Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 ✝ Jónína Mar-grét Ólafs- dóttir fæddist 24. september 1943 í Keflavík. Hún lést 7. október 2018 eftir löng veikindi. Foreldrar henn- ar voru Margrét Guðmundsdóttir, f. 18.11. 1909, d. 16.9. 1973, og Ólaf- ur Gíslason, f. 25.7. 1904, d. 5.3. 1989. Systkini hennar eru Guðmunda Bjarný Ólafsdóttir, f. 20.2. 1938, d. 10.3. 2009, Gísli Grétar Ólafs- son, f. 1.10. 1939, d. 1.2. 2013, og Sigríður Svanhvít Ólafs- dóttir, f. 21.10. 1949. Jónína giftist David F. Scott, leikara og rithöfundi, í Lund- únum árið 1969 en þau skildu 1978. Þau eignuðust eina dótt- vann við leik í leikhúsi en árið 1969 fluttist hún aftur til Lund- úna til að giftast David. Jónína bjó þar næstu 18 árin og lék á þeim tíma í ýmsum hlut- verkum, bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Síðustu árin í Lundúnum nam hún Alexandertækni en Jónína var alkomin heim til Ís- lands árið 1986. Hún starfaði í Leiklistarskóla Íslands frá heimkomu til ársins 1999 og var einnig með einkakennslu, ásamt vinnu við leikhús og kvikmyndir. Hún var alla tíð mjög sjálfstæð og athafnasöm, því var atvinnumissir sumarið 1999 henni mikið áfall. Hún veiktist stuttu síðar og náði sér aldrei aftur á strik. Hún greindist með Alzheimer árið 2005, heilabilunarsjúkdóm sem hafði að lokum sigur eftir langa baráttu. Jónína tókst á við sjúkdóminn af miklu æðru- leysi og jákvæðni.. Jónína lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Jónínu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 15. októ- ber 2018, klukkan 15. ur saman; Sonju Margréti Scott, f. 27.4. 1972. Maki Sonju er Axel Ein- ar Guðnason, f. 4.5. 1970, og börn þeirra eru Felix Guðni, f. 6.7. 1998, Lára, f. 3.9. 2002, og Alexía Margrét, f. 18.7. 2004. Jónína ólst upp í Keflavík til 16 ára aldurs og fékk snemma áhuga á leiklist. Hún nam við Leiklist- arskóla Reykjavíkur frá 1960 til 1963 og flutti til Lundúna árið 1964 og stundaði leiklist- arnám við Central School of Speech and Drama. Hún út- skrifaðist 1967 og hafði þá m.a. unnið til verðlauna sem efnileg- asti nemandinn. Eftir námið fluttist hún heim til Íslands og Mín elskulega systir er horfin mér, mikið sakna ég þín. Mikið erum við búnar að spjalla saman í gegnum tíðina, hlæja og gráta. Þessi andstyggilegu veikindi eru búin að taka þig í burtu frá okkur öllum fyrir nokkrum árum, persón- an sem þú varst, þessi greinda systir mín, sem var svo dugleg að koma sér áfram í lífinu. Ég man svo vel eftir tímanum í London, þá varstu að nema leik- listina og ég kom í heimsókn með vinkonu minni. Ég man svo vel eft- ir kaffiilminum og ristaða brauðinu á morgnana, ég var þá 16 ára. Okkur kom alltaf vel saman og ég naut þess að fá að vera með þér. Við vorum alltaf í sambandi, hvort sem það var í gegnum símann eða í heimsóknum. Smám saman fór þetta allt að breytast, sjúkdómur- inn tók við. Ég reyndi mitt besta að koma í heimsókn eins oft og ég gat, ég bý erlendis, það var ekki hægt öðruvísi. En á meðan þú gast skilið og þekkt mig var ég ánægð. Eins og alltaf gerist fór sjúk- dómurinn að ágerast, og alltaf meir og meir niður á við. Það var svo mikil sorg að sjá allar líkamlegu breytingarnar sem systir mín fór í gegnum, en hún var svo sterk, ætl- aði sko ekki að láta segja sér til með að fara. Allar mínar minningar um hana systur mína á ég eftir að geyma í hjarta mínu. Nú er hún komin í sitt síðasta rúm, og frjáls frá sjúkdómnum sem hefur pínt hana síðastliðin 14 ár. Ég er alltaf svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem systur. En nú er komið að því að kveðja þig, mín elskulega systir, ég mun alltaf sakna þín. Ég þakka þér fyrir allar okkar samverustundir. Góður guð geymi þig. Þín systir, Svanhvít. Það var fyrir tæpum 60 árum að ung stúlka ættuð úr Keflavík kom sem sumarstúlka að Múlakoti í Fljótshlíð en þar var veitingarekst- ur og gistiheimili á þessum tíma. Vegna tengsla minna við Múlakot kynntist ég fljótt þessari yndislegu, skemmtilegu og fallegu stúlku, Jónínu Ólafsdóttur. Hún vann strax hug og hjörtu heimilisfólksins og kannski ekki síður gesta og gangandi sem komu í Múlakot. Við urðum fljótt góðar vinkonur og þar sem hún var eldri og reyndari leit ég mjög upp til hennar. Við gerðum ýmislegt saman, fórum á böllin á Hvoli, en skemmti- legast var að fara í Seljavallasund- laugina á kvöldin eftir vinnu ef ein- hverjir herrar voru tilbúnir að keyra okkur. Stundum fórum við með gítar- inn og gosdrykki frá Láru í upp- lýsta fallega garðinn í Múlakoti og áttum yndislega stund með ná- grannakrökkunum. Það var alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera í sveitinni. Jónína var mjög ánægð með dvöl- ina og kom aftur sumarið eftir. Það sumar kom líka önnur sumar- stúlka, Ingibjörg Ásgeirsdóttir sem vakti líka mikla athygli og urðu þær vinkonur fyrir lífstíð. Þær fóru síðan báðar í leiklistar- nám til London, giftu sig þar og voru alla tíð með mikið samband sín á milli. Um þær vinkonurnar orti Þórð- ur Helgason í ljóðabókinni sinni „Þar var ég“: Daginn sem Jónína og Ingibjörg komu í Múlakot nýju kaupakonurnar streymdu að úr öllum áttum ungir menn í jeppum að skoða viðfrægan trjágarð Guðbjargar heitinnar Þetta ljóð, Spenna, lýsir svo skemmtilega þeim áhrifum sem kaupakonurnar höfðu á sveitina fögru. Jónína gleymdist ekki þótt hún yfirgæfi sveitina og flytti til út- landa. Hún sagði aldrei alveg skilið við Fljótshlíðina, hún kom í heim- sókn þegar hún kom til landsins og eftir að heimilisfólkið í Múlakoti var horfið, heimsótti hún foreldra mína á meðan þau lifðu. Jónína hafði mikil áhrif á mig á þessum tíma. Við ræddum um ferðalög til annarra landa og um skóla erlendis og hún var þarna ákveðin í að fara til London að læra leiklist. Ég smitaðist af ferðabakt- eríunni og hefur hún ekki skilið við mig enn. Jónína var gæfusöm í lífinu. Hún lærði leiklist í London og vann þar bæði í leikhúsi og í kvikmynd- um. Hún giftist David Scott og eignuðust þau eina dóttur, Sonju. Þær mæðgur fluttu svo til Íslands þegar Sonja var 15 ára. Jónína var alla tíð mikill íslenskuunnandi og talaði fallegt mál. Ég dáðist alltaf að henni fyrir að tala ávallt við dótt- ur sína á íslensku. Nú er Jónína mín horfin eftir löng og erfið veikindi. Þótt hún þekkti mig ekki lengur þegar ég kom í heimsókn kom samt alltaf glampi í augun hennar þegar ég ræddi við hana um gamla daga í Múlakoti og færði henni fréttir af fólkinu fyrir austan. Það var eins og hún færi að muna gamla daga. Þegar við hlustuðum á „Oh Danny boy“ eða einhver gömul lög sem hún þekkti, var eins og hún lifnaði við. Það er svo sárt að sjá fólk hverfa inn í þennan erfiða heim veikinda þar sem engin leið er til baka. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Sonju og fjölskyldu hennar og til Svanhvítar systur hennar. Hrefna Jónsdóttir. Það er komið að leiðarlokum fyrir mína elsku vinkonu sem lést 7. október síðastliðinn, nýorðin 75 ára. Ég hef syrgt hana í mörg ár eftir að hún hvarf til óminnishegr- ans illskeytta sem kenndur er við Alzheimer. Enga kveðjustund var að fá. Við kynntumst í London fyrir margt löngu og með okkur tókst vinátta sem fyrir mig var engri lík. Jónína var nefnilega engri lík. Tíguleg, greind og skemmtileg, natin, vönduð og útsjónarsöm. Og svo ótrúlega falleg. Hún gat lifað á engu, bakaði eigið brauð, ræktaði kryddjurtir í garðinum og bjó til naglasúpu ef annað var ekki fáan- legt. Hún ræktaði einnig vini sína og fjölskyldu og var gestrisin með eindæmum þótt efnin væru oft rýr. Hún hafði ung flutt frá Keflavík til Reykjavíkur til að komast í leik- listarskóla og að námi loknu fór hún til London í Central School of Drama. Kynntist þar David Scott skólabróður sínum sem varð henn- ar besti vinur og seinna eiginmað- ur. Synd að til skilnaðar skyldi koma. Börnin okkar urðu vinir. Í nokkur ár komum við saman nokkrir foreldrar með börn heima hjá okkur Valgarði vikulega fyrir jólin til þess að tryggja að þau lærðu íslenska jólasiði og söngva. Úr þessu spratt sú hugmynd að setja á stofn íslenskan barnaskóla í London. Bækur voru útvegaðar og sendiráðið beðið um að hýsa hópinn á sunnudögum. Fyrir greiðvikni Sigurðar Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur gekk það eftir. Valgarð- ur og Jónína voru burðarásar skól- ans sem seinna fékk stuðning frá menntamálaráðuneytinu íslenska svo hægt var að ráða kennara í hlutastarf, Guðbjörgu Þórisdóttur. Þegar Einar Vésteinn, yngra barnið okkar, fórst í slysi 3. mars 1979 stóð Jónína eins og klettur mér við hlið. Sá stuðningur gleym- ist aldrei. Við Valgarður fluttum heim til Íslands það ár með Jórunni dóttur okkar en Jónína og Sonja komu nokkrum árum seinna. Jónína hafði þá bætt við sig námi í Alexander- tækni og kenndi hana hér heima í mörg ár, þar á meðal við Leiklistar- skólann og í Kramhúsinu. Hún fékk einnig hlutverk sem leikkona, t.d. í kvikmyndinni Atómstöðinni þar sem hún lék frú Búa Árland eft- irminnilega með agúrkur á augn- lokunum. Í London hafði hún feng- ið mörg bitastæð hlutverk að námi loknu, t.d. í sjónvarpsþáttunum um Dr. Who, sem lengi voru vinsælir. Hins vegar þegar hennar var loks- ins getið og hrósað í What’s on in London tókst tímaritinu að fara rangt með nafnið og kalla hana Je- mimu Scotland. Því nafni var ekki auðvelt að gleyma. Þótt ég syrgi Jónínu að leiðar- lokum þá er það vissulega gleði blandið af því að hún losnar loks við þá heljarfjötra sem hún var í öll þessi ár en ekki síður gleði yfir því að hafa fengið að vera vinkona hennar. Katrín Fjeldsted. Jónína Margrét Ólafsdóttir ✝ Þorsteinn Mar-inó Kristjánsson fæddist á Gásum við Eyjafjörð 10. nóv- ember 1922. Hann lést 1. október 2018. Foreldrar hans voru Kristján Krist- jánsson og Friðrika Jakobína Svein- björnsdóttir. Systk- inin voru 11 talsins og eru þau öll látin, í aldursröð: Indíana Sigríður, Karl Hákon, Sveinbjörn, Aðalsteinn Kristján, Gunnþór Ragnar, Sig- urbjörg Hallfríður, Þorsteinn Marinó, Davíð Sigurður, María, stöðinni Stefni á Akureyri. Þorsteinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þóreyju Skagfjörð Ólafsdóttur frá Garðshorni í Kræklingahlíð, 17. júní 1954. Þau áttu heima á Akureyri alla tíð, fyrst í Hamarstíg 3 og síðan í Suðurbyggð 12. Dætur þeirra eru: 1) Stefanía, maður hennar er Gísli Pálsson, búsett á Akureyri. 2) Kristín Jakobína, maður henn- ar er Kristinn Sigurharðarson, búsett á Akureyri. 3) Sigrún Hrönn, maður hennar er Rögn- valdur Ólafsson, búsett í Flugu- mýrarhvammi í Skagafirði. 4) Ás- dís Alda, maður hennar er Árni Þór Bjarnason, búsett í Reyjavík. 5) Ólöf Ásta, maður hennar er Sigurþór Guðmundsson, búsett í Reykjavík. Afkomendur Þor- steins og Þóreyjar eru 42 talsins. Útförin verður gerð frá Akur- eyrarkirkju í dag, 15. október 2018, klukkan 13.30. Sveinfríður og Sig- urlína. Þorsteinn ólst upp á Gásum við hefð- bundin sveitastörf. Í Héraðsskólanum á Laugum var hann tvo vetur og einnig tvo vetur á Bændaskól- anum á Hólum í Hjaltadal. Hann vann einnig í Síldarverk- smiðjunni á Dagverð- areyri. Þorsteinn var vörubílstjóri, hann eignaðist snemma vörubíl og hafði atvinnu af því að selja sand af Gásareyri í byggingar á Akureyri. Eftir 1967 vann hann á Vörubíla- Elsku afi. Í gegnum árin í æsku okkar barnabarnanna að sunnan voru Akureyrarferðirnar ein skemmti- legustu ævintýrin og að fá að koma til ykkar ömmu í pönnukökur var draumi líkast. Páskarnir voru sér- staklega ómissandi fasti í lífinu sem allir hlökkuðu til. Það var allra best þegar þú leyfðir okkur að hlusta á sjóræningjaplötuna á flotta plötu- spilaranum þínum og fá að sitja í fanginu á þér í hægindastólnum þínum í stofunni, nú eða stelast til að sitja þar þegar þú sást ekki til því það var klárlega besti stóllinn. Allir vinirnir heima í Reykjavík fengu svo að heyra um alla ævin- týralegu bíltúrana í Volvo-vöru- bílnum og göngutúrarnir um Suð- urbyggðina munu alltaf lifa í hjartanu. Seinna meir er fátt sem er hægt að tengja meira við ró og frið en að fá að sitja í stofunni eða eldhúsinu í Suðurbyggðinni, hlusta á taktfast tif klukkunnar og njóta kyrrðarinnar sem ríkti hjá ykkur ömmu. Það voru bestu fríin að fá að koma og slappa af hjá ykkur og leyfa sér kannski að fá heimabak- aðan kleinuhring eða pönnukökur í morgunmat eins og þið amma gerðuð, bara af því að þið vissuð ná- kvæmlega hvernig væri best að njóta. Allir sumardagarnir sem fóru í það að sitja úti á veröndinni munu seint gleymast, baða sig í sól- inni og gleyma um stund öllum áhyggjum lífsins. Við verðum alltaf þakklát fyrir að hafa fengið á full- orðinsárum að heyra sögur frá því hvernig var að alast upp á Gásum, af erfiðisvinnunni á vörubílnum og heyra hvernig lífið var hjá ykkur ömmu á tímum sem maður, sem forréttindapési dagsins í dag, á erf- itt með að ímynda sér. Þannig lærðum við margt um lífið sem mun geymast í hjartanu og höldum áfram að kenna þessar lexíur til næstu kynslóða. Á síðustu árum þegar heilsunni fór hrakandi skein samt alltaf í gegn góðmennskan sem mátti sjá í því hvernig þú fékkst ekki nóg af hundinum At- henu og hve góður þú varst við Samir litla. Það var sjaldan sem maður sá þig án bross á vör og þú hafðir það einstaka lag að geta allt- af fengið mann til þess að brosa með þér. Takk fyrir allt, elsku besti afi. Bjarni Þór, Helga Björk, Linda Ósk og Tómas Viðar. Elsku afi. Daginn sem fyrsta snjóinn festi í byggð þennan veturinn kvaddir þú, líkt og farfuglarnir. Saddur lífdaga eftir langa ævi. Afi kenndi okkur að hlusta og taka eftir fuglunum og náttúrunni í kringum okkur. Þetta kenndi hann án þess að hafa um það svo mörg orð heldur með athöfnum sínum. Afi var einstaklega hlýr og blíður og kom fram af virðingu við sam- ferðafólk sitt, ekki síst börn og svo blessaðar skepnurnar. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að búa í nágrenni við afa og ömmu og þá vitneskju að til þeirra væri alltaf hægt að leita. Með ömmu Tótu skapaði afi hlýtt heimili þar sem allir voru ávallt vel- komnir. Með dýrmætustu æsku- minningunum eru heimsóknirnar í Suðurbyggðina í nýsteiktar pönnu- kökur hjá ömmu og að hitta afa þar sem hann sat í stólnum sínum við gluggann og spurði frétta. Þegar lokið var við að segja helstu fréttir kom jæja já, svo horfði hann út um gluggann og benti oftar en ekki á krumma sem sat á ljósastaur eða á skógarþresti í hreiðurgerð, lítt‘á, lítt‘á. Afi var mikil fyrirmynd í lífi okk- ar á sinn hógværa hátt. Hann var einstaklega nægjusamur og nýtinn og kunni að njóta hins smáa í lífinu, nokkuð sem margur nútímamaður- inn sækist eftir en reynist oft örð- ugt. Núvitund er orð sem afi hefur líklega ekki þekkt en án efa kunnað betur en flestir aðrir. Það er með þakklæti og virðingu sem við fylgjum afa Steina hinstu skrefin. Takk fyrir allt, elsku afi. Í steinum, trjám og himninum yfir okkur finnum við fullnægju, þá lífsfyllingu sem þarf til að vera sátt við lífið og njóta sannrar hvíldar. (Bob Brown) Ólafur, Hulda Þórey, Inga Vala og Bjarki. Ég held ég hafi aldrei hitt fyrir mann sem var meiri töffari en hann Steini afi. Og líklega hef ég ekki dáðst jafn mikið að neinum manni. Þegar ég var lítill strákur á Akur- eyri vissi ég engan mann merki- legri en Steina afa. Að fá að fara með afa í vörubílinn var enda hreint ævintýri. Í hvíta Volvoinum lærði ég að drekka kaffi úr lokinu á hita- brúsanum og borðaði samlokur með osti sem amma hafði smurt um morguninn. Oft var líka kleina með. Með honum göslaðist ég í keyrslu um alla Akureyri með möl, með sand, jafnvel í malbikunar- vinnu. Hann snaggaralegur, þótt kominn væri á sjötugsaldur gaf hann yngri mönnum ekkert eftir. Ég tók líka eftir því að alls staðar þar sem við komum var borin virð- ing fyrir afa, hann var bara þannig maður. Salt jarðar. Þegar við fluttum vestur í Skaga- fjörð minnkaði tíminn með afa en það var alltaf jafn gott að hitta hann. Á árum mínum í menntaskól- anum kom ég oft í Suðurbyggðina, alla vega vikulega, og naut elda- mennskunnar hjá ömmu og fé- lagsskapar þeirra beggja. Með eng- um manni hefur mér reynst jafn þægilegt að þegja eins og afa. Þögn- in var aldrei vandræðaleg, hún var létt og stundum þrungin merkingu. Ég vildi að ég hefði getað verið í meira sambandi, hitt afa oftar á síð- ari árum. Þær stundir sem við náð- um saman voru dýrmætar. Ég sakna þín afi minn, takk fyrir að hafa alltaf haft tíma fyrir lítinn strák sem var að læra á heiminn. Freyr Rögnvaldsson. Fallinn er Þorsteinn Kristjáns- son, tengdafaðir minn. Kynni okkar Steina, eins og hann var jafnan kallaður, ná yfir ríflega fjóra áratugi. Allt frá því ég fór að venja komur mína á heimili þeirra Þóreyjar í Suðurbyggðinni 1974 til að heimsækja Sigrúnu dóttur þeirra. Það er ekki sjálfgefið að jólasveinn í slíkum erindum fái góð- ar móttökur frá föður stúlkunnar en ég þykist geta fullyrt að okkur Steina varð fljótt vel til vina. Ým- islegt kom þar til. Þó þrjátíu ár skildu okkur að í aldri var uppruni okkar um margt svipaður. Báðir vorum við sveitamenn með rætur djúpt í moldinni og oft fann ég það á Steina að þó hann væri sáttur við ævistarfið sem vörubílstjóri hefði hann vel getað hugsað sér að verða bóndi enda menntaður búfræðingur frá Hólum. Alla tíð var hann áhuga- samur um búskap og fylgdist vel með hjá okkur hjónunum. Við vor- um áhugamenn um söng, sérstak- lega karlakóra, og sóttum tónleika. Steini var söngvinn og lagviss og hafði ágæta söngrödd og söng um tíma í blönduðum kór í Kræklinga- hlíð. Steini hafði ljúfa lund, þó vissi ég að hann gat verið fastur fyrir en beitti því eins sjaldan og mögulegt var. Hann hafði lágstemmdan en hárfínan húmor sem hann notaði af listfengi sem létti geð. Það var notalegt að sitja í borðkróknum eða stofunni og spjalla við hann. Hann var hafsjór af fróðleik um menn og málefni á Akureyri og við Eyja- fjörð. Ekki var síðra að sitja og þegja með honum. Hann kunni þá fágætu list að hlusta á þögnina með öðrum án þess stundin væri þving- uð. Svo var risið úr sæti, farið í bíl- skúrinn og sótt hákarlsbeita eða harðfiskur og boðið bragð af kræs- ingunum. Hjálpsemi Steina var viðbrugð- ið. Þess nutu ættmenni hans og oft vandalausir líka. Hér er stund til að þakka alla hjálpsemi hans við okk- ur hjónin en ekki síður börn okkar sem öll gengu í skóla á Akureyri og nutu þess að eiga þar afa og ömmu. Snyrtimennska hans var einstök. Það var þekkt að ef hlé varð á akstri á sumardegi var Steini óðar kominn með klút og bóndós í hönd og partabónaði vörubílinn. Hann gekk vel um sína bíla enda voru þeir ekki bilanagjarnir. Lengst af var Steini heilsu- hraustur en á efri árum þurfti hann að glíma við bæði hjartasjúkdóm og krabbamein. Hann sigraðist þó á hvoru tveggja. Fyrir allnokkrum árum fór hins vegar að bera á minnisleysi og heilabilun og það var erfitt fyrir aðstandendur að horfa á þennan öðling hverfa út í fjarskann. Bót var í máli að hann hélt alltaf sínu ljúfa geði og stund- um komu góðir dagar. Þá mundi hann gamla tíma og gjarna glitti í gamla húmorinn. Aldurinn var hins vegar orðinn hár og nú var nóg lif- að. Farðu vel, gamli vinur, þér á ég aðeins gott upp að unna. Rögnvaldur, Flugumýrarhvammi. Þorsteinn Marinó Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.