Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Karl XVI. Gústaf Svíakonungur sam- þykkti síðasta föstudag tillögu Sænsku akademíunnar (SA) að tveimur nýjum meðlimum. Lögmað- urinn Eric M. Runesson tekur við stól nr. 1 af Lottu Lotass og rithöf- undurinn Jila Mossaed við stól nr. 15 af Kerstin Ekman. Mossaed fæddist í Íran 1948 en flúði til Svíþjóðar 1986 þar sem hún hefur búið síðan. Hún þykir ljómandi skáld sem birt hefur verk sín bæði á sænsku og pers- nesku. Löng hefð er fyrir því að lög- lærður einstaklingur skipi stól nr. 1. Runesson, sem fæddur er 1960, hefur starfað sem lögmaður frá 1993 og var í seinasta mánuði skipaður dómari við Hæstarétt Svíþjóðar. Í umfjöllun SVT um málið kemur fram að Runes- son hafi fyrr á árinu miðlað málum milli SA og Nóbelsstofnunarinnar, en eins og kunnugt er hefur Lars Heikensten, stjórnandi hennar, látið hafa eftir sér að ekki sé útilokað að SA verði svipt réttinum til að veita Nóbelsverðlaun. Mál Frostenson hluti af lausn Alls greiddu 13 af 18 meðlimum SA atkvæði á vikulegum fundi hennar síðasta fimmtudag, en alls þarf at- kvæði 12 meðlima til að taka allar meiriháttar ákvarðanir. Í samtali við SVT staðfestir Anders Olsson, starf- andi ritari SA, að Sara Danius, Peter Englund og Kjell Espmark hafi ekki sótt fundinn í eigin persónu, heldur greitt atkvæði skriflega, en opnað var fyrir þann möguleika í nútíma- túlkun á sáttmála SA frá 1786 sem samþykkt var í seinasta mánuði. Þremenningarnir krefjast þess að Katarinu Frostenson verði vikið úr SA til frambúðar. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Frostenson hafi verið boð- ið til fundarins eða hún haft mögu- leika á að kjósa, en Frostenson dró sig út úr starfi SA um óákveðinn tíma í apríl sl. eftir harðvítugar deilur inn- an SA um það hvernig taka skyldi á alvarlegum ásökunum á hendur eiginmanni hennar, Jean-Claude Arnault. Hann var í byrjun mánaðar- ins dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu í árslok 2011, en fjöldi annarra kvenna hefur frá 1997 sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni. Í gær varð ljóst að bæði Björn Hurtig, verjandi Arnault, og Christina Voigt ríkissaksóknari hefðu áfrýjað dómnum. Hann krefst sýknu, hún refsiþyngingar. Arnault verður í gæsluvarðhaldi þar til málið er útkljáð. Samkvæmt heimildum SVT mun vera meirihluti fyrir því innan SA að víkja Frostenson endanlega úr SA, en Olsson hefur ekki viljað tjá sig um það. „Við höfum komist að sam- komulagi um hvernig við leysum mál- ið, en ég vil ekki segja meira á þess- ari stundu,“ sagði hann að loknum síðasta fundi SA. „Samstaðan sem náðist um mál Frostenson var for- senda þess að hægt væri að velja inn nýju meðlimina,“ segir Olsson og tek- ur fram að að enn standi til að af- henda tvenn Nóbelsverðlaun í bók- menntum á næsta ári, þ.e. fyrir 2018 og 2019, eins og fordæmi eru fyrir í sögu SA. Mun ekki leysa krísuna Í samtali við SVT að síðasta fundi SA loknum staðfesti Göran Malm- qvist að ekki aðeins Danius, Englund og Espmark krefðust þess að Frostenson hætti alfarið í SA heldur kæmi sama krafa frá bæði sænsku hirðinni og Nóbelsstofnuninni. Hvorki Heikensten né Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi hirðar- innar, vildu tjá sig um málið við SVT þegar eftir því var leitað. Þó að valinu á Runesson og Mossa- ed sé almennt fagnað efast álitsgjafar um að tilkoma þeirra inn í SA breyti miklu. „Hvorugt þeirra mun leysa krísu akademíunnar. Þau eru valin inn í akademíuna af meðlimunum sem valdið hafa krísunni og neitað hafa að horfast í augu við að þeir eru sjálfir hluti af vandamálinu,“ skrifar Ingrid Elam, bókmenntagagnrýn- andi, á vef SVT, en t.d. Horace Eng- dahl hefur í gegnum tíðina verið ötull bandamaður Arnault. Rifjar Elam upp að meðlimir SA hafa á síðustu 10 mánuðum margoft tjáð sig þess efnis að SA ráði yfir eigin málum og geti gert eins og henni þóknist án sam- ráðs við aðra. Segir hún það ábyrgð- arhluti þegar meðlimir SA hugsi fremur um eigin hag en heill aka- demíunnar. „Það mun taka mörg ár og krefjast mun róttækari breytinga áður en akademíunni tekst að endur- heimta fyrra traust sitt.“ Undir þetta tekur Anna Hellgren, ritstjóri bók- menntaumfjöllunar á menningar- síðum Expressen. Hún segir ljóst að meirihluti meðlima SA hafi ekki sinnt kalli tímans og nútímavætt stofn- unina. silja@mbl.is Dómari og rithöfundur taka sæti í akademíunni AFP Rithöfundur Jila Mossaed. AFP Lögmaður Eric M. Runesson. Spænska óperusöngkonan Montser- rat Caballé lést á spítala í Barcelona um helgina, 85 ára að aldri. Sam- kvæmt spænskum miðlum fékk söngkonan hjartaáfall árið 2012. Hún var lögð inn á spítalann í síðasta mán- uði vegna vandræða með gallblöðr- una. Caballé fæddist 12. apríl 1933 inn í verkamannafjölskyldu í Barcelona. Sönghæfileikar hennar komu snemma í ljós, en aðeins sjö ára göm- ul var hún farin að syngja kantötur eftir J.S. Bach. Auðugur velunnari fjölskyldunnar borgaði fyrir söng- nám Caballé í Liceo og þar vann hún gullverðlaun fyrir söng sinn 1954. Hún gekk til liðs við óperuna í Basel 1956 og söng næstu árin hin ýmsu hlutverk hjá óperuhúsum í Bremen, Vín, Barcelona og Liceo. Hún öðl- aðist heimsfrægð á einni nóttu þegar hún 1965 tók við titilhlutverkinu í óp- erunni Lucrezia Borgia eftir Doni- zetti af Marilyn Horne í konsert- uppfærslu á vegum Ameríska óperufélagsins í New York. Raddfeg- urð hennar, óaðfinnanleg söngtækni, fallegar fraseringar og geta til að syngja ofurveikt á hæstu nótunum kom Caballé á söngkortið. Árið 2004 lenti hún að mati óperugagnrýnenda í sjötta sæti á lista BBC Music Ma- gazine yfir 20 bestu sópransöng- konur upptökualdarinnar næst á eft- ir Mariu Callas, Joan Sutherland, Victoriu de los Angeles, Leontyne Price og Birgit Nilsson. Söngferill Caballé spannaði hálfa öld og á þeim tíma söng hún um 90 óperuhlutverk á alls 4.000 sýningum. Blaðamaðurinn og dálkahöfundurinn Martin Kettle hjá The Guardian skrifaði eitt sinn um Caballé að hún væri „besta bel canto sópran- söngkonan síðan Callas. Fyrir þá sem kunna að meta einstaka radd- fegurð og ósvikinn legato-söng á hún engan sinn líka síðan Rosa Ponselle á þriðja áratug síðustu aldar.“ Árið 1987 bauð borgarstjóri Barce- lona Caballé að flytja einkennislag Sumarólympíuleikanna í Barcelona árið 1992. Caballé hafði samband við Freddie Mercury, sem hún vissi að væri mikill óperuunnandi og lýst hefði rödd hennar sem „þeirri bestu í heimi“. Samstarf þeirra skilaði sér í plötunni Barcelona, en samnefnt lag rataði í 8. sæti á breska smáskífulist- anum síðla árs 1987 og endurútgáfa þess 1992 rataði í annað sæti sama lista. Í árslok 2015 hlaut Caballé sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skattsvik og greiddi ríflega 250 þús- und evra sekt. Caballé þótti ávallt jarðbundin þrátt fyrir að tónar henn- ar væru himneskir. Eftirlifandi eigin- maður Caballé er Bernabé Martí ten- ór og eignuðust þau soninn Bernabé Martí Jr. og dótturina Montserrat Martí sem er sópransöngkona. AFP Stjarna Montserrat Caballé á söngsviði í Cannes í upphafi ársins 2005. Montserrat Caballé látin 85 ára Ronja Ræningjadóttir (None) Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Sun 14/10 kl. 17:00 6.sýn Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 12:30 Lau 17/11 kl. 12:30 Sun 25/11 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 12:30 Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 11:00 Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Athugið, sýningum lýkur í byrjun nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Besta partýið hættir aldrei!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.