Morgunblaðið - 15.10.2018, Side 18

Morgunblaðið - 15.10.2018, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 ✝ Ingibjörg Æv-arsdóttir fædd- ist á Akureyri 27. október 1972. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 1. októ- ber 2018. Foreldrar henn- ar eru Ævar Krist- insson, f. 22.12. 1948, og Heiðbjört Hallgrímsdóttir, f. 2.9. 1950. Bróðir hennar er Hallgrímur Ævarsson, f. 7.10. maki er Grímur Rúnar Lár- usson, f. 13.1. 1992, þeirra börn eru Ingibjörg Rún, f. 16.10. 2012, Eysteinn Orri, f. 29.9. 2016, Óliver Aron, f. 25.12. 2017, c) Telma Rós Ingibjarg- ardóttir, f. 16.10. 1999, hennar maki er Hafþór Andri Sigrún- arson, f. 9.7. 1997, d) Hall- grímur Ævar Kristjánsson, f. 28.8. 2007. Þegar Ingibjörg var fimm ára fluttist hún í Miklagarð í Eyjafjarðarsveit ásamt mömmu sinni og pabba og bróður sínum. Ingibjörg flutti að heiman 18 ára en flutti síðan aftur í sveit- ina 2012 með tvö yngri börnin og bjó þar fram á síðasta dag. Ingibjörg verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 15. október 2018, klukkan 10.30. 1967, maki Hrönn A. Björnsdóttir, f. 11.3. 1971, barn Ævar Björn Hall- grímsson, f. 28.9. 2001. Börn Ingi- bjargar eru a) Ólaf- ur Haukur Arn- arson, f. 5.9. 1991, maki Sunna Valdi- marsdóttir, f. 6.11. 1995, þeirra sonur er Mikael Örn, f. 12.5. 2016, b) Heiðbjört Arn- ardóttir, f. 4.9. 1993, hennar Elsku hjartans mamma mín. Lífið er svo ósanngjarnt og grimmt. Trúi ekki ennþá að þetta sé raunverulegt. Þú varst og ert langbesta mamma í öllum heiminum, orð lýsa því ekki hversu fullkomin þú varst, þú hugsaðir alltaf fyrst um alla aðra áður en þú hugsaðir um þig sjálfa. Þú vildir alltaf allt fyrir alla gera, sama hvað það var. Gæti skrifað endalaust fallegt um þig, elsku mamma. Ég gat alltaf leitað til þín, elsku mamma, og þú fannst alltaf lausn á öllu, sama hvað það var. Til hvers leita ég núna? Þú varst allt sem ég átti. Þú varst mér bæði faðirinn sem ég fékk aldrei að eiga og mamman sem ég var heppnust í heimi með. Þú varst kletturinn minn og fyrirmyndin mín í öllu. Veit ekki hvað ég geri núna án þín, þú varst mér allt og það dýr- mætasta sem ég átti. Þetta mun vera mjög, mjög erfitt án þín, elsku mamma. En ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér og passa mig svo vel. Ég er og var alltaf svo stolt af þér, þú varst svo góð og með stærsta og fal- legasta hjarta í heimi og það að þú hafir orðið líffæragjafi lýsir því 100% hversu góð þú varst. Þú gafst einhverjum úti í heimi stærstu og dýrmætustu gjöf í heimi, þú gafst þeim líf. Þú bjargaðir nokkrum mannslífum, elsku mamma. Hvíldu í friði, ástin mín, þú ert svo gullfallegur engill, elsku mamma mín. Elska þig og sakna þín á hverjum degi, elsku mamma. Nú passið þið stóri bróðir hvort upp á annað. Mundu bara eitt. Elska ykkur og sakna svo mikið. Telma Rós Ingibjargardóttir. Elsku hjartans mamma mín. Lífið getur verið svo óréttlátt og grimmt. Elsku mamma mín, þú varst bara 45 ára og áttir allt lífið framundan þegar þú varst rifin í burtu frá okkur. Elsku mamma, það sem ég mun sakna þín. Þú varst alltaf svo góð og falleg, vildir allt fyr- ir alla gera, allir sem hittu þig töluðu um hvað þú varst ynd- isleg og hlý. Þú stóðst þig svo vel í öllu sem þú gerðir og ég er svo stolt af þér. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og þú varst eða ert – veit ekki einu sinni hvað maður segir – núna fyrirmyndin mín í öllu og ég vona að ég verði jafn góð mamma og þú varst. Ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram án þín! Ég er alltaf að bíða eftir því að ég vakni úr þessari martröð sem mér finnst ég vera föst í núna. Lífið verður aldrei aftur eins án þín. Svona stórt skarð er ekki hægt að fylla upp í. Síðustu dagar eru búnir að einkennast af sorg, reiði og dofa, og ég veit ekki hvernig ég held áfram. Mig langar svo að taka upp sím- ann og hringja í þig og segja þér hvað er í gangi því þú vissir alltaf hvað átti að segja eða gera. Þú varst með stærsta og fallegasta hjarta í heimi, elsku besta mamma mín. Þú varst líffæragjafi og gafst einhverjum úti í heimi sem þú þekktir ekki stærstu gjöf í heimi, þú gafst þeim líf. Þú varst svo góð amma og litlu ömmubörnin þín elskuðu þig og dýrkuðu svo mikið. Þú varst þeim svo mikið. Það var svo erfitt að þurfa að segja litlu nöfnu þinni að amma væri dáin og kæmi ekki aftur. Því hún elskaði og dáði þig svo mikið, eins og Eysteinn og Óliver gerðu líka. Ég elska þig svo óendanlega mikið, elsku fallega mamma mín, og veit þú munt alltaf vera hjá mér og passa upp á mig, fal- legi engillinn minn. Ég fékk 25 ár með þér og nú er komið að litla bróður að fá að hafa þig hjá sér og ég veit að þið passið hvort upp á annað. Elsku hjartans mamma mín, mundu bara að ég elska þig alltaf og mun aldrei hætta því. Söknuðurinn er svo mikill og sár. Þín dóttir, Heiðbjört. Elsku besta mamma mín, ég elska þig svo mikið og ég sakna þín mjög mikið. Ég vildi að þú værir hjá okkur. Þú fórst alltof snemma frá okkur. Ég leitaði alltaf til þín og ég var mjög mikill mömmustrákur. Ég vildi að ég gæti talað við þig og þú við mig til baka. Og ég fengi að heyra röddina þína, fallega mamma mín. Það var svo gam- an í útlöndum með þér og í tí- volígarðinum. Ég elska þig og sakna þín, elsku besta móðir í heiminum. Kveðja frá litla stráknum þínum. Hallgrímur Ævar. Elsku yndislega dóttir okkar, engin orð fá lýst hve heitt við elskum þig, engillinn okkar. Þú ert svo hlý og góð og svo um- hyggjusöm, yndið okkar. Þú verður í huga okkar og hjarta, elsku vinan, við söknum þín svo sárt, svo óendanlega sárt, elsku hjartans stelpan okkar. Við gleymum aldrei þeim stundum þegar þú komst yfir á morgn- ana í spjall eða við til þín, það var svo yndislegt og mikil for- réttindi að hafa þig alltaf svo nálægt okkur, bara smá gangur á milli húsanna, þú undir þér hvergi betur en hérna í sveit- inni innan um dýrin og svo má ekki gleyma hundunum þínum, þeim Seppa og Frosta, sem sakna þín svo sárt, elsku stelp- an okkar sem hugsaðir alltaf fyrst um aðra, líka núna þegar þú ert farin frá okkur gafstu fólki úti í heimi nýtt líf með því að gerast líffæragjafi. Við munum öll halda þétt ut- an um litla strákinn þinn, hann Halla Ævar, sem er búinn að missa þig sem hann elskaði meira en allt annað og var svo mikið háður þér. Elsku hjartans, dásamlegi engillinn okkar, við vitum að þú vakir yfir okkur og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Ljósið þitt slokknar aldrei. Þín elskandi mamma og pabbi, Heiðbjört Hallgrímsdóttir og Ævar Kristinsson. Við ótal kertum kveikjum á með kærleika í hjörtum. Því í einni svipan slökkt var á lífsljósunum björtu. (Anna Kristín Árnadóttir) Það er svo ótrúlegt að komið sé að kveðjustund. Ingibjörg litla systir mín, eða Inga eins og hún var kölluð, dó langt fyrir aldur fram. Ég minnist hennar með hlýhug og rifja upp nokkr- ar skemmtilegar minningar á uppvaxtarárum okkar í sveit- inni. Inga var hláturmildur prakkari og alltaf til í allskonar uppátæki sem mér eða okkur Kidda frænda okkar datt í hug. Það voru ófá skiptin sem við klifruðum upp á þakið á fjósinu og stukkum í snjóskafla eða notuðum ýmis farartæki til að þeysa um í snjónum. Á sumrin voru það útilegurnar og sveita- störfin með tilheyrandi stríðni og hlátrasköllum. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Á seinni árum, þegar við vorum bæði komin með fjölskyldur, tóku við útilegur, hittingar og veislur af minnsta tilefni. Það var líka alltaf nóg að gera í sveitinni hjá foreldrum okkar og minnti oft á samkomustað á vorin í sauðburði og á haustin í göngum. Svo voru það fastir lið- ir eins og venjulega t.d. þegar leið að jólum, en þá hittust ætt- ingjar og skáru út laufabrauð og steiktu. Lífið var samt ekki alltaf Ingibjörg Ævarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma, ég sakna þín svo mikið. Vildi að við hefðum fengið meiri tíma saman. Þinn sonur, Ólafur Haukur Arnarson. ✝ Kristján Ket-ilsson fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1961. Hann lést í faðmi fjöl- skyldunnar á heim- ili sínu, sambýlinu Hlein í Mosfellsbæ, 3. október 2018. Foreldrar Krist- jáns voru Ketill Arnar Hannesson, f. 4.12. 1937, d. 3.7. 2014, og Auður Ásta Sigríður Jónasdóttir, f. 21.3.1939, bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Systkini Kristjáns eru: 1) Bára Agnes, f. 21.2. 1968, eiginmaður er Örn Gunnarsson, f. 1961. Son- ur þeirra Hilmir, f. 2005. Sonur Báru er Arnar, f. 1989, sambýlis- kona er Sigrún Alda Sigfúsdótt- ir, f. 1988. Barn þeirra er Re- bekka Eik, f. 2018. Sonur Arnar er Gunnar Máni, f. 1992, 2) Ír- unn, f. 2.8. 1969, eiginmaður er Tómas Sigurðsson, f. 1966. Börn Írunnar eru Tinna Líf, f. 1987, sambýlismaður er Knut Erik, f. 1978. Barn þeirra er Emma Sól- ey, f. 2013. Ástþór Arnar, f. 1993. Dætur Tómasar eru Guð- rún Sólborg, f. 1992, og Katrín sér fyrir bíl. Hann var háseti á Gunnari Jónssyni VE 555 og reri frá Vestmannaeyjum árin 1978 og 1979. Páskadagur 1979 var örlagadagur í lífi Kristjáns. Þá slasaðist hann alvarlega í bílslysi og lá meðvitundarlaus á gjör- gæsludeild í nokkra mánuði. Er hann komst til meðvitundar varð ljóst að hann var alveg lamaður sökum alvarlegs heilaskaða og gat ekki tjáð sig nema með tak- mörkuðum augnhreyfingum. Kristján var í endurhæfingu á Grensásdeild Borgarspítalans um langt skeið og rúman áratug á hjúkrunar- og endurhæf- ingardeild Heilsuverndar- stöðvarinnar í Reykjavík. Árið 1989 tók Kristján þátt í lands- söfnun Lions-hreyfingarinnar á Íslandi með sögu sinni fyrir sölu á rauðu fjöðrinni sem í það skiptið var til styrktar uppbygg- ingu á sambýli fjölfatlaðra við Reykjalund og var fyrsta skóflu- stungan að heimilinu tekin síðar sama ár. Árið 1994 fékk Kristján loksins sitt framtíðarheimili á sambýlinu sem fékk nafnið Hlein. Þar bjó Kristján í 24 ár við mjög góða umönnun til ævi- loka. Útför Kristjáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Agla, f. 1998, 3) Steinunn, f. 23.10. 1972, sambýlis- maður er Snorri Arnar Þórisson, f. 1970. Dóttir Stein- unnar er Ásdís María, f. 1993, sam- býlismaður er Stef- án Bragi Andr- ésson, f. 1988. Barn þeirra er Adrían Leó, f. 2015. Dóttir Snorra er Katrín Tinna, f. 2006, 4) Guðmundur Hannes, f. 6.11. 1974, d. 15.5. 1994, 5) Jónas, f. 10.6. 1981, eiginkona er Sigríður Magnea Óskarsdóttir, f. 1981. Börn þeirra eru Atli Bergmar, f. 2010, Árni Heiðmar, f. 2013, og Kári Sæmar, f. 2016. Kristján flutti eins árs með foreldrum sínum til Edinborgar í Skotlandi og bjó þar í fjögur ár uns faðir hans lauk þar há- skólanámi árið 1966. Fjöl- skyldan flutti aftur til Reykja- víkur og lauk Kristján gagnfræðaprófi frá Breiðholts- skóla árið 1977. Hann hóf nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti en tók sér fljótt hlé frá námi og fór til sjós til að safna Ég kem í heiminn tveimur árum eftir að þú slasast, kæri bróðir, þá sjötta barn foreldra. Á þessum tíma var fjölskyldan að reisa sér einbýli í Seljahverfinu sem við fluttum inn í á mínu öðru ári. Það tók á foreldra mína að sjá frum- burð sinn lenda í slíkri glötun. Við blasti úrræðaleysi heilbrigðiskerf- isins til að fóstra slíka einstaklinga sem jók á byrðar foreldra okkar að bera. Lífsvilji þinn var ætíð sterkur í minningunni en ég kynntist þér því miður einvörðungu í gegnum þjáningar fjölskyldunnar á mínum uppvaxtarárum. Sem ungur drengur fór ég með í heimsóknir til þín. Spilaði við þig olsen-olsen á Heilsuverndarstöðinni og áttaði mig á að þótt þú gætir hvorki talað né hreyft mikið annað en augun varstu nú samt betri en ég, stríðinn og glettinn. Ég man vel eftir Lions- söfnuninni og jafnframt því áfalli sem foreldrar mínir urðu fyrir þeg- ar í ljós kom að þú áttir ekki að fá pláss í húsinu þrátt fyrir að harm- saga þín hefði náð að snerta hjörtu landsmanna. Fyrir baráttu margra var þeirri ákvörðun hnekkt og þú fékkst inni á heimilinu sem þú lagð- ir þína ævisögu að veði fyrir ásamt fleirum í sömu aðstæðum. Erfiðast var að horfa upp á áhrifin sem slys- ið hafði á fjölskylduna, sem gerði sitt besta. Svo líða árin, áratugir og heil mannsævi og á óskiljanlegan hátt lifðir þú allan þennan tíma. Þú hafðir einstaklega gaman af því að hitta Magneu og strákana okkar og þau minnast þín og tala oft um þig. Mikilvægara lærði ég af þér að í öllum aðstæðum er gleðina að finna geti maður tendrað hana innra með sér sjálfur. Við mamma dvöldum hjá þér þína hinstu nótt sem ég er þakk- látur fyrir þar sem okkur gáfust ekki margar stundir saman síðustu árin. Starfsfólk Hleinar var svo al- mennilegt við mömmu að setja upp rúm við hliðina á þínu. Henni þótti vænt um það. Um nóttina fann maður kyrrðina í íbúðinni þinni á Hlein. Þú varst ekki tilbúinn til að sleppa takinu á lífsviljanum síðustu stundirnar þrátt fyrir allt. Slíkur var þinn innri kraftur og ótæmandi lífsorka. Þetta lærði ég af þér, stóri bróðir, að gefast ekki upp og halda staðfestu. Sjálfsagt hef ég einnig orðið varkárari vegna þín og tefli ekki í tvísýnu sé áhættan mikil. Þá gerðu þessar aðstæður allar mig ansi sjálfstæðan og ég er þakklátur fyrir það. Enginn veit sín örlög og hið óvænta getur ætíð beðið handan hornsins sama hversu varlega er farið. Fyrir aðstandendur og þá sem fyrir svona verða er mikilvægt að við sem samfélag manna hlúum vel hvert að öðru, sérlega við sem aflögufær erum. Velferðin er því mikilvæg og skilningur á ólíkum aðstæðum fólks sem hefur mismik- ið um sín örlög að segja; að við komum hvert öðru til hjálpar af samhug eins og þjóðin gerði að lok- um fyrir Kristján. Nú getur þú farið, kæri bróðir, til hinstu hvílu við hlið Hannesar bróður og pabba okkar. Megi bros ykkar allra fylgja okkur á lífsleið- inni. Jónas, Magnea, Atli, Árni og Kári. Elsku stóri bróðir minn og hetj- an mín. Mikið er sárt að kveðja þig og ég vona innilega að þú sért í ævintýra- landi einhvers staðar með pabba og Hannesi dansandi af gleði, hlæj- andi og frjáls undan þjáningum lík- amans. Það eru næstum 40 ár liðin síðan líf þitt umbreyttist á einni nóttu og þú festist í lömuðum lík- ama með heila hugsun, aðeins 17 ára gamall. Með þínum ótrúlega viljastyrk lærðir þú að lifa við það, þó það hafi skilið eftir mörg sár í hjarta þínu og hjá okkur sem elsk- uðum þig og sum eiga enn eftir að gróa. Get ekki talið upp draumana þegar þú gast bara skyndilega hreyft þig, gengið og talað, þvílík hamingja en alltaf svo erfitt að vakna. Þú varst bara svo magnaður persónuleiki og algjör forréttindi að hafa þekkt þig. Þrátt fyrir þján- ingar þínar, þá var svo stutt í bros- ið. Líklega áttu nokkur heimsmet í lífsvilja, jákvæðni og dugnaði. Það var svo yndislegt að sjá þig blómstra stuttu eftir að þú fluttir á Hlein enda fékkstu þar meira sjálf- stæði og varst umvafinn kærleik, gleði og einstakri umönnun með góðu fólki. Ég mun varðveita svo margar dýrmætar minningar um þig eins og að spila ólsen-ólsen, yndislegu bæjarferðirnar þegar við máluðum bæinn rauðan, mar- grétta jólamaturinn, hversu stríð- inn þú varst og með skemmtilegan húmor og einkahúmor ykkar Ás- dísar Maríu til margra ára frá því hún var þriggja ára eftir að hún stríddi þér með öndunarhroturnar þínar, þú hafðir nefnilega mikinn húmor fyrir sjálfum þér. Okkur Snorra fannst einstakt að vinna með þér í tjáskiptamálum þínum á sínum tíma enda lagðir þú þig mikið fram og náðir fljótt fram- förum á stuttum tíma. Þú varst áhugasamur og spenntur yfir tölv- unni þinni og augnskannanum sem þú keyptir þér í vor til að tjá þig og við fréttum hversu duglegur þú varst að æfa þig. Við erum svo þakklát fyrir yndislegu netheim- sóknina með þér nokkrum dögum áður en þú lést, þar sem við vorum að prófa okkur áfram að hafa þrjú tæki tengd tölvunni þinni frá Spáni og Danmörku, sem var algerlega magnað og Adrían Leó margheils- aði þér og var svo stoltur af frænda sínum. Við hlökkuðum mikið til að upplifa veturinn með þér og vinna að því að þróa verkefnin áfram saman sem við höfðum svo oft rætt um og þú hafðir ekki gleymt, elsku Kristján minn. Elska þig alltaf og mun sakna þín. Takk fyrir dýrmætt veganesti sem þú gafst okkur, bros þitt og styrk þinn sem mun varðveitast í minningu okkar sem þig elskuðum. Þín systir, Steinunn (Steina). Elsku hjartans bróðir minn. Mikið vildi ég vita hvort það er ekki örugglega allt í lagi með þig. Ég treysti því að pabbi og Hannes bróðir taki á móti þér en það er erf- itt að fá ekki fullvissu um það. Í síð- ustu mánudagsheimsókn þinni varstu ólíkur þér og glettnin í Erni dugði ekki sem skyldi. Samband ykkar var sérstakt enda tók Örn á móti þér alla mánudaga síðustu fimm árin þar sem ég var stundum að vinna og hafði hann einstakt lag á að fá þig til að brosa að öllu sam- an. Það hellirigndi og því horfðum við á körfuboltaleik fyrir göngu- túrinn og ég sagði þér að enginn íþróttamannanna á vellinum gæti leikið lífshlaup þitt eftir. Að liggja í hjólastól í tæp 40 ár og geta sig hvergi hreyft en brosa alltaf eða hlæja að minnsta brandara er af- rek sem fáir leika eftir. Síðustu ár sagði ég alltaf við þig að þú værir flottasti og duglegasti maður sem ég þekkti og meinti það af öllu hjarta. Harmurinn sem slys þitt olli er mér greyptur í minni. Með- vitundarlaus og tvísýnt um horfur vikum saman, hægur bati sem leiddi í ljós að þú yrðir algjörlega ósjálfbjarga og gætir ekki tjáð þig. Minningar um mömmu og pabba að koma þjökuð heim af gjörgæsl- unni vikum saman eru mér ljóslif- andi fyrir sjónum og opna sár sem nísta sárt. Áfallið var þungbært og breytti endanlega lífi okkar. Þú varst mjög lánsamur að búa á sambýlinu Hlein síðustu 25 árin þar sem þú fékkst framúrskarandi umönnun frá fólki sem þótti mjög vænt um þig. Þar varstu sannar- lega umvafinn englum. Þennan síð- asta mánudag í lífi þínu fórum við í göngutúr eftir leikinn í grenjandi rigningu. Þá naustu þín best, að fara út í öllum veðrum og fá á þig snjókomu, rigningu, vind. Hitta krakkana í hverfinu sem spurðu beint út hvað hefði gerst, hvar þú byggir eða hvernig þú borðaðir. Þá hlóstu og hafðir gaman af. Stund- um sögðu þau alvarleg í bragði að þau vissu hvað hefði komið fyrir þig og þá varðstu alvarlegur á svip- inn. Þú varst nefnilega alltaf til í að grínast en um leið þakklátur að tala um alvarlega hluti, þá varstu skarpastur á svipinn. Tjáskiptatölvan sem Þórunn tal- meinafræðingur útvegaði þér í vor, þökk sé Sigrúnu Öldu tengdadótt- ur, gaf okkur dýrmætt tækifæri til að ljúka loksins þeirri baráttu sem Steina og Snorri öttu svo ötullega. Það er þyngra en tárum taki að vera rétt byrjuð að þjálfa þig þegar þú kvaddir. Líklega hafðirðu svo margt að segja að tölva hefði ekki dugað. Þú vildir auðvitað hitta okk- ur uppi í skýjunum þangað sem þú flaugst alltaf á tenórtónunum. Þar Kristján Ketilsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.