Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 9

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Kæli- & frystiklefar og allt tilheyrandiHurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla og þekking AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni 2019 með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. desember 2018. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@byggdastofnun. is og bréflega á póstfangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Vakin er athygli á því að umsóknum þarf bæði að skila rafrænt og bréflega. Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar- verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að tólf milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk- efna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir framvindu þess áður en styrkumsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undirbúa stærri verkefni á sviði rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð getur numið allt að þremur milljónum króna og skal verkefnið unnið innan tólf mánaða. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Ártorgi 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 455 5400 ∙ www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum Ekkert varð af fundi fulltrúa sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins með umhverfis- og samgöngu- nefnd Alþingis sem átti að fara fram í gærmorgun. Á fundinum átti að ræða málefni Samgöngustofu og áfangaskýrslu starfshóps um starfs- hætti hennar. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var sett fram alvar- leg gagnrýni á störf Samgöngustofu í skýrslunni sem skilað var í október 2017. Athygli hefur vakið að tilteknir hlutar skýrslunnar voru afmáðir þegar hún var send fjölmiðlum. Staðhæft var að frekari vinna væri fyrirhuguð við málefnið en lítið hef- ur farið fyrir þeirri vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Bergþóri Ólasyni, formanni nefnd- arinnar, afboðaði fulltrúi ráðuneyt- isins komu sína. „Því miður baðst ráðuneytið undan því að mæta á fund nefndarinnar. Við reiknum með því að geta kallað fulltrúa ráðuneyt- isins á fund í næstu viku í staðinn,“ segir Bergþór. hdm@mbl.is Fulltrúi ráðuneytis afboðaði sig  Aflýsa varð fundi um málefni Samgöngustofu í gær „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilis- ofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ á Hótel Natura í gær. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilis- ofbeldismál. Katrín benti á að lögreglu hefðu borist 890 tilkynningar vegna heim- ilisofbeldis í fyrra. „Heimilið á að vera griðastaður, ekki staður ofbeld- is og kúgunar,“ sagði Katrín. Verkefnið tengt ráðstefnunni kall- ast „Byggjum brýr – brjótum múra“ en forsætisráðherra benti á að eitt af markmiðum verkefnisins væri að fjölga tilkynningum heimilisofbeldis til lögreglu. Með því væri hægt að koma málunum upp á yfirborðið. Forgangsmál ríkisstjórnar Katrín sagði að ofbeldi gegn kon- um væri orsök eða afleiðing kynja- misréttis. Samfélagið þurfi að takast á við þetta misrétti í öllum sínum birtingarmyndum. „Ég er ánægð með að jafnréttis- mál eru ein af forgangsmálum þess- arar ríkisstjórnar,“ sagði Katrín og bætti við að hún hefði lagt til við Al- þingi að jafnréttismál yrðu flutt í forsætisráðuneytið. Með því yrði hægt að efla málaflokkinn þvert á ráðuneyti og minnka óþarfa flækjur. Meðal ræðumanna á málþinginu var Halldóra Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri hjá Mannréttinda- skrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún sagði að áhrif heimilisofbeldis á börn væru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Halldóra rakti hver staðan væri í borginni í málum tengdum heimilisofbeldi. Verkefninu „Saman gegn ofbeldi“ var hrint af stað árið 2014 en við það breyttist verklag og tilkynningum um heim- ilisofbeldi hefur fjölgað úr 208 árið 2014 í Reykjavík í 451 tilkynningu í fyrra. Vinnubrögð batnað Þegar hringt er í 112 vegna heim- ilisofbeldis kemur lögregla og ráð- gjafar handa brotaþola á staðinn. Ef barn er á staðnum kemur einnig starfsmaður barnaverndar. Málum er fylgt eftir með viðeigandi aðstoð fyrir brotaþola og gerandi er hvatt- ur til að sækja sér meðferð. Áður segir Halldóra að lögregla hafi komið ein þegar hringt var í 112 og hún segir að vinnubrögð séu mun betri núna. Hún telur að útköllum hafi fjölgað af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að þol- endur hafi trú á verkefninu „Saman gegn ofbeldi“ og vegna þess að lög- regla skrái nú öll heimilisofbeldis- mál sem slík. Áður hafi þau stundum verið skráð sem „ágreiningur“. Halldóra lagði áherslu á að fólk ætti ekki að vera fast í einhverjum fyrirframákveðnum hugmyndum þegar talað væri um heimilisofbeldi. „Það er milli tengdra og skyldra. Getur verið barn að beita foreldri of- beldi eða foreldri gegn barni,“ sagði Halldóra og bætti við að það væri ekki eingöngu karl gegn konu. Hún sagði að reynsla nýja verk- lagsins í Reykjavík skilaði árangri og þeir sem hefðu samanburðinn, brotaþolar, væru ánægðir með nýju áherslurnar. „Það er leiðinlegt að segja þetta en lögregla þarf allt of oft að koma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á sama staðinn.“ Morgunblaðið/Hari Heimilisofbeldi „Best væri ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær. Heimilið sé ekki staður ofbeldis  Tilkynningum um slíkt ofbeldi fjölgað „Stórsókn er hafin af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar í baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, í ræðu á aðalfundi í gær. Á sama tíma og krafan væri krónutöluhækkun upp á 42%, úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund, væri staðreyndin sú að þeg- ar LS undirritaði kjarasamning 2015, sem tryggði 300 þúsund króna lágmarkslaun, hafi meðalverð á þorski verið 304 krónur fyrir kíló. Fyrstu níu mánuðina í ár hafi kíló af þorski hins vegar skilað 244 krónum. Örn varaði við togveiðum á hefð- bundnum veiðisvæðum smábáta og að svæði sem hefði verið friðað í ára- tugi fyrir togveiðum yrði minnkað. „Er ef til vill hafin rýmingaráætlun fyrir tug togveiðiskipa styttri en 29 metrar til veiða á grunnslóðinni? Hvað er til ráða? Ég hef margsinnis velt því fyrir mér hvort komin sé upp sú staða að smábátaeigendur leiti beint eftir stuðningi frá almenn- ingi til aðstoðar við að verja sín hefð- bundnu fiskimið,“ sagði Örn m.a. Hann sagði að þrátt fyrir bágt ástand humarstofnsins hefði stækk- un humarskipa verið heimiluð og takmarkanir á veiðitíma verið rýmk- aðar. Örn sagði að LS legði til að humarinn yrði veiddur í gildrur af smábátum meðan verið væri að koma honum aftur á legg. Þá sagði hann að lúðan væri að braggast og bann við veiðum hefði líklega eitthvað haft um það að segja. Hún kæmi í auknum mæli sem meðafli á línu og miðað við frá- sagnir sjómanna væri full ástæða til að heimila löndun á lúðu sem fengist sem meðafli við krókaveiðar. aij@mbl.is Lægra þorskverð en krafa um hærri laun  Varað við togveiðum á svæðum smábáta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.