Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
FATNAÐUR Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr lífrænni ull og silki
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is
Veður víða um heim 18.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Akureyri 8 rigning
Nuuk -4 heiðskírt
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 heiðskírt
Stokkhólmur 9 heiðskírt
Helsinki 11 léttskýjað
Lúxemborg 14 þoka
Brussel 15 skýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 14 skýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 14 léttskýjað
Hamborg 13 heiðskírt
Berlín 14 alskýjað
Vín 16 heiðskírt
Moskva 14 heiðskírt
Algarve 18 skýjað
Madríd 19 léttskýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 20 rigning
Róm 23 heiðskírt
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg 14 léttskýjað
Montreal 2 léttskýjað
New York 8 heiðskírt
Chicago 9 heiðskírt
Orlando 29 rigning
19. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:31 17:56
ÍSAFJÖRÐUR 8:44 17:53
SIGLUFJÖRÐUR 8:27 17:36
DJÚPIVOGUR 8:02 17:23
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Suðvestan hvassviðri eða stormur
með rigningu og síðan skúrum en þurrt að kalla um
landið norðaustanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á
Austurlandi.
Suðvestan 8-18 m/s og skúrir en rofar aftur til norðaustan- og austanlands. Vaxandi suðaustan-
átt með rigningu við suðurströndina um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig en fer kólnandi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin hefur tilkynnt sveitar-
stjórn Norðurþings að hún muni
hætta að þjónusta göngin um
Húsavíkurhöfða um næstu mán-
aðamót. Verður því væntanlega
slökkt á lýsingu í göngunum og
enginn snjór mokaður í vetur.
Sveitarstjórn telur þetta geta haft í
för með sér ófyrirséðar afleiðingar
fyrir fyrirtækin sem þurfa að flytja
hráefni og afurðir til og frá iðn-
aðarsvæðinu á Bakka.
Ríkið kostaði gerð ganganna og
annaðist Vegagerðin verkið. Göngin
eru ætluð til að auðvelda flutninga
á hráefni frá Húsavíkurhöfn til
fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu Bakka
og á afurðum til baka.
Óvissa hefur verið um rekstur
ganganna og veganna beggja
vegna. Nú hefur Vegagerðin tekið
af skarið og tilkynnt að þar sem
göngin eru ekki opin til almennrar
umferðar og ekki hluti af þjóðvega-
kerfi landsins sé ekki heimilt að
þjónusta þau með opinberu vegafé.
Slökkt á lýsingu 1. nóvember
Kristján Þór Magnússon, sveitar-
stjóri Norðurþings, segir að göngin
séu í eigu ríkisins og hafi verið
byggð samkvæmt sérstökum lög-
um. Það sé ekki hlutverk sveitar-
félagsins að annast þjónustu og við-
hald ganganna heldur ríkisins.
Hann segir að svo virðist sem tog-
streita sé á milli ráðuneyta um það
hvar verkefnið eigi að vistast.
„Það þarf að leysa þetta og
tryggja reksturinn. Það verkefni
ætti að vera hjá Vegagerðinni,“
segir Kristján Þór.
Hann segir að lítið hafi reynt á
snjómokstur á síðasta vetri enda
notkun lítil þar sem gangsetning
kísilvers PCC seinkaði. Næst þegar
komi hálka og snjór verði vand-
ræði.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar hefur stofnunin sinnt
lágmarksþjónustu í göngunum,
aðallega lýsingu. G. Pétur Matt-
híasson upplýsingafulltrúi segir að
Vegagerðin muni ekki greiða reikn-
inga fyrir lýsingu eftir 1. nóvem-
ber.
Kristján Þór segir, spurður hvort
fyrirtækin eigi að greiða fyrir þjón-
ustuna, að göngin eigi að vera opin
öllum sem nota iðnaðarsvæðið á
Bakka. Þau hafi verið forsenda
uppbyggingar á iðnaðarsvæðinu,
ekki aðeins fyrir eitt fyrirtæki
heldur fleiri, og þannig réttlætt
fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Einn-
ig sé vonast til að þungaflutningar
að austan, til dæmis með fisk, fari
um þau og beint niður að höfn.
Verði leyst hið snarasta
Byggðaráð Norðurþings fjallaði
um málið í vikunni og skoraði á
þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið og fjár-
málaráðuneytið, að ganga frá mál-
inu hið snarasta.
Hættir að þjón-
usta göng um
Húsavíkurhöfða
Tilheyrir ekki þjóðvegakerfinu
Sveitarstjórn varar við afleiðingum
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Flutningar Göngin voru tekin í
notkun á síðastliðnu ári.
Húsavíkurhöfði
» Jarðgöngin tengja iðnaðar-
svæðið á Bakka við Húsa-
víkurhöfn. Um þau fara
þungaflutningar í þágu iðn-
aðarins. Þau eru ekki opin al-
mennri umferð.
» Göngin eru tæpur kílómetri
á lengd og Bakkavegur í heild
er 2,4 km.
» Í sérlögum um innviða-
uppbyggingu sem samþykkt
voru 2013 var gert ráð fyrir
1,8 milljarða kr. kostnaði.
Hann varð um 3,6 milljarðar.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við höfum gert ráð fyrir að staða
krónunnar undanfarin ár væri
ósjálfbær. Við höfum átt von á ein-
hverri veikingu. Hún er að koma
fram núna,“ segir Bogi Nils Boga-
son, starfandi forstjóri Icelandair
Group.
Bogi Nils segir áhrifin ekki komin
fram í bókunum.
„Í okkar rekstri kemur veiking
krónunnar fram með tvennum
hætti; annars vegar með því að Ís-
land verður ódýrara fyrir erlenda
ferðamenn, sem eykur eftirspurn
eftir flugi til landsins, afþreyingu og
gistingu. Það er alltaf einhver töf á
því að þau áhrif komi fram, enda
búið að selja fargjöldin fram í tím-
ann. Hins vegar batnar afkoman
vegna þess að við erum með lang-
stærstan hluta af okkar tekjum í er-
lendri mynt en stóran hluta kostn-
aðarins í íslenskum krónum. Veiking
krónunnar kemur fljótt fram í okkar
rekstri vegna þessa samspils.“
Voru komin að þolmörkum
„Við heyrum á ferðaþjónustu-
aðilum sem við erum í viðskiptum
við úti í heimi, að gengið var komið
að þolmörkum. Þegar gengi breytist
í þessa átt verður staðan betri hvað
það varðar að selja og markaðssetja
Ísland. Fyrir þá sem eru að selja
landið í samstarfi við okkur er þetta
mjög jákvætt. Þetta lækkar kostnað
ferðamanna sem hingað koma,“
segir Bogi Nils, sem kveðst að-
spurður ekki eiga von á mikilli
breytingu á hlutfalli tengifarþega –
flugfarþega sem fara ekki út af
Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir
haf – vegna veikingar krónunnar.
Hótelsalan undirbúin
Icelandair hefur undirbúið sölu á
Icelandair-hótelunum. Þau eru önn-
ur stærsta hótelkeðja landsins.
Bogi Nils segir gengisbreyt-
inguna undanfarið ekki hafa haft
mikil áhrif í þessu efni. Formlegt
söluferli sé ekki hafið. Nú sé fyrst
og fremst verið að undirbúa söluna.
„Vinnan sem við settum í gang
með okkar ráðgjöfum er á fullu. Það
hefur ekkert óvænt komið upp á
sem tefur ferlið. Við erum að vanda
okkur frekar en að flýta okkur. Við
munum fyrir lok mánaðarins senda
upplýsingapakka á mögulega kaup-
endur en margir hafa lýst áhuga,
einkum erlendir aðilar, þótt eigin-
legt söluferli sé ekki hafið.“
Bogi Nils segir veikingu krónunn-
ar til þess fallna að styðja við af-
komu hótela úti á landi. Vegna
styrkingar krónunnar hafi ferða-
menn haldið sig nær Reykjavík og
stytt dvöl sína. Það hafi haft nei-
kvæð áhrif á hótel úti á landi. Hann
staðfestir að alþjóðlegar hótelkeðjur
hafi sýnt Icelandair-hótelunum
áhuga.
Hefur bein áhrif á afkomu
Icelandir Group var að meðaltali
með um 4.300 starfsmenn í fyrra.
Bogi Nils segir aðspurður að
gengisbreytingin hafi áhrif á launa-
kostnað félagsins mældan í erlendri
mynt. „Rúmlega 90% af okkar laun-
um eru í krónum og hér um bil 80%
af okkar tekjum eru í erlendri mynt.
Þetta samspil veldur því að veiking
krónunnar hefur bein áhrif á af-
komu,“ segir Bogi Nils.
Morgunblaðið/Eggert
Á Keflavíkurflugvelli Sviptingar hafa verið í rekstri Icelandair á þessu ári.
Icelandair taldi
gengið ósjálfbært
Forstjórinn segir veikingu krónu styrkja samkeppnisstöðu
Andrés Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, segir tilkynningar frá
áhyggjufullum félagsmönnum
streyma inn út af veikingu krónu.
„Eins og við Íslendingar þekkjum
mætavel hefur veiking krónunnar
þau beinu áhrif að verð á innfluttri
vöru hækkar. Það er að gerast núna
hjá heildsölum sem flytja inn vörur
og hjá innlendum framleiðendum.
Margir innlendir framleiðendur
nota innflutt aðföng. Þau verða dýr-
ari fyrir vikið. Fyrirtækin hafa lengi
tekið á sig þann kostnað sem á
þeim hefur dunið. Þá varðandi
launahækkanir og aukið mót-
framlag í lífeyrissjóð sem kom til
framkvæmda 1. júlí sl. Allt þetta
spilar saman. Þannig að okkur sýn-
ist vera mjög mikið um verðhækk-
anir í pípunum. Sumar eru þegar
orðnar,“ segir Andrés.
Hann segir þær „óraunhæfu kröf-
ur sem birtast í kröfugerð stærstu
verkalýðsfélaganna“ ýta enn undir
„að fyrirtækin leiti allra leiða til að
hagræða og sjálfvirknivæða“.
Ólafur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda, segir fréttir af kröfugerð
launþegasamtaka hafa örugglega
haft sitt að segja um gengis-
þróunina síðustu daga með því að
slá á væntingar í efnahagsmálum.
Horfur séu á meiri óróa í kjara- og
efnahagsmálum á næsta ári en útlit
var fyrir. Stöðugleiki síðustu ára sé
í hættu. „Við þurfum ekki nauðsyn-
lega að taka kollsteypu. Kröfugerð
launþegasamtakanna eykur vissu-
lega áhyggjur okkar af því að miss-
um lendingu hagkerfisins úr bönd-
unum. Að hún verði mjög hörð í
staðinn fyrir að vera mjúk.“
Óraunhæfar launakröfur hafi veikt gengið
FÉLAG ATVINNUREKENDA TELUR AUKNAR LÍKUR Á HARÐRI LENDINGU Í HAGKERFINU