Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 21
upp skemmtileg atvik frá upp-
vaxtarárunum, minntumst með
hlýhug foreldra og systra sem
eru látin og deildum gleði yfir vel-
gengni og heilbrigði afkomenda
okkar.
Við vottum fjölskyldu Sigrún-
ar dýpstu samúð.
Kæra Sigrún, hvíl þú í friði.
Ása Gíslason,
Hjördís Magnúsdóttir.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Þessi orð hef ég haft yfir aftur
og aftur þessa daga sem liðnir
eru síðan Sigrún mín dó. Það er
svo innilega sárt að kveðja og eig-
inlega er það mér um megn að
skrifa þessi orð. Sigrún var
móðursystir mín, en í raun mikið
frekar sem stóra systir mín enda
skildu okkur aðeins átta ár. Hún
passaði mig og lék við mig fyrstu
árin og enga vissi ég flottari og
skemmtilegri. Svo leið tíminn og
henni fannst mun skemmtilegra
að hanga með vinkonum sínum
og hlusta á „Lög unga fólksins“
eða nýjustu plöturnar en að passa
mig. Það breytti ekki þeirri stað-
reynd að enga vissi ég flottari og
skemmtilegri. Og þannig hefur
það ævinlega verið. Eins og góðar
systur jafnan eru vorum við líka
bestu vinkonur. Við deildum dag-
legu lífi alla okkar tíð, bárum
undir og leituðum ráða hvor hjá
annarri með þessa hversdagslegu
hluti sem við öll sinnum og
leysum.
Sigrún var óvenju listræn,
söng vel og teiknaði og hún hafði
einstaka hæfileika til að búa sér
fallegt heimili. Sigrún var traust,
heilsteypt og góð manneskja.
Hún var líka ótrúlega skemmti-
leg. Húmoristi fram í fingurgóma
og sneri grínið í flestum tilfellum
að henni sjálfri. Þannig fólk er
langskemmtilegasta fólkið.
Nú er engin smellin saga og
dillandi hlátur meir, engin boð í
Skorradalinn eða Mánatúnið með
spjalli og skemmtilegheitum
fram á nótt.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa átt Sigrúnu að alla mína
tíð og ég sakna hennar meira en
orð fá lýst. Ég kveð hana með
bæninni sem ég fer gjarnan með
og amma Sesselja kenndi mér:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég votta elsku Jakobi, Sunnu
Dóru, Kristínu Þóru, Árna Baldri
og fjölskyldunni allri mína inni-
legustu samúð, ykkar missir er
mestur.
Unnur Sverrisdóttir.
Í dag kveðjum við æskuvin-
konu úr Miðbæjarskólanum við
Tjörnina.
Ungar stelpur stofnuðu
saumaklúbb árið 1960, þá um níu
ára gamlar, og fór stofnun
klúbbsins fram í kjallaranum á
Laufásveginum hjá foreldrum
Sigrúnar.
Þessir dagar voru sæludagar
og ungviðið lék sér áhyggjulaust í
miðbænum. Á unglingsárunum
tvístraðist hópurinn en kjarninn
hittist enn af og til. Stelpunum úr
gamla saumaklúbbnum var hóað
saman fyrir ekki svo löngu og átt-
um við yndislega kvöldstund.
Vináttan kom þá berlega í ljós.
Við höfðum engu gleymt frá því í
gamla daga.
Með þessu ljóði sendum við
fjölskyldu Sigrúnar samúðar-
kveðjur og biðjum ykkur Guðs
blessunar á þessum erfiðu tím-
um.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Halldóra (Dóra), Sigríður
(Sigga), Áslaug, Kristrún,
Agnethe og Nanna.
Sigrún er yngsta systir Systu
mágkonu minnar. Þannig kynnt-
umst við.
Við áttum margar góðar stund-
ir á sokkabandsárum okkar og
mikið var hlegið. Sigrún kunni að
njóta og var alltaf tilbúin að gera
eitthvað skemmtilegt. Hún gaf
mikið af sér og ósérhlífni var stór
eiginleiki í hennar fari. Árin liðu
og við eignuðumst báðar fjöl-
skyldu. Við hittumst í fjölskyldu-
boðum og ég fylgdist með Sig-
rúnu gegnum tíðina.
Svo lágu leiðir okkar saman
fyrir stuttu gegnum veikindi okk-
ar beggja. Sigrún var ein fyrsta
manneskjan til að heimsækja mig
á spítalann. Hún kom eins og
ferskur vindur til að gefa góð ráð
og bjóða sína aðstoð. Því gleymi
ég aldrei.
Nú hefur Sigrún kvatt okkur
og margir sem sakna.
Mínar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Rósa Steinsdóttir.
Það eina í lífinu sem er öruggt
er að vist okkar hér á „hótel jörð“
lýkur í fyllingu tímans. Samt er
það alltaf jafn erfitt að sjá á bak
góðum vini og félaga, jafnvel þó
að aðdragandinn hafi verið öllum
ljós um nokkurt skeið.
Sigrún Snævarr var án efa
skærasta ljósið og drifkrafturinn í
matarklúbbi okkar vinanna sem
hittumst reglulega í tæpa tvo ára-
tugi, eða allt frá því að vinskapur
okkar allra hófst. Þetta voru jafn-
an miklir og einlægir vinafundir
og góðar gleðistundir. Oft var líka
hist utan funda, hvort sem var á
öðrum sameiginlegum gleði-
stundum eða á ferðalögum sam-
an.
Það var því mikið reiðarslag
fyrir alla, vini og ekki síst fjöl-
skyldu Sigrúnar og Jakobs, þegar
hún greindist með alvarlegan
sjúkdóm. Þau hjón tóku þó þess-
um tíðindum af einstakri ró og
miklu æðruleysi. Þau bæði sýndu
af sér mikið þolgæði og tókust á
við þetta eins og hvert annað
verkefni.
Viðhorf þeirra hjóna og þá sér-
staklega baráttuvilji hennar,
raunsæi og jákvæðni í senn hafa
verið öðrum fyrirmynd og hvatn-
ing.
Bjartsýni og jákvætt hugarfar
Sigrúnar hefur verið aðdáunar-
vert og minningin um einstaklega
hugprúða og jákvæða konu lifir
áfram í hjarta okkar. Okkur vin-
um Sigrúnar er efst í huga þakk-
læti fyrir allar þær ánægjulegu
stundir sem við áttum saman.
Við sendum Jakobi, börnum
þeirra, tengdabörnum og barna-
börnum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Pétur Ingimundarson,
Margrét Ingadóttir, Tómas
Rólant Hansson, Steinunn
Sigurbjörnsdóttir og
Jónas Egilsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018
✝ Sigmar KarlÓskarsson
fæddist 1. júlí 1932 í
Rangárvallasýslu.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 5.
október 2018.
Foreldrar hans
voru Anna Guð-
munda Markús-
dóttir, f. 1913, d.
2011, og Óskar
Gunnlaugsson, f.
1908, d. 1992. Systkini Sigmars
sammæðra eru Sigrún, f. 1940,
Margrét, f. 1942, Sveinn Óskar, f.
1944, Guðjóna, f. 1945, Ármann,
f. 1948, Svanhildur, f. 1951, d.
2005, Anna Ólöf, f. 1953, og
Hulda Katrín, f. 1956. Systkini
Sigmars samfeðra eru: Soffía
Erla, f. 1933, d. 2012, Viðar, f.
1940, d. 2004, Ragnar, f. 1942,
Gunnlaugur, f. 1949, og Hjördís,
f. 1952, d. 2004.
Sigmar Karl giftist 7.12. 1957
Ingimundu Guðrúnu Þorvalds-
dóttur, f. 10.9. 1929, foreldrar
hennar voru Solveig Jónína Jóns-
dóttir, f. 1907, d. 1983, og Þor-
valdur Gestsson, f. 1901, d. 1933.
Börn Sigmars og Ingimundu eru:
1) Katrín, f. 1958, gift Erni
Tryggva Gíslasyni, f. 1961, þau
eiga þrjú börn: a) Sigmar Örn, f.
barn. 2) Ágústa Guðlaug, f. 1950,
d. 1951. 3) Jón Sólberg, f. 1953,
maki Steinunn Geirmundsdóttir,
f. 1956, þau eiga þrjú börn. a)
Nói, f. 1977, fyrrverandi maki Jó-
hanna Magnúsdóttir, f. 1978, þau
eiga tvö börn. b) Ásta Rún, f.
1981, maki Kristófer Ómar Em-
ilsson, f. 1973, þau eiga þrjú
börn. c) Finnur, f. 1992, maki
Silja Stefánsdóttir, f. 1993. 4)
Hulda Björk, f. 1956, maki Eirík-
ur Jónsson, f. 1953, þau eiga tvö
börn. a) Emelía Guðrún, f. 1976,
maki Guðlaug Jónsdóttir, f. 1971,
þær eiga alls fjögur börn. b)
Haukur Brynjar, f. 1980.
Sigmar Karl ólst upp í Dísu-
koti í Þykkvabæ. Hann starfaði á
sínum yngri árum hjá varnarlið-
inu í Keflavík uns hann keypti
jörðina Sandhólaferju í Djúp-
árhreppi með eiginkonu sinni.
Árið 1962 flytjast þau á Selfoss.
Eftir að Sigmar fluttist á Selfoss
starfaði hann hjá Hitaveitunni
uns hann lét af störfum eftir far-
sælan 40 ára starfsferil, árið
2002. Árið 2006 flytjast þau hjón-
in í Grænumörk 2, íbúð eldri
borgara á Selfossi. Sigmar Karl
hafði mikið dálæti á hestum, öll
umhirða og umgengni í kringum
hestana var hans aðalsmerki og
metnaðarmál. Í hestamanna-
félaginu Sleipni á Selfossi eign-
aðist Sigmar Karl góða vini og
félaga.
Útför Sigmars Karls fer fram
frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 12.
október 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
1981, maki Þórey
Harpa Þorbergs-
dóttir, f. 1984, þau
eiga alls fjögur
börn. b) Berglind, f.
1987, maki Hrólfur
Sæberg Daníelsson,
f. 1991, þau eiga tvö
börn. c) Gísli, f.
1989, maki Hafdís
Hilmarsdóttir, f.
1991, þau eiga eitt
barn. 2) Sólveig, f.
1961, fyrrverandi maki Kristján
Már Gunnarsson, f. 1959, þau
eiga þrjú börn: a) Andri Már, f.
1987, maki Ragnheiður Vign-
isdóttir, f. 1990, þau eiga eitt
barn. b) Karen, f. 1989, maki Ze-
nel Demiri, f. 1989. c) Aníta, f.
1992, maki Málfríður Bjarnadótt-
ir, f. 1991. 3) Anna Snædís, f.
1962, maki Snorri Þórisson, f.
1959, þau eiga eitt barn. a) Anna
Sólveig, f. 1995, kærasti Örn Óli
Strange, f. 1995. Börn Ingi-
mundu Guðrúnar af fyrra hjóna-
bandi með Nóa Jónssyni, f. 1915,
d. 1956, eru: 1) Þorvaldur, f.
1947, maki Anne Ström, f. 1948,
þau eiga þrjú börn. a) Margrét, f.
1971, hún á eitt barn. b) Arne
Jakob, f. 1974. c) Ragnhild, f.
1980, maki Matthew Terje
Aadne, f. 1990, þau eiga eitt
Elsku faðir okkar Sigmar
Karl er látinn, hann háði tæp-
lega tveggja ára baráttu við
brisbólgu sem hann greindist
með í byrjun árs 2016. Ekki ór-
aði okkur fyrir því að hann yrði
allur haustið 2018.
Það togast gjarnan á tvær
tilfinningar þegar svona er
komið; ákveðinn léttir fyrir
þann sem losnar undan þján-
ingunni og hins vegar söknuð-
urinn eftir kærum ástvini.
Pabbi var 26 ára þegar hann
tók að sér unga ekkju, móður
okkar, með þrjú börn og bætt-
umst við systurnar þrjár síðan
við, það var því oft ansi þröngt í
koti.
Við systkinin skildum ekki
alltaf hvers vegna hann var
stundum fúll í skapi og þreytt-
ur þar sem við vorum í fullu
fjöri og nutum okkar við gleði
og leik. Hestamennskan var
stór þáttur í lífi pabba, ófáir
reiðtúrarnir og ferðirnar á
hestamannamót voru fastir liðir
á hverju ári.
Pabbi átti bara góða hesta og
var öll umgjörðin í kringum
hrossin honum til sóma því
þrifalegri hesta og hesthús var
varla að finna á Selfossi.
Ferðirnar norður á Strandir
á heimaslóðir mömmu voru
farnar á hverju ári, þessir 300
km urðu eins og 700 þar sem
pabbi þurfti að keyra frekar
hægt því holóttari vegi var
varla hægt að keyra og falleg
hross var víða að sjá. Með
breyttum tíðaranda tóku við
sólarlandaferðir, þar voru pabbi
og mamma engin undantekn-
ing. Þau fóru í sína fyrstu sól-
arlandaferð árið 1979, en það
tók tíð og tíma að sannfæra
pabba um gæði og kosti þess að
liggja í sólinni og slaka á.
Eftir það varð ekki aftur
snúið, hann þráði sólina og hit-
ann og fóru þau pabbi og
mamma nánast árlega í ferðir á
eigin vegum og síðar með ferð-
um eldri borgara til Spánar.
Síðasta ferð okkar saman var
þegar þau komu með okkur
fjölskyldunum til Flórída 2017
en sá tími er nú ómetanlegur.
En nú er pabbi farinn í aðra
ferð og við vitum að það verður
tekið vel á móti honum. Guð
blessi minningu þína, elsku
pabbi, og takk fyrir allt.
Megir þú hvíla í friði.
Stundir lífsins lýsa
sem ljós í myrkri nótt
dreggjar dagsins geyma
drauma er líða skjótt
eins og fuglinn frái
þú flýgur burt um haust
kemur vor að vetri
er strýkur vanga laust.
(Sólin)
Þínar dætur,
Katrín, Sólveig
og Anna Snædís.
Nú þegar við kveðjum
tengdaföður minn, Sigmar Karl
Óskarsson, langar mig að minn-
ast hans í nokkrum orðum. Sig-
mari kynntist ég fyrst árið 1989
og þó hann væri svo sem ekki
margmáll fann maður strax
hvaða ágætismann hann hafði
að geyma.
Fyrstu minningarnar eru
þegar við Anna Snædís dvöld-
um hjá þeim hjónum yfir jólin
um nokkurra ára skeið. Þá var
oft gaman að setjast niður yfir
vel völdum dropa og ræða um
menn og málefni, en Sigmar lét
til dæmis aldrei pólitískt dæg-
urþras hafa áhrif á sig og alltaf
var stutt í glettni. Á þessum
tíma var Sigmar á kafi í hesta-
mennsku en aldrei tókst mér að
að fá hann til að segja hvað
marga hesta hann ætti eða hve
góðir þeir væru.
Þegar stór fjölskylda kom
saman gekk oftar en ekki ým-
islegt á og óhætt er að segja að
skarkali og læti voru Sigmari
ekki mikið að skapi. Engu að
síður var augljóst hvað honum
þótti vænt um nærveru afa-
barna sinna og seinna meir
langafabarna. Og hann fylgdist
alltaf með þeim, hvað þau voru
að gera og hvernig þeim gekk.
Sigmar var ekki mikið að skipta
sér af annarra málum en þegar
eftir því var leitað gat hann
verið bæði bóngóður og ráða-
góður.
Þrátt fyrir að þau hjónin
færu oft til útlanda í sumarfrí
höfðu þau aldrei farið vestur
um haf, og fundum við að þang-
að langaði Sigmar að fara. Því
ákváðum við að fara saman og
dvelja í Flórída um jól og ára-
mót 2013 til 2014. Ekki óraði
mig fyrir því að við ættum eftir
að fara aftur nokkrum árum
síðar og lagði því til við Sigmar
að við gerðum vel við okkur og
leigðum bæði stórt hús og bíl.
Hann var aldeilis til í það og
mikið var hlegið þegar hann
gekk um húsið og taldi sjón-
varpsskjái. Ekki lét hann þar
við sitja heldur mældi líka alla
skjáina með málbandi og skráði
niður. Þá daga sem við Anna
Snædís og Anna Sólveig fórum
á golfvöllinn undi Sigmar sér
best með Ingimundu við sund-
laugina enda mikill sóldýrkandi.
Einn daginn þegar við komum
til baka í húsið var hann búinn
að mæla og reikna út flatarmál
sólpallsins og laugarinnar og
tilkynnti það formlega að að-
staðan væri alls 310 fermetrar.
Ég held að fæst okkar hafi
gert sér grein fyrir á síðustu
árum hvað Sigmar var í raun
orðinn lasburða en samt vildi
hann gjarnan endurtaka Flór-
ídaferðina. Um síðustu jól og
áramót fórum við því aftur, og
þá í talsvert stærri hóp. Það
var greinilegt að í þetta skiptið
tók ferðalagið dálítið á Sigmar
en engu að síður naut hann sín
ágætlega stóran hluta dvalar-
innar.
Þetta ár var Sigmari erfitt
heilsufarslega og því fór sem
fór. Ég þakka Sigmari Karli
Óskarssyni fyrir góða viðkynn-
ingu og votta Ingimundu og
börnum þeirra Sigmars, afa-
börnum og langafabörnum sam-
úð mína.
Snorri Þórisson.
Elsku bróðir. Mig tekur sárt
að þurfa að kveðja þig. Þú varst
stóri bróðir minn og verndari ef
eitthvað bjátaði á. Þú varst
snemma farinn að vinna í
Keflavík og komst heim um
helgar og á hátíðum, ég var svo
stolt af því að eiga þig fyrir
bróður.
Einu sinni um jólaleytið var
mikið frost, allir krakkar úti á
skautum eða að renna sér, þeg-
ar birtist vofa í hvítu laki,
krakkarnir flúðu en mig grun-
aði sem var að þarna væri Sig-
mar bróðir minn kominn.
Tíminn leið og í einni af
heimsóknum þínum heim
kynntir þú þá fallegustu konu
sem ég hafði séð, hana Ingi-
mundu, og sagðir okkur að
þetta væri konan þín, mér lík-
aði þetta mjög vel og þið hófuð
búskap á Sandhólaferju. Munda
var ekkja með þrjú ung börn,
ég fékk að dvelja hjá þeim
hluta úr sumri sem hjálp þar
sem
Munda gekk með ykkar
fyrsta barn, Katrínu. Þetta var
dásamlegur tími og mikil upp-
lifun fyrir mig, þú varst okkur
svo góður, komst fram við ung-
lingana sem jafningja.
Takk fyrir allt, elsku bróðir,
þín er sárt saknað, ég votta
Mundu og fjölskyldu þinni inni-
lega samúð. Hvíldu í friði.
Þín systir,
Guðrún (Gauja).
Sigmar þýðir „sá sem er
frægur fyrir sigra sína“. Sig-
mar afi minn hefur eflaust stát-
að af mörgum sigrum um æv-
ina, stórum sem smáum, þótt
hann hafi nú ekki hlotið frægð
fyrir. En nú hefur hann háð
sína seinustu baráttu, án sig-
urs.
Fyrstu þrjá mánuði ævi
minnar bjó ég á Grænó hjá
ömmu og þér og tókstu strax
ástfóstri við mig.
Þegar búið var að skíra mig
gafstu mér gælunafnið Milla
sem þú kallaðir mig fram eftir
aldri; það sýnir fallega teng-
ingu. Við vorum miklir félagar
þegar ég var lítil enda léstu allt
eftir mér; að slökkva og kveikja
ljósið á Grænó að óþörfu var
harðbannað, en ég fékk að
sjálfsögðu að dunda mér við
það; ég hafði gaman af því að
ærslast og þurfti ekki að beita
miklum fortölum til að fá þig til
að fara að slást við mig uppi í
rúmi, jafnvel á miðjum degi,
það var nóg fyrir mig að segja
„afi slást“ og þá stökkstu til.
Þær voru ófáar ferðirnar
sem þú sóttir mig í bæinn til að
gista hjá ykkur ömmu; mín beið
ávallt nammipoki og dunduðum
við okkur oft tvö við að gefa
hestunum og kindunum þínum,
þú gafst mér meira að segja
eina kind til eignar sem gaf
mér nokkur lömb og þar með
sparifé.
Þú varst ekki allra en þú
varst hlýr við mig og virtist
alltaf ánægður að heyra í mér
þegar ég hringdi eða kom í
heimsókn. Ég fann alltaf að þú
barst hag minn fyrir brjósti,
þau heilræði sem þú gafst mér
báru því vitni; það er ómetanleg
tilfinning hvenær sem er á lífs-
leiðinni að vita og finna að mað-
ur sé elskaður skilyrðislaust.
Ég veit ekki hvað verður en
ég tek heilshugar undir sein-
ustu orðin þín til mín: „Takk
fyrir allt saman.“
Emelía Guðrún
Eiríksdóttir.
Sigmar Karl
Óskarsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI SIGHVATSSON
frá Ási,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Vestmannaeyjum, 9. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 20. október
klukkan 13.
Sigurlaug Bjarnadóttir Páll Sveinsson
Guðmunda Á. Bjarnadóttir Viðar Elíasson
Sighvatur Bjarnason Ragnhildur S. Gottskálksdóttir
Ingibjörg R. Bjarnadóttir Halldór Arnarson
Hinrik Örn Bjarnason Anna Jónína Sævarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn