Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 19

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Sjötta Hringborð norðursins (Arctic Circle) hefst formlega í dag í Hörpu. Eins og jafnan frá árinu 2013 setur dr. Ólafur Ragnar Grímsson þessa miklu ráðstefnu sem hefur í áranna rás verið sótt af þúsundum manna frá meira en 60 þjóðlönd- um. Á netinu má sjá að dagskráin í ár er 69 bls. Án Hörpu hefði ekki verið unnt að stofna til þessa stórvirkis en húsið rúmar þó ekki alla fundina. Einn verður um borð í skólaskipinu Sæbjörg og annar í Safnahúsinu við Hverfisgötu svo dæmi séu tekin. Til fyrsta hringborðsins var boðað árið 2013, ári áður en Rússar lögðu undir sig Krímskaga í trássi við al- þjóðalög. Á árunum fjórum sem liðin eru frá innlimuninni hefur spenna magnast jafnt og þétt milli ríkjanna sem láta sig norðurslóðir mest varða. Nýleg lögbrot GRU, leyniþjónustu Rússahers, gera illt verra. Vegna alls þessa beinist nú hern- aðarleg athygli meira að norðurslóð- um en áður. Öflugustu herveldi Vesturlanda, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, auka viðbúnað sinn í norðri til að bregðast við hervæðingu Rússa þar. Í næstu viku hefst NATO-varnar- æfingin Trident Juncture 2018 fyrir norðan Ísland og við Noreg með þátt- töku um 50.000 hermanna. Á níunda áratugnum vakti miklar umræður þegar boðað var að banda- rísk flugmóðurskip yrðu send norður með strönd Noregs. Sovétmenn töldu það mikla ögrun. Nú heldur bandarískt flugmóður- skip, Harry S. Truman, norður með strönd Noregs til þátttöku í viðamik- illi NATO-æfingu í fyrsta skipti í 30 ár. Í fyrirlestri á vegum Varðbergs þriðjudaginn 16. október sagði bandaríski aðmírállinn James G. Foggo, stjórnandi Trident-æfingar- innar, þetta enn staðfesta að sam- staða NATO-þjóðanna með virkri og öflugri þátttöku Bandaríkjamanna í bandalaginu væri besta öryggis- tryggingin á norðurslóðum. Samtöl án stefnumörkunar Á dagskrá fyrsta fundar Hringborðs norðursins er liður sem ber enska heitið Dia- logues, Samtöl. Þeir sem taka þátt í þeim eru Lisa Murkowski, öld- ungadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum, Sergeji Kisljak, öld- ungadeildarþingmaður og fv. sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Karmenu Vella, umhverfis-, sjávarútvegs- og fiski- málastjóri ESB, Fu Chengyu, fyrrv. stjórnarformaður SINOPEC, olíu- og efnavinnslurisafyrirtækis í Kína, og Ségolène Royal, heimskautasendi- herra Frakklands. Án þess að draga á nokkurn hátt í efa að þetta ágæta fólk stofni til fróð- legs samtals í Silfurbergi Hörpu er vert að hafa í huga að ekki er endilega víst að það hafi mikil eða afgerandi áhrif á stefnumörkun vegna norður- slóða. Lisa Murkowski frá Alaska skap- aði sér óvild Donalds Trumps og fleiri áhrifamanna meðal repúblíkana með því að styðja ekki Brett Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Sergeji Kisljak var sendiherra í Bandaríkjunum þegar Rússar gerðu atlögu að lýðræðislegum stjórnar- háttum Bandaríkjanna með af- skiptum af forsetakosningabarátt- unni árið 2016. Að hann sé áhrifa- maður í norðurslóðamálum er ólíklegt enda situr hann í efri deild rússneska þingsins fyrir Mordóvíu sem er fjarri heimskautsbaugnum. Karmenu Vella er gamalreyndur stjórnmálamaður frá Möltu. Kjör- tímabili hans í framkvæmdastjórn ESB lýkur á næsta ári svo ekki er mikillar stefnumörkunar að vænta af hans hendi. Ségolène Royal reyndi á sínum tíma að verða Frakklandsforseti fyrir sósíalista en misheppnaðist. Emm- anuel Macron forseti hefur öðrum málum að sinna um þessar mundir og á næstunni en heimskautamálunum. Pólitískt svipmót hringborðsins um þessar mundir tengist einkum vest- norrænu löndunum og Skotlandi. Stjórnir allra þessara landa eru háðar stuðningi annarra í varnar- og örygg- ismálum. Þess vegna má segja að þær hafi lítil áhrif á framvinduna sem ein- kennir mest samskipti ríkja á norður- slóðum um þessar mundir. Athygli hefur beinst að viðleitni stjórna Dan- merkur og Bandaríkjanna undanfarið til að hindra aðild Kínverja að græn- lenskri flugvallargerð. Fyrir stjórnir Skotlands, Færeyja og Grænlands skiptir miklu að fá þennan alþjóðlega vettvang til að kynna sjónarmið sín. Kína og Rússland í forgrunni Hringborð norðursins skiptist í allsherjarfundi og minni fundi um sérgreind efni. Fámennir fundir gefa sérfræðingum eða áhugamönnum um ákveðin norðurslóðasvið tækifæri til að bera saman bækur sínar. Vegna þess hve margir sækja hringborðið hafa þessir fundir verulegt gildi fyrir þá sem sinna sérgreindum verk- efnum þótt þeir dragi ekki að sér at- hygli annarra. Skipuleggjendur hringborðsins velja efni sem tekin eru fyrir á alls- herjarfundum. Þar vekur athygli hve mikið er gert með rannsóknir Rússa norðan heimskautsbaugs. Kynningu á þeim er veittur tími á allsherjar- fundi að morgni laugardags 20. októ- ber. Að kvöldi sama laugardags er þátt- takendum boðið á Kínakvöld í Norðurljósum Hörpu þar sem Ólafur Ragnar er meðal ræðumanna en jafn- framt verða sýnd kínversk töfra- brögð og kung fu. Sé litið yfir dagskrána má segja að Rússum og Kínverjum sé nú skipað í heiðurssæti við hringborðið. Er það vegna þess að ekki var annarra kosta völ eða til að sýna þessum þjóðum sérstaka virðingu? Því skal ekki svar- að. Kínverjar verða ekki aðeins með menningarkvöld. Dagskrá Hring- borðs norðursins teygir sig að þessu sinni yfir á mánudaginn 22. október og norður að Kárhóli í Þingeyjar- sýslu. Þar verður klippt á borða til að opna kínverska norðurljósastöð – með þátttöku Ólafs Ragnars og Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og annarra fyrirmenna. Forysta Íslands Á næsta ári taka Íslendingar við formennsku í tveimur ráðum sem skipta miklu fyrir samstarf norður- slóðaþjóða: Norðurskautsráðinu og Efnahagsráði norðurslóða. Gegna þeir formennskunni í tvö ár eða fram til ársins 2021. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur verður formaður efnahagsráðsins og segist ætla að leggja höfuðáherslu á samstarf um flugumferðarstjórn og gagnaflutninga. Efnahagsráð norðurslóða var stofnað að frumkvæði Kanadamanna árið 2014. Ráðið er sjálfstæður vett- vangur með það meginmarkmið að stuðla að sjálfbærri og ábyrgri þróun, efnahagsvexti og samfélagsþróun á norðurslóðum og stuðla að stöðugu, fyrirsjáanlegu og gagnsæju við- skiptaumhverfi. Norðurskautsráðið er samstarfs- vettvangur átta ríkisstjórna og lík- lega sá mikilvægasti sem fellur undir stjórn Íslendinga. Nú gerist það á tímum þegar verulega kann að reyna á innviði ráðsins vegna aukinnar spennu í samskiptum aðildarríkj- anna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er vikið að norðurslóðamálum með þessum orðum: „Ísland mun gegna formennsku í Norðurskautsráðinu 2019-2021. Mál- efni norðurslóða snerta nær allar hliðar íslensks samfélags og eru for- gangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Ísland mun á vettvangi Norður- skautsráðsins einkum leggja áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna, loftslagsmál og málefni hafsins. Í samræmi við samþykkta norður- slóðastefnu Íslands verður sérstök áhersla lögð á réttindi frumbyggja og jafnrétti kynjanna.“ Þetta eru ágæt markmið en ólík- legt er að þau séu í takt við það sem hæst ber í umræðum um norðurslóðir á næstu misserum. Eftir Björn Bjarnason » Pólitískt svipmót hringborðsins um þessar mundir tengist einkum vestnorrænu löndunum og Skotlandi. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Rússar og Kínverjar í heiðurssæti við hringborðið Morgunblaðið/RAX Fyrir nokkrum dög- um barst mér vitn- eskja um að fjallað hefði verið allmikið um óverðuga persónu mína á lokuðu vef- svæði á Fasbók. Svo er að sjá sem Sóley Tómasdóttir, fyrrver- andi forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, hafi staðið fyrir stofn- un þessa svæðis. Það er nefnt „Karlar gera merkilega hluti“. Yfirskrift Sóleyjar á svæðinu er eftirfarandi: „Reglur hópsins: 1. Þetta er öruggt svæði fyrir kon- ur (og örfáa karla) til að hæðast að feðraveldinu. Óheimilt er að dreifa eða birta efni hópsins að hluta til eða í heild og fjölmiðlum er óheimilt að fjalla um það sem hér fer fram. 2. Hér eru birtar fréttir og myndir úr umfjöllun um merkilega karla að gera merkilega hluti (ekki skjáskot af samtölum, póstum eða almenn kvenfyrirlitning – það eru til aðrir hópar fyrir slíkt). 3. Rökræður eru ekki leyfðar. Þetta er sem áður segir öruggt svæði fyrir konur þar sem engin á að þurfa að rökstyðja eða útskýra það sem átt er við. Rökræður eru fínar en eiga heima í öðrum hópum.“ Ég aflaði mér aðgangs að svæðinu í því skyni að kynna mér hvað um mig hefði verið sagt. Þá kom í ljós að ekki höfðu verið gerðar við mig neinar gælur. Greinilegt var að rit- höfundar síðunnar báru þungan hug til mín og hrakyrtu mig á marga vegu. Hvergi var samt að finna minnsta rökstuðning fyrir þessum málstað. Illfygliskarlagerpi Á svæðinu sá ég meðal annars eftirfar- andi ummæli um mig: Maggý Helga Jóhannsdóttir Möller: „Megi hann fokka sér. Við- bjóður.“ Heiða Hrönn Sigmundsdóttir: „Hvílíkt ógeð sem þetta kvikindi er.“ Kristín Krantz: „Jón Steinar get- ur hoppað upp í rass.“ Undir þetta tóku Margrét Ágústs- dóttir: „og tekið hina kallana með sér, hann kæmi nokkrum fyrir þar með sér“ og einnig Nína Vigdísar- dóttir Björnsdóttir. „Örugglega enda búinn að vera með hausinn þar svo árum skiptir.“ Þórlaug Borg Ágústsdóttir: „Mig minnti að þessi gaur væri fáviti. Það er alveg rétt munað.“ Steinunn Þorgerðar Friðriksdótt- ir: „Hver önnur ætlar að skála í kampavíni þegar þetta illfygliskarla- gerpi hrekkur upp af, meina Jón Steinar.“ Mig rak eiginlega í rogastans samtal okkar með því að hún skellti á mig símanum. Nú hófst ný bylgja athugasemda um mig á svæðinu góða. Nú var svo að sjá sem ég hefði beitt ofbeldi með því að hringja til að óska eftir að fá að hitta þetta hatursfólk mitt. Guðlaug María Pálsdóttir sagði þetta vera „ofbeldismannalegt“ og síðar að þetta væri „mjög basic of- beldismanna stjórnunarhegðun“. Hildur Ósk: „Ojjj. Þetta er óhugn- anleg hegðun hjá óhugnanlegum manni.“ Jóhanna Margrétardóttir: „Hann er fáv … (og örugglega með ein- hverjar beinagrindur inni í sínum skáp). Viktoría Júlía Laxdal og Kristín Johansen gerðu við mig gælur sem fólust í að kalla mig „kríp“. Elín Jakobína sagði „hversu kríp“. Jón Thoroddsen: „Jón Steinar er drullusokkur. Vona að þetta berist.“ Hildur Lilliendahl Viggósdóttir taldi mig „þurfa alvarlega að fokka“ mér. Ég hefði „ofsótt konur með símtalinu“. Og einnig: „Hann hefur ekki rassgat og þessi kúgunartaktík er svo ódýr og sorgleg.“ Vilja ekki bera ábyrgð á sjálfum sér Svo sé ég að Sóley, fyrrverandi forseti, hyggst nú efna til „empower- ment“ fundar til að bregðast við árás (?) minni. Ætli þetta sé ekki ein- hvers konar „hópefli“ sem hefur þann tilgang að forða þeim óskunda að þátttakendur þurfi að finna rök- semdir fyrir afstöðu sinni og taka ábyrgð á henni? Nú eiga sér stað umræður um hvort heimilt hafi verið að reka lekt- or frá Háskólanum í Reykjavík fyrir orð sem hann lét falla um samskipti karla og kvenna á lokuðu vefsvæði utan skólans. Um það fjallaði hann með almennum hætti án þess að nafngreina tilteknar persónur. Mér er ekki grunlaust um að sumir rit- höfundarnir sem nefndir eru að framan hafi talið brottrekstur lekt- orsins réttlætanlegan. Ætli þeir leggi sjálfir fyrir sig eitthvað sem réttilega mætti kalla hatursorð- ræðu? Það er mínum dómi hrollvekjandi að fá að líta inn í hugarheim þeirra sem hér hafa talað til mín. Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tján- ingu jafnvel þó að einhverjar þús- undir manna hlusti á. Og þeim sem formælingarnar beinast að kemur ekki við hvað um hann er sagt! Ég endurtek áskorun mína til þessa fólks um að mæta mér á opn- um fundi til að ræða við mig um þennan óhugnanlega mann og að- ferðirnar sem það hefur notað til að úthúða honum án þess að bera ábyrgð á því. Fundinn verður að halda áður en kampavínsveislan verður haldin því ég mun ekki fá tækifæri til að tjá mig neitt á þeirri hátíðarstundu. Tjáningarfrelsi mínu lýkur nefnilega við andlátið. Rökræður ekki leyfðar Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. þegar ég sá þetta. Ég hef reynt að viðhafa þá aðferð í lífinu að horfast í augu við það sem hendir mig og reyna að grafast fyrir um orsakir þess ef fólk beinir að mér skeytum. Ég reyndi því að ná sambandi við einhvern rithöfundanna til að bjóða þeim að hitta þá á fundi til að ræða afstöðu þeirra til mín og orsakir hennar. Það var til dæmis ekki úti- lokað að ég hefði gert eitthvað af mér sem hefði framkallað þessa óskemmtilegu afstöðu, en bara ekki áttað mig á því sjálfur. Mér tókst að ná tali af Maggý Helgu Jóhannsdóttur Möller. Fyrst kvaðst hún ekki muna eftir ummæl- um sínum og heldur ekki hópnum sem hýst hefði ummælin. Ég hafði ekki sett á mig nafn hópsins og vissi ekki hvenær rithöfundurinn hafði viðhaft ummæli sín. Viðmælandi minn var sýnilega að reyna að draga svör sín á langinn, líklega vegna þess að hann hefur átt erfitt með að forma þau. Konan kom því samt frá sér að mér kæmi ekki við hvað sagt væri um mig í þeirra hópi! Endaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.