Morgunblaðið - 19.10.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
✝ Jónína KristínKristjánsdótt-
ir, kölluð Ninna,
fæddist á Ísafirði 3.
maí 1922. Hún and-
aðist á Hlévangi 1.
október 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Einarsson, f. 5.1.
1892, d. 24.3. 1979,
og Katrín Hólm-
fríður Magnúsdótt-
ir, f. 7.10. 1897, d. 14.3. 1990.
Systir Jónínu er Rebekka, f.
14.6. 1932, maki Sigurður Guð-
jónsson, en önnur systkini
þeirra, Hanna Helga, Margrét
og Magnús Jakob, eru látin.
Árið 1942 giftist Jónína Jóni
Jónssyni frá Ljárskógum, f.
28.3. 1914, d. 7.10. 1945. Sonur
Jónínu og Jóns er Hilmar Bragi,
f. 25.10. 1942, var kvæntur Elínu
Káradóttur, d. 22.9. 2016. Börn
þeirra eru Jón Kári (börn: Ás-
geir Valur og Guðmundur Karl)
og Gyða Björk (börn: Hlynur
Smári og Jónína Surata).
Árið 1946 giftist Jónína Jó-
hanni Péturssyni, f. 18.2. 1918,
d. 2.4. 2006, en þau skildu. Sonur
Jónínu og Jóhanns er Magnús
Brimar, f. 18.6. 1947, kvæntur
Sigurlínu Magnúsdóttur Wium.
Börn þeirra eru Magnús Brimar
Wium (barn: Sigurlína Wium),
Haukssyni. Börn þeirra eru
Tómas Tandri (maki: Guðný
Rut Hafsteinsdóttir, börn: Katr-
ín Ósk og Emelía Klara) og
Kristín Kara (maki: Mads Win-
kelmann). 4) Snorri, Már, f.
27.10. 1957.
Jónína fæddist og ólst upp á
Ísafirði. Hún sótti Húsmæðra-
skólann á Staðarfelli veturinn
1940-41. Jónína flutti til Reykja-
víkur 1945 og vann við sauma-
skap og framreiðslustörf til
1954 er þau Sigfús fluttu til
Keflavíkur. Árið 1963 byrjaði
Jónína að leika með Leikfélagi
Keflavíkur og var hún formaður
leikfélagsins til fjölda ára. Í kjöl-
farið sótti hún sér þekkingu á
sviði leiklistar og leikstjórnar á
fjölmörgum námskeiðum, eink-
um á Norðurlöndunum. Hún
starfaði síðan sem leikstjóri og
leikstýrði yfir 20 leikritum víðs
vegar um landið. Jónína var for-
maður Bandalags íslenskra leik-
félaga, í stjórn Norræna áhuga-
leikarasambandsins Nordisk
Amatör Teaterråd, tók þátt í
stofnun Menningarsambands
aldraðra á Norðurlöndum, Sam-
nordisk Pensionist Kultur, og í
stjórn þess 1982-1991. Hún var
ein af stofnendum Eldeyjar,
kórs eldri borgara, og Félags
eldri borgara á Suðurnesjum,
fyrsti formaður þeirra en einnig
gjaldkeri í stjórn Landssam-
bands aldraðra. Síðustu þrjú ár-
in dvaldi hún á Hlévangi í Kefla-
vík.
Útför Jónínu fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 19. októ-
ber 2018, klukkan 13.
Sunna Kristín
(barn: Brimar Nói)
og Jóhann Pétur.
Hinn 17. ágúst
1954 giftist Jónína
Sigfúsi Sigurði
Kristjánssyni frá
Nesi í Grunnavík, f.
17.8. 1924, d. 9.7.
2012. Foreldrar
hans voru Kristján
Jónsson og Sólveig
Magnúsdóttir.
Börn Jónínu og Sigfúsar eru: 1)
Hanna Rannveig, f. 9.8. 1951,
gift Ágústi Péturssyni. Börn
þeirra eru Stefán Páll (börn:
Alfa Karitas, Elísabet Lea og
Júlían Sigfús), Ásdís Björg
(maki: Rune Skov Fey), Ásgeir
Sigurður (maki: Guðlaug Helga
Helgadóttir, barn: Álfrún Una)
og Gunnar Ingi (maki: Aldís
Geirdal Sverrisdóttir, börn:
Þórunn Geirdal og ónefndur
Geirdal). 2) Drífa Jóna, f. 8.7.
1954, gift Óskari Karlssyni.
Börn þeirra eru Daníel (maki:
Natalia Viktors, börn hennar
Alexander og Viktor), Rakel
Dögg (maki: Auðunn Elísson,
börn: Guðbjörg Elva Dís, Lúkas
Garpur og Mjölnir Þór), Kári
Örn (maki: Guðrún Arna Ás-
geirsdóttir, börn: Vignir Freyr
og Fannar Logi). 3) Sjöfn Eydís,
f. 2.2. 1956, gift Jóhanni Ólafi
Ein minning er mér sterk í
huga um mömmu. Ég var lítil
og vaknaði við sólargeisla og
suð í fiskiflugu. Það var ljúft og
svo heyrði ég mömmu syngja
með útvarpinu. Ég fór fram og
þar var mamma að strauja glöð
í bragði. Ég borðaði morgun-
matinn og við spjölluðum saman
milli þess sem hún söng. Þessi
minning er yndislega ljúf og ég
á margar slíkar.
Mamma var vinnusamur
dugnaðarforkur, skipulögð og
glaðvær. Hún hélt átta manna
heimili af miklum myndarskap.
Það var tvíréttað í hádeginu og
kvöldmat og alltaf til bakað með
kaffinu. Hún saumaði fötin á
okkur, ekki aðeins buxur og
kjóla heldur einnig jakka og
kápur. Þegar við urðum eldri
teiknuðum við hvernig föt við
vildum og hún saumaði þau.
Fyrir jólin var allt þrifið hátt og
lágt og síðan var föndrað.
Þegar ég hugsa til baka á ég
erfitt með að skilja hvernig hún
kom öllu í verk á þessu stóra
heimili en vinnudagurinn var
oft langur hjá henni.
Á þessum tíma voru börn í
öllum húsum og konurnar
heima. Þær komu gjarnan til
mömmu til að fá hana til að spá
í bolla og þá var oft fjör. Það
voru alltaf allir velkomnir í mat
og kaffi og veislurnar hennar
voru umtalaðar. Hún var með
einstaklega fallega rödd framan
af og kunni ótrúlega marga
texta. Þegar við fórum í bíl var
iðulega sungið, einkum vísur
eftir pabba.
Henni fannst yndislegt að
vera í sumarbústaðnum á Þing-
völlum og hafði gaman af því að
veiða og var fiskin.
Mamma og pabbi spiluðu
brids þegar færi gafst og tóku
bæði þátt í starfsemi Leikfélags
Keflavíkur. Hún lærði leik-
stjórn og setti upp fjölda leik-
rita víða um land. Þau voru
bæði mjög handlagin og pabbi
smíðaði húsgögn og mamma
bólstraði þau. Þau höfðu yndi af
því að ferðast og seinni árin
ferðuðust þau mikið. Hún var
einn af stofnendum kórs eldri
borgara, Eldeyjar og Félags
eldri borgara á Suðurnesjum og
var fyrsti formaðurinn. Mamma
var í norrænum stjórnum um
eldri borgara og leiklist. Hún
lærði Norðurlandamálin með
því að lesa dönsku blöðin og
hafa orðabókina á náttborðinu.
Hún fékk lömunarveiki sem
barn og lá lengi án þess að kom-
ast á fætur en eftir það var hún
stöðugt að hreyfa sig. Hún lenti
í ýmsum áföllum en ýtti þeim til
hliðar og reyndi að lifa í núinu
en þegar aldurinn færðist yfir
höfðu þessi áföll aftur áhrif á
hana. Hún vissi að hreyfing er
lykillinn að góðri heilsu og því
gætti hún þess að fá næga
hreyfingu enda sá hún um sig
sjálf til 93 ára aldurs. Þá fékk
hún pláss á Hlévangi og það
verður seint fullþakkað hve gott
starfsfólkið er þar.
Mamma var einstaklega
hjálpsöm og eftir að barnabörn-
in komu í heiminn var hún ætíð
tilbúin til að passa þau. Og aldr-
ei hélt ég veislu nema mamma
byði fram aðstoð sína.
Barnabörnin eiga góðar
minningar um góða og glaðværa
ömmu. Ég kveð móður mína
með þakklæti og hlýju fyrir allt
sem hún hefur gefið mér. Minn-
ing hennar lifir áfram hjá
stórum hópi afkomenda.
Drífa Sigfúsdóttir.
Elsku amma.
Í andartaks þögn ég átta mig á
að lífsneistinn er farinn þér frá.
Ég græt og hugsa um tómarúmið
í hjarta mínu en geri mér svo ljóst
að mitt lífsins tré er laufgað
fögrum minningum um þig.
Þær verða aldrei frá mér teknar
né heldur kærleikur þinn og trú.
(RDÓ)
Þær eru margar minningarn-
ar sem koma upp í hugann þeg-
ar ég sit hér og hugsa um þig.
Hvort sem það var að sitja og
spjalla um lífið og tilveruna inni
í eldhúsi eða að hjálpa þér að
baka var ég alltaf velkomin í
heimsókn. Sérstaklega koma
upp í hugann öll þau skipti sem
ég kom í heimsókn eftir klipp-
ingu og eitt skiptið hringdi ég
dyrabjöllunni en þú svaraðir
ekki svo ég ákvað að labba að
eldhúsglugganum til að sjá
hvort þú værir farin að sofa. Þú
varst að fá þér vatnsglas á nátt-
kjólnum og sprakkst úr hlátri
þegar þú sást mig í gegnum
gluggann. Við áttum langt og
gott spjall saman og ég man
hvað mér leið vel í hjartanu
þegar ég fór heim það kvöldið.
Ég var svo heppin að eiga þig
að og á ég margar góðar minn-
ingar frá því ég var krakki og
fékk að leika uppi á háalofti og
fara í leynigöngin milli her-
bergja, það var mikið sport.
Þingvellir eiga líka sérstakan
stað í hjarta okkar og ég á
margar af mínum bestu minn-
ingum þaðan að spila, veiða og
hlusta á fullorðna fólkið spjalla
meðan ég lá og hlustaði í koj-
unni. Þegar mamma kom með
þér á Þingvelli fyrir þremur ár-
um í dagsferð sátum við og rifj-
uðum upp sögur af ykkur afa.
Þú talaðir um að þetta væri lík-
lega síðasta skiptið sem þú
labbaðir um og snertir hluti og
rifjaðir upp minningar þínar af
heilli mannsævi því þar áttum
við öll góðan tíma saman.
Eftir að börnin komu í heim-
inn hafa þau eignast góðar
minningar um barngóða og
hlýja langömmu sem leyfði þeim
að gera það sem þau vildu
heima hjá sér og nú síðast á
hjúkrunarheimilinu. Þau máttu
leika sér með potta og pönnur,
leikföngin og allt sem þeim datt
í hug, það var ekkert bannað
sem þeim fannst auðvitað frá-
bært. Alltaf var passað upp á að
það væri nóg nammi fyrir þau
og það vakti alltaf mikla lukku
hjá þeim. Mér er minnisstætt
þegar drengirnir fóru í kapp-
hlaup við okkur langömmu á
göngunum á Hlévangi. Amma í
hjólastólnum og ég að keyra
hana og drengirnir hlupu svo
hratt að þeir unnu okkur ömmu
með yfirburðum og við hlógum
öll mikið að því. Dýrmæt minn-
ing er af Mjölni Þór að skríða
upp í rúmið hjá ömmu Ninnu
um daginn og fá knúsið sitt hjá
henni eins og alltaf, það hlýjar
mér um hjartarætur hvað þau
voru sterkt tengd.
Rakel Dögg Óskarsdóttir.
Elsku Ninna systir mín.
Mikið á ég eftir að sakna þín
þó að þú hafir verið farin fyrir
alllöngu í algleymið. Það var
alltaf gott að heimsækja þig,
stundum varstu að halda ræður
í útlöndum og hlóst að sumum á
ráðstefnunum, ég lék bara með
og við hlógum saman. Þú varst
aldrei reið í þínum veikindum.
Þú sofnaðir með dætur þínar
þrjár þér við hlið og hlustaðir á
fallega tónlist.
Hugur minn fór á flug þegar
ég hugsaði aftur til æskuáranna
okkar á Ísafirði.
Við vorum fimm systkinin.
Hanna Helga dó af slysförum
í Reykjavík, ég man þegar kist-
an kom heim og farið var með
hana inn í stofu og þar stóð hún
fram að jarðarför. Ég var send
til Svölu í Vallarborg og horfði
á líkfylgdina út um glugga.
Magnús bróðir var mikils
virði, góður og þolinmóður við
litlu systur. Það var mikil sorg
þegar hann dó snögglega 1941.
Þá vorum við systurnar eftir
þrjár, Adda, Ninna og ég, ör-
verpið. Við áttum góða æsku,
pabbi sjómaður og mamma
myndarleg í höndunum og vann
stundum í Íshúsinu að panna.
Pabbi byggði einbýlishús, Krók
2, 1930 og þótti mikið á þeim
árum.
Ég leit mikið upp til systra
minna enda voru þær fallegar
og myndarlegar. Adda og
Ninna unnu báðar í húfugerð-
inni Hektor sem þótti fínt.
Adda fór í vist hjá Grími rakara
og konu hans og áttu þau lítinn
dreng um eins og hálfs árs og
hljóp ég stundum til Öddu og
fékk að keyra í kerrunni þenn-
an fallega, ljóshærða dreng,
ekki vissi ég þá að hann ætti
eftir að verða forseti, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson.
Adda giftist Óskari Sumar-
liðasyni. Þau eignuðust dreng
sem skírður var Magnús Jó-
hann við kistulagningu Magn-
úsar bróður. Þau eignuðust síð-
an Hafþór sem dó allt of ungur
af slysförum og svo Veigar og
Kristján.
Ninna fór í húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli, þangað kom
frægur söngvari úr MA-kvart-
ettinum, Jón frá Ljárskógum,
ásamt vini. Ninna var að sjálf-
sögðu að leika og syngja á
kvöldskemmtuninni og varð
Jón yfir sig ástfangin af stúlk-
unni. Hann fór að skrifa henni
bréf og úr því varð hjónaband.
Jón fór að kenna í Gagnfræða-
skólanum. Í október fæddist
drengur nefndur Dengsi,
seinna skírður Hilmar Bragi.
Fljótlega veikist Jón af berkl-
um og í janúar var hann fluttur
á Vífilsstaði. Ninna fór með
honum og Dengsi varð eftir hjá
okkur mömmu. Ninna fékk
fljótlega vinnu á Vífilsstöðum,
hún var þar í rúm þrjú ár þar
til Jón dó 1945. Ninna giftist
Jóhanni Péturssyni seinna og
eignast með honum Magnús
Brimar. Það hjónaband stóð
stutt. Hún fór svo að vinna hjá
VR veitingastofu á móti Iðnó
en þangað kom oft brosmildur
myndarlegur piltur sem síðan
varð stóra ástin og hlekkurinn í
lífi hennar, Sigfús Kristjánsson
yfirtollþjónn. Þau eignuðust
saman fjögur mannvænleg börn
og tók Sigfús drengjunum
tveimur sem hún átti fyrir sem
sínum eigin.
Það var alltaf mikill kærleik-
ur á milli okkar systra og fjöl-
skyldna og gott að koma á
Hringbraut 69 í Keflavík til
þeirra.
Nú ert þú sofnuð, systir mín
góð, og mikið sakna ég þín.
Hvað á ég nú að gera þegar
það er gott veður og ég fer ekki
í heimsókn til þín í Keflavík?
Hvíldu í friði, kæra systir, og
samúðarkveðja til barnanna
þinna og fjölskyldna.
Þín systir,
Rebekka (Bíbí).
Fáein fátækleg kveðjuorð,
yljuð miklu þakklæti, skulu
flutt við leiðarlok Jónínu Krist-
jánsdóttur, fyrrverandi for-
manns Bandalags íslenzkra
leikfélaga. Við áttum saman
sæti í stjórn bandalagsins í
fjögur farsæl ár og þriðji mað-
urinn með okkur í stjórn var
Jónas Árnason, rithöfundur og
alþingismaður. Þetta voru um
sumt átakaár en stjórnin starf-
aði sem einn maður og allt
gekk eftir á bezta veg. Jónína
hélt svo formennsku áfram og
var alls stjórnarmaður í 7 ár,
þar af fimm ár formaður og
gegndi svo formennsku í nor-
rænu samstarfi með sóma. Hún
var hógvær í orðum og bar með
sér mikinn þokka, með ljúfri
ýtni sinni náði hún ágætum ár-
angri, ákveðin og stefnuföst og
vann bandalaginu ljómandi
starf. Fyrir samstarfið þessi ár
á ég mætar minningar sem ég
þakka nú. Sjálfboðaliðastarf
eins og þetta stjórnarstarf var
auðgaði og gladdi og alveg sér-
staklega þegar samstarfsfólkið
var svo indælt og gefandi. Þar
átti hún Jónína sinn ríkulega
hlut og fullyrða má að áhuga-
leikstarfið í landinu á henni
mikið að þakka. Um leið og
hennar fólki eru sendar sam-
úðarkveðjur skal færa þökk
mína einlæga og hlýja. Blessuð
sé mæt minning Jónínu Krist-
jánsdóttur.
Helgi Seljan.
Jónína Kristín
Kristjánsdóttir
Guðný langamma var mjög
góð og þótti okkur mjög vænt
um hana.
Langamma prjónaði mjög
mikið og prjónaði allt mögulegt
á okkur.
Frá því við vorum pínulítil
prjónaði hún á okkur lopapeys-
ur, sokka og vettlinga sem komu
oftast í mjúkum afmælis- og
jólapökkum.
Það var alltaf gaman að koma
til langafa og langömmu sem
áttu alltaf eitthvað gott handa
okkur eins og vöfflur og mjög
góðar pönnukökur.
Sérstaklega var gaman að
koma til langömmu og langafa
um jólin þegar öll fjölskyldan
hittist og borðaði saman hangi-
kjöt.
Þá spiluðum við oft og það
fannst langömmu gaman. Guðný
langamma var alltaf mjög góð
við okkur og var hún oft fín með
falleg hálsmen og armbönd.
Hún spurði okkur oft hvernig
okkur gengi í skólanum og sagði
okkur sögur af því hvað hún
kæmi úr stórum systkinahóp og
hvað var oft mikið fjör þegar þau
voru að alast upp á Hellnafelli.
Guðný langamma var alltaf svo
dugleg og hugsaði svo vel um
alla og við söknum hennar mikið.
Guðmundur Kári Jónsson,
Bryndís Bára Jónsdóttir,
Laufey Birta Jónsdóttir.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa í grænum hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
(Valdimar Briem)
Guðný var glæsileg kona, hlý-
leg í framkomu og alltaf stutt í
vinalegt bros.
Við systkinin minnumst henn-
ar með hlýhug og þökkum sam-
fylgdina.
Halldóra Björk,
Þorgerður Br. og
Birna Ólafía
Jónsdætur og Björn
Jón Jónsson.
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir
Matthildur.
Elsku afi. Það hvílir mikil sorg
yfir okkur systrunum því nú er
komið að kveðjustund. En það sem
við getum huggað okkur við eru all-
ar minningarnar sem við eigum um
góðan afa. Þú varst hjartahlýr og
það var alltaf stutt í húmorinn. Þú
varst stoltur af afkomendum þínum
og það sást alltaf þegar þú spurðir
okkur um okkar líf eða börnin
okkar. Við erum sammála um að við
duttum í lukkupottinn hvað varðar
afa og ömmur í okkar lífi og erum
þakklátar fyrir það. Umhyggjan og
alúðin sem þú sýndir okkur skein í
gegn og okkur leið vel í návist þinni.
Það var alltaf gaman að koma á
Löngufitina og skemmtilegast
fannst okkur að mæta í árlegu
gamlársboðin sem þið amma héld-
uð þegar við vorum ungar, þar sem
öll fjölskyldan kom saman og átti
dásamlegar stundir. Það var alltaf
stuð og mikil gleði sem ríkti, og
gerir enn þann dag í dag þegar
börn, barnabörn og barnabarna-
börnin hittast.
Þín verður ætíð saknað og þú átt
alltaf stað í hjarta okkar um
ókomna tíð. Við elskum þig og við
sjáumst í sumarlandinu einn
daginn.
Nú ert þú farinn á feðranna fund
við hugsum til þín með sorg í hjarta,
þín verður saknað um ókomna stund,
guð geymi þig um veröld bjarta.
(Höf. ók.)
Þín barnabörn
Unnur María og Þóra Sif.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og
mágur,
ÓMAR INGI FRIÐLEIFSSON,
Rauðalæk 41,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 13. október.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 26. október
klukkan 15. Kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Svala Lind Ægisdóttir
Oliver Ómarsson Arna Björk Óðinsdóttir
Mikael Freyr Oliversson
Ingi Þór Ómarsson
Anice Theodór Chebout
Abraham Amin Chebout
Friðleifur Björnsson Elva Regína Guðbrandsdóttir
Gunnar Þór Friðleifsson Inga Guðmundsdóttir
Elskulegur sambýlismaður, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÚLFAR EYSTEINSSON,
Leiðhömrum 44,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. október.
Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn
24. október klukkan 15.
Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir
Stefán Úlfarsson Bjarklind Guðlaugsdóttir
Guðný Úlfarsdóttir Heimir Helgason
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna