Morgunblaðið - 15.10.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Bergljót Arn-alds, rithöf-undur, söng-
kona, leikkona og
leikstjóri, fagnar 50
ára afmæli sínu í dag.
Ellefta barnabókin
hennar er komin í
verslanir en Forlagið
gefur hana út. Bókin
heitir Rosi fer í bað
og fjallar um Rosa
risaeðlu.
„Ég held að þetta
sé fyrsta íslenska
baðbókin og hug-
myndin er að gera
baðferðir ennþá
skemmtilegri og svo
er bókin líka fyrir krakka sem eru ekki ólmir í að fara í bað. Ég vil
kynna bækur snemma fyrir börnum og þessi bók er mjög fín fyrir þau
sem eru rétt komin með grip. Hún er rúnnuð og þau geta nagað hana
og flett.“ Núna er Bergljót að vinna að endurútgáfu á bók þar sem
hún kennir krökkum á klukku og kemur bókin út á næsta ári.
Bergljót hefur verið leikstjóri leikhópsins Perlan síðustu tvö ár og
er þetta þriðja starfsárið hennar með hópnum. Í tilefni af 35 ára af-
mæli Perlunnar í ár verður leikhópurinn með sýningu á Bessastöðum
núna í nóvember.
Sjálf verður Bergljót með tónleika í nóvember í Selfosskirkju ásamt
kór eldri borgara á Selfossi. „Ég hef verið að vinna með píanista hóps-
ins, Guðmundi Eiríkssyni, og hefur hann útsett lög eftir mig fyrir kór-
inn og svo tökum við líka þekkta standarda. Þetta samstarf hófst í
kjölfarið á að ég söng með Mótettukórnum í Hallgrímskirkju á Menn-
ingarnótt á dagskránni Sálmafoss. Þetta verður því í þriðja sinn á
stuttum tíma sem ég syng með kór, sem er nýtt og spennandi fyrir
mig,“ en Bergljót söng einnig með Kirkjukór Kópavogs á tónlist-
arhátíð nýlega.
Bergljót er búin að fara í ævintýraferðina í tilefni dagsins, en hún
skellti sér til Balí. Afmælisveisluna hélt hún síðastliðinn laugardag, en
auk þess er stefnan hjá henni að skella sér á helgarnámskeið í dansi.
„Í dag ætla ég að taka á móti þeim sem komust ekki til mín á laug-
ardaginn og svo hef ég heyrt að það eigi að koma mér á óvart en ég
veit ekkert hvað það er. Síðan ætla ég að bjóða leikhópnum mínum
heim á miðvikudaginn.“
Börn Bergljótar eru Matthías Arnalds Stefánsson, en hann á soninn
Egil Vála Arnalds sem er eins árs, og Elíndís Arnalds Pálsdóttir, en
hún átti níu ára afmæli síðastliðinn fimmtudag.
Ljósmynd/Bjarney Lúðvíksdóttir
Afmælisbarnið Bergljót Arnalds.
Dansað, sungið,
leikstýrt og skrifað
Bergljót Arnalds er fimmtug í dag
G
uðmundur Knútur Egils-
son fæddist í Reykjavík
15.10. 1928 og ólst þar
upp á Laugavegi 72: „Ég
var skírður eftir Guð-
mundi Knúti Guðjónssyni stýrimanni
sem fórst með Jóni forseta 1928. Hann
hafði vitjað nafns hjá móður minni og
þá þótti sjálfsagt að verða við því.“
Guðmundur var í Austurbæjar-
skólanum, stundaði nám við Hand-
íðaskólann í Reykjavík í tvo vetur og
sótti námskeið við Námsflokka
Reykjavíkur í nokkur ár. Auk þess
lauk hann námi í verkstjórnarfræðum.
Guðmundur hóf störf hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 15 ára, árið
1944, með föður sínum, og starfaði þar
nær óslitið til 2010, eða í rúmlega 66 ár.
Við starfslok var hann sá starfsmanna
fyrirtækisins sem hafði lengstan
starfsaldur.
Guðmundur hóf störf í jarðlínudeild
en starfaði síðar í spennistöðvadeild
þar sem hann var verkstjóri í fjölda
ára. Hann var um árabil í orlofsnefnd
og trúnaðarráði Verkstjórafélags
Reykjavíkur.
Árið 1988 tók Guðmundur að sér að
skrá muni og halda til haga sögulegum
þáttum í starfi Rafmagnsveitunnar.
Hann varð fyrsti forstöðumaður
Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur, við
Elliðaár, sem opnað var vorið 1990.
Guðmundur var í fjölda ára í rit-
nefnd og síðar ritstjóri Línunnar,
tímarits starfsmanna Rafmagnsveit-
unnar. Þá hafði hann umsjón með gerð
kvikmyndarinnar „Virkjunar-
framkvæmdir í Sogi“ sem frumsýnd
var 1992 og með gerð nokkurra stuttra
heimildamynda, ásamt Guðjóni Magn-
ússyni, skrifstofustjóra RR.
Guðmundur sinnti fjölda trún-
aðarstarfa fyrir Félag heyrnarlausra
Guðmundur Knútur Egilsson, fv. forstöðumaður – 90 ára
Fjöldi afkomenda Guðmundur og Sigurbjörg Hervör með börnum, tengdabörnum, barna- og barnabarnabörnum.
Byggði upp Minjasafn
Orkuveitu Reykjavíkur
Gömul mynd Guðmundur, Sigurbjörg Hervör og börnin á 8da áratugnum.
Akureyri Haukur Snær
Vignisson fæddist 16.
september 2017 kl.
05.50 á Akureyri. Hún
var 53 cm löng og vó
4.200 g við fæðingu.
Foreldrar hennar eru
Vignir Hauksson og
Kolfinna Snæbjörg
Haraldsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is