Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2018, Blaðsíða 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mörgum þykir óperan fegurst list- forma. Hún blandar allri þeirri vídd sem mannsröddin býr yfir saman við hljóðfæraleik, leikrænna tjáningu, fallegar sviðsmyndir og sögur um goð og kónga jafnt sem þræla og gleðikonur. Verst að ekki skuli vera til á Ís- landi almennilegt óperuhús og raun- ar leitun að þeirri höfuðborg Evrópu þar sem óperumenningin er fátæk- legri – og það þrátt fyrir að margir íslenskir óperusöngvarar séu í fremstu röð í sínu fagi. Takmarkað framboð á óperuuppfærslum býr síðan til vítahring þar sem tækifærin til að smitast af óperubakteríunni eru fá sem svo veldur því að eftir- spurnin eftir óperusýningum er minni en ella. Guja Sandholt og Ása Fanney Gestsdóttir vilja breyta þessu. Þær eru listrænir stjórnendur Óp- erudaga í Reykjavík (www.operu- dagar.is) en um er að ræða framhald á Óperudögum í Kópavogi sem haldnir voru árið 2016: „Með hátíð- inni langar okkur m.a. að gefa fleir- um tækifæri á að kynnast þessu list- formi og vonandi fá bakteríuna,“ segir Ása. Hún bætir við að á dag- skránni séu bæði stutt og aðgengileg verk sem og lengri sýningar og framúrstefnulegri verk. „Við gerum hátíðina eins aðgengilega og hægt er með því að dreifa Óperudögum á marga staði í borginni og koma með óperurnar og ýmsa söngviðburði til fólksins. Samtals verða um það bil 30 viðburðir í boði og fáum við inni hjá mörgum menningarstofnum borgarinnar; heimsækjum grunn- skóla og hjúkrunarheimili og höld- um meira að segja óperuviðburð í Árbæjarlaug,“ segir Guja og bendir á að margir ókeypis viðburðir verði í boði á hátíðinni. Óperan gerð aðgengileg Dagskrá Óperudaga er líka ætlað að sýna hversu fjölbreytt verkefni klassískir söngvarar taka sér fyrir hendur enda syngja þeir jú ýmislegt annað en óperutónlist. Guja og Ása segja það útbreiddan misskilning að það eina sem óperuheimurinn hafi upp á að bjóða séu risastórar og langar sýningar sem útheimti stóra kóra, dýrar sviðsmyndir og heilan her af einsöngvurum. Þær segja það líka misskilning að til að njóta þess að hlusta á óperu þurfi fólk að klæð- ast síðkjólum og nýpressuðum jakkafötum, og jafnvel klára eins og eina dós af sterkum orkudrykk eða nokkur skot af espressó til að sofna ekki í rólegu köflunum: „Það er svo miklu meira í boði í óperuheiminum. Þýskur vinur minn sem býr hér á Íslandi nefndi við mig hvað hann saknaði þess að njóta óp- eru á hversdagslegan hátt eins og hann var vanur í heimalandinu, þar sem það að skjótast á óperusýningu getur verið jafn sjálfsagt og frjáls- legt og að fara í bíó – og ekkert að því að mæta á gallabuxunum,“ segir Ása. Meðal verka á dagskrá Óperu- daga í Reykjavík má nefna flutning á Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson og Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein. „Verk Jóns Ásgeirssonar er fyrsta íslenska óperan og að- gengileg gamanópera sem er undir tveimur tímum að lengd. Bernstein er þekktastur fyrir söngleikina sína en hann samdi þessa óperu þegar hann var ungur maður og er hún undir klukkustund í flutningi,“ segir Guja og bætir við að Barokkbandið Brák verður með mikla flugeldasýn- ingu á opnunarkvöldi hátíðarinnar í Fríkirkjunni þar sem fluttar verða aríur, dúettar og hljóðfæratónlist eftir Händel og fleiri snillinga bar- okksins. „Þeir sem vilja prófa eitt- hvað ævintýrakenndara gætu t.d. haft gaman af sýningu Operation Opera í Norræna húsinu þar sem verkið In the Darkness verður flutt í niðamyrkri; brúðuóperuna STÖV í Tjarnarbíói eða óperugjörninginn FREE PLAY í Hafnarhúsinu.“ Ása bendir á að upplagt sé fyrir fólk að fara á sem flesta viðburði til að kynnast óperuheiminum frá mörgum ólíkum hliðum. „Það mætti líta á dagskrána sem smökk- unarmatseðil fyrir þá sem hafa ekki kynnst óperuforminu eins vel og þeir hefðu viljað og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessum söngva-seðli.“ Mikli ekki hefðirnar fyrir sér En í hvaða stellingar á fólk að setja sig þegar farið er á óperusýn- ingu? Eru ekki alls kyns óskrifaðar reglur sem óinnvígðum hættir til að brjóta og verða að athlægi? Hvað ef fólk klappar á röngum stað og neyð- ist til að fara í sjálfskipaða menning- arútlegð til Svalbarða? Guja og Ása segja að það megi einmitt alls ekki gera of mikið úr  Tugir smárra og stórra viðburða verða á dagskrá Óperudaga í Reykja- vík dagana 20. október til 4. nóvember  Markmiðið er m.a. að gefa sem flest- um tækifæri á að fá innsýn í óperu- heiminn og vonandi fá bakteríuna Metnaður Ása Fanney (fyrir miðju) og Guja (þriðja frá hægri) ásamt hljómsveitinni sem leikur undir í flutningi Trouble in Tahiti. Hljómsveitin er skipuð nemendum úr LHÍ og MÍT ef undan er skilin Hrönn Þráinsdóttir kennari sem spilar á píanóog stjórnandinn Gísli Jóhann Grétarsson. Smökkunarmatseðill fyrir þá sem vilja 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2018 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Ljósmyndarinn RAX opnar sýninguna Jökul Myndaskáld Ljósmyndararnir Spessi og RAX skoða verkin í Ásmundarsal. Gamlir samstarfsmenn Sveinn Andri Sveinsson og Skapti Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.