Morgunblaðið - 19.10.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími 551 3033
af því tilefni bjóðum við
20%
afslátt af öllum vörum
föstudag – laugardag – mánudag
ÁRA
AFMÆL
I
VIÐ EIGU
M
Flottir
í fötum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Meðan þessi hasar er hjá Sjómanna-
félagi Íslands við sína félagsmenn og
fleiri er Sjómannafélag Eyjafjarðar
ekki tilbúið að ræða áfram um samein-
ingu félaganna. Ásakanirnar á hendur
forystu Sjómannafélags Íslands eru
grafalvarlegar, við drógum okkur út og
erum ekki lengur tengdir þessu á nokk-
urn hátt,“ segir Konráð Alfreðsson, for-
maður Sjómannafélags Eyjafjarðar.
Hann vísar í yfirlýsingu félagsins og
Jötuns í Vestmannaeyjum frá því á
miðvikudag en þar segir m.a.: „Í frétt-
um undanfarna daga hafa komið fram
mjög alvarlegar ásakanir á hendur
stjórnendum Sjómannafélags Íslands
um óheiðarlega framkomu og falsanir á
fundargerðabók sjómannafélagsins.
Ásakanir þessar hafa komið fram í
tengslum við fyrirhugað mótframboð
til stjórnar félagsins í tengslum við að-
alfund þess sem fram fer á milli jóla og
nýárs. Þessar ásakanir telja stjórnend-
ur ofangreindra félaga svo alvarlegar
að við því verði að bregðast.“
Á ýmsan hátt erfið staða
Konráð segir að staðan í félags-
málum sjómanna sé á ýmsan hátt erfið
og gagnvart atvinnurekendum komi
sjómenn fram í nokkrum hópum. Með
þetta í huga hafi á aðalfundum félags-
ins til fjölda ára verið samþykkt að
vinna að því að koma sjómönnum í eitt
stórt landsfélag.
Eyfirðingar hafi því ákveðið að vera
með þegar möguleiki hafi opnast á
sameiningu við Sjómannafélag Íslands,
Sjómanna- og vélstjórafélag Grinda-
víkur, Sjómannafélagið Jötun í Vest-
mannaeyjum og Sjómannafélag
Hafnarfjarðar. Viðræðurnar hafi geng-
ið ágætlega, en eftir að ásakanirnar
hafi komið fram hafi menn ekki verið
tilbúnir til þess að nafn Sjómannafélags
Eyjafjarðar væri tengt þessari um-
ræðu.
Ekki vinnandi vegur
„Í síðustu kjaraviðræðum klofnaði
Sjómannasambandið þegar Grind-
víkingar fóru út og áður hafði Sjó-
mannafélag Reykjavíkur, nú Íslands,
gengið út. Það er vont þegar margar
stjórnir og margar samninganefndir
vinna að sama kjarasamningnum.
Sjómannasambandið setur fram
kröfur fyrir sín aðildarfélög, tvö önn-
ur félög eru með eigin samninga-
nefndir og setja fram sínar kröfur.
Auk þess hélt Verkalýðsfélag Vest-
firðinga umboðinu heima í héraði og
fimmta aflið var VM, áður vélastjór-
afélagið, sem var samferða okkur. Í
þessari stöðu þurftum við alltaf að
semja okkar á milli áður en við gátum
talað við atvinnurekendur. Þetta er
ekki vinnandi vegur,“ segir Konráð.
Hann segir að koma verði sjó-
mönnum í eitt landsfélag og síðan
verði það ákvörðun þess félags á ein-
hverjum tímapunkti hvort það verði
innan SSÍ og ASÍ eða utan. Líka
megi spyrja hvort þá verði til nokk-
urt Sjómannasamband því sjómenn
verði þá bara í einu landsfélagi og
hugsanlega geti slíkt félag átt beina
aðild að Alþýðusambandinu.
Nú sé staðan hins vegar þannig að
SÍ og Grindvíkingar séu utan þessara
landssambanda. Til að ná fram sam-
einingu hafi Eyfirðingar, Jötunn og fé-
lagið í Hafnarfirði farið í viðræður og
þá reiknað með úrsögn úr Sjómanna-
sambandinu og ASÍ ef af sameiningu
hefði orðið. Úrsögn úr því hefði þó í
raun aðeins verið tæknilegs eðlis.
Konráð er varaformaður Sjómanna-
sambandsins og Eyfirðingar tóku
virkan þátt í þingi sambandsins í síð-
ustu viku, en stjórnarkjöri og gerð
fjárhagsáætlunar var frestað vegna
óvissu um framtíð sambandsins. Kon-
ráð segir ekkert því til fyrirstöðu að
ljúka nú þingstörfum þar sem við-
ræðum um sameiningu sé lokið af
hálfu Eyfirðinga og Jötuns.
Áður þurfi afstaða Sjómannafélags
Hafnarfjarðar þó að liggja fyrir og
sambands- og framkvæmdastjórn SSÍ
þurfi að koma saman.
Lætur af formennsku í febrúar
Konráð segir líklegt að félagsmál
sjómanna verði til umræðu á aðalfundi
Sjómannafélags Eyfirðinga í lok febr-
úar. Hann hyggst láta af formennsku
á þeim fundi eftir 30 ár sem formaður
félagsins. Hann segir að á þeim tíma
hafi óneitanlega margt áunnist í bar-
áttumálum sjómanna, ekki síst í ör-
yggismálum.
Áður en Konráð tók við formennsku
í Sjómannafélagi Eyjafjarðar var hann
á sjó, meðal annars á togurum Út-
gerðarfélags Akureyringa. Einnig í
mörg ár hjá Samherja þegar fyrir-
tækið var að leggja af stað í sína veg-
ferð, m.a. var hann í fyrstu áhöfn
Akureyrarinnar.
Þurftum fyrst að semja okkar á milli
Erfitt að vinna að kjarasamningum í mörgum hópum, segir formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar
Hætta viðræðum vegna ásakana á forystu Sjómannafélags Íslands Vill áfram stórt landsfélag
Morgunblaðið/Eggert
Deilur Eftir erfiðar samningaviðræður og um tíu vikna verkfall náðust
samningar í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna í febrúar 2017. Á mynd-
inni bera þeir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins,
Guðmundur Ragnarsson, þáverandi formaður VM, og Konráð Alfreðsson,
varaformaður Sjómannasambandsins og formaður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar, saman bækur sínar eftir fund með sjávarútvegsráðherra.