Morgunblaðið - 15.10.2018, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Beindu orkunni sem er allt um kring
þessa dagana í réttan farveg í vinnunni. Taktu
þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun.
Vertu fordómalaus og sanngjarn.
20. apríl - 20. maí
Naut Gáðu að þér í dag, þú gætir lent í illvígu
rifrildi við einhvern alveg óvart. Gerist það
skaltu láta glósur hans sem vind um eyru
þjóta. Þú veist betur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft á aukinni einveru að halda
til að hugsa um lífið og tilveruna og til að ná
áttum. Reyndu að lesa í hug samstarfsmanna
þinna og fáðu þá svo til að tjá sig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það vefst fyrir þér að gera upp hug
þinn í persónulegu máli. Gefðu þér tíma til
þess því án skilnings annarra verður þér ekk-
ert úr verki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Athyglin beinist að þér í dag, sama hvað
þú tekur þér fyrir hendur. Sýndu drengskap
og taktu forystuna fyrir félögum þínum. Láttu
ekkert verða til að egna þig upp.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er ekki rétti tíminn til þess að
skrifa undir pappíra, gera samninga eða eiga
mikilvæg viðskipti í vinnunni. Gefðu þér tíma
til að skoða allar hliðar málanna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Til að ná árangri eða byrja í sambandi þá
er lykilatriði að vera reiðubúinn. Með það á
hreinu ættu allir framtíðarvegir að vera þér
færir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er upplagt tækifæri til þess
að hefjast handa við verk, sem þú hefur lengi
látið þig dreyma um. Hjólin snúast þér í hag
um leið og þú hefst handa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki deigan síga þótt menn
sýni hugmyndum þínum takmarkaðan áhuga.
Leggðu ekki út í neitt, sem þú hefur ekki efni
á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt það sé mikið að gerast í
kringum þig máttu ekki gleyma að gefa þér
tíma til að hvílast og safna kröftum. Haltu því
sem truflar í burtu frá þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú tekur þér hluti fyrir hendur,
sem öðrum þykja flóknir. Vertu því jafnan
viðbúinn og mundu að hver er sinnar gæfu
smiður.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú hafir lagt þig fram um að
koma máli þínu til skila, er einhver sem vill
ekki hlusta. Haltu stillingu innan um vinnu-
félagana og finndu þér svo vinaröxl til að
gráta á.
Vinstri grænir lögðu til á fundi sín-um um helgina að vinnuvikan
yrði stytt í 30 stundir. Jú, auðvitað
er hægt að hagræða og breyta
vinnubrögðum svo þetta sé gerleg
og dýrmætur frítími lengist. Vík-
verji vill þó halda til haga orðum lát-
ins vinar sem rak verktakafyrirtæki,
vann myrkranna á milli og naut
þess. Sagði síðan þegar um fór að
hægjast í lífinu: „Enginn vinnudag-
ur er nógu langur það er alltaf svo
margt sem bíður morgundagsins.“
Með þessi orð í huga er Víkverji efa-
semdarmaður um styttri vinnuviku.
x x x
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-fulltrúi Flokks fólksins, leggur
til að kjörnir fulltrúar í borginni fái
frítt í bílastæði. Víkverja finnst þessi
tillaga mislukkuð. Borgarfulltrúar fá
starfskostnað greiddan og það dug-
ar þeim. Munum líka að forystufólk í
þjóðfélaginu nýtur hylli ef það setur
sig ekki á háan sess og deilir kjörum
með almenningi. Á skipum tíðkast
ekki lengur að sé yfirmannamessi,
allir sitja við sama borð. Í þessu
samhengi rifjar kunningi Víkverja
upp að fyrir um 40 árum að aflokinni
samkomu í Háskóla Íslands stóð fólk
við tíkallasíma til að hringja eftir
leigubíl. Afast í biðröðinni var forseti
Íslands Kristján Eldjárn. Þvílíkur
töffari, algjör jafningi fólksins.
x x x
Víkverji var um helgina við opnuntveggja áhugaverðra listsýninga
hér í Reykjavík. Í Ásmundarsal sýn-
ir Ragnar Axelsson jöklamyndir og
Erró er svart-hvítur í Hafnarhúsinu.
Báðir þessir listamenn sjá heiminn í
öðru ljósi en við flest gerum; þeir
opna okkur nýjar víddir og fá okkur
til að hugsa mál öðruvísi vaninn bíð-
ur. Frásagnir RAX af náttúru lands-
ins sem sífellt breytist eru stór-
brotnar og Erró sýnir okkur beint í
kviku truflaðrar tilveru á gervi-
hnattaöld. Stundum er sagt að inn-
tak listviðburða sé myndin sem gest-
ir fari með í huganum heim nema
hvað nú eru þessar myndir býsna
margar. Fyrir svo utan að við opnun
sýninganna var fjöldi fólks sem
þangað kom til að gleðjast, njóta,
spá og spekúlera. Maður er manns
gaman. vikverji@mbl.is
Víkverji
En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir
Guði hjálpræðis míns. Guð minn
mun heyra til mín.
(Míka 7.7)
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 26. október
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. október.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Vertu viðbúinn
vetrinum
–– Meira fyrir lesendur
Bragi Bergmann sendi mér inn-legg í braggaumræðuna. Það
er á þessa leið: „Það verður sko
örugglega engin Magga í sagga í
þessum bragga, svo vitnað sé óbeint
í Magnús Eiríksson. En dýr mundi
Hafliði allur, svo vitnað sé mun
lengra aftur í tímann. Og jafnvel
gamalt orðatiltæki fær nýja merk-
ingu – og stingur gat á pyngjuna:
Mörgum í borginni brá,
bragginn mun kosta þá „smá“!
Er salernið gullið?
Og svo er það bullið
um öll þessi stingandi strá!
Bjarki Karlsson skrifar á Boðn-
armjöð:
Ég held að ég hafi aldrei hitt Dag
borgarstjóra svo að mig hlýtur að
hafa dreymt að hann hafi sagt þetta
við mig:
Nú halda blá með bágum,
braggast og slá með ljáum.
Ei má þó lá mér lágum
að leika mér smá að stráum.
Hjálmar Freysteinsson talar um
„Sjálfsánægju“:
Sannlega hef ég ævinni á
afrekað þetta og hitt.
Nú er ég orðinn óttalegt strá,
það eykur verðgildi mitt.
Stefán Gíslason yrkir í von um að
sér fyrirgefist þessi slæma afbökun
á Áföngum Jóns Helgasonar:
Séð hef ég bústin suðræn strá
sólvermd í aldinskíri;
áburð og ljós sem fengu frítt
fræ þeirra vel svo spíri;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn dýri
hjá bragganum innundir Öskjuhlíð,
utan við Norðurmýri.
Magnús Halldórsson er á svip-
uðum slóðum með þeirri at-
hugasemd að „margur vildi Áfanga
kveðið hafa“:
Séð hef ég margan sinuskúf,
sauðfé og merar naga,
víði og birki veslast upp,
í votlendum rýrðarhaga.
Mér er nú heldur meir i hug,
melgrasskúfurinn dýri,
höfundaréttarvarinn víst
og vex ekki’í blautri mýri.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich malar: „Nú rifjast upp vísa
sem ég orti fyrir nokkrum árum af
öðru tilefni en ekki ólíku“:
Ég er glöð og góðum Degi
gef ég þetta heillaráð
að hann láti ekki í bráð
finna sig á förnum vegi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Braggablús
„Í DAG SKULUM VIÐ KYNNA OKKUR
SÖGUNA Á BAK VIÐ SÖGUNA“
„HVORT VILTU FÁ Í AFMÆLISGJÖF,
RAFHLÖÐUPRÓFARA EÐA
SKRÚFJÁRNASETT?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... augljóst val.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
OG ÞÁ ÁTU ÍKORNARNIR
SKÓNA MÍNA…
MEÐAN ÉG VAR ENN Í
ÞEIM! ÉG SÉ Á SVIPNUM AÐ ÞÚ HEFUR VERIÐ AÐ TALA VIÐ JÓN
ÉG HEF ÁHYGGJUR
AF ÞVÍ AÐ BÁTURINN
MINN VERÐI GERÐUR
UPPTÆKUR!
HEYRÐU, BRÓÐIR
ÓLAFUR SÉR UM
SÆRINGAR!
Atvinna