Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mig hafði ekki órað fyrirþessu og það var sann-arlega ekki á „to do“-listanum hjá mér að
fara að leika. Ég hef aldrei staðið á
sviði og leikið í leikriti nema í grunn-
skóla og það var einvörðungu sýnt
fyrir foreldra. Ég hef tekið þátt í
einhverju flippi í árshátíðarmynd-
böndum á vinnustöðum en lengra
nær það ekki í leiklist hjá mér,“ seg-
ir Sigurður Ástgeirsson en hann og
ellefu ára dóttir hans, Arnbjörg Ýr,
eða Abba, taka bæði þátt í upp-
færslu á verkinu Á vit ævintýranna
hjá Leikfélagi Selfoss sem verður
frumsýnt í kvöld. Siggi segir þetta
allt eiga upphaf sitt í því að Abba
dóttir hans sé mikil áhugamann-
eskja um leik- og sönglist og hún
hafi tekið þátt í námskeiðum hjá
Borgarleikhúsinu og farið á sumar-
námskeið hjá leikfélaginu á Selfossi.
„Hún vildi endilega fara í leiksmiðju
sem boðið var upp á hér hjá leik-
félaginu vegna undirbúnings á upp-
setningu á leikritinu sem Ágústa
Skúladóttir leikstjóri sá um. Konan
mín hvatti mig til að fylgja Öbbu
fyrsta kvöldið, hjálpa henni að stíga
inn í leikfélagið og kannski hjálpa
eitthvað til, sjá um leikmyndina,
ljósin og annað verklegt. Ég sá ekk-
ert því til fyrirstöðu en þegar ég
gekk þarna inn fyrsta kvöldið var
það alveg nýr heimur fyrir mig, ég
þekkti ekki nokkurn mann með
nafni.“
Út fyrir þægindarammann
Siggi hélt að hann yrði á kantin-
um til aðstoðar en þegar Ágústa
leikstjóri sagði hópnum strax þetta
fyrsta kvöld að koma upp á svið átt-
aði hann sig á að tvennt var í stöð-
unni fyrir hann. „Að vera pabbinn
sem sendi stelpuna upp á svið og
sæti sjálfur úti í sal, eða styðja mína
dóttur alla leið og fara með henni
upp á svið. Ég tók seinni kostinn, ég
ætlaði ekki að vera stífi fúli karlinn.
Áður en ég vissi af var ég orðinn
þátttakandi í leiksmiðju og ég fór
þarna mjög langt út fyrir minn þæg-
indaramma, tók þátt í ýmsu sem mér
hefði aldrei dottið í hug að ég, 36 ára
karlinn, myndi gera á sviði fyrir
framan annað fólk,“ segir Siggi og
hlær.
„Þegar kvöldinu lauk sagðist
Ágústa ólm vilja fá okkur feðginin til
að taka þátt í uppsetningu leikrits-
ins. Þá varð ekki aftur snúið. Við för-
um bæði með nokkur hlutverk í
verkinu, ég leik til dæmis hest, mál-
aður í framan með tagl um mig miðj-
an og hoppa um sviðið með öðru
fólki. Ég hefði aldrei trúað því að ég
ætti eftir að gera slíkt. Ég leik líka
djákna, lugt, vörðu, regnboga og
gullna hliðið. Þetta er mikil fjöl-
breytni og Abba leikur meðal annars
dreng og gamlan karl. Ég er líka
sviðsmaður í ákveðnum atriðum þar
sem þarf að stjórna flekum sem eru
hluti af leikmyndinni. Allir eru í öllu
og það er einmitt svo skemmtilegt.“
Mun fá raunveruleikasjokk
Þau feðginin komu bæði að því
að semja tónlistina í leikritinu. „Við
erum bæði í slagverki, Abba er kom-
in á annað stig í trommum og hún er
í tónlistarskóla og í lúðrasveit. En ég
þurfti að læra ýmislegt nýtt í tónlist
fyrir þetta leikrit, mér var til dæmis
rétt sög og sellóbogi og sagt að ég
ætti að spila. Ég gekk í verkið, ekk-
ert annað í boði,“ segir Siggi og bæt-
ir við að fyrstu tvær vikurnar í æf-
ingaferlinu hafi þau verið í hópa-
vinnu með handritið. „Þannig urðu
hugmyndirnar til, en hún Ágústa er
mögnuð manneskja sem lætur fólk
gera ýmislegt sem það hefði ekki
trúað að það gæti gert. Þetta er
mjög gaman, en ég geri alveg ráð
fyrir að ég fái raunveruleikasjokk
fimm mínútum fyrir fyrstu sýningu,
þegar ég átta mig á út í hvað ég hef
komið mér,“ segir Siggi og hlær.
„Þetta er ekkert mál þegar engir
áhorfendur eru, en kvíðvænlegra að
leika fyrir fullum sal af fólki.“
Siggi er einn af eigendum fyrir-
tækisins Ísorku þar sem hann er
framkvæmdastjóri og hann vinnur í
Reykjavík. „Ég er með tvö yngri
börn á heimilinu svo það er heilmikið
púsluspil að koma þessu öllu að með
leiklistarstarfinu. Maður brunar
fyrr heim, kvöldmatur er eldaður
klukkan fimm og við feðginin mætt á
æfingu klukkan sex. Þetta setur fjöl-
skyldulífið vissulega í öðruvísi
skorður, en að baki mér er góð kona
sem heldur fjölskyldunni á floti.
Þetta eru langir dagar hjá okkur
Öbbu, en rosalega gaman. Ég mæli
með þessu fyrir alla foreldra; að fara
út í eitthvert tómstundastarf með
börnunum sínum. Enda segir ein-
hvers staðar að besta forvörnin sé að
vera samvistum við börnin. Þetta er
alveg nýtt stig fyrir mig í samveru
með dóttur minni; ég hafði aldrei
pælt í að það að fara saman í leik-
félag gæti verið vettvangur fyrir frá-
bæra samveru.“
Nýtt Siggi þurfti að læra að spila á sög fyrir leiksýninguna. Fjör Það gengur heilmikið á í uppsetningu ævintýranna. Veisla Siggi (lengst t.h.) í einu af hlutverkum sínum í verkinu.
„Ég lenti alveg óvart í þessu“
Hann óraði ekki fyrir að
hann ætti eftir að standa
á sviði og leika hest,
djákna og vörðu. Sig-
urður Ástgeirsson segir
það frábæran vettvang fyr-
ir samveru foreldris og
barns að fara saman í
leikfélag. Hann sér ekki
eftir að hafa valið að vera
ekki fúli stífi karlinn.
Feðgin Siggi
og Abba saman
á leiklistaræfingu.
Leikfélag Selfoss setur upp fjöl-
skyldusýningu undir heitinu: Á vit
ævintýranna, og er það í leikstjórn
Ágústu Skúladóttur. Verkið er sam-
eiginleg sköpun leikstjórans og leik-
hópsins og er það byggt á ævintýri
H.C. Andersens um Litla Kláus og
Stóra Kláus, ljóðinu um Sálina hans
Jóns míns eftir Davíð Stefánsson
ásamt kvæði Páls J. Árdal, En hvað
það var skrýtið.
Einnig munu verða frumflutt lög
sem tilheyra sýningunni, sem voru
samin á æfingarferlinu.
Ágústa Skúladóttir vinnur nú með
Leikfélagi Selfoss í fyrsta sinn og
sögur herma að henni takist einkar
vel að ná fram leikgleði hjá leik-
hópnum. Alls eru 12 leikarar sem
koma að sýningunni.
Frumsýning er í dag, föstudaginn
12. október, og miðaverð er 2.000 kr.
en hópafsláttur fyrir tíu eða feiri og
þá er miðaverð 1.500 kr.
Verkið er sýnt í Litla leikhúsinu við
Sigtún 1 á Selfossi, á bak við
verslunarkjarnann Krónuna. Miða-
pantanir á email: midasala@leik-
felagselfoss.is og í síma 482-2787
milli klukkan 14 og 20.
Fólk er hvatt til að fylgjast með
fjörinu með því að adda á snapchat:
leik-selfoss.
Nú er heldur betur lag að skella sér
í leikhús á Selfossi, því það er alltaf
gaman að kynna sér hvað er um að
vera úti á landi. Þar þrífst menning
sem heimafólk sér sjálft um að skapa
og allir hjálpast að, vaða í verkin sem
þarf að framkvæma.
Fjörugt leikrit fyrir alla fjölskylduna frumsýnt í kvöld
Verkið er sameiginleg sköpun
leikstjórans og leikhópsins
Gaman Hinum ólíkustu persónum bregður fyrir í leikritinu og þar er líf og fjör.