Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 25
Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hátröð 7, Hvalfjarðarsveit, fnr. 224-2073 , þingl. eig. Eignamark ehf., gerðarbeiðendur Hvalfjarðarsveit og Vörður tryggingar hf., mánudag- inn 15. október nk. kl. 14:00. Sóleyjargata 6, Akranes, fnr. 210-2341 , þingl. eig. Bjargþór Ingi Aðalsteinsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Greiðslumiðlun ehf. og Íslandsbanki hf., mánudaginn 15. október nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 8. október 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Gönguhópur kl. 10.15. Postulín & tálgað í tré kl. 13. Línudans kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15:.0. Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu. Vist og brids kl. 13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 12.30. Brids / kanasta / tafl kl. 13. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Félagsstarf eldri borgara hefst kl. 13. Kómedíuleikhúsið setur upp leik- verkið Sigvalda Kaldalóns. Sýningin hefst kl. 14. Leikari og höfundur Elvar Logi Hannesson. Aðgangseyrir 1500 kr. Boðið upp á kaffi og kleinur eftir sýningu. Verið velkomin. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jóns- húsi kl. 14.45. Tréskurður / smíði kl. 9 /13 í Kirkjuhvoli. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Vídalínskirkja, Spjaldtölvukennsla. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik-málun kl. 9- 12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Línudans kl. 13-14 (speglasal). Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 15 dans. Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara og þá sem vilja. Stundin hefst klukkan 12 með kyrrðarstund í kapellu Grafarvogs- kirkju. Súpa og brauð fyrir vægt gjald er svo í boði þar á eftir. Söngstund hefst klukkan 13, Hilmar Örn Agnarsson leiðir. Svo verður farið í heimsókn í Fella- og Hólakirkju og horft á leikrit um ævi, störf og söng Sigvalda Kaldalóns. Áætluð heimkoma er kl. 16. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11. Hádegis- matur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, allir velkom- nir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Dansleikfimi kl. 9. Qi gong kl. 10. Föndur í vinnustofu kl. 9- 12. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið með Önnu kl. 13.15, helgistund kl. 14, síðdegiskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30, Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45. Listasmiðjan er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur myndlistarhópur kl. 13, brids kl. 13-16, tölvuleiðbeiningar kl. 13.10, enskunámskeið kl. 13-14.30, kaffi kl. 14.30, enska ll kl. 15. Allir velkomnir, óháð aldri. Uppl. s. 411-2790. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum og botsía kl. 10 og 16 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í Egilshöll, Ársæll Guðjónsson leiðbeinir. Sundleikfimi kl. 13.30 í Graf- arvogssundlaug og heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Velkomin. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Guðbjörn Sigurmundsson kennari fjallar um ættjarðarlög Íslendinga. Kaffiveitingar og söngur. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 17. Uppl. í s. 4112760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Skák kl. 13, allir velkomnir. ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 10. október kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnar kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 kr. Allir velkomnir. Með kveðju, stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Smáauglýsingar 569 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift www.heimaerbezt.net Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bómullarbolir Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Peysur Sími 588 8050. - vertu vinur Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com fasteignir fékkst þú átta ára gömul þegar þú misstir pabba þinn og það fylgdi þér alla tíð. Þú komst alltaf undir þig fótunum aftur þó að sumt hefðir þú aldrei sætt þig við. Elsku mamma, ég þakka þér allt sem þú varst mér og mínum, þó að þú hafir oft verið pirrandi hafðir þú það af að kenna mér margt og mikið. Ég er þó ekki búin að læra að þegja þó að þú hafir lagt mikla áherslu á það. Anna. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Mamma var góður uppalandi, kenndi okkur systkinunum að vinna vel og vera dugleg og rétt- sýn. Man ég vel að alltaf beið mamma við eldhúsborðið, að lesa bók, eftir að við kæmum heim. Sama hversu seint það var þá fór hún ekki að sofa fyrr en allir voru komnir heim. Mamma var flink í höndunum bæði að prjóna og sauma og gat hún saumað hvaða flík sem var. Mamma safnaði bókum og var alltaf með bók í hendi, enda þekktu símasölumennirnir hana vel því alltaf keypti hún af þeim, þangað til síðustu árin en þá var sjónin farin að bila og gat hún ekki lesið lengur. En þá fór hún að hlusta á hljóðbækur. Mamma hafði gaman af því að ferðast, bæði utanlands og innan og þekkti hún landið okkar vel. Hún þekkti sérstaklega Vestfirð- ina og alltaf þótti henni best að fara á Innri-Múla á Barðaströnd, þá var hún komin heim í sveitina sína. Þar leið henni alltaf vel. Ég er mjög glöð að við syst- kinin fórum með þér á ættarmót þangað í sumar. Alla leiðina vest- ur nefndir þú alla staði, fjöll og firði og sagðir okkur skemmtileg- ar sögur á leiðinni. Ekki datt mér í hug að þetta yrði þín hinsta ferð í sveitina þína og finnst mér dýr- mætt að hafa átt þann tíma með þér. Mamma, mig langar að þakka þér fyrir hvað þú varst mér góð og hjálpaðir mér mikið þegar ég átti hann Hlyn og við fengum að vera fyrstu árin hjá ykkur pabba. Mamma var flink að setja sam- an vísur og þessa bjó hún til um mig. Sólarbarnið mitt æ annist allífsmóðir lát því auðnast lífs um slóðir lán og hagsæld, vinir góðir. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Inga Hildur. Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins! Á haustdögum 1994 hófust kynni okkar og samstarf þá er ég var ráðinn til starfa við Reyk- hólaskóla en Eygló hafði þá þeg- ar tekið til starfa og unnið í tvö ár við skólann eftir að hafa gegnt stöðu skólastjóra í Súðavík nokkru áður. Aldrei sló fölskva á vináttu og samstarf þá tvo ára- tugi og gott betur sem síðan eru liðnir. Það gustaði af Eygló, frjáls- mannlegt fas, málafylgja sem best mátti verða og sannfæring og kraftur á því stigi að hún dró arnsúg í flugnum. Skarphéðinn Ólafsson var þá skólastjóri Reykhólaskóla. Hann stillti strengina og sagði mönnum síðan að gjöra svo vel að vinna sitt verk! Eygló var gamansöm og orð- heppin svo af bar og ósjaldan virtist sem tíu örvum hefði verið skotið samtímis eða þrjú sverð á lofti þá hæst bar. Eygló var góður kennari og tókst óhikað á við þær áskoranir sem kennslustarfinu fylgdi. Var til þess tekið fyrr og síðar að hún náði eftirtektarverðum og minn- isstæðum árangri og uppskar þannig laun erfiðisins en lof þeirra sem efinn byrgði sýn. Í Reykhólskóla var í gildi ein regla sem átti jafnt við um starfs- lið sem nemendur og reist var á því standbergi fullvissunar sem mannkærleikur og kristni jafnan er: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra. Það var þetta frelsi til orða og athafna sem skuldbatt hvern og einn til að gefa sem best af sjálf- um sér og gilti jafnt um alla. Þetta fyrirkomulag samverkaði öllum til góðs; hátimbrað reglu- verk er fásinna sem skilar alls engu. Á þessum árum voru yfirvöld í Reykhólahreppi hjónin Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir og Guð- mundur Ingólfsson. Var það samdómaálit að velvild þeirra og áhugi fyrir fræðslumálum í byggðarlaginu hefði jafnframt endurspeglast í viðhorfi þeirra sem þar bjuggu. Eygló naut sín vel er hún kenndi kristin fræði. Þar fór saman djúp virðing og þekking á viðfangsefninu en ekki sízt hæfi- leikinn til að gæða það lífi. Undir brann eldur trúarinnar; vissan um að orð Krists væru í fullu gildi á öllum tímum alls staðar. Óbærilegum léttleika tilver- unnar; broslegri eftirsókn eftir vindi, hlálegri ósamkvæmninni, villuljósum og sjónhverfingum, mætti hún með góðlátlegri kímni þess sem sér glögglega á bak við tjöldin. Gilti þetta á öllum sviðum og fáum hef ég kynnst um ævina öllu gleggri á stað og stund, menn og málefni. Sá maður þekkir hvorki hlekk né hefðarband við gengi valt, sitt eigið líf að fjársjóð fékk, Í fátækt sinni hlýtur allt. (Úr kvæði Sir Henry Wotton, þýðing Helgi Hálfdanarson) Um leið og ég þakka Eygló órofa vináttu og samfylgd þá rifja ég hér upp síðasta ljóðið sem við fórum yfir. Það eru lokalínur úr sonnettu William Shakespeare: Ég sé þig aldrei eldast: Því grunar mig að fyrr en elli er fædd sé fegurð sumarbjört í nálín klædd. (Helgi Hálfdanarson þýddi) Ég votta ættingjum, venzla- fólki og vinum mína dýpstu sam- úð. Farnist þér nú vel, Eygló. Guðni Björgólfsson, kennari. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.