Morgunblaðið - 15.10.2018, Page 14
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eftir því hefur verið tekið hve vel
Íslendingum gengur að sækja fé í
sameiginlega rannsóknar- og þróun-
arsjóði Evrópusambandsins. Þetta
segir Andrés Vallés Zariova hjá
spænsku ráðgjafarstofunni Inspir-
alia. Frá árinu 2016 hafa Inspiralia
og íslenska ráðgjafarfyrirtækið
Evris átt í samstarfi við að aðstoða
fjölda íslenskra fyrirtækja við að
sækja um úthlutun úr sjóðum sem
heyra undir Horizon 2020-áætlun
ESB.
„Sem dæmi um sérstöðu Íslands
þá hefur Grikkland ekki fengið nein-
ar úthlutanir úr öðrum fasa styrkja-
kerfis ESB það sem af er þessu ári
en Ísland fengið styrk fyrir þrjú
verkefni á árinu og samtals sex út-
hlutanir frá upphafi. Ísland skákar
líka Póllandi sem hefur fengið tvær
úthlutanir úr öðrum fasa á árinu en
er samt hundrað sinnum fjölmenn-
ari þjóð,“ útskýrir Andrés.
Að mati Andrésar á þetta sér
ýmsar skýringar. „Fyrir það fyrsta
verður að nefna að á Íslandi má
finna fjölda öflugra fyrirtækja sem
stunda áhugaverða nýsköpun, s.s. á
sviði sjávarútvegs, orkunýtingar,
lyfjaframleiðslu og upplýsinga-
tækni. En íslenskt atvinnulíf hefur
líka verið duglegt að nýta þjónustu
sérfræðinga við að sækja um styrki
og er því oftar að senda inn verkefni
sem eiga alvöru erindi við styrkja-
áætlun ESB og skila inn öflugum
umsóknum.“
Horizon 2020-áætlunin hefur það
að markmiði að efla nýsköpun og
rannsóknir í Evrópu og bæta sam-
keppnishæfni álfunnar gagnvart
Bandaríkjunum og Asíu. Verkefnið
hófst árið 2014, lýkur árið 2020 og
hefur úr 80 milljörðum evra að spila.
„Styrkirnir dreifast á nokkra undir-
flokka og er t.d. hluti af fjármagninu
frátekinn fyrir vísindarannsóknir,
annar hluti fyrir iðnað og svo er bú-
ið að eyrnamerkja um það bil 2,7
milljarða evra smáum og meðalstór-
um fyrirtækjum,“ útskýrir Andrés
og bætir við að Evrópusambandið
hafi boðað áframhaldandi stuðning
við nýsköpun fyrirtækja eftir 2020.
Gera tillögur sambandsins ráð fyrir
allt að 43% aukningu í þessum
styrkjaflokkum.
Umsóknarferlið fyrir smá og
meðalstór fyrirtæki er í tveimur
umferðum þar sem hægt er að
hreppa 50.000 evra styrk í fyrsta
fasa til að standa straum af áreið-
anleikakönnun, og í framhaldinu
hljóta allt að 2,5 milljóna evra styrk
í öðrum fasa.
Svar á sex vikum
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
framkvæmdastjóri Evris, segir að
það komi mörgum á óvart hversu
skilvirkt umsóknarferlið er en yf-
irleitt taki ekki nema hálfan annan
mánuð að fá svar vegna umsóknar í
báðum fösum. Alla jafna fái um 10%
umsókna styrk í fyrsta fasa en inn-
an við 5% komast í gegnum síunina í
öðrum fasa: „Í tilviki íslenskra um-
sókna sem hafa farið í gegnum okk-
ur hefur árangurinn aftur á móti
verið í kringum 60-70% í fyrsta fasa
og rúmlega 30% í öðrum fasa, og
ástæðan að hluta sú að við hjálpum
fyrirtækjum ekki að senda inn um-
sóknir nema við teljum líklegt að
verkefnið falli að kröfum og mark-
miðum Horizon 2020.“
Að sögn Önnu Margrétar olli
samstarfið við Inspiralia straum-
hvörfum og mátti mjög fljótlega
greina betri árangur umsókna frá
Íslandi. Síðan þá hefur Evris átt
þátt í að afla íslenskum fyrirtækjum
samtals nærri tveggja milljarða
króna úr styrkjakerfi ESB.
Viðskiptamódel Inspiralia byggist
á því að fyrirtæki leggja fram 10.000
evrur fyrir umsókn í fyrsta fasa. „Ef
verkefnið fær styrk er sú upphæð
endurgreidd og styrkurinn notaður
til að gera áreiðanleikakönnun og
sækja um styrk úr fasa tvö. Hljóti
seinni umsóknin brautargengi fær
Inspiralia 6% árangursþóknun en í
gegnum allt ferlið fylgja þrír sér-
fræðingar hverri umsókn eftir, og í
þau tvö ár eftir styrkveitingu sem
þróunarverkefni fyrirtækjanna
standa alla jafna sér Inspiralia um
verkefnastjórnun og að ganga frá
öllum formlegum og lagatæknileg-
um atriðum,“ segir Anna Margrét
og bætir við að mörg íslensk sprota-
fyrirtæki eigi erindi við evrópska
styrkjakerfið en hafi reynst erfitt að
komast yfir fyrsta hjallann. „Ég hef
hvatt fjárfesta og fjárfestingarsjóði
til að leggja þeim fyrirtækjum lið
með framlagi sem dugar til að hefja
umsóknarferlið. Bara það eitt að
komast í gegnum fyrsta fasa er dýr-
mætur gæðastimpill og eðlilega
mikill fengur í að komast yfir í ann-
an fasa.“
En hvað þarf til að komast í gegn-
um síuna? „Grunnforsenda er að
varan sem um ræðir hafi burði til að
styrkja samkeppnishæfni álfunnar.
Hún þarf að vera einstök og hafa
greinlega sérstöðu á markaði, auk
þess sem fyrirtækið þarf að búa að
öflugu teymi. Síðast en ekki síst
þarf viðskiptaáætlunin að vera góð,
byggjast á vönduðum forsendum og
góðar horfur á því að fólk og fyrir-
tæki hafi áhuga á að kaupa það sem
á að framleiða.“
Hafa fengið nærri tvo milljarða
Morgunblaðið/Eggert
Hvati Meðal þeirra sem fengið hafa nýsköpunarstyrk frá ESB er Skaginn 3X sem fékk úthlutað rúmlega tveimur
milljónum evra fyrr á árinu. Styrkurinn verður notaður til að þróa nýja kynslóð flokkunartækja fyrir skip.
Það sem af er árinu hafa þrjú verkefni frá Íslandi hlotið stór framlög úr Horizon 2020-áætlun ESB
Ísland með fleiri úthlutanir úr öðrum fasa áætlunarinnar á þessu ári en t.d. Grikkland og Pólland
Anna Margrét
Guðjónsdóttir
Andrés Vallés
Zariova
Innspýting
» Samanlagt hafa íslensk
verkefni fengið nærri tvo millj-
arða á þremur árum.
» Samstarf við sérhæft ráð-
gjafarfyrirtæki á Spáni virðist
hafa haft veruleg áhrif.
» Árangur íslenskra styrk-
umsókna langt yfir meðaltali.
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Eignarhaldsfélagið Travelco hefur
keypt allar ferðaskrifstofur Primera
Travel Group og tekið yfir skuldir
við Arion banka. Kemur þetta fram í
tilkynningu sem send var fjölmiðlum
á laugardag. Travelco er nýstofnað
félag og er stærsti hluthafi þess
Andri Már Ingólfsson, eigandi flug-
félagsins Primera Air sem varð
gjaldþrota í byrjun mánaðarins.
Segir í tilkynningu að rekstur
ferðskrifstofanna verði færður undir
Travelco Nordic A/S í Danmörku og
rekstri þeirra
haldið óbreyttum.
Segir þar jafn-
framt að félagið
muni standa við
allar skuldbind-
ingar sínar gagn-
vart starfsfólki og
birgjum.
Þá var greint
frá því á sunnu-
dag að Arion
banki hefði fengið allsherjarveð í
eignum Primera Travel Group; þar
með talið húseign Heimsferða, vöru-
merkjum Heimsferða og Terra Nova
auk léna ferðaskrifstofanna. Ferða-
vefurinn Túristi sagði fyrstur frá
þessu. ai@mbl.is
Ferðaskrifstofur
Primera til Travelco
Morgunblaðið/ÞÖK
Skellur Flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota í byrjun október.
Andri Már
Ingólfsson
Arion banki með
allsherjarveð í eignum
Primera Travel Group