Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
París. AFP. | Útlit er fyrir að losun
koltvísýrings í orkugeiranum haldi
áfram að aukast í ár eftir metlosun á
síðasta ári, að sögn framkvæmda-
stjóra Alþjóðaorkumálastofnunarinn-
ar, IEA.
Talið er að um 80% heildarlosunar
koltvísýrings í heiminum komi frá
orkugeiranum, meðal annars vegna
brennslu jarðefnaeldsneytis, og hann
hefur því mikla þýðingu fyrir tilraunir
til að draga úr heildarlosuninni til að
stemma stigu við hlýnun jarðar.
Heildarlosunin jókst um 1,4% á síð-
asta ári eftir að hafa haldist óbreytt í
þrjú ár.
Fatih Birol, framkvæmdastjóri
Alþjóðaorkumálastofnunarinnar,
sagði að gert væri ráð fyrir því að los-
unin héldi áfram að aukast í ár. Hann
kvaðst telja að líkurnar á því að
meginmarkmið Parísarsamningsins
frá desember 2015 næðist færu
minnkandi með hverju árinu sem liði.
Samkvæmt samningnum er stefnt að
því að tryggja að hlýnunin verði minni
en 2°C en reynt verði að halda henni
innan við 1,5°C fyrir lok aldarinnar.
Losun CO2 hefur stór-
aukist frá sjötta áratugnum
Gert er ráð fyrir því að losunin aukist í ár, að sögn
Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA)
Eldsneyti í föstu formi
FljótandiSement
Gas
Eftir upptökum losunar
2013
Eftir að hafa haldist
óbreytt í þrjú ár jókst losun
CO2 um 1,4% í heiminum
á síðasta ári
Losun koltvísýrings eykst
Heimildir: CDIAC/OurWorld in Data/europa.eu
Áætluð heildarlosun*
*Meiri en summa losunar einstakra ríkja
vegna stærðfræðilegra frávika
Flugvélar
og skip
Asía og
Kyrrahaf
(önnur en Kína
og Indland)
Kína
Indland
Afríka
Mið-Austurlönd
Ameríka
(án Bandar.)
Bandaríkin
Evrópa utan ESB
ESB-lönd
5
1800 1850 1900 1950 2015
10
15
20
25
30
35 Milljarðar
tonna
Milljarðar
tonna
2,03
6,62
11,79
15,15
Losun koltvísýrings
eykst í heiminum í ár
Jókst um 1,4% á síðasta ári
Fram hafa komið vísbendingar að
undanförnu um að stjórnvöld í
Bandaríkjunum og Kína stefni að
auknum umsvifum á Grænlandi og
líti svo á að vægi landsins sé að
aukast, að því er fram kemur í grein
eftir danska blaðamanninn Martin
Breum á fréttavef Arctic Today.
Í greininni er m.a. skírskotað til
viljayfirlýsingar sem John Rood, að-
stoðarvarnamálaráðherra Banda-
ríkjanna, undirritaði 16. september
þegar hann heimsótti Thule-
herstöðina sem bandaríski flugher-
inn rekur. Í yfirlýsingunni segir að
Bandaríkin hafi hug á að fjárfesta í
mannvirkjum á Grænlandi sem hafi
„tvíþætt notagildi“, bæði hernaðar-
legt og borgaralegt, meðal annars
flugvöllum. „Bandaríkin viðurkenna
vaxandi vægi norðurskautssvæðis-
ins í ljósi atburða sem orðið hafa í
heiminum,“ segir m.a. í yfirlýsing-
unni. „Með slíkum fjárfestingum
yrði leitast við að auka mátt Banda-
ríkjanna og Atlantshafsbandalags-
ins á Norður-Atlantshafssvæðinu.“
Breum bendir á að viljayfirlýs-
ingin var undirrituð skömmu eftir að
grænlenska landstjórnin féll vegna
ágreinings um fjármögnun nýrra
flugvalla. Kínverskt byggingarfyrir-
tæki er á meðal fimm fyrirtækja sem
voru álitin vera hæf til að reisa flug-
mannvirkin. Danska ríkisstjórnin
hafði áhyggjur af því að þátttaka
Kínverja í framkvæmdunum gæti
orðið til þess að Grænlendingar fest-
ust í „skuldagildru“ og yrðu svo háð-
ir Kínverjum að það stefndi öryggi
Grænlands í hættu. Danska stjórnin
bauð því Grænlendingum fjárfest-
ingu að jafnvirði tæpra 12 milljarða
íslenskra króna og hagstæð lán til að
reisa mannvirkin. Tilboðið varð til
þess að grænlenska landstjórnin
sprakk vegna þess að einn stjórnar-
flokkanna, Naleraq, óttaðist að það
myndi auka áhrif Dana á Grænlandi
að nýju.
Breyting á áherslum vestra
Danskur sérfræðingur í öryggis-
málum, Henrik Breitenbauch, skrif-
aði grein í Weekendavisen þar sem
hann færir rök fyrir því að vilja-
yfirlýsing varnarmálaráðuneytisins
endurspegli breytingu á áherslum
bandarískra stjórnvalda í öryggis-
málum. Þau leggi nú minni áherslu á
baráttuna gegn hryðjuverka-
starfsemi í Mið-Austurlöndum og
Norður-Afríku en telji mikilvægara
að styrkja stöðu Bandaríkjanna á
Atlantshafinu og Kyrrahafinu með
það að markmiði að efla varnir
Norður-Ameríku, einkum gegn
hugsanlegum árásum landa á borð
við Íran og Norður-Kóreu, auk
Rússlands og Kína.
Breum bendir á að Thule-stöðin
gegni mikilvægu hlutverki í eld-
flaugavörnum Bandaríkjanna vegna
ratsjárkerfis sem sett var upp til að
geta brugðist sem fyrst við hugsan-
legri eldflaugarárás.
Hafa áhuga á auðlindum
Breum segir að Kínverjar hafi
einnig hug á að auka umsvif sín á
Grænlandi og vitnar í bók fræðikon-
unnar Anne-Marie Brady, China as
a Polar Great Nation, sem kom út í
febrúar. Hún segir að þegar Kín-
verjar setji upp rannsóknastöðvar á
norðurslóðum sé markmið þeirra
ekki aðeins að rannsaka náttúruna
og loftslagsbreytingar, heldur einnig
að undirbúa auðlindanýtingu og efla
varnir Kína, t.a.m. með því að
byggja upp eigið gervihnattaleið-
sögukerfi, BeiDou.
Brady segir að Kínverjar hafi
áhuga á Grænlandi, vegna legu
landsins og auðlinda þess. „Kínverj-
ar hafa alltaf áhuga á löndum sem
stefna að sjálfstæði. Grænland er
hernaðarlega mikilvægt eins og önn-
ur voldug ríki hafa vitað; Bandaríkin
hafa lengi verið með stöðvar þar og
það væri gagnlegt fyrir Kína að hafa
gervihnattastöð þar fyrir BeiDou-
kerfið,“ hefur Breum eftir Brady.
Kínverjar hafa einnig sýnt áhuga
á náttúruauðlindum á Grænlandi á
síðustu árum, meðal annars vinnslu
úrans og annarra fágætra málma úr
jörðu. bogi@mbl.is
Stefna að því að auka
umsvif sín á Grænlandi
Bandaríkin og Kína vilja auka áhrif sín á norðurslóðum
Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle,
voru í Melbourne í Ástralíu í gær og þúsundir manna
biðu í rigningu í miðborginni í von um að sjá þeim
bregða fyrir. Prinsinn faðmar hér konu sem brast í
grát þegar hann heilsaði henni. Harry og Meghan
gengu í hjónaband í maí og eiga von á barni í vor.
Harry Bretaprins og eiginkona hans í heimsókn í Ástralíu
AFP
Hlýjar og tilfinningaþrungnar móttökur
Lisbeth Palme, ekkja Olofs Palme,
forsætisráðherra Svíþjóðar, er látin
eftir erfið veikindi, að sögn fjöl-
skyldu hennar í gær. Hún var 87
ára að aldri.
Lisbeth var gift Olof Palme í 30
ár, þar til hann var skotinn til bana
á götu í miðborg Stokkhólms 28.
febrúar 1986. Hún var með honum
þegar morðið var framið. Við sak-
bendingu benti Lisbeth á Christer
Pettersson, afbrotamann og fíkni-
efnaneytanda, og hann var dæmdur
fyrir morðið í undirrétti í júlí 1989.
Dóminum var áfrýjað og í hæsta-
rétti var málinu vísað frá nokkrum
mánuðum síðar vegna skorts á
sönnunum.
Lisbeth Palme fæddist 14. mars
1931. Hún nam barnasálfræði og
var formaður stjórnar UNICEF,
Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
á árunum 1990-91. Hún var einnig
formaður landsnefndar UNICEF í
Svíþjóð til ársins 1999. Hún barðist
m.a. gegn kynferðisofbeldi gegn
börnum.
Lisbeth og Olof Palme eignuðust
þrjú börn.
SVÍÞJÓÐ
Lisbeth Palme látin, 87 ára að aldri
AFP
Látin Lisbeth Palme var atkvæðamikil í
baráttunni fyrir réttindum barna.