Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
Lilja Ólafía Bergsteinsdóttir á 70 ára afmæli í dag. Hún er fæddog uppalin á Patreksfirði en flutti til Reykjavíkur um tvítugtog hefur búið þar síðan.
Hún hefur búið í Þingholtunum í 40 ár og býr nánar tiltekið í Mið-
stræti 3a, ásamt eiginmanni sínum, Guðna Kolbeinssyni, kennara og
þýðanda, í húsi sem var byggt 1922, en þau tóku það rækilega í gegn
þegar þau fluttu þar inn.
Lilja er prentsmiður að mennt og vann lengi hjá Morgunblaðinu en
hætti þar fyrir aldamót. Hún hefur verið síðan heimavinnandi að
mestu og fór í skóla þegar börnin fluttu að heiman og tók hand-
menntadeildina í Fjölbraut í Breiðholti og stúdentinn eftir það.
Áhugamál hennar eru ýmiss konar. „Ég fer í leikfimi tvisvar í viku
og svo hef ég gaman af því að ferðast og lesa og ég les alls konar bæk-
ur, ævisögur og skáldsögur. Maðurinn minn hefur aðgang að húsi í
Hlöðuvík á Hornströndum og við reynum að fara þangað að minnsta
kosti annað hvert ár.“
Börn Lilju og Guðna eru Hilmir Snær leikari, Ásdís Mjöll, en hún
lést fyrir tæpum tveimur árum, Bergdís Björt, viðskiptafræðingur og
keramiker, og Kristín Berta félagsráðgjafi. Barnabörnin eru tíu allt í
allt.
„Mér finnst þetta ágætis tímamót að vera orðin sjötug og ég ætla að
halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum á laugardaginn. Börnin
ætla líka að koma í heimsókn til mín í kvöld.“
Á Hornströndum Lilja með tengdasyni og barnabörnum á göngu í
Kjaransvík á góðviðrisdegi nú í sumar.
Ágætis tímamót
að verða 70 ára
Lilja Bergsteinsdóttir er sjötug í dag
A
uður Ögn Árnadóttir
fæddist á Selfossi 9.10.
1968 og ólst þar upp:
„Faðir minn lést í vinnu-
slysi við Búrfellsvirkjun
þegar ég var fimm mánaða, en ég
eignaðist síðan stjúpföður sem einnig
heitir Árni og gekk mér í föðurstað.
Ég var svo öll sumur á Akureyri,
hjá langömmu minni, Halldóru
Sæmundsdóttur, enda er ég norð-
lensk í báðar ættir.“
Auður var í Barnaskóla Selfoss og
Gagnfræðaskóla Selfoss, lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrautaskóla Suður-
lands 1989, var au pair í Frakklandi
1987, fór aftur til Frakklands eftir
stúdentspróf í frönskunám, stundaði
nám í frönsku og stjórnmálafræði við
HÍ og lauk síðar diplómaprófi í við-
skiptafræði frá HÍ 1998.
Auður starfaði á Hótel Selfossi á
Auður Ögn Árnadóttir, framkvæmdastjóri 17 sorta – 50 ára
Kokkurinn Auður í Salt eldhúsinu, vinsælu kennslueldhúsi sem hún starfrækti fyrir sælkera um nokkurra ára skeið.
Huggulegri heimili,
betri mat og nú kökur
Ferming Frá vinstri: Lillý Karen, Auður, móðir Auðar og Guðbjörg amma.
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
Akureyri Freyja Rán Blatch
fæddist 9. október 2017 kl.
3.43 og á því eins árs afmæli í
dag. Hún vó 3.910 g og var 52
cm löng í fæðingu. Foreldrar
hennar eru Vigdís Arna
Magnúsdóttir og Ashley
Blatch.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is