Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Veður víða um heim 11.10., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Akureyri 8 alskýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 11 skýjað Helsinki 11 alskýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 15 skúrir London 18 skúrir París 24 léttskýjað Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 20 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 20 heiðskírt Moskva 9 heiðskírt Algarve 21 skýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað Róm 20 rigning Aþena 20 léttskýjað Winnipeg -1 alskýjað Montreal 7 rigning New York 23 skúrir Chicago 7 skýjað Orlando 29 skýjað  12. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:10 18:20 ÍSAFJÖRÐUR 8:20 18:19 SIGLUFJÖRÐUR 8:03 18:02 DJÚPIVOGUR 7:41 17:48 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Norðvestan og vestan 5-10 m/s á norðanverðu landinu með rigningu á köflum, en slyddu til fjalla. Suðvestlægari sunnantil, skýjað og víða þurrt. Hiti 1 til 7 stig, mildast suðaustantil. Suðlæg átt, 5-13 m/s, skýjað og úrkomulítið, en snýst í norðaustan 8-15 m/s undir kvöld, hvass- ast með suðausturströndinni. Rigning austanlands, en yfirleitt þurrt annars. Hiti 2 til 8 stig. Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti í vikunni afgreiðslu skipulagsráðs bæjarins á tillögu til auglýsingar að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Gert er ráð fyrir um 270 metra langri brú yfir voginn frá norður- enda Bakkabrautar á Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkur- flugvallar vestan Nauthólsvíkur. Markmið tillögunnar er að bæta samgöngutengingar milli Reykja- víkur og Kópavogs og styðja við vist- væna samgöngukosti, segir í fundar- gerð bæjarstjórnar Kópavogs. Brúin verður fyrir umferð gang- andi, hjólandi og almennings- samgöngur. Tillagan er unnin af ráðgjafarfyr- irtækinu Alta fyrir hönd Kópavogs- bæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Sameig- inleg skipulags- og matslýsing var auglýst í fyrravetur. Í umsögn sinni nefndi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að æskilegt væri að burður brúarinnar gerði ráð fyrir akstri neyðarbíla og var ákvæði þess efnis bætt í greinargerð. Einn- ig má nefna að í umsögn fagnaði Há- skólinn í Reykjavík verkefninu og benti á nauðsyn þess að gera þyrfti ráð fyrir almenningssamgöngum fyrir flugbrautarendann og eftir Nauthólsvegi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að sá möguleiki sé fær. aij@mbl.is Auglýsa um 270 metra Fossvogsbrú  Frá Bakkabraut á Kársnesi að flug- brautarenda vestan Nauthólsvíkur Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gengi krónu heldur áfram að gefa eftir og kostar evran nú 134 krónur. Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur hjá Landsbankanum, segir vöru- og þjónustujöfnuð enn jákvæð- an þótt hann hafi dregist töluvert saman. Sé eingöngu horft á þá stærð ætti krónan að vera að styrkjast. Ekkert sérstakt bakslag hafi orðið í gjaldeyrisöfluninni sem skýra ætti veikingu krónunnar. Markaðurinn sé hins vegar grunnur og því þurfi lítið til að hreyfa við honum. „Það er mjög lítil velta á gjaldeyrismarkaðnum. Því þarf litlar upphæðir til að hreyfa verðið í hvora áttina sem er. Það er hugsanlegt að aðilar sem fá reglubundið gjaldeyri frá útlöndum, eins og útflytjendur, séu að bíða lengur á hliðarlínunni en áður með von um að skipta gjaldeyri yfir á hagstæðara gengi. Vegna þessara áhrifa kann krónan að vera að veikjast meira en ella,“ segir Gústaf. Erfitt sé að ráða í væntingar markaðarins. Með líku lagi sé erfitt að spá um gengisþróunina á næstu vikum en ekki sé ólíklegt að sveifl- urnar verði áfram töluverðar. Ólafur Torfason, stjórnarformað- ur Íslandshótela, segir íslenska ferðaþjónustu hafa skaðast af styrk- ingu krónunnar. Sú þróun hafi bitn- að á Íslandshótelum. Því sé ánægju- efni fyrir íslenska ferðaþjónustu að krónan sé að gefa eftir. Hefur markverð áhrif á rekstur „Við höfum tekjur í evrum og þessi þróun þýðir að við fáum fleiri krónur fyrir okkar evrur. Styrking krónunnar kemur sér ekki vel fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta er ein- falt reikningsdæmi og nú kemur þetta eitthvað til baka,“ segir Ólafur. Hann segir aðspurður það hafa markverð áhrif á afkomu hótela að 134 krónur fáist nú fyrir evruna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir styrkingu krónunnar og hátt verðlag hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sé orðið umtalað hversu dýrt Ísland sé orðið. Með því að krónan hafi nú gefið eftir sé Ísland orðið ódýrara fyrir ferðamenn. Það muni taka nokkra mánuði fyrir eftirspurnina að aðlag- ast því að krónan hafi verið að gefa eftir. Raunhæft sé að horfa til vors- ins í því efni. Þessi þróun verði von- andi til þess að fjölga ferðamönnum frá Þýskalandi og öðrum rótgrónum mörkuðum í Mið-Evrópu. Samkvæmt áætlun Ferðamála- stofu komu 2,22 milljónir ferða- manna til landsins í fyrra. Skarphéð- inn Berg segir áætlað að fyrir næstu mánaðamót hafi tvær milljónir ferðamanna komið í ár, miðað við góða eftirspurn í október. Útlit sé fyrir 2,3 milljónir ferðamanna í ár. Metfjöldi á Keflavíkurflugvelli Samkvæmt nýbirtum tölum Isavia fóru um 983 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í september, sem er met og 13% fleiri en í fyrra. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir aðspurð- ur það geta komið sér vel fyrir ís- lensku flugfélögin að krónan veikist. „Félögin hafa tekjur í erlendri mynt. Launakostnaður er hins vegar að mestu í krónum. Veiking krónu ætti því að styðja félögin. Veikari króna ætti einnig að styðja við sam- keppnishæfni ferðaþjónustunnar.“ Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að í haust hafi fleiri vilj- að selja krónur en kaupa krónur. „Flestar hagstærðir í ár hafa gefið til kynna að viðskiptaafgangur sé að minnka meðan lítið lát hefur verið á fjárfestingum lífeyrissjóða erlendis. Það kom mér því töluvert á óvart hvað krónan hélst sterk næstum allt þetta ár. Að veikingin gerist núna skýrist líklega af sviptingum í kring- um ferðaþjónustuna í framhaldi af hækkun olíuverðs og umræðu um erfiðan rekstur flugfélaganna. Þar við bætist síðan ótti við að framund- an séu kostnaðarhækkanir og verð- bólga. Því miður hækkar verð inn- fluttra vara með veikari krónu og því er hætt við að verðbólga aukist og kaupmáttur minnki ef krónan styrk- ist ekki aftur. Á hinn bóginn bætir veikari króna samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja.“ Veiking krónu góð fyrir hótelin  Bætir afkomu hótela  Evran komin í 134 krónur  Hagfræðingur spáir frekari gengissveiflum Farþegafjöldi og spá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll 2018 Heildarfarþegafjöldi fyrstu 9 mánuði árs 2017 og 2018 Rauntölur fyrir janúar-sept. 2017 6.823.390 Spá Isavia frá nóvember sl. fyrir janúar-september 2018 Spá Isavia frá maí sl. fyrir janúar-september 2018 8.077.639 7.759.050 Rauntölur fyrir janúar-sept. 2018 7.721.466 Heimild: Isavia 1.250 1.000 750 500 250 0 .000 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Farþegafjöldi (rauntölur): Skipti Komur Brottfarir Spá frá nóv. sl. Heildarfarþegafjöldi 2018 10,38 milljónir 10,07 milljónir Spá Isavia frá nóvember 2017 Uppfærð áætlun um farþegafjölda* *Miðað við farþegafjölda í jan.-sept. og spá Isavia frá maí sl. fyrir okt.-des. 2018 Gengi evru og bandaríkjadals Frá ágústbyrjun 2018 Heimild: Seðlabanki Íslands 1. ágúst 2018 1 € = 123,4 kr. 1 $ = 105,6 kr. Evra (€) Bandaríkja- dalur ($) 11. október 2018 1 € = 134,4 kr. 1 $ = 116,15 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.