana- fort. Manafort var hótað smotteríi eða 30 ára fangelsi. En þar sem sá er um sjötugt tók það í. Gates þessi virðist því hafa verið þrefalt meiri þorpari en hinn! En galdurinn fólst í því að nota Gates til að ná Manafort til að ná í Trump sem Mueller sér- stakur saksóknari er að rannsaka fyrir glæp sem hann veit ekki hver er (!). Nú síðast horfðu menn agn- dofa á hvernig reynt var að koma í veg fyrir að tilnefning dómara yrði staðfest á þingi. Ekki vegna þess að hann kynni ekki lögfræði betur en flestir þar. „Vinstri“ menn hafa verið í meirihluta í réttinum í ein sjö- tíu ár, en síðustu þrjátíu mátt treysta á miðjuatkvæði sem hefur haldið utan um þau mál sem þeir meta mest. Á hreina valdatímabilinu var rétturinn fenginn til að koma á breytingum sem demókratar höfðu ekki styrk til á löggjafar- þinginu. Repúblikanar segjast andvígir því að dómstóllinn setji lög. Til þess sé þingið. En demókratar óttast nú að meiri- hluti þeirra í Hæstarétti kunni að vinda ofan af því sem gert var með ólögmætum hætti. Þá er oftast vísað til reglna um fóstureyðingar sem rétturinn „setti lög um“ fyrir áratugum. Ólíklegt er að við því verði hróflað. Líklegra er að réttur- inn muni skoða íþyngjandi reglur sem forsetar (úr báðum flokkum) hafa sett án atbeina löggjafans. Slík „hreinsun“ myndi létta mjög á bandarískri stjórnsýslu. Demókratar teygðu sig lengra en boð- legt var í umfjöllun um nýjan dómara} Stjórnskipulegt ólag Eftir að DonaldTrump, for- seti Bandaríkj- anna, og Kim Jong-un, einræðis- herra Norður- Kóreu, hættu að uppnefna hvor annan og hittust á leið- togafundi í Singapúr í sumar hafa samskipti ríkjanna orðið mun vinsamlegri. Kim hefur sent Trump hjartnæmt bréf og Trump hefur svarað með nota- legu tísti. Allt er þetta ágætt og vissu- lega jákvæð þróun eftir fjand- samleg samskipti ríkjanna frá því um miðja síðustu öld. Þó er það svo að enn virðist langt í land með að raunverulegur ár- angur náist í því að koma sam- skiptum Norður-Kóreu og annarra ríkja í eðlilegt horf. Forsenda þess að sam- skiptin geti orðið eðlileg og að viðskiptaþvingunum verði af- létt hlýtur að vera að Norður- Kórea ljúki þeirri kjarnorku- afvopnun sem rætt hefur verið um. En þó að samkomulag virðist hafa náðst um slíka af- vopnun virðist þrautin þyngri að hrinda því í framkvæmd. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Kim um helgina og létu báðir vel af þeim fundi. Pompeo lét þó fylgja að þótt samkomulag væri innan seilingar væri „síð- asti þumlungurinn oft erfiður“. Nú er rætt um að Trump og Kim hittist á ný áður en langt um líður og að þá megi vænta frekari tíðinda. En Kim hefur líka hallað sér að leiðtogum Kína og Rússlands, ríkjanna sem hafa frá upphafi tryggt honum, föður hans og afa völd- in í Norður-Kóreu. Ábyrgð þessara ríkja er mikil. Þau halda, ekki síður en Banda- ríkin, á lyklinum að því að sam- komulag náist um afvopnun og varanlegan frið á Kóreuskag- anum. Hingað til hafa þau ver- ið misjafnlega hjálpleg í þeim efnum, en vonandi skilja þau að það eru ekki síður þeirra hagsmunir en annarra að tog- streitan hverfi og samskiptin komist í eðlilegt horf. Kim hyggst ekki láta kjarnorkuvopnin af hendi bótalaust} Erfiður þumlungur eftir F organgsröðun opinberra fjár- muna er eitt mikilvægasta verk- efni kjörinna fulltrúa. Samspil þess að ákveða hvað skuli fjár- magnað úr sameiginlegum sjóð- um og vera verkefni hins opinbera og þá hvaða verkefni séu fremri öðrum er áskorun sem allir ábyrgir stjórnmálamenn standa fyr- ir. Því virðist þó öðruvísi farið hjá Reykja- víkurborg, sem hefur á undanförnum árum ekki mikið horft til forgangsröðunar þegar kemur að fjármunum borgarbúa. Það kristall- ast einna skýrast í 257 milljóna framúrkeyrslu þegar Reykjavíkurborg ákvað að verja, eða eyða eftir því hvernig á það er litið, fjár- munum í endurbyggingu á bragga og tengi- byggingum. Áætlað var að verja 158 millj- ónum króna í verkefnið en kostnaðurinn er nú þegar kominn í 415 milljónir – án þess að verkefnið sé fullklárað. Kostnaður braggans er enn eitt dæmið um for- ystuleysi í Reykjavík. Enginn einstaklingur, fjölskylda eða fyrirtæki í einkarekstri hefði þolað slíkan kostnað eða umframkeyrslu á framkvæmd. Það virðist þó gilda önnur lögmál um hið opinbera þar sem alltaf er hægt að ganga lengra, seilast aðeins dýpra og virða að vettugi áætlanir og eðlilegan kostnað. Enginn kostnaðarliður fór í útboð, það kemur lítið á óvart þegar rýnt er í sundurliðun á kostnaðinum við verkið. Auðvelt er að reka í rogastans þegar ástands- skoðun ein og sér kostar 27 milljónir króna, eða um það bil jafn mikið og lítil íbúð í einu af nágranna- sveitarfélögum borgarinnar. Ef við gefum okkur að tímagjald verkfræðings sé um 18.600 kr. á klukkustund (15 þús.kr. + vsk) þá má ætla að um 1.450 klst hafi farið í verk- efnið, eða rúmir átta mánuðir fyrir einn mann í fullri vinnu. Líklega hefur ekkert hús á land- inu farið í gegnum jafn dýra ástandsskoðun. Nú má einnig velta fyrir sér hvers vegna stjórnvöld í Reykjavík ákváðu að fara í þetta gæluverkefni á meðan önnur og brýnni verk- efni bíða þess að kjörnir fulltrúar sinni þeim. Þessi óráðsía kemur þó lítið á óvart og þó þetta einstaka mál komist í umræðuna er afar líklegt að óskynsamleg fjárútlát og fram- úrkeyrsla vegna hinna ýmsu verkefna sé mun víðar en við áttum okkur á. Við sáum að upp- bygging Mathallarinnar við Hlemm fór einn- ig langt fram úr áætlun og svo virðist sem kostnaðarvitund þeirra sem ráða ríkjum í Ráðhúsi Reykjavíkur sé lítil sem engin. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur meirihlutinn í Reykjavík hafnað því að óháð rannsókn verði gerð á mál- inu. Það eina sem hægt er að treysta á er að enginn inn- an borgarkerfisins mun bera ábyrgð á því sem undan er gengið, hvorki kjörnir fulltrúar né þeir embættismenn sem hafa það hlutverk að láta framkvæmdir standast áætlun. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Dýrasti bragginn í bænum Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Þar sem vindaðstæður erugóðar er vindorkufram-leiðsla orðin ódýrari enorkuframleiðsla með jarð- varma eða vatnsafli vegna hagkvæm- ari framleiðslu á vindmyllum. Hefur hagkvæmni vindmylluframleiðenda aukist vegna meiri framleiðslu auk þess sem vindmyllur eru stærri og hagkvæmari en áður. Hafa margir innlendir og erlendir aðilar sýnt vindorkuframleiðslu hér á landi áhuga. Undirbúningur fyrir vind- orkuframleiðslu er kominn á fullt víða. Stutt er síðan menn fóru af stað með fyrstu vindmyllurnar hér á landi. Landsvirkjun tók í gagnið tvær vindmyllur norðan við Búrfell í janúar 2013 og ári síðar gangsetti Biokraft í eigu athafnamannsins Steingríms Erlingssonar tvær vind- myllur í Þykkvabæ. Biokraft hefur viljað endurnýja vindmyllurnar en ekki enn haft erindi sem erfiði hjá sveitarfélaginu, þar sem nýju vind- myllurnar hafa stærri spaða en þær sem þar standa. Steingrímur segir kjöraðstæður til vindorkuframleiðslu í Þykkvabæ en það sé óhagkvæmt að reka aðeins tvær vindmyllur. Segir hann að vindmyllugarður með u.þ.b. tíu vindmyllum væri hagkvæmari rekstrareining. Þá hefur Landsvirkjun til skoð- unar að setja upp 50 til 100 MW vind- myllugarð í Búrfellslundi. Í notkun innan fárra ára Fleiri verkefni eru nú í burðar- liðnum, mislangt á veg komin. Í Garpsdal í Reykhólahreppi hefur EM Orka hug á að reisa 35 túrbínur en fyrirtækið er í eigu EMP Hold- ings og er sameiginlegt verkefni Vestas, stærsta vindmylluframleið- anda heims, og írska fyrirtækisins EMPower sem hefur þróað og sett upp 900 MW af sólar- og vindorku- verum í Evrópu og Afríku. Vindmæl- ingar eru farnar af stað með loft- sónartæki. Stefnt er að því að mælingum ljúki 2020 þannig að hefj- ast megi handa við byggingu vind- mylla 2021 og þær teknar í rekstur 2022. Í Dalabyggð hefur fyrirtækið Storm orka fengið leyfi hjá sveitar- stjórn til uppsetningar þriggja mæl- ingarmastra í landi Hróðnýjarstaða, en stöðuleyfi mastranna er í ferli hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Að baki Storm orku standa bræð- urnir Magnús og Sigurður Jóhannes- synir en þeir njóta stuðnings vind- mylluframleiðandans Siemens Gamesa. Áætlað afl verkefnisins er 80 til 130 MW og orkuframleiðsla á bilinu 400 til 600 GWst á ári. Stefnt er á að fyrstu vindmyllurnar verði teknar í notkun 2020 eða 2021. Nokkrir hefja mælingar Þá hefur fyrirtækið Quadran Iceland Development einnig fengið stöðuleyfi í Dalabyggð, í landi Sól- heima, fyrir eitt vindmastur. Fyrir- tækið er alfarið í eigu franska orku- fyrirtækisins Quadran International sem hefur starfsemi í 13 löndum. Áætlað afl þess verkefnis er 50 til 100 MW eða 12 til 24 vindmyllur. Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnar- formaður fyrirtækisins, segir stefnt að því að koma mastrinu upp fyrir veturinn og hefja mælingar, sem taki eitt ár. HS Orka hefur sýnt loftorku- framleiðslu áhuga og sótt um leyfi fyrir vindmastri við Reykjanesvirkj- un og Orkusalan sýnt því áhuga að setja upp vindmyllur á Héraðssandi. Þá hefur Ketill Sigurjónsson, ráð- gjafi á sviði orkumála, skoðað mögu- leika á vindorkuframleiðslu á nokkr- um stöðum á landinu í samstarfi við skandinavískt fyrirtæki. Hann segir stefnt að því að setja upp eitt eða fleiri möstur á næsta ári. Vindorkuframleiðsla að fara á fulla ferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindmyllur Landsvirkjun tók í janúar 2013 í gagnið tvær vindmyllur við Búrfell og hefur til skoðunar að setja upp vindmyllugarð í Búrfellslundi. „Menn eru að skoða þetta meira en var,“ segir Ketill Sigurjónsson orkuráðgjafi. Hann á von á því að eftir tíu ár verði uppsett vindafl e.t.v. 200 MW, eða um það bil 50 vindmyllur, en kunni vissulega að vera minna eða meira. Ketill segir að þrátt fyrir þennan mikla áhuga á vindorku um þessar mundir hafi vindorkan nokkuð lengi verið áhugaverður kostur fyrir Ísland, en kostnaðurinn of mikill í samanburði við vatnsafl og jarðvarma. „Kostnaður í vind- orkutækninni hefur lækkað ótrú- lega hratt, framleiðslugetan jókst og nú er farið að framleiða stærri og hagkvæmari vindmyll- ur en áður.“ „Við þurfum að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku í framtíð- inni með nýjum virkjunum; vatnsafls- eða jarðvarmavirkj- unum eða vindorku, eða með orku sem við nýtum nú í annað. Ef Norðurál semur um áfram- haldandi kaup á rafmagni, en þar koma nokkrir orkusamningar brátt til endurskoðunar, þurfum við örugglega að virkja talsvert,“ segir hann. Aukinn áhugi á vindorku RAUNHÆFUR KOSTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.