Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
Er bíllinn tilbúinn
TUDOR TUDOR
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
fyrir kuldann í vetur?
ICQC 2018-20
Ásama tíma og Listasafnið áAkureyri var opnað íendurnýjuðum og stækk-uðum húsakynnum á
Akureyrarvöku í lok ágúst, voru opn-
aðar tvær einkasýningar á efstu hæð
safnsins, þar sem tveir listamenn
skipta með sér fimm sölum. Í tveimur
salanna eru tvær innsetningar eftir
Aðalheiði Eysteinsdóttur, sem hún
sýnir undir sameiginlegum titli, Hug-
leiðing um orku. Aðalheiður er þekkt
fyrir skúlptúra af mönnum og dýrum,
sem hún setur saman úr fundnum
trébútum og eru nokkrir slíkir skúlp-
túrar á sýningunni, bæði sem hluti af
innsetningunum og úti á svölum
safnsins.
Inni í öðrum salnum er stórt verk
úr spónaplötum sem þekja heilan
vegg frá gólfi til lofts. Verkinu mætti
lýsa sem stóru veggmálverki eða lág-
mynd, þar sem upphleypt form og fí-
gúrur rísa upp úr tvívíðum fletinum.
Auk þeirra stendur gólfskápur fyrir
miðju verki, og framan við hann tveir
kassar með glærum rörum sem vatn
leikur um. Vatnsrennslið tengist hjóli
sem stendur þétt upp við vegginn og
sem gestir geta hjólað á og þannig
framleitt rafmagn fyrir farsímana
sína með eigin orku. Myndefnið á
sjálfum flekanum sýnir hefðbundna
landslagsmynd með skýra vísun í ís-
lenska náttúru en einnig skírskotanir
í íslenska listasögu. Geómetrísk form
mynda fjöll og dali allra efst á mynd-
inni, en í neðri hlutanum, þar sem
smáblóm breiða úr sér á láglendi,
fylgja óregluleg form línum viðarins.
Hægra megin við skápinn falla þessi
form og litir eins og óbeislað fallvatn
frá lofti til gólfs. Í verkinu má greina
vísanir í geómetríska abstraksjón, ex-
pressjóníska tjáningu og fantasíu
sem kallast á við málverk Kjarvals í
þeim hluta myndarinnar, þar sem
mennsk form birtast í landslaginu.
Fleira ber fyrir augu þegar grannt er
skoðað og því mætti segja að verkið
væri ofhlaðið, en einnig innhaldsríkt
þar sem settar eru fram brennandi
spurningar um ýmsar hliðar á sam-
bandi mannsins og náttúru, en þó
ekki síst þá hvort það skipti máli á
hvern hátt maðurinn nýtir sér þá
orku sem náttúran býr yfir.
Nýjar hliðar
Veggverkið sýnir óvæntar hliðar á
Aðalheiði sem undanfarið hefur verið
að taka nýja stefnu sem listamaður,
bæði í viðfangsefnum sínum og því
hvernig hún nálgast miðilinn, viðinn
og tréð, sem efnivið í byggingar og
undirlag fyrir málverk. Málaðir fletir
hafa ekki eins afgerandi nærveru í
öðrum hluta þessa tvískipta verks,
sem er frístandandi bygging, samsett
úr mislitu timbri, staðsett úti á miðju
gólfi. Tenging þess við sögu mál-
verksins kemur ekki síst fram í formi
byggingarinnar sem er í laginu eins
og spírall. Formið vísar í gullinsnið og
þá um leið myndbyggingu og jafn-
vægi, en einnig vöxt út frá miðju. Á
spíralnum er op inn í stigahús sem
líta má á sem kjarna verksins. Gest-
um er boðið að ganga upp stiga, sem
endar á palli með útsýni yfir óreglu-
lega málaðan fleka eða svalir með
fimm skúlptúrum í formi hvítvoð-
unga. Frá stiganum er einnig hægt að
horfa niður og yfir þann hluta inn-
setningarinnar sem ekki sést frá inn-
ganginum í salinn. Í þessu verki er
tengingin við eldri verk Aðalheiðar
sterkari en í veggmyndinni. Auk hvít-
voðunganna er í stiganum skúlptúr af
sitjandi naktri konu, og í opna hlut-
anum eru bæði hreindýr og refur,
sem njóta sín betur en fyrrnefndu
verkin, í hálfum opnum hluta spírals-
ins. Við fætur hreindýrsins eru marg-
ir litlir ljósmyndarammar með ein-
staklega fallegum málverkum af
blómum sem vísa í kvensköp og frjó-
semi manns og jarðar. Enn annar
hluti verksins er veggmynd utan á
miðju spíralsins, þar sem lágmyndir
af mannsandlitum falla að landslagi.
Loks er myndbandsverk hluti af inn-
setningunni en það sýnir lítinn hóp af
fólki, sem með kóreógrafískum hreyf-
ingum myndar spíral eða blóma-
mynstur – eftir því hvernig á þær er
horft. Myndbandsverkið bindur sam-
an heildarhugsun verksins, en gæti
hæglega staðið sjálfstætt.
Viðkvæmt jafnvægi
Hvort sjálf innsetningin býr yfir því
jafnvægi sem hún fjallar um má velta
fyrir sér, því sumir hlutar hennar eru
betur heppnaðir en aðrir. Hitt er víst
að Aðalheiði liggur augljóslega mikið
á hjarta um málefni er snúa að jafn-
vægi, bæði í sambandi manns og nátt-
úru og í mannlegum samskiptum og
samfélagi. Upphaf lífsins og endalok,
en ekki síður endurnýjunarafl hring-
rásar lífsins eru viðfangsefni verks-
ins. Sýningin í heild sinni lýsir ein-
lægri og ákafri löngun til að tjá allar
þær hugsanir sem slíkar vangaveltur
vekja, ekki síst í tengslum við um-
ræðu um verndun náttúrunnar og
virkjun fallvatna, en einnig þá sýn að
það sé manninum mikilvægt að glata
ekki tengslum við náttúruna og get-
unni til að virkja eigin krafta í þágu
betra mannlífs. Stærð verkanna er
lýsandi fyrir þær mörgu hliðar um-
ræðunnar sem Aðalheiður vill koma
að. Hún sýnir að hún er óhrædd við
að takast á við nýjar áskoranir og
tekst á við þær þótt ekki sé ennþá að
fullu ljóst hvert þær eiga eftir að leiða
hana sem listamann. Sýningin stað-
festir hins vegar að Aðalheiður er á
leið frá skúlptúrunum sem hún er
þekktust fyrir í átt að flóknari, en um
leið innihaldsríkari verkum sem fjalla
um mál er brenna á samtímanum.
Einlægur ákafi
Ljósmyndir/Listasafnið á Akureyri
Frjósemi „Við fætur hreindýrsins eru margir litlir ljósmyndarammar með einstaklega fallegum málverkum af
blómum sem vísa í kvensköp og frjósemi manns og jarðar,“ segir rýnir m.a. um þessa innsetningu Aðalheiðar.
Listasafnið á Akureyri
Hugleiðing um orku bbbnn
Sýning Aðalheiðar Eysteinsdóttur. Sýn-
ingunni lýkur 21. október 2018.
MARGRÉT ELÍSABET
ÓLAFSDÓTTIR
MYNDLIST
Litrík Önnur tveggja innsetninga Aðalheiðar í Listasafninu á Akureyri.
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, lauk í fyrrakvöld
og á laugardagskvöld var tilkynnt
hvaða kvikmynd hefði hlotið aðal-
verðlaun hennar, Gullna lundann.
Var það franska kvikmyndin Un
couteau dans le coeur, eða Hnífur í
hjarta, sem dómnefnd þótti best af
þeim sem sýndar voru í aðalkeppnis-
flokki RIFF, Vitrunum. Leikstjóri
hennar er Yann Gonzales. Í aðal-
dómnefnd hátíðarinnar sátu banda-
ríska leikkonan og framleiðandinn
Shailene Woodley, Anne Hubbel
sem er framleiðandi og stofnandi
Tangerine Entertainment og Mich-
ael Stutz, framleiðandi og dagskrár-
stjóri á alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Berlín, Berlinale. Í umsögn
dómnefndar segir m.a. um verð-
launamyndina að Gonzalez hafi mik-
ið sjálfstraust og beiti skopskyninu í
frásögn sinni meðfram spennandi
ástarsögu. Sérstök verðlaun dóm-
nefndar hlaut svo kvikmyndin Styx í
leikstjórn Wolfgang Fischer.
Í flokknum Önnur framtíð hlaut
heimildarmyndin América eftir Er-
ick Stoll og Chase Whiteside verð-
laun og verðlaunin Gullna eggið
hlaut Nathalia Konchalovsky fyrir
stuttmynd sína Vesna. Stuttmyndin
Black line eftir Mark Olexa og Fran-
cesca Scalisi hlaut einnig sérstök
verðlaun dómnefndar. Verðlaunin
fyrir bestu íslensku stuttmyndina
hlutu Maddie O’Hara, Jack Bushell
& Alex Herz fyrir Jörmund.
Verðlaunuð Úr Hnífi í hjarta, kvikmyndinni sem hreppti Gullna lundann.
Hnífur í hjarta hlaut
Gullna lundann á RIFF