Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Líklegt er að á næstu ára-tugum verði viðamiklarbreytingar á íslenskuskólakerfi þar sem hefð-
bundin mörk skólastiga breytast eða
mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar
Þór Pétursson, formaður Kennara-
sambands Íslands. Hann segir að
ræða þurfi lengingu skólaskyldu.
Ástæðan er áskoranir sem mæta
ungu fólki sem heldur út í lífið og
þörf þess fyrir sterkari bakgrunn og
meiri þekkingu en áður dugði. Sum-
ar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar
stigið skref í þessa átt vegna þess
hve litla möguleika ungt fólk á sem
heldur út á vinnumarkað með tak-
markaða eða litla menntun. Til að
svona breytingar séu raunhæfar í ís-
lensku samfélagi telur Ragnar að
stórefla þurfi list-, verk- og iðnnám
en íslenskt skólakerfi hefur í dag
skaðlega slagsíðu í átt til bóknáms.
Jöfnuður sé tryggður
„Íslenska skólakerfið hefur ein-
kennst af jöfnuði. Nemendur hafa al-
mennt haft svipuð tækifæri til að
mennta sig, sama hvert bakland
þeirra er. Þá stöðu þurfum við að
verja en því miður bendir ýmislegt
til þess að þetta kunni að vera að
breytast. Alþjóðlega eykst hætta á
mismunun ef verkefnum í skólum er
útvistað eða þeir einkavæddir,“ segir
Ragnar Þór.
Skólamálastefna KÍ sem var
samþykkt síðastliðið vor undir-
strikar að verja þurfi skólana fyrir
ýmsum áhrifum frá markaðsvæddu
samfélagi líðandi stundar. „Auðvitað
verður skólakerfið fyrir ýmsum
áhrifum, rétt eins og skólarnir eiga
að lita og breyta sínu samfélagi. Að
útiloka til dæmis snjallsímatækni frá
skólunum er ekki valkostur. Það
verður að kenna börnunum að ná
tökum á tækninni áður en tæknin
nær tökum á þeim. Í því felst áskor-
un.“
Menntun og líf með reisn
Fyrir nokkrum vikum birtist
hér í Morgunblaðinu viðtal við Petr-
ínu Rós Karlsdóttur, formann STÍL,
Samtaka tungumálakennara á Ís-
landi, þar sem hún lýsti mikilvægi
tungumálanáms og hve margar gátt-
ir út í veröldina góð kunnátta í er-
lendum málum opnaði fólki. Sömu-
leiðis vék hún að því að nám í
erlendum tungum hefði ekki sama
vægi og áður, það er á sama tíma og
heimurinn væri að minnka.
„Já, því miður veitum við góðu
starfi í skólum landsins kannski ekki
næga athygli. Það er sérlega um-
hugsunarvert að tungumálanám sé á
undanhaldi, því þótt einhverjir haldi
að enskan sé orðin okkur Íslend-
ingum töm þá er hún ekki nærri því
nóg,“ segir Ragnar. Hann telur
mikilvægt að huga að rótunum sem
íslenskt menntakerfi sprettur af.
Hér á landi hafi um aldir verið sterk
hefð fyrir heimamenntun sem
byggðist á þeirri kröfu kirkjunnar að
fólkið kynni boðskap hennar. Í
kringum aldamótin 1900 þegar sam-
félag nútímans var að myndast hafi
myndast skilningur á nauðsyn
menntunar og skóla, svo Íslendingar
gætu verið þjóð meðal þjóða.
„Þann metnað og þær hug-
myndir þarf að endurvekja. Mennt-
un snýst ekki um að komast af, held-
ur að fólk blómstri í leik og starfi.“
Meginstefið í menntastefnu Ís-
lendinga eru grunnskólalögin sem
sett voru árið 1974. Samkvæmt þeim
skal öllum börnum tryggð menntun
á þeirra forsendum. Lögin hafa í tím-
ans rás verið endurskoðuð og nám-
skrár uppfærðar en rauði þráðurinn
er sá sami. Ragnar Þór segist raunar
telja að í dag sé offramboð á stefnu-
mörkun og skortur á eftirfylgni.
„Það sést kannski best á til-
raunum til að tryggja skóla án að-
greiningar. Fjarri fer að öllum börn-
um sé mætt á sínum stað, þótt margt
gott sé sannarlega gert. Síðustu árin
hafi einkennst af sífelldri stefnumót-
un sem jafnvel er þversagnarkennd
eða óraunhæf,“ segir Ragnar. Í
þessu sambandi nefnir hann svo-
nefnda Hvítbók um umbætur í
menntun sem kom út árið 2014, í tíð
Illuga Gunnarssonar sem mennta-
málaráðherra. Í Hvítbókinni voru
sett niður mælanleg markmið um
lestrarkunnátt og að fleiri nemendur
lykju framhaldsskólanum á tilsettum
tíma. Það voru markmið sem áttu að
nást í haust, sem Ragnar segir að
verði ekki. Viðmiðin hafi enda verið
óraunhæf að sínu mati.
Uppsafnaður vandi
„Sveitarfélögin tóku við rekstri
grunnskólans árið 1996 en hann er
allt önnur stofnun nú en var fyrir 22
árum. Þá var mun minni áhersla á að
mæta hverjum og einum nemanda á
hans forsendum, skóladagurinn var
skemmri, skólaárið styttra og
kennsluhættir allt öðruvísi. Grunn-
og leikskólastigið er í kreppu og mik-
ill kennaraskortur blasir við á næstu
árum. Að hluta til er það alþjóðlegur
vandi,“ segir Ragnar Þór og heldur
áfram:
„Annar vandi blasir líka við
skólakerfinu öllu og samfélaginu en
það er uppsafnaður vandi vegna
hrunsins. Næstum allar skólagerðir
þurftu að draga verulega úr stuðn-
ingi og sérkennslu á árunum eftir
hrun. Önnur úrræði hafa engan veg-
inn annað eftirspurn. Mér skilst að
stærsti einstaki hópurinn sem núna
kemur nýr á örorkubætur séu átján
ára drengir. Í mörgum tilfellum
hefði örugglega mátt mæta þessum
einstaklingum betur og fyrr.“
Skólarnir breyti samfélagi
Menntun snýst um fólk blómstri í leik og starfi, segir
Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ. Hann býst við
miklum breytingum á skólastarfi á næstu árum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kennari Því miður veitum við góðu starfi í skólum landsins kannski ekki næga athygli. Það er sérlega umhugs-
unarvert, segir Ragnar Þór Pétursson, sem tók við sem formaður Kennarasamband Íslands fyrr á þessu ári.
Mikilvægt er að tryggja sjálfstæði
skóla og að fagleg sjónarmið séu
ráðandi í öllu starfi. Í grunnskóla-
starfi eru, að sögn Ragnars Þórs,
dæmi um að pólitískt kjörnir fulltrú-
ar vilji hafa hafa afskipti af kennslu-
háttum, hvaða efni sé tekið fyrir og
svo framvegis. Slíkt sé varhugavert.
„Mikilvægust er fagmennskan inn-
an skólanna. Þar er grundvallaratriði
að velja til skólastjórnar sterka fag-
lega leiðtoga sem og að skapa
tryggt gott starfsumhverfi. Stjórn-
endanna er svo að móta skólastefnu
með skýrum markmiðum sem sátt
er um. Við sjáum nú merki um flótta
úr stétt skólastjóra. Það er mikið
áhyggjuefni og erfitt getur reynst
að vinda ofan af skaðlegum áhrifum
þess seinna,“ segir Ragnar Þór og
bætir við:
„Eins þarf að tryggja skólunum
nægt fé svo að kennsla verði eftir-
sóknarvert framtíðarstarf. Nú út-
skrifast úr kennaranámi innan við
helmingur þess sem til þarf til að
fylla í skörð þeirra sem hætta. Það
segir líka sína sögu að á vinnumark-
aði í dag er um 5.000 manns sem
hafa kennaramenntun en starfa á
öðrum vettvangi; fólk sem kannski
snýr aftur í kennslu þegar harðnar á
dalnum í atvinnulífinu. Slíkt er þó
aldrei ákjósanlegt; skólastarf eins
og annað þarf stöðugleika og fólk
með reynslu.“
Afskipti kjörinna fulltrúa af skólastarfi eru varhugaverð
Fagmennska er mikilvæg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Í hverjum bæ er skólinn í lykilhlutverki. Myndin er úr Stykkishólmi.
Ragnar Þór Pétursson tók sem formaður í Kennarasambandi Íslands í
nóvember á síðasta ári. Að baki á hann tuttugu ára feril sem kennari við
grunnskóla víða um land, lengst í Norðlingaskóla í Reykjavík. Hann er því
öllum hnútum kunnugur í skólastarfi.
„Skólastarf hefur breyst mikið síðan ég hóf minn feril, að ég tali nú
ekki um getu nemenda. Vald þeirra á íslenskunni er minna en var, enda
lifa þessir krakkar og hrærast að miklu leyti í allt öðrum málheimi en ís-
lenskunni. Það er því ekki að ástæðulausu að við kennarar höfum haft
frumkvæði að því að standa vörð um íslenskuna,“ segir Ragnar Þór.
„Hinu vil ég svo líka halda til haga að ungt fólk í dag eru að mínu mati al-
mennt mun heilsteyptari einstaklingar, en til dæmis mín kynslóð sem nú
er um fertugt. Krakkar í dag eru upp til hópa skynsamir, vel uppaldir, eld-
klárir og fljótir að átta sig á aðstæðum og nýjungum.“
Eldklárir krakkar og skynsamir
Á AÐ BAKI LANGAN KENNARAFERIL