Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Við látum framtíðina rætast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. T- Roc. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 4.590.00 kr. Fjórhjóladrifna fjölskyldan. Tiguan Allspace. 7 manna og rúmgóður. Verð 7.635.000 kr. Tilboðsverð 6.990.000 kr. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. Í flokki stærri jeppa Í flokki jepplinga Í flokki minni jeppa Í flokki jepplinga Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Landhelgisgæsla Íslands (LHG) hef- ur ákveðið að taka á móti tveimur ný- legum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrl- urnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en stefnt er að því að taka þær í notk- un á vormánuðum. Fyrri þyrlan kemur að líkindum hingað til lands strax í febrúar. Þetta staðfestir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflug- stjóri hjá Land- helgisgæslu Ís- lands, við Morgunblaðið. „Eigandi vél- anna tveggja sem við leigjum í dag bauð okkur þess- ar þyrlur, sem eru mun nýrri og fullkomnari, í stað- inn fyrir hinar og við höfum þegið það. Þessar nýju þyrlur munu því koma inn í sama leigusamning og gildir um hinar eldri,“ segir Sigurður Heiðar og bætir við að fulltrúar Landhelgisgæslunnar hafi þegar skoðað umræddar þyrlur og rætt við fjölmarga sérfræðinga og tækni- menn um þær. „Það er nú þegar byrjað að þjálfa tæknifólk og búið að staðfesta þjálfun flugmanna. Við er- um því langt á veg komnir í þessu ferli og stefnt er að því að þyrlurnar verði komnar hingað til lands í vor,“ bætir hann við, en rétt er að taka fram að koma þessara þyrlna hefur engin áhrif á áform Landhelgisgæsl- unnar um kaup á nýjum björgunar- þyrlum. Áætlað er að LHG fái nýjar þyrlur afhentar á árunum 2021-2023. Stórt skref inn í nútímann Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða þremur þyrlum af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1. Er um að ræða þyrlurnar TF-GNA, árgerð 2001, TF-SYN, árgerð 1992, og TF-LIF, árgerð 1987. Þær þyrlur sem skipt verður út eru TF-GNA og TF-SYN, en TF-LIF er í eigu LHG. Sigurður Heiðar segir nýju leigu- þyrlurnar, sem eru frá árinu 2010, hjálpa Landhelgisgæslunni að stíga mun fyrr inn í framtíðina en upphaf- legar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þyrlur þessar geri rekstur þyrlu- sveitarinnar nútímalegri, bæði hvað varðar viðhald og notkun. „Þær þyrlur sem við erum að fá eru nýjasta tegund fjölskyldu Super Puma. Þær eru byggðar á sama grunni og hinar eldri, en eru bæði að- eins þyngri og lengri,“ segir Sigurð- ur Heiðar og bætir við að nýju leigu- þyrlurnar hafi einnig öflugri mótor sem geri þær meðal annars hrað- fleygari en forverana. Segir hann nýju þyrlurnar verða með um 50% meiri drægni en þær sem skipt verð- ur út og um 20-30% meira flugþol. Þá eru þær um 15% hraðfleygari en gömlu vélarnar og með meiri af- kastagetu í farflugi svo fátt eitt sé nefnt. „Í fljótu máli má segja að þess- ar þyrlur séu mun öflugri en þær sem við erum með núna,“ segir Sig- urður Heiðar og bendir á að nýju tækin hafi einnig betra vinnurými fyrir áhöfn og betra björgunarspil en þyrlan TF-SYN hefur yfir að ráða. Úreldast hratt að óbreyttu „Það má ekki gleyma því að bún- aðurinn í núverandi þyrlum er orðinn mjög gamall og á ég þá einkum við samskipta- og leiðsögubúnað. Í ljósi þeirra öru breytinga sem eiga sér stað í flugheiminum í dag erum við hreinlega að verða úreltir hvað þessa tækni varðar. Nýju vélarnar uppfylla hins vegar öll skilyrði til sjón- og blindflugs á meðan TF-GNA og TF- SYN eru með mjög gamlan búnað sem þyrfti að uppfæra með tilheyr- andi kostnaði og tíma til að uppfylla öryggiskröfur,“ segir Sigurður Heiðar. Nýju leiguþyrlurnar eru sem fyrr segir lengri en þær gömlu, eða því sem nemur 70 sentímetrum. Þær eru hins vegar jafn breiðar og háar, en vinnuaðstaða fyrir áhöfnina er þægi- legri en í eldri gerðum. „Það er betra aðgengi í geymslurými sem finna má aftast í vélinni og einnig fyrir þyrlu- lækninn því um borð verða meðal annars nýrri sjúkrabörur. Í raun má segja að þetta sé nýr tími fyrir alla sem vinna um borð í þyrlunum,“ segir Sigurður Heiðar og bendir á að flugmenn muni einnig finna talsverð- an mun. „Sjálfstýring nýju vélanna er ein sú besta sem völ er á, mun betri en sjálfstýringin sem við höfum í dag. Á þetta sérstaklega við þegar kemur að björgunarflugi við erfið skilyrði og krefjandi aðstæður.“ Brugðist var við í kjölfar slyss Airbus H225 Super Puma eru sagðar vera með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á í heiminum í dag. Eru alls um 270 þyrlur þessarar gerðar í notkun í 30 löndum. Talsvert var fjallað um H225 Super Puma eftir að ein slík hrapaði við Turøy í Noregi 29. apríl 2016. Með henni fórust 13 manns. Aðal- spaðabúnaðurinn losnaði af þyrlunni á flugi og þeyttist áfram á meðan hinn hluti þyrlunnar féll stjórnlaust til jarðar. Talið er að slysið við Turøy og fleiri slys þyrlna Super Puma megi rekja til bilunar í gírkassa. Sigurður Heiðar segir framleið- anda þyrlanna hafa ráðist í umfangs- miklar endurbætur á þeim auk þess sem viðhaldskröfur tengdar gírkass- anum hafi verið hertar til muna. „Við höfum skoðað þetta allt sam- an mjög vel, enda ákveðum við ekki að taka á móti nýjum þyrlum í flýti. Samkvæmt þeirri rannsókn sem átti sér stað í kjölfar slyssins 2016 hefur framleiðandi farið í ákveðnar aðgerð- ir og brugðist við þeim tilmælum sem komu fram. Við trúum því að þessar vélar séu öruggar, meðal annars í ljósi þess búnaðar og þeirrar tækni sem um borð er,“ segir hann og bendir á að H225 Super Puma upp- fyllir allar kröfur Flugöryggisstofn- unar Evrópu (EASA) og annarra flugmálayfirvalda í heiminum. „Við hjá Landhelgisgæslunni er- um þess fullviss að þessar nýju þyrl- ur muni auka mjög öryggi starfs- manna okkar og getu á öllum sviðum,“ segir hann enn fremur. LHG fær björgunarþyrlur í vor  Landhelgisgæsla Íslands hefur ákveðið að taka á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum frá Noregi  Þyrlurnar eru þær nýjustu úr fjölskyldu Super Puma  Lengri, öflugri og tæknilegri en þær gömlu Morgunblaðið/Árni Sæberg Jálkur Núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna og eru vonir bundnar við yngri tæki. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands Á leiðinni Sú þyrla sem hér sést er önnur tveggja sem Landhelgisgæslan mun fá á nýju ári, en þyrlurnar eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma. Sigurður Heiðar Wiium

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.