Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
✝ Björn ÞórirSigurðsson
„Bangsi“ fæddist í
norðurherberginu
á þinghúsloftinu á
Hvammstanga 18.
febrúar 1935.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Hvammstanga 22.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Ósk Jónsdóttir frá Ána-
stöðum, f. 10. júlí 1893, d. 21.
febrúar 1964, húsmóðir, og Sig-
urður Davíðsson kaupmaður, f.
í Syðsta-Hvammi 13.9. 1896, d.
27. mars 1978.
Bangsi var ókvæntur og
barnlaus en átti einn albróður;
Jón, f. 1930, d. 2008, og fimm
hálfsystkini sam-
feðra: Davíð, f.
1919, d. 1981,
Önnu, f. 1921, d.
1996, Halldór, f.
1923, d. 2011,
Garðar, f. 1924, og
Guðmann, f. 1928,
d. 2004.
Bangsi var verk-
maður af guðs náð,
vann þau störf sem
til féllu. Áhugi
hans var mjög bundinn við sjó-
inn, hann stundaði veiðar á
ýmsum fisktegundum, þó aðal-
lega rauðmaga og grásleppu, á
trillunni sinni sem hann smíð-
aði 1958.
Útför hans fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 12.
október 2018, klukkan 15.
Elsku Bangsinn minn. Það er
sagt að maður velji sér ekki
fjölskyldu en ég held ég tali fyr-
ir hönd allra þegar ég segi að
allir myndu velja þig ef þeir
gætu. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa átt með þér gæðastund
í sumar, rétt áður en þú fórst á
spítalann.
Einhvern veginn grunaði mig
að þetta væri síðasta skiptið
okkar saman svo ég var ansi
dugleg með myndavélina á lofti
og vá hvað það er dýrmætt að
eiga svona fallegar myndir frá
þessum degi sem munu svo
sannarlega ylja okkur fjölskyld-
unni.
Ég vona að þú hafir gert þér
grein fyrir hversu mikil og góð
fyrirmynd þú varst öllum. Allir
aðrir gerðu sér allavega grein
fyrir því enda hlaustu sam-
félagsviðurkenningu fyrir
nokkrum árum fyrir það að
hafa með gjörðum þínum látið
gott af þér leiða og verið öðrum
fyrirmynd þótt þú hafir ætíð
verið hógværðin uppmáluð. Þú
náðir að snerta hjörtu svo
margra.
Takk fyrir allt, elsku Bangsi.
Takk fyrir að gera heimilið þitt
að ævintýraheimi fyrir litlu mig
og leyfa mér að gramsa í öllum
gersemunum sem þú áttir. Það
gaf litlu leikkonunni svo mikið
að fara í gegnum alla búningana
sem þú áttir og prufa þá alla og
setja svo á svið lítið leikrit í
stofunni þinni á Höfðabraut.
Litla frænka fékk svo sannar-
lega frjálsar hendur á heimili
þínu.
Elsku kallinn minn. Ég mun
sakna þín, ég verð alltaf stolta
litla frænkan þín.
Þín litla frænka,
Anna Margrét Káradóttir.
Elsku Bangsi minn. Það er
svo margs að minnast. Alveg
frá því að ég var lítil stúlka og
til dagsins í dag, alltaf fylgdist
þú vel með mér og fjölskyldu
minni og voru þau ófá löngu
símtölin til að leita frétta hvort
hjá öðru. Ég á eftir að sakna
þess. Ég kveð þig með þessum
lagstúf sem við sungum svo oft
saman í hvamminum þegar
Gunnar Dal bróðir þinn var
með okkur:
Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó.
Kominn heim að heilsa mömmu,
kominn heim í leit að ró.
Kominn heim til að hlusta á lækinn
sem hjalar við mosató.
Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó.
Þín frænka,
Jóhanna H. Óskarsdóttir.
Það er skrýtið að skrifa
minningargrein um Bangsa,
hann hefur alltaf verið til staðar
og það er eins og ég hafi haldið
að hann yrði það alltaf. Fyrsta
heimilið mitt var í Nausti,
mamma og pabbi leigðu her-
bergi hjá Bangsa og þar bjugg-
um við þangað til við gátum
flutt inn í okkar eigið hús þegar
ég var tveggja ára. Ég held að
ég hafi ekki flutt endanlega úr
Nausti fyrr en ég varð ungling-
ur og fór burt frá Hvamms-
tanga. Ég var stóran hluta
æsku minnar með Bangsa, við
smíðuðum í bílskúrnum, sigld-
um, heimsóttum gamla fólkið á
sjúkrahúsinu, ég sniglaðist með
honum í vinnunni og bíltúrarnir
voru ófáir.
Afmælin hans Bangsa voru
ekkert venjuleg, það var stór
krakkahópur í kringum hann,
okkur fannst að það ætti að
fella niður skóla hinn 18. febr-
úar. Við fórum til hans eins
snemma og við gátum, þar beið
gos eins og hver gat í sig látið,
harðfiskur og sælgæti. Við æfð-
um leikrit og sýndum, þetta var
hátíðin okkar. Við krakkarnir
fengum að vera fram á kvöld,
þá var fullorðna fólkið komið,
við máttum vera þangað til
karlarnir byrjuðu að syngja, þá
var kominn tími til að fara
heim.
Á sumrin rerum við á bátn-
um hans og vitjuðum um netin,
við komum ekki bara með fisk í
land; krabbar, ígulker og fleira
fylgdi með, æðarkolluungi kom
með eitt sinn og var sárt að
þurfa að sleppa honum nokkr-
um dögum seinna.
Þegar við vorum í heyskap
uppi í Hvammi var alltaf passað
upp á að setja poka í ána og þar
kólnaði Sinalcoið meðan á hey-
skapnum stóð, Bangsi hugsaði
alltaf fyrir nestinu. Við gerðum
gat á tappann í staðinn fyrir að
taka hann af, það var skemmti-
legra. Það varð einhvern veginn
allt að ævintýrum hjá okkur.
Í desember breyttist bílskúr-
inn hans Bangsa í verkstæði
jólasveinsins, þar smíðuðum við,
ég, Sunna, Þórólfur og hann.
Það lék allt í höndunum á
Bangsa, svo rann upp aðfanga-
dagur og við fórum í heimsókn í
Gröf til Stellu og Tryggva með
heimasmíðuðu gjöfina. Þar vor-
um við fram eftir degi og öðru-
vísi byrjuðu jólin ekki. Bangsi
og Stella veltu því fyrir sér
hvort við myndum draga maka
okkar og börn með okkur þegar
fram liðu stundir, og sú varð
raunin; þau jól sem ég hef hald-
ið hjá foreldrum mínum eftir að
ég flutti að heiman eyddum við
fyrripartinum á aðfangadag í
Gröf, ég, maðurinn minn og
börnin. Þessar minningar eru
með þeim allra dýrmætustu.
Það voru forréttindi að alast
upp í kringum þennan góða vin,
hann hafði alltaf tíma fyrir
mann og ég lærði margt af sam-
verunni, alltaf var hann tilbúinn
til að leiðbeina og gefa af sér.
Elsku Bangsi, ég kveð þig
með þakklæti og ylja mér við
dýrmætar minningar.
Unnur.
Komið er að tímamótum –
Bangsi, sem hefur verið fastur
liður í tilverunni á Hvamms-
tanga alla okkar tíð, hefur kvatt
þessa jarðvist. Bangsi var
traustur vinur okkar, einstakur
maður á allan hátt. Einfari sem
vissi þó fátt betra en manna-
mót, fámenn og fjölmenn, með
næmari skilningarvit en flestir.
Hann las í náttúruna og
hlustaði bókstaflega á hana og
allt umhverfi sitt. Hann var á
sinn sérstaka hátt afar næmur
á aðstæður annarra og gjarnan
réttur maður á réttum stað ef
einhver stóð höllum fæti.
Bangsi lét verkin tala án þess
að fara fram á þakkir eða við-
urkenningu og var ótrúlega
hjálpsamur og greiðvikinn.
Hann mokaði snjó víða um
þorpið og margir nutu þess að
fá frá honum nýjan fisk eða
harðfisk eða fá að fara með
honum á sjó. Bangsi var gríð-
arlega vinmargur og heimsótti
marga, meðal annars okkar
æskuheimili. Stundum stoppaði
hann stutt, rétt nægilega til að
fá helstu fréttir því hann lét sig
fólk sannarlega varða en gat
líka gleymt sér við veiðisögur
svo lengi að heimilisfólk sofnaði.
Börn og dýr hændust mjög að
Bangsa og hann tók öllum vel.
Afmælisveislur hans voru ekki
síðri hátíð en 17. júní.
Heilsdagshátíðir, barnaafmæli
fyrri partinn en svo var passað
upp á að börn væru farin heim
áður en fullorðna fólkið mætti
um kvöldið. Heyskapur, ferðir á
traktorsvagni, smalamennska í
Hvammi, veiðiskapur – allt var
þetta hluti af lífinu í kringum
Bangsa. Bangsi var hvunndags-
hetja sem gegndi stóru hlut-
verki í samfélaginu. Hann
kenndi okkur ótal margt og
minningarnar eru margar. Við
eigum örugglega eftir að hugsa
til hans í bíltúrum í Vesturhópið
eða á Vatnsnesið og munum
örugglega syngja lag honum til
heiðurs um áramótin héðan í
frá.
Halla, Harpa og Skúli.
Sumt fólk er einhvern veginn
svo eilíft í huga manns og sam-
ofið lífi og samfélaginu að það
er ógerlegt að hugsa sér að það
muni nokkurn tíman deyja.
Þannig var Bangsi.
Bangsi var mikill mannvinur
og einstök barnagæla. Allir
voru jafnir fyrir honum og hann
átti marga vini á öllum aldri úr
öllum þjóðfélagshópum. Margir
nutu hlýhugar hans í gegnum
tíðina og aldrei ætlaðist hann til
neins í staðinn.
Ekki má gleyma hundinum
Neró sem ákvað að flytja til
hans. Óvíst er að nokkur annar
hundur hafi hlotið annað eins
dekur og voru þeir nánast óað-
skiljanlegir á sínum tíma,
Bangsi og Neró, báðir jafn sér-
vitrir og ljúfir.
Æskuminningar okkar eru
margar tengdar Bangsa. Til
dæmis þegar hann setti bátinn
sinn niður á vorin. Því fylgdi
mikill spenningur og oft fórum
við á sjó með honum. Hann
sýndi okkur alls konar krabba
og furðudýr sem hann veiddi og
gerði sér ferð til okkar ef hann
fékk eitthvað sem hann hélt að
við hefðum gaman af. Hann
kom oft í heimsókn og laumaði
þá iðulega nýveiddum fiski í
vaskinn í þvottahúsinu og
spurði svo hvort nokkurn lang-
aði í fisk. Oft var það grásleppa
sem Systu fannst svo góð að
hún óskaði þess að það yrði
jólamatur. Þá voru ófáar veiði-
ferðirnar með honum og pabba
og enginn fiskur bragðaðist bet-
ur en sá sem Bangsi veiddi eða
útvegaði, við vorum öll sammála
um það, Bangsi líka. Sérstak-
lega ef það var silungur veiddur
úr Vesturhópsvatninu, það var
þetta fína bragð af honum.
Þrátt fyrir að Bangsi hafi
verið afar hógvær og lítið fyrir
að vera í sviðsljósinu þá hélt
hann alltaf upp á afmælið sitt.
Margar af okkar skemmtileg-
ustu minningum eru frá afmæl-
unum hans Bangsa. Átjándi
febrúar var ekki minna merki-
legur dagur en jólin og við töld-
um niður að þessum merkis-
degi. Bangsi bauð engum, allir
máttu koma og hann keypti
gosflöskur í kassavís og kassa
af prinspóló eða kónga og við
fengum harðfisk og þeir hörð-
ustu borðuðu hákarl. Svo voru
æfð leikrit, heilu leikþættirnir
voru sýndir í afmælisveislunum.
Og mesta spennan var að fá að
vera með í afmælinu fram á
kvöld þegar fullorðna fólkið
kom og karlarnir fóru að syngja
og dansinn var stiginn í stof-
unni.
Bangsi var duglegur að heim-
sækja vini sína og átti pláss við
mörg eldhúsborð á Hvamms-
tanga. Það verður því tómlegt
hjá mörgum og það er alveg
víst að mamma þarf að minnka
fiskibolluskammtinn sem hún er
vön að steikja.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast Bangsa og
við minnumst hans með hlýhug
og söknuði.
Systkin af Hlíðarveginum,
María, Ingibjörg
og Jóhannes.
Það er eftirvænting í loftinu,
afmælið hans Bangsa er í dag.
Naust er komið í hátíðarbúning
enda Stella, Maddý, Lilla og
fleiri konur búnar að vera á
haus að gera fínt svo hægt sé
að taka á móti gestum. Bangsi
sjálfur er búinn að standa í
undirbúningi vikum og mánuð-
um saman, m.a. við að þurrka
fisk, kæsa hákarl, kæla Sinal-
coið, blanda Skunda og útbúa
fleiri veitingar sem afmælis-
gestirnir gera góð skil. Neró er
líka í hátíðarskapi og dillar róf-
unni ótt og títt. Já, það er hátíð
í bænum og liggur við að gefið
sé frí í grunnskólanum og á
vinnustöðum, svo mikið stendur
til. Við krakkarnir mætum
snemma, (við Unnur mætum
fyrstar, enda ráðríkar á heima-
velli) til að æfa leikrit sem sýnt
er fyrir fullorðna fólkið um
kvöldið. Nánast öll börnin á
Hvammstanga mættu í afmælið
hans Bangsa og sýnir það
hversu stóran sess hann skipaði
í lífi þeirra margra, ekki bara á
þessum merkisdegi heldur alla
daga, árið um kring.
Bangsi átti mikið af dóti úr
búð pabba síns, Sigurðar
Davíðssonar. Skemmtilegast
þótti okkur Unni að gramsa í
gömlum fötum, snyrtidóti og
ýmiss konar fylgihlutum sem
þar var að finna. Á tímabili
gengu nánast öll börn á
Hvammstanga í skóm úr búð-
inni, eins konar fóðruðum afa-
skóm með rennilás. Bangsi gaf
mikið af þessu dóti til þeirra
sem það vildu enda gjafmildur
og mikill öðlingur í alla staði.
Ég var svo heppin að fá að
bardúsa margt með Bangsa og
það eru ófáar stundirnar sem
hann eyddi með mér, Unni og
Þórólfi í bílskúrnum við smíðar,
í stússi í heyskap, eða í bíltúr
eitthvað út í sveit. Hann var
líka tíður gestur heima á
Hvammstangabraut 19 en
þangað kom hann flest sunnu-
dagskvöld, borðaði með okkur
og sofnaði svo í sófanum svona
rétt eins og einn af fjölskyld-
unni, sem hann í rauninni var.
Aðfangadagur hófst á því að
Bangsi kom og sótti okkur
Unni og Þórólf til að fara út í
Gröf til Stellu og Tryggva með
heimasmíðaða jólagjöf handa
þeim. Þá skipti engu máli
hvernig veðrið var og hvort tví-
sýnt væri hvort við kæmumst
heim aftur í tæka tíð fyrir
klukkan sex. Það skipti hann og
okkur engu máli enda jólin í
Gröf ómissandi hluti af að-
fangadegi. Þessi siður hefur
haldist í mínu jólahaldi, þó með
breyttu sniði á þann hátt að nú
hringi ég í Gröf á aðfangadag
til að heyra í fólkinu mínu,
Stellu, Unni og Bangsa. Að
símtalinu loknu mega jólin
koma. Við Unnur erum þó
hættar að rífast um hvora okk-
ar hann keyrir fyrst heim, en
Bangsi hafði óskaplega gaman
af þessu rifrildi okkar.
Bangsi var mikil félagsvera,
hafði gaman af að vera innan
um fólk, þar sem hann mætti
oft með harðfisk til að gefa og
þá við mikinn fögnuð við-
staddra. Bangsi vildi öllum vel,
menn og dýr sóttu í félagsskap
hans enda með eindæmum ró-
legur, glaður, vingjarnlegur og
tryggur.
Það verður tómlegt á
Hvammstanga án Bangsa en ég
er þakklát fyrir dýrmætar
stundir og verðmætar minning-
ar um einlægan vin.
Sunna.
Í uppvextinum tekur maður
umhverfinu og öllum þeim sem
í því eru sem sjálfsögðum hlut.
Svo þegar árin líða áttar maður
sig á þeim forréttindum sem
maður hefur alist upp við. Þeg-
ar við vorum að alast upp á
Hvammstanga var Bangsi
órjúfanlegur hluti af lífinu.
Hann bjó í næsta húsi og var
tíður gestur, nei ekki gestur,
miklu frekar heimagangur á
heimili foreldra okkar. Þeir
voru ófáir morgnarnir sem
hann kíkti við í morgunkaffi og
oftar en ekki rak Nonni bróðir
hans líka inn nefið. Bangsi kom
oft færandi hendi með ýmislegt
sjávarfang sem hann hafði veitt
Björn Þórir
Sigurðsson
✝ Svava BjörgGísladóttir
fæddist 27. nóv-
ember 1943. Hún
lést 25. september
2018 á líknardeild
LSH í Kópavogi.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Jóns-
son, f. 7.2. 1917, d.
20.5. 2001, og Val-
borg Ólafsdóttir, f.
9.1. 1920, d. 28.6.
2005. Hún átti fjórar systur:
Hrafnhildur Jóna, f. 1.3. 1945,
d. 29.8. 2014, eiginmaður Sig-
urgeir Gunnarsson, látinn, El-
ínborg, f. 15.2. 1947, eigin-
maður Sigurður Eggertsson.
Friðborg, f. 19.1. 1949, eigimað-
ur Birgir S. Kristjánsson. Anna
Bjarndís, f. 27.6. 1953, sam-
býlismaður Emil I. Hákonarson.
Eftirlifandi eiginmaður er
Erlingur Snær Guðmundsson, f.
3.9. 1939. Þau gengu í hjóna-
band 17.3. 1962 í Kópavogi.
Börn þeirra eru: 1) Hulda
4) Erlingur Snær, f. 21.9. 1974.
Maki er Hildur Björg Ingiberts-
dóttir, f. 29.9. 1975. Börn
þeirra eru: Ingibert Snær, f.
3.3. 2005, Anna Salvör, f. 5.9.
2006, Ísold Svava, f. 30.5. 2009,
Berglind Sara, f. 10.4. 2013.
Svava ólst upp í Reykjavík
og Kópavogi með fjölskyldu
sinni. Hún og Erlingur maður
hennar hófu svo sambúð í
Mávahlíð 15 og áttu svo heimili
í Reykjavík en síðustu 25 ár í
Lautarsmára í Kópavogi.
Hún var virk í félagsstörf-
um, m.a. í Kiwanis-hreyfing-
unni, Sjálfstæðisfélaginu í
Kópavogi, kvenfélagi Karla-
kórs Reykjavíkur og Odd-
fellow-reglunni.
Hún var sjálfstæður atvinnu-
rekandi í nokkurn tíma þar
sem þau Erlingur áttu sölu-
turna og barnafataverslun í
Hólagarði auk þess sem hún sá
um bókhald fyrirtækis þeirra
hjá Kranaþjónustunni ehf.
Vann nokkur ár í Iðnaðarbank-
anum en síðustu 19 ár starfs-
ævi sinnar vann hún sem
fulltrúi í Þjóðskrá Hagstofu Ís-
lands.
Útför Svövu Bjargar fer
fram frá Digraneskirkju í dag,
12. október 2018, klukkan 13.
Björk, f. 23.3. 1960.
Maki Bjarni Matt-
hías Gunnarsson, f.
15.10. 1959. Börn
þeirra eru: Elín
Herdís, f. 16.9.
1979. Börn Elínar
eru: Freyja Björk,
f. 7.2. 2005, d. 12.6.
2007, Ísabella
Björk, f. 10.4. 2008,
og Carolina Björk,
f. 6.9. 2011. Gunn-
ar, f. 10.12. 1982. Börn Gunnars
og Winnie B. Girup eru: Björk,
f. 4. apríl 2014, og Ísak, f.
24.11. 2015. Rakel Ósk, f. 10.18.
1988. Börn Rakelar eru: Olivia
Björk, f. 10.5. 2010, og Molly, f.
9.5. 2013. 2) Bryndís, f. 4.10.
1961. Maki Curt Jakobsen, f.
9.1. 1949.
Börn þeirra eru María Snær,
f. 23.7. 1993. Barn hennar er
Lara, f. 20.7. 2015. Lúkas Snær,
f. 12.1. 1995. 3) Gísli Snær, f.
21.12. 1964. Dóttir hans er Sag-
iri Sól Morozumi, f. 15.3. 1999.
Ástkær móðir okkar er fallin
frá – einungis 75 ára að aldri
eftir mjög skammvinn og erfið
veikindi. En þegar horft er yfir
farinn veg getur hún verið stolt
af því sem hún og pabbi hafa
áorkað – öll barnabörnin og
langömmubörnin. Fjölskyldan
var ætíð í fyrirrúmi, hún reyndi
eftir bestu getu að vera í sem
mestum samskiptum við okkur
og barnabörnin – hvort sem við
vorum hér á Íslandi, Danmörku
eða í Japan.
Alltaf komu hún og pabbi í
skírnir, fermingar og útskriftir.
Hún var hlý og natin og elskuðu
börnin að vera hjá henni og
spjalla um heima og geima.
Hún hafði mikinn áhuga á því
hvað allir fjölskyldumeðlimir
voru að taka sér fyrir hendur
og studdi þá undantekningar-
laust.
Hún var oft í góðlátlegu
glensi kölluð fjölskylduhers-
höfðinginn þar sem hún hafði
oftar en ekki sterkar skoðanir á
hvernig hlutirnir áttu að vera.
Verslunargenið var ríkt í
henni – var sjálfstæður atvinnu-
rekandi í mörg ár þar sem hún
rak sjoppu á Hverfisgötu, Álf-
hólsvegi og svo barnafataversl-
un í Hólagarði. Hjá Hagstof-
unni var hún svo tæp 20 ár þar
sem hún sinnti vinnu sinni og
verkefnum af alúð.
Henni fannst ákaflega gaman
að ferðast og kynnast menningu
og fólki. Mamma og pabbi fóru
reglulega til Danmerkur að
heimsækja fjölskylduna okkar
þar og nokkrum sinnum fóru
þau til Japan og Singapúr. Ekki
þótti þeim slæmt að komast í
sólina erlendis og ferðuðust þau
oft til Kanaríeyja.
Í sumar tók sig upp mein í
líkama hennar og kom mjög
fljótlega í ljós að lítið væri hægt
að gera. Mamma tók þessum
fréttum með aðdáunarverðu
æðruleysi og hugrekki. Síðustu
vikurnar átti hún ánægjulegar
og innihaldsríkar stundir með
sínum nánustu og vinum. Hvíl í
friði, elsku mamma okkar.
Hulda Björk, Gísli Snær
og Erlingur Snær.
Svava Björg
Gísladóttir