Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 27
New York, New Jersey, Connecti-
cut og á Rhode Island 1994-96,
sendiráðunautur í fastanefndinni
hjá SÞ í New York 1994-96, aðal-
ræðismaður í New York, New Jer-
sey, Connecticut, Rhode Island
1996-97, staðgengill fastafulltrúa
hjá SÞ í New York 1996-97, stað-
gengill fastafulltrúa hjá NATO og
VES í Brussel 1997-2000, stað-
gengill sendiherra í Brussel hjá
EES, EFTA, og ESB 2000-2002,
skrifstofustjóri varnarmálaskrif-
stofu 2002-2003, skrifstofustjóri
alþjóðaskrifstofu 2003-2006, sendi-
herra Íslands á Indlandi 2006,
ráðgjafi um alþjóðamál í forsæt-
isráðuneytinu 2006-2009, sendi-
herra Íslands í Kaupmannahöfn
2010-2014, jafnframt sendiherra í
Búlgaríu, Rúmeníu og Tyrklandi,
með búsetu í Kaupmannahöfn
2010-2014, sendiherra í Dan-
mörku 2016-2017, sendiherra Ís-
lands í Kanada 2014-2017, í Perú,
Ekvador og í Kostaríka, með bú-
setu í Ottawa, og hefur verið
ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins frá 2017.
Sturla les mikið og þá helst
sagnfræði og ævisögur. Að öðru
leyti snúast áhugamál hans eink-
um um stangveiði og fuglaveiði,
auk þess sem hann segist vera
„eilífur byrjandi í golfi“. En hann
lætur ekki deigan síga: „Það þýð-
ir ekkert. Ég held bara áfram þar
til ég næ tökum á þessu.“
Sturla hefur verið sæmdur
stórriddarakrossi Dannebrog,
stórriddarakrossi konunglegu
norðurstjörnunnar og stórridd-
arakrossi ljónsorðunnar.
Fjölskylda
Eiginkona Sturlu er Elín Jóns-
dóttir, f. 21.6. 1959, hjúkrunar-
fræðingur, dóttir Jóns Ingimund-
arsonar vélstjóra og Grethe
Mygind sjúkraliða sem bæði eru
látin.
Börn Sturlu og Elínar eru: 1)
Ósk, f. 11.11. 1980, mannfræð-
ingur á Srí Lanka en maður
hennar er Lahiru Pathmalal
framkvæmdastjóri; 2) Gróa, f.
16.12. 1982, ljósmóðir á Selfossi
en maður hennar er Gauti Þór-
arinsson bifreiðasmiður; 3) Úlfur,
f. 19.9. 1984, sérfræðingur hjá
ISAVIA, búsettur á Selfossi en
kona hans er Jóna Sólveig El-
ínardóttir stjórnmálafræðingur; 4)
Oddur, f. 13.9. 1989, starfsmaður
hjá TeqHire, búsettur í Hafn-
arfirði en kona hans er Fjóla
Þrastardóttir hugbúnaðarsérfræð-
ingur; 5) Einar, f. 8.8. 1998,
námsmaður í Reykjavík. Barna-
börn eru átta talsins.
Systkini Sturlu eru: Einar, f.
14.5. 1952, lögmaður í Reykjavík;
Arnór, f. 17.4. 1953, skrifstofu-
stjóri, búsettur í Hafnarfirði; Kol-
beinn, f. 9.9. 1954, verslunar-
maður, búsettur í Kópavogi, og
Inga, f. 2.6. 1961, kennari í Kópa-
vogi.
Foreldrar Sturlu voru Sigurjón
Einarsson, f. 13.12. 1930, d. 6.4.
1971, framkvæmdastjóri í Reykja-
vík, og k.h., Inga Arnórsdóttir, f.
31.7. 1931, d. 16.9. 2009, húsmóðir
í Reykjavík.
Sturla
Sigurjónsson
Inga Arnórsdóttir
húsfreyja í Rvík
Arnór Guðmundsson
skrifstofustjóri Fiskifélagsins í Rvík
María Einarsdóttir
húsfreyja í Stórholti
Guðmundur Einarsson
b. í Stórholt í Saurbæ, Dal.
Ingiríður Einarsdóttir
húsfreyja í Rvík
Jónas Helgason
járnsmiður og dómorganisti í Rvík
Margrét Jónasdóttir
húsfreyja í Rvík
Helgi Helgason tónskáld
(Öxar við ána) og stofnandi
Lúðraþeytarafélags Rvíkur
Gyða
Arnórsdóttir
húsfreyja í
Eyjum
Hermann Ingi
Hermannsson bakari
og fv. meðlimur í
hljómsveitinni Logum
Helgi Hermannsson
tónlistarkennari og
fv. meðlimur í Logum
Tómas Pétursson
stórkaupmaður
í Rvík
Ragnar Tómasson
fasteignasali og lögm. í Rvík
Gunnar Tómasson fv.
hagfræðingur hjáAlþjóða-
gjaldeyrissjóðnum
Guðrún Benediktsdóttir
húsfreyja og kaupmaður í Rvík, bróðurdóttir
Guðrúnar, móður Sigfúsar Blöndal orðabókahöfundar
Pétur Ingimundarson
slökkviliðsstjóri Í Rvík
Unnur Pétursdóttir
húsfreyja í Rvík
Úr frændgarði Sturlu Sigurjónssonar
Sigurjón Einarsson
framkvæmdastjóri í Rvík
Einar Pétursson
stórkaupmaður í Rvík, forsprakki
fánamálsins í Reykjavíkurhöfn sumarið 1913
Jón Sigurðsson
skipstjóri og
útgerðarmaður
í Görðum
Sigurður Jónsson
útvegsb. í Görðum
við Ægisíðu í Rvík
Vilborg Jónsdóttir
húsfreyja, af Skildinganesætt
Ólafur Pétursson
togaraskipstjóri í Rvík
Pétur Hansson
sjómaður í Skildinganesi við Rvík
Sigríður Sigurjónsdóttir fyrsti
forstöðumaður Sundhallar Rvíkur
Ásbjörn Sigurjónsson forstjóri Álafoss
Pétur Sigurjónsson efnaverkfræðingur
og forstjóri Rannsóknarstofu
byggingariðnaðarins, í Rvík
Sigurjón Pétursson iðnrekandi
á Álafossi í Mosfellssveit
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
Indriði Indriðason fæddist 12.101883. Hann var sonur IndriðaIndriðasonar, hreppstjóra og
oddvita sem bjó á Hvoli í Saurbæ og
á Skarði á Skarðsströnd, og k.h.,
Guðrúnar Eggertsdóttur húsfreyju.
Indriði yngri starfaði á búi for-
eldra sinna á unglingsárunum. Hann
lærði prentiðn á Ísafirði og vann síð-
an í Ísafoldarprentsmiðju í Reykja-
vík. Samkvæmt því sem Halldór
Laxness hefur eftir Stefáni frá
Hvítadal, í Sjömeistarasögu, bjó
Indriði um skeið í Unuhúsi við
Garðastræti.
Í Reykjavík kynntist Indriði Ein-
ari Kvaran rithöfundi, Birni Jóns-
syni, ritstjóra Ísafoldar og ráðherra
1909-1911, og öðru framáfólki í hinu
nýstofnaða sálarrannsóknarfélagi
eða Rannsóknarfélaginu eins og það
var yfirleitt nefnt fyrstu árin. Fljót-
lega kom í ljós að Indriði var talinn
búa yfir óvenju miklum miðilshæfi-
leikum og fyrr en varði var hann
orðinn landsþekktur enda líklega
magnaðasti miðill þjóðarinnar fyrr
og síðar.
Sálarrannsóknarmenn komu sér
fljótlega upp tilraunahúsi á lóðinni
að Þingholtsstræti 3. Þar fóru fram
vægast sagt líflegir fundir með ýms-
um framliðnum persónum, s.s. Jóni
úr Vestmannaeyjum, ódælum, fínni,
þýskri óperusöngkonu og fram-
liðnum læknum. Þung húsgögn hóf-
ust á loft og handleggur miðilsins
gekk milli manna án þess að honum
yrði meint af.
Meistari Þórbergur færði í letur
endurminningar Brynjólfs Þorláks-
sonar, söngkennara við Mennta-
skólann, um Indriða miðil og rann-
sóknarfundina í bakhúsinu við
Þingholtsstræti, en þær má lesa í
Frásögnum Þórbergs.
Þrátt fyrir náið og oft þreytandi
samband við framliðna var Indriði
geðprúður maður, léttlyndur og
gamansamur. Hann fékk berkla í
blóma lífsins eins og svo margt ungt
fólka á þeim árum, náði ekki þrítugs-
aldri en lést á Vífilsstaðahælinu 30.8.
1912.
Merkir Íslendingar
Indriði
Indriðason
90 ára
Guðrún Kristinsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
85 ára
Gunnsteinn Sæþórsson
Hannes K. Gunnarsson
Louisa Jóhannesdóttir
Sigurjón Erlingsson
80 ára
Ásta Þórðardóttir
Gunnar Ólafsson
Lilja S. Frímannsdóttir
Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Tryggvi Hjaltason
75 ára
Agnes Svanbergsdóttir
Dóra M. Gunnarsdóttir
Iðunn G. Gísladóttir
Ófeigur Gestsson
Ragnheiður Þórðardóttir
Örn Smith
70 ára
Anna Erla Guðbrandsdóttir
Arnar S. Guðlaugsson
Hafdís Sigurbergsdóttir
Laufey Sigurðardóttir
Marianne Pennycook
Valgerður Benediktsdóttir
60 ára
Árni Leifsson
Bjarni Sveinn Kristjánsson
Dora Prevost Rodriguez
Egill M. Benediktsson
Elísabet Erlendsdóttir
Izabella Alicja Gajewska
Jan Waldemar Prus
Jóhanna Þ. Eyþórsdóttir
Jón Sigfússon
Ólöf Sigurvinsdóttir
Svavar Haukur Jósteinsson
Þóra Margrét Þórsdóttir
50 ára
Cristian Rogojinaru
Gennadiy Zadorozhnyy
Gunnar G. Gunnarsson
Hjálmar Arinbjarnarson
Jeannette Castioni
Kjartan Kópsson
Mirjam de Waard
Óskar Magnússon
Sigrún Víglundsdóttir
Sigurður Oddfreysson
40 ára
Aidas Stasinskas
Andrejus Jagminas
Halldór Rafn Hannesson
Heiða Sigrún Andrésdóttir
Jörundur H. Þórarinsson
Magnús Magnússon
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
Róbert Karl Hlöðversson
Sesselja Aníta Ellertsdóttir
Sigmundur Helgi Brink
Snorri Páll Jónsson
Steinþór Helgason
Sturla Már Finnbogason
30 ára
Arnar Þór Þórsson
Arnór Páll Kárason
Artur Tomasz Krukowski
Berglind Bjarnadóttir
Betúel Ingólfsson
Bjarni Daníel Ýmisson
Emilia Monika Plotka
Erlingur B. Karlsson
Indíana B. Sigdórsd.
Joseph A. Mattos-Hall
Justyna Mierzejewska
Katarzyna Lech
Lilja Björk Sigmundsdóttir
Mariia Letnianchyn
Paulina Pawlowska
Piotr Wlodzimierz Zmuda
Sergejs Zarcenko
Tómas Einar Ólafsson
Til hamingju með daginn
30 ára Rósa býr í Reykja-
vík, stundar nám í þroska-
þjálfafræði við HÍ og starf-
ar á sambýli.
Maki: Sigurður Heiðar
Baldursson, f. 1987,
starfsmaður hjá Advania.
Dóttir: Kamela Rún, f.
2011.
Foreldrar: Níels Steinar
Jónsson, f. 1958, fram-
kvæmdastjóri Gólflagna,
og Elínborg Chris Arga-
brite, f. 1958, starfs-
maður Íbúðakjarna.
Rósa María
Níelsdóttir
30 ára Jarþrúður ólst
upp á Akureyri, er nú bú-
sett í Kópavogi, lauk emb-
ættisprófi í guðfræði og
starfar nú á sambýli í
Hafnarfirði.
Systir: Anna Árnadóttir,
f. 1990, hjúkrunarnemi.
Foreldrar: Ester Þor-
björnsdóttir, f. 1966,
starfsmaður við endur-
skoðendaskrifstofu, og
Árni Þórhallsson, f. 1962,
sendibílstjóri. Þau eru bú-
sett á Akureyri.
Jarþrúður
Árnadóttir
30 ára Elísabet ólst upp í
Reykjavík, býr þar og lauk
prófi sem förðunar- og
naglafræðingur.
Dóttir: Ingibjörg Rún El-
ísabetardóttir, f. 2008.
Bróðir: Guðmundur Ingi
Rúnarsson, f. 1980.
Foreldrar: Rúnar Guð-
mundsson, f. 1961, lög-
fræðingur, og Ingibjörg
Guðmundsdóttir, f. 1962,
skrautskrifari og fyrrv.
kaffibarþjónn. Þau búa í
Reykjavík.
Elísabet María
Rúnarsdóttir
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
Kerruöxlar & hlutir
ALLT TIL
KERRUSMÍÐA