Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 27
sumrin og með framhaldsskólanámi,
starfaði við innkaup hjá IKEA 1993-
95, síðan við innkaup hjá Vífilfelli
1995-98 og var starfsmannastjóri hjá
Vífilfelli 1998-2001.
Auður stofnaði fyrirtækið Tilefni
ehf. árið 2004: „Þetta var hönnunar-
stúdíó og stílistaþjónusta. Ég skipu-
lagði ýmiss konar uppákomur fyrir
fólk, sá um skreytingar fyrir veislur,
stílfærði myndatökur, sjónvarpsþætti
og heimili.
Þessi þjónusta gekk prýðilega og ég
gat stjórnað vinnutímanum, sem kom
sér vel á þessum tíma því ég eignaðist
þrjú börn á sex árum frá 2000.“
Auður stofnaði síðan annað fyrir-
tæki, Salt eldhús, sem einnig veitti
vinsæla þjónustu: „Salt eldhús var í
rauninni stofnað sem kennslueldhús
fyrir sælkera. Þar var lögð áhersla á
vandaða matargerð, rétt vinnubrögð
og galdurinn við það að víkka sjón-
deildarhringinn í matargerð og prófa
sig áfram. Ég kenndi stundum sjálf
við eldhúsið en fékk oft þekkta mat-
reiðslumenn til að koma og halda
námskeið.“
Þegar hér var komið sögu lagði
Auður niður fyrirtækið Tilefni ehf:
„Ég hafði engan tíma fyrir þetta allt
saman og varð að velja á milli verk-
efna og fyrirtækja.“
Árið 2015 stofnaði Auður síðan 17
sortir, sem er kökuhús á Granda og í
Kringlunni: „Ég kalla þetta ekki bak-
arí því þarna fæst ekkert brauðmeti.
Hjá 17 sortum eru alltaf 17 sortir á
boðstólum en aldrei sömu 17 sortirnar
frá degi til dags.
Reksturinn á 17 sortum hefur
gengið vel en er svo annasamur að ég
seldi Salt eldhús árið 2016. Ég hef
forðast að vera að stússa í of mörgu í
senn; ég vil heldur einbeita mér að
einu verkefni og gera það vel. Þess
vegna er ég einungis á fullu í kök-
unum eins og stendur. Svo sjáum við
bara til.“
Þegar Auður er spurð um áhuga-
mál segist hún alltaf hafa verið að
gera það sem hún hefur áhuga á: „Í
rauninni hafa fyrirtæki mín snúist um
mín áhugamál; að gera góða stund
betri, góðan mat betri og heimili hlý-
legri og huggulegri. Ég hef verið
heppin að fá alltaf að vinna við það
sem mér finnst mest gaman hverju
sinni og hafa getað látið drauma mína
rætast.“
Fjölskylda
Eiginmaður Auðar er Páll Kristinn
Guðjónsson, f. 21.3. 1964, rafvirki.
Hann er sonur Guðjóns Pálssonar, f.
3.10. 1924, rafvirkjameistara í Hvera-
gerði, og k.h., Sigríðar Bjarnadóttur,
f. 13.6. 1929, d. 6.4. 2002, húsfreyju.
Dætur Páls frá því áður og stjúp-
dætur Auðar eru Líney, f. 23.6. 1989,
nemi í viðskiptafræði við HR, búsett í
Hveragerði en sambýlismaður hennar
er Jón Ingi Þórarinsson kerfisfræð-
ingur og eru börn þeirra Elín Thelma,
f. 2011, og Benedikt Leví, f. 2015; og
Sara Lind, f. 25.1. 1990, kaupmaður í
Júník í Kringlunni, búsett í Kópavogi
en sambýlismaður hennar er Kristján
Þórðarson, sölu- og markaðsfulltrúi
fyrirtækjasviðs Nova, og er dóttir
þeirra Alfa Lind, f. 2016.
Börn Auðar og Páls eru Lillý
Karen, f. 18.6. 2000, nemi; Stella
Maren, f. 9.2. 2004, og Tómas Leví, f.
18.4. 2006.
Systur Auðar eru Þorbjörg, f. 17.1.
1963, deildarstjóri tölvudeildar Al-
þingis, búsett í Reykjavík, og Guð-
björg Anna, f. 25.9. 1971, fram-
kvæmdastjóri á Selfossi.
Hálfbróðir Auðar, sammæðra, er
Leó Árnason, f. 25.9. 1971, fjárfestir
og athafnamaður.
Foreldrar Auðar: Árni Gunnar
Tómasson, f. 12.8. 1942, d. 15.2. 1969,
vélvirki á Selfossi, og Halldóra Kristín
Gunnarsdóttir, f. 1.7. 1946, húsfreyja í
Nýjabæ í Árborg. Stjúpfaðir Auðar er
Árni Leósson, f. 7.4. 1945, bygginga-
meistari í Nýjabæ.
Úr frændgarði Auðar Agnar Árnadóttur
Auður Ögn
Árnadóttir
Halldóra Kristín Gunnarsdóttir
húsfreyja í Nýjabæ í Árborg
Baldur Tómasson
byggingafulltrúi í Borgarnesi
Heimir Tómasson
vélstjóri á Akureyri
Halldóra Sæmundsdóttir
húsfreyja á Ólafsfirði og á Akureyri
Árni Evertsson
verkamaður á Ólafsfirði og á Akureyri
Guðbjörg Anna Árnadóttir
húsfreyja á Akureyri
Margrét
Sæ-
munds-
dóttir
hús-
freyja í
Rvík
Gunn-
hildur
Viktors-
dóttir
hús-
freyja í
Rvík
Mar-
teinn
Geirs-
son fv.
knatt-
spyrnu-
kempa
Pétur
Marteins-
son fv.
knatt-
spyrnu-
kempa
agnús Árnason lögfræðingur í RvíkMJúlíus Magnússon
lögfræðingur á Ólafsfirði
Jóhanna Magnúsdóttir
húsfreyja á Ólafsfirði
Árni Bergsson
kaupm., útgerðarm. og símstj. á Ólafsfirði
Gunnar Bergur Árnason
kaupmaður á Akureyri
Erna Gunnarsdóttir
söngkona á Akureyri
Kristinn Árnason skipherra hjá Landhelgisgæslunni
María Gunnarsdóttir
húsfreyja í Flatey
Baldvin Jóhannes Bjarnason
hreppstjóri og kennari í Flatey
Þorbjörg Jóhannesdóttir
húsfreyja og vann við
umönnun á Akureyri
Tómas Kristjánsson
vélstjóri á Akureyri
Rósa Tómasdóttir
húsfreyja í Öxnadal, Blönduhlíð og á Akureyri
Kristján Gíslason
b. í Öxnadal og Blönduhlíð, síðar verkamaður á Akureyri
Árni Gunnar Tómasson
vélvirki á Selfossi
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Stefán Gunnlaugssonfæddist á Hall-ormsstað í Valla-
hreppi 9.10. 1802, sonur
Gunnlaugs Þórðarsonar,
prests á Hallormsstað, og
Ólafar Högnadóttur hús-
freyju.
Bróðir Stefáns var
Þórður Gunnlaugsson,
prestur í Ási í Fellum.
Fyrri kona Stefáns var
Ragnhildur Benedikts-
dóttir, systir Helgu, móð-
ur Benedikts Gröndal
Sveinbjarnarsonar skálds.
Stefán og Ragnhildur eignuðust fimm börn. Seinni kona hans var Jórunn
Guðmundsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Flest börn Stefáns sem náðu full-
orðinsaldri ílengdust erlendis.
Stefán útskrifaðist frá Bessastaðaskóla 1825, lauk exam.juris-prófi 1826,
stundaði framhaldsnám í lögfræði og lauk ex.philol-prófi 1828.
Stefán var sýslumaður Borgarfjarðarsýslu frá 1828, varð sýslumaður í Gull-
bringusýslu 1834, flutti til Reykjavíkur 1835 og byggði þar húsið á Bernhöfts-
torfunni sem í seinni tíð er nefnt Torfan. Hann varð bæjarfógeti í Reykjavík
1836-48 og auk þess landfógeti og um skeið dómari við yfirréttinn. Hann flutti
til Kaupmannahafnar 1853.
Árni Óla skrifaði skemmtilega grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1948 um
þennan merka bæjarfógeta. Þar kemur fram að Stefán hafi verið með röggsam-
asta yfirvaldi í Reykjavík. Hann varð fyrstur til að hamla gegn umferðarslysum
með því að gefa út bann við því að menn riðu hratt um götur bæjarins, vann að
forvörnum gegn húsbruna, hengdi upp auglýsingu um að Reykvíkingar töluðu
íslensku en ekki afbakaða dönsku, var mjög hlynntur því að Bessastaðaskóli
yrði fluttur til Reykjavíkur og var í raun stofnandi bæjarstjórnar Reykjavíkur.
Hann stefndi ótrauður að því að gera Reykjavík að íslenskum menningarbæ en
ekki lastabæli erlendra kaupmanna og tómthúsmanna.
Stefán þótti sérkennilegur um margt, en skemmtilegur og vel menntaður.
Stefán lést 13.4. 1883.
Merkir Íslendingar
Stefán Gunnlaugsson
Hús Stefáns Kallað Landfógetahús, síðar Land-
læknishús og loks Torfan á seinni árum.
101 ára
Guðrún Sveinsdóttir
95 ára
Guðrún G. Jónsdóttir
Hilmar Snorrason
85 ára
Ása Guðbjörg Gísladóttir
80 ára
Anna Hulda Norðfjörð
Björg S.S. Friðriksdóttir
Dóra María Aradóttir
Haraldur Kristinsson
Leifur Magnússon
Sigurður Jón Einarsson
75 ára
Atli Smári Ingvarsson
Díana J. Ragnarsdóttir
Eiríkur Viggósson
Eyjólfur Engilbertsson
Guðlaug Ólafsdóttir
Guðrún E. Guðmundsdóttir
Helgi Guðmundsson
Kristín E. Guðmundsdóttir
Kristjana Karlsdóttir
Margrét Friðþóra Sigurð-
ardóttir
Sigríður H. Gissurardóttir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Þóra Hallgrímsson
70 ára
Anna Birna Snæþórsdóttir
Ása Jónsdóttir
Ingibjörg Norðdahl
Karl Jóhann Guðmundsson
Kristinn Bjarnason
Kristján Þ. Jónsson
Lissý Halldórsdóttir
Tinna Stefánsson
Þórdís Pálsdóttir
60 ára
Ásta Melitta Urbancic
Boguslawa Bozyk
Eyrún Anna Felixdóttir
Jón Ben Ástþórsson
Lína Björk Sigmundsdóttir
Þorsteinn Einarsson
Þóra Steingrímsdóttir
50 ára
Anna María Valgeirsdóttir
Fatima Haidari
Guðmunda
Gunnlaugsdóttir
Guðríður M. Eyvindardóttir
Gunnar Hrafn Gunnarsson
Hilmar Garðar Hjaltason
Hjalti Vésteinsson
Kristján Rafn Hjartarson
Marina Shulmina
Sónia D.DaC.Leite Felizardo
Stoycho Vasilev Stoychev
40 ára
Anna B. Gunnarsdóttir
Ágúst Þór Tómasson
Ásta Ýr Ásgeirsdóttir
Daníel Gunnarsson
Davíð Þór Rúnarsson
Elvar Jónsteinsson
Hrafnhildur Faulk
Kolbrún J. Ragnarsdóttir
Lowenda Depamaylo Apas
Tómas Þór Tómasson
Valgerður Guðmundsdóttir
30 ára
Agnieszka Katsarou
Ana Esteve Ayllon
Arnar Guðni Kárason
Artur Jaglowski
Dagur Helgason
Eyrún Ósk Óðinsdóttir
Grettir Jónasson
Guðjón Örn Lárusson
Marcin Kazimierz Bylica
Tinna Rut Sigurbjörnsdóttir
Yanfang Li
Til hamingju með daginn
30 ára Unnar ólst upp
Kópavogi, býr í Hafnar-
firði, lauk ML-prófi í lög-
fræði frá HR og er inn-
kaupastjóri hjá VHE ehf.
Maki: Guðrún Lilja Sig-
urðardóttir, f. 1989, lög-
maður hjá LEX lögmanns-
stofu.
Foreldrar: Jón Ólafur
Halldórsson, f. 1962, for-
stjóri Olís, og Guðrún
Atladóttir, f. 1963, innan-
hússarkitekt og kvik-
myndagerðarkona..
Unnar Freyr
Jónsson
30 ára Sigurjón ólst upp
á Selfossi, býr þar, lauk
stúdentsprófi í Dan-
mörku, prófi í sjúkraflutn-
ingum og er sjúkraflutn-
ingamaður.
Maki: Aldís Þóra Harðar-
dóttir, f. 1988, kírópraktor.
Dætur: Ingibjörg Anna, f.
2011, og Salka Rún, f.
2015.
Foreldrar: Bergur Tómas
Sigurjónsson, f. 1965, og
Anna Björg Stefánsdóttir,
f. 1966.
Sigurjón
Bergsson
30 ára Kristján ólst upp í
Stórholti í Saurbæ, býr í
Búðardal, lauk BSc-prófi í
byggingartæknifræði og
er umsjónarmaður fram-
kvæmda hjá Dalabyggð.
Maki: Svanhvít Lilja Við-
arsdóttir, f. 1991, starfs-
maður hjá Póstinum.
Börn: Viðar Örn, f. 2015,
og Katla Dís, f. 2018.
Foreldrar: Arnar Ey-
steinsson, f. 1968, og
Ingveldur Guðmunds-
dóttir, f. 1968.
Kristján Ingi
Arnarsson