Morgunblaðið - 19.10.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.10.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Herskip á vegum Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, eru um þessar mundir áberandi í höfnum á höfuð- borgarsvæðinu. Eru skipin hingað komin vegna Trident Juncture, um- fangsmestu heræfingar Atlantshafs- bandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi á næstunni. Stærst þessara skipa er banda- ríska þyrluflugmóðurskipið USS Iwo Jima. Í fyrradag var flogið með fjölmenna sveit landgönguliða þaðan frá borði með þyrlum og inn á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Var það liður í æfingu landgöngulið- anna sem síðar eiga eftir að taka þátt í aðalæfingu Trident Juncture. Þyrluflugmóðurskip þetta er 257 metra langt og 32 metrar á breidd. Skipið er sérútbúið til að flytja fjöl- mennt innrásarlið að landi með skjótum hætti og má um borð finna fjölbreytt úrval af árásar- og flutn- ingstækjum. Samkvæmt upplýs- ingum frá sendiráði Bandaríkjanna verður skipið opið almenningi á laugardag milli klukkan 9 og 16, en það liggur nú við Skarfabakka. Skammt frá er herskipið USS New York, 208 metra langt og 32 metrar á breidd. Um borð eru meðal annars fjölmargar þyrlur, til árása og flutnings á hermönnum. Þar skammt hjá má finna kanadísku frei- gátuna HMCS Toronto, sem er 134 metrar á lengd og tæpir 17 metrar á breidd. Við Kornbakka liggur USS Gun- ston Hall, 190 metra langt og 26 metra breitt, en skipið getur flutt mikið magn hergagna, pramma og árásarbáta svo fátt eitt sé nefnt. Við Sundabakka eru bresku freigát- urnar HMS Westminster og HMS Northumberland. Skip þessi eru systurskip og bæði 133 metrar á lengd og 16 metrar á breidd. Við Miðbakka eru kanadísku frei- gáturnar HMCS Charlottetown og HMCS Halifax, sem báðar eru 134 metrar á lengd og tæpir 16 metrar á breidd. Skammt frá þeim er danska freigátan HDMS Hvidbjørnen. Þá eru varðskipin Týr, Ægir og Þór á áðurnefndu hafnarsvæði. Í Hafnar- fjarðarhöfn má svo finna frönsku freigátuna Bretagne sem er 142 metra löng og 20 metra breið. Skip Atlantshafsbandalagsins halda svo til Noregs næstkomandi sunnudag. Þramma 10 km vegalengd Í dag og á morgun fara fram svo- kallaðar vetraræfingar í Þjórsárdal og er gert ráð fyrir að um 400 manna lið landgönguliða æfi þar. Sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu munu hermennirnir ganga um 10 kílómetra vegalengd með fullan herbúnað. Hernaðar- andstæðingar hafa boðað komu sína á svæðið á laugardag. Herskip NATO áber- andi í höfnum  Þyrluflugmóðurskip, freigátur og flutningaskip frá fjórum ríkjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Skarfabakki Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima sést hér við bryggju en fyrir framan það er herskipið New York. Miðbakki Kanadísku freigáturnar Charlottetown og Halifax sjást hér en skammt frá er freigátan Hvidbjørnen. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ekki var farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar við gerð samn- inga um endurgerð braggans við Nauthólsveg 100, samkvæmt áliti borgarlögmanns, sem gert var opin- bert í gær. Lög um opinber innkaup voru hins vegar ekki brotin, þar sem verkefnið var ekki útboðsskylt sam- kvæmt þágildandi lögum. Álitið dróst um 14 mánuði Innkauparáð Reykjavíkurborgar óskaði eftir áliti borgarlögmanns á því hvort innkaupareglum borgar- innar hefði verið fylgt 18. ágúst 2017, eða fyrir fjórtán mánuðum, en rekið er ítarlega í álitinu að embætti borgarlögmanns hafi ítrekað þurft að biðja um ýmis gögn og nánari úr- vinnslu þeirra frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkur- borg, hér eftir SEA, en þau bárust ýmist ekki eða voru ófullnægjandi. Var það fyrst í þessum mánuði sem embættinu bárust nægilegar upplýs- ingar til þess að leggja mat á álita- efnið. Meðal þess sem greint er frá í áliti borgarlögmanns er að 7. október síðastliðinn hafi komið fram að þeir samningar sem voru gerðir hafi ekki verið „skriflegir samningar heldur munnlegt samkomulag um að verkið skyldi unnið“. Þá hafi enn vantað um- beðið minnisblað með samanteknum upplýsingum ásamt gögnum um hvernig samningum hafi verið komið á í verkefninu. Gerði verkefnisstjóri SEA munnlega grein fyrir því á fundi síðastliðinn mánudag, 15. október. Engir skriflegir samningar Segir í álitinu að við þá yfirferð hafi komið í ljós „að aðeins í einu tilviki voru til gögn sem sýndu saman- burðartilboð en að öðru leyti voru ekki til staðar gögn sem sýndu fram á að leitað hefði verið hagkvæmustu til- boða“. Liggja því „engir skriflegir verksamningar til grundvallar fram- kvæmd þessari eða formleg inn- kaupaferli, heldur hefur samningum verið komið á með tilboðum og munn- legum hætti“. Í álitinu kemur fram að upphafleg kostnaðaráætlun hafi verið á bilinu 146-158 milljónir króna og er niður- staða borgarlögmanns sú að þar með hafi verkefnið ekki verið útboðsskylt skv. lögum 84/2007 um opinber inn- kaup, en í reglugerð 583/2014 um við- miðunarfjárhæðir er tekið fram að verk séu útboðsskyld ef áætlunin nemur meira en 834.842.176 kr. Hins vegar segir að samkvæmt 11. grein innkaupareglna Reykjavíkur- borgar sé skylt að viðhafa innkaupa- ferli þegar áætluð samningsfjárhæð verklegrar framkvæmdar nemi hærri fjárhæð en 28 milljónum króna. Kemur fram í áliti borgarlögmanns að ekki hafi verið sýnt fram á það að þetta verkefni gæti fallið undir þær undanþáguheimildir sem eru í regl- unum. Á hreinu að Dagur vissi ekki Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrif- stofustjóri SEA, sagði í gær í samtali við mbl.is að það væri alveg á hreinu að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði ekki vitað af stöðu málsins, og að Hrólfur hefði ekki rætt við Dag um hana. „Það er alveg á hreinu. Honum var ekki ljóst hvernig þessi staða var,“ sagði Hrólfur, en hann lét af störfum hjá borginni 1. apríl. Hrólfur greindi frá því í Morgun- útvarpi Rásar 2 í gærmorgun að kjörnir fulltrúar hefðu fyrst fengið upplýsingar um framúrkeyrslu verk- efnisins í ágúst á þessu ári og að hann sjálfur hefði gert mistök með því að grípa ekki inn í. Ekki farið eftir innkaupareglum  Álit borgarlögmanns gert opinbert í gær  Tafir á afhendingu gagna ollu því að álitið dróst um 14 mánuði  Hrólfur Jónsson segir Dag ekki hafa vitað af málinu Hrólfur Jónsson Dagur B. Eggertsson Morgunblaðið/Hari Bragginn Borgarlögmaður segir að ekki hafi verið farið eftir innkaupa- reglum borgarinnar í framkvæmdunum við Nauthólsveg 100. Verð á sterkum verkjalyfjum „á göt- unni“ hefur lækkað undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í mán- aðarlegri könnun SÁÁ á verðlagi á ólöglegum vímuefnum. Fram kemur að 80 mg tafla af OxyContin hafi t.d. kostað 8.000 kr. í janúar en 4.600 kr. í ágúst og 5.400 kr. í september. Allir innritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu Vogi taka þátt í könn- un þar sem spurt er hve margir þeirra hafa keypt ólögleg efni og hvað þeir greiddu fyrir þau. Tæpur helmingur hafði keypt örvandi vímu- efni, eða 45%, þar af höfðu flestir keypt kókaín (34%) og/eða amfeta- mín (33%). Svipaður fjöldi, eða 44% einstaklinga, keypti kannabisefni, langflestir gras (43%). Rúmt 31% aðspurðra hafði keypt lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. Fjórðungur keypti benzódíazepín-lyf, eða róandi lyf, flestir Xanax (16%) og 14% keyptu sterk verkjalyf í flokki ópíóíða. Morgunblaðið/Heiddi Vímuefni Mánaðarlega gera SÁÁ verðkönnun meðal sjúklinga. 34% keyptu kókaín  Götuverð verkja- lyfja hefur lækkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.