Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 09.10.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 ✝ Eygló Gísladótt-ir fæddist á Pat- reksfirði 18. júlí 1940. Hún lést 21. september 2018. Foreldrar Eygló- ar voru Gísli Þórðarson, f. 17. apríl 1910, d. 3. september 1948, og Ingveldur Svanhild- ur Pálsdóttir, f. 20. mars 1911, d. 1. janúar 1987. Systkini Eyglóar eru: Gunn- laugur Trausti Gíslason, f. 31. ágúst 1947, d. 5. apríl 1975, Ing- ólfur Gísli Þorsteinsson, f. 22. apríl 1951, maki: Hrefna Karls- dóttir, f. 18. nóvember 1952. Þau eiga fjögur börn. Vignir Páll Þorsteinsson, f. 5. desem- ber 1952, d. 17. maí 2014, maki: Sigrún Jónsdóttir, f. 5. júlí 1949. Þau eiga fjögur börn. Eygló giftist þann 30. maí 1959 Gústafi Ólafssyni, f. 3. jan- úar 1934, d. 1. febrúar 2018. Þau skildu. Börn þeirra Eyglóar og Gúst- afs eru: a) Anna Gústafsdóttir, f. 29. desember 1957, maki: Tryggvi Ingvason, f. 7. septem- ber 1957. Börn: Gústaf Ingvi Tryggvason, maki: Hulda Börn: Kristjana Björg Vil- hjálmsdóttir, maki: Guðmundur Ragnar Magnússon. Þau eiga þrjú börn. Daníel Valur Vil- hjálmsson, maki: Margrét Ósk Ingiþórsdóttir. Elva Ósk Vil- hjálmsdóttir. e) Gísli Jón Gúst- afsson, f. 28. desember 1969, maki: Bahija Zaami, f. 4. októ- ber 1979. Börn: Kristmundur Gíslason. Lúkas Máni Gíslason. Eygló fæddist á Patreksfirði en fluttist ung að árum til Kefla- víkur með móður sinni sem þá var orðin ekkja. Eygló lauk prófi frá Héraðsskólanum á Núpi og vann við ýmis störf þar til hún lauk námi í Kennaraskól- anum. Hún giftist Gústafi Ólafs- syni, sjómanni, og ólu þau mann- inn í Keflavík þar til þau skildu. Eygló starfaði við kennslu það sem eftir lifði starfsævinnar og kenndi víða en þó aðallega á Vestfjörðum og á Suðurnesjum. Hún var mikil félagsmanneskja og lét sig kjaramál kennara varða og tók þátt í þeirri bar- áttu með beinum hætti er hún sat í samninganefnd. Í tóm- stundum hafði hún sérlega gam- an af söng, bókmenntum og handavinnu og yrkti þau áhuga- mál allt til lokadags. Eygló verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 9. októ- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Gunnarsdóttir. Þau eiga eitt barn. Bjarni Páll Tryggvason, maki: Særún Thelma Jensdóttir. Þau eiga fimm börn. Arnar Ingi Tryggvason, maki: Halla Karen Guð- jónsdóttir. Þau eiga eitt barn. b) Sigurður Hjálmar Gústafsson, f. 20. desember 1959. Börn: Karl Sædal Sveinbjörnsson, maki: Sheila Jean Surbito. Hann á tvö börn. Þórður Sigurðsson, maki: Kolbrún Ágústsdóttir. Þau eiga tvö börn. Ingibjörg Finndís Sig- urðardóttir, maki: Gísli Gísla- son. Þau eiga fjögur börn. Bjarni Sigurðsson, maki: Bryn- dís Björg Jónasdóttir. Þau eiga fjögur börn. Björgvin Sigurðs- son, maki: Elísabet Hall Sölva- dóttir. Þau eiga tvö börn. c) Inga Hildur Gústafsdóttir, f. 18. september 1961. Barn: Hlynur Jónsson, maki: Jóhanna María Þórdísardóttir. Þau eiga þrjú börn. d) Dröfn Gústafsdóttir, f. 22. desember 1964, d. 22. janúar 2010, maki: Vilhjálmur Pétur Björgvinsson, f. 7. október 1964. Elsku mamma, mig setur hljóða. Þú fórst svo skyndilega og minningar liðinna ára koma fram í hugann. Öll kvæðin, tæki- færisvísurnar og ræðurnar sem þú settir saman liggja á borðinu fyrir framan mig. Það var ekki lítið sem þú samdir. Ferðalög, bæði innanlands og utan, voru þitt líf og yndi. Þú varst að koma heim úr ferð þegar þú lést þannig að þú áttir dásam- legan dag við lífslok. Kennari varstu af guðs náð, það voru ófá börn sem komu heim til okkar með bækurnar undir hendinni og settust við stofuborðið með þér. Svo ég vitni í orð sem skrifuð voru í minningu pabba þíns og mér finnst líka eiga við þig; „Það er leiðinlegt, að fyrir þroskaleysi okkar mannanna, eru oft, um leið og reistir eru minnisvarðar um menn fyrir meiriháttar störf, grafnar perlur á sviði manngildis og trúmennsku í reit gleymsk- unnar.“ Félagsmál voru stór hluti af þínu lífi og það voru ekki fáar nefndirnar, ráðin og stjórnirnar sem þú sast í. Þegar kom að handavinnu lék allt í höndunum á þér. Þegar sjónin fór að daprast misstir þú mikil lífsgæði. Lestur, handavinna og berjatínsla lögð- ust af. Talandi um ber, í þínum augum var fátt dásamlegra og þau fyrir vestan allra best. Enda voru Vestfirðirnir og Barða- ströndin sveitin þín og þar fannst þér best að vera. Ég fann þetta ljóð sem ég held að sé eftir móður þína og lýsir hug þínum þangað. Hugur leitar hratt til þín, hlýja Barðaströndin mín. Í huga sé ég hlíðar vanga, heila daga, bjarta langa. Særinn brosir blítt við sólu baðar strönd um dag sem njólu. Enn mig langar oft til þín unaðsfagra ströndin mín. Þegar þú varst komin á miðjan aldur fórst þú að syngja í kór og sönghópi. Þar varst þú á réttri hillu enda kunnir þú ógrynni af lögum, kvæðum og sálmum. Lífið fór ekki alltaf blíðum höndum um þig. Fyrsta og þyngsta höggið Eygló Gísladóttir ✝ Þorsteinn J. Jó-hannsson fæddist hinn 2. apr- íl árið 1945 í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu, Maríubakka 28, hinn 1. október 2018 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru þau Einhildur Jóhannesdóttur, f. 20.9. 1915, d. 18.2. 2002, og Jó- hann Hjartarson, f. 23.3. 1914, d. 15.1. 1991. Hann var fjórða barn þeirra hjóna en alls urðu systkinin sex. Þau eru Hjördís Magdalena, f. 16.8. 1934, d. 10.8. 2012, Steinþóra, f. 10.3. 1939, d. 13.5. 2004, Hafþór, f. 2.7. 1942, Jónína, f. 25.10. 1947, og Hrafn- hildur, f. 14.11. 1954. Þorsteinn fór snemma á sjó- inn, eða um þrettán ára aldur. Síðar nam hann við Iðn- skólann í Hafnar- firði og lærði þar trésmíðar og út- skrifaðist árið 1967. Hann vann lengi hjá Vita- og hafnamálastofnun við mótelsmíðar fyrir hafnir og síð- ar hjá Orkustofnun ríkisins m.a við landmælingar. Hann kynntist konu sinni, Guðmundu Guðmundsdóttur, árið 1965 og bjuggu þau fyrst á Álfaskeiði 37 en fluttu síðan á Maríubakka þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Guðmunda lést í desember á síðasta ári. Útför Þorsteins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. október 2018, klukkan 13. Elsku Steini. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar, hérlendis, í Noregi og í öllum okkar mörgu ferðalögum saman. Þú kenndir okkur svo gríðarlega mikið um Ís- land, um náttúru landsins og sögu þess. Þú sagðir okkur óteljandi ævintýri og gerðir allt svo spenn- andi. Þú varst svo fróður, hafðir svo gott minni og þegar við ferðuð- umst með þér um landið sagðir þú okkur sögur um hvern einasta stað sem við keyrðum framhjá. Þú þekktir landið nefnilega svo vel eftir að þú vannst við land- mælingar í gamla daga. Við mun- um hugsa til þín í hvert sinn sem við keyrum framhjá þessum stöð- um og deila sögunum með börn- unum okkar. Þú varst alltaf í góðu skapi, alltaf að grínast og með þetta skemmtilega glettna blik í aug- um. Í veislum hélstu uppi fjörinu og fólk safnaðist hreinlega í kringum þig til þess að hlusta á þig segja frá. Það sem var svo dásamlegt við þig var að þú hugsaðir alltaf um aðra og varst ávallt til í að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Þú komst alltaf til okkar hlaðinn gjöfum. Þú keyptir m.a. öll jóla- fötin á börnin og aðra ættingja líka. Einu sinni þegar Arne var lítill og fjölskyldan var blönk fórst þú með hann í dótabúð og sagðir að hann mætti velja hvaða dót sem er úr búðinni. Arne fór að gráta af gleði og valdi sér flottasta hjóla- bílinn. Þá varstu sko hetjan hans og enn í dag er þetta ein af hans bestu minningum. Ingvild var alltaf hjá ykkur Mundu á sumrin áður en hún fór í sveitina. Hana langaði svo að eignast sinn eigin hest á Íslandi. Svo þið fóruð og ferðuðust um allt landið og lögðuð mikið á ykkur í að leita að rétta hestinum handa henni og gáfuð henni síðan fyrsta folaldið hennar. Og Åshild minnist þess að allt- af þegar hún kom að heimsækja ykkur voruð þið búin að kaupa sælgæti og sódastream og uppá- halds matinn hennar. Hún er einnig óendanlega þakklát fyrir hvernig þið studduð hana í nám- inu. Þú kenndir okkur svo margt. Við ferðuðumst svo mikið saman og þú sýndir okkur hvernig á að njóta lífsins og rækta fjölskyldu- tengsl. Allt var skemmtilegra þegar þið Munda voruð hjá okk- ur, en þið voruð svo oft hjá okkur um jólin og á sumrin. Við geym- um þessar dýrmætu minningar í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, elsku Steini. Við munum sakna þín. Þín systir, Hrafnhildur og börn, Arne, Ingvild og Åshild. Elsku Steini frændi, þá ertu farinn í þína hinstu ferð að hitta hana Mundu þína aftur. Þið voruð svona auka amma og afi okkar systkinanna. Mættuð alltaf með jólagjafir og afmælisgjafir. Þið gerðuð engan greinarmun á ná- skyldum og fjarskyldum ættingj- um. Fjölskylda var bara fjöl- skylda, og hún var mikilvægust af öllu. Í öllum afmælum hjá ykkur hittum við krakkarnir alla ættina og gæddum okkur á snittum sem ávallt voru á boðstólum. Þetta varð til þess að í dag þekki ég barnabörn systkina ömmu minn- ar. Það er ótrúlega verðmætt og óvenjulegt. Ætli þú hafir ekki haft þetta frá henni Einhildi, mömmu þinni, langömmu minni. Hún var svona líka. Hélt boð reglulega þar sem öll stórfjöl- skyldan gat hist og tengst og ver- ið saman, þar hófst þessi dýr- mæta hefð. Þið Munda tileinkuðuð ykkur þetta svo sann- arlega og ræktuðuð stórfjölskyld- una. Þið komuð reglulega í heim- sókn og sögðuð fréttir af öðrum ættingjum. Ég vissi alltaf hvenær þið vor- uð að leggja fyrir utan, því hund- arnir æddu á fætur, ætluðu af göflunum að ganga og hoppuðu í hringi af einskærri gleði. Svona fögnuðu þeir engum öðrum. „Steini og Munda hljóta að vera að koma í heimsókn.“ Þið komuð nefnilega ekki bara með gjafir og eitthvert góðgæti handa okkur krökkunum, heldur voruð þið ætíð með góðgæti í poka handa ferfætlingunum líka: reyktan lax, harðfisk, kæfu og annan munað. Þetta lýsir ykkur kannski best. Ykkur var umhugað um menn og dýr og sýnduð það í verki. Er það ekki æðsta leiðin til að lifa lífi sínu? Að þegar maður kveður segi fólk um mann. „Hann var góður við menn og dýr.“ Ég held það. Og nú er komið að lokum. Ég bið að heilsa Mundu. Ætli þið séuð ekki saman núna einhver staðar ung og ástfangin að ferðast um heiminn, að sinna fjölskyld- unni og að gera hundana vitlausa af gleði? Með kveðju, Eyrún Ósk. Í dag kveðjum við góðan dreng, Þorstein Jóhannsson húsasmið. Ég hitti Steina, eins og hann var alltaf kallaður, í fyrsta sinn þegar Jón Hlíðar eiginmaður minn og systursonur Steina fór með mig í heimsókn til frænda síns í Breiðholtinu stuttu eftir að við fórum að vera saman. Ég var rétt um tvítugt og fannst mjög skrýtið að hann væri að kynna mig fyrir „gömlum“ frænda sín- um. En ég skildi fljótt hvers vegna. Síðan þá hafa þau hjónin Þorsteinn og Guðmunda verið kærkomin hluti af okkar lífi en Guðmunda féll frá fyrir aðeins tæpu ári. Steini og Munda eins og við kölluðum þau alltaf voru einstak- lega samrýnd hjón. Ég man varla eftir að hafa hitt Steina án Mundu eða Mundu án Steina. Þau fóru allt saman, gerðu allt saman. Þeim varð ekki barna auðið en urðu þess í stað afar og ömmur margra systkinabarna sinna. Þegar börnin mín voru lítil mættu þau heim til okkar á Þorláks- messu eða snemma á aðfangadag og Munda laumaði pökkum til mín með orðunum „Bara svona smá fyrir krakkana.“ Þegar ég minnist Steina kemur mér helst í huga glettni hans og kímnigáfa. Hann hafði einstak- lega gaman af góðum sögum af mönnum og málefnum og átti margar slíkar í farteskinu. Steini var einnig einstaklega mikill dýravinur og hundurinn okkar hann Bóbó fékk sannarlega að njóta þess þegar þau hjónin komu í heimsókn í Hafnarfjörð. Hann þekkti hljóðið í bílnum hans Steina og beið eftirvæntingarfull- ur við dyrnar eftir einhverju góð- gæti sem aldrei brást. Ég minnist þessara góðu hjóna, Steina og Mundu, af ein- stöku þakklæti og hlýhug, þau voru alltaf tilbúin að aðstoða okk- ur fjölskylduna og komu færandi hendi þegar erfiðleikar steðjuðu að. Ég trúi því að eins og í lífinu séu þau saman enn á ný og njóti tilvistarinnar í eilífðinni. Ég færi öllum ástvinum Steina mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Eygló Jónsdóttir. Þorsteinn J. Jóhannsson Föðurbróðir okkar, BJÖRN Þ. SIGURÐSSON, Bangsi, Höfðabraut 1, Hvammstanga, sem lést laugardaginn 22. september, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 12. október klukkan 15. Birgir, Anna og Ósk Jónsbörn Okkar ástkæra, INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Ofanleiti 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 6. október. Kristmann Óskarsson Bergljót Hermundsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir Jón Ingvarsson Guðjón Axel Guðjónsson Katrín Björk Eyvindsdóttir Kristín Laufey Guðjónsdóttir Óðinn Vignir Jónasson Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GYLFI KRISTINN MATTHÍASSON verktaki, Hofslundi 1, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 11. október klukkan 15. Kristín Erla Sveinbjarnardóttir Sigurður Sv. Gylfason Jórunn Jónsdóttir Erla Guðný Gylfadóttir Jón Ó. Guðmundsson Þórdís Anna Gylfadóttir og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KRISTINS HALLDÓRS JÓHANNSSONAR, Víðimýri 11, Akureyri. Einstakar þakkir færum við starfsmönnum Heimahlynningar á Akureyri og á almennri lyfjadeild SAk. Margrét Alfreðsdóttir Alfa Björk Kristinsdóttir Magnús Björnsson Signý Þöll Kristinsdóttir Viktor Pálsson Jóhann Kristinsson Hulda Þórhallsdóttir Elskuleg móðir mín og systir okkar, GUÐRÚN SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR listamaður, lést í London 5. október. Óðinn Örn Hilmarsson Brynjar Haraldsson Þórir Haraldsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, leikkona og Alexandertæknikennari lést sunnudaginn 7. október í faðmi fjölskyldunnar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. október klukkan 15. Sonja Margrét Scott, Axel Einar Guðnason Felix Guðni Axelsson Lára Axelsdóttir Scott Alexía Margrét Axelsdóttir Svanhvít Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.