Morgunblaðið - 19.10.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Rjúpnaveiðitímabilið er að bresta á og í huganum er ég straxbyrjaður að undirbúa veiðitúrana sem eru fram undan. Þettaer einn skemmtilegasti tími ársins,“ segir Dúi Landmark, sem
er 53 ára í dag. Hann starfaði árum saman sem kvikmyndagerðar-
maður, lengi fyrir Stöð 2 og síðar á eigin vegum. Gerði meðal annars
ýmsa heimildarþætti, svo sem um náttúru landsins, ferðalög og veiði-
skap sem um margt endurspeglar manninn sjálfan. Yfir tólf ára tíma-
bil vann Dúi nær einungis heimildamyndir fyrir franskar sjónvarps-
stöðvar, viðfangsefnin þau sömu ferðalög, náttúra, stangveiði og
skotveiði.
„Í tímans rás hef ég alltaf verið mikið á ferðinni um landið og finnst
skemmtilegt. Núna er ég að mestu hættur í kvikmyndagerðinni og er
að mestu leyti í leiðsögn með erlenda ferðamenn. Ég hef mest verið
með Frakka og Ameríkana en einnig frá Mumbai í Indlandi. Indverj-
arnir eru áhugavert fólk og lífsglaðir enda segi ég stundum að í ferð-
unum ríki jákvæður glundroði. Stundum brestur á með söng og dansi
jafnvel í miðri ferð,“ segir Dúi, sem ætlar að halda upp á daginn í
sumarbústað með fjölskyldunni. Þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst,
hinn 26. október, verður farið vestur í Dali með fjölskyldu og vina-
fólki. Vera á helgarlangt í sumarbústað sem verður væntanlega mikil
gæðastund.
Maki Dúa er Hrafnkatla Valgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Dætur Dúa frá fyrra hjónabandi eru þær Sædís og Margrét. Fyrir á
Hrafnkatla tvo syni, Lúkas Kató og Viktor Birki – og saman eiga þau
tvo syni; Hrafn sem er tveggja ára og Grím Jóhann sjö mánaða.
Ljósm/Aðsend
Pabbi Dúi með synina tvo; Hrafn, til vinstri, og Grím Jóhann.
Rjúpnaveiði hugans
Dúi Landmark er 53 ára í dag
H
alldóra Ólafsdóttir
fæddist á Akureyri
19.10. 1948 og ólst
þar upp. Hún lauk
stúdentsprófi frá MA
1968, embættisprófi í læknisfræði
frá HÍ 1976, stundaði sérnám í geð-
lækningum við University of Roch-
ester, Strong Memorial Hospital í
Rochester í Massachusetts 1980-83
og framhaldsnám í geðlækningum
við New England Medical Center,
Tufts University í Boston í Massa-
chusetts 1983-85. Hún fékk almennt
lækningaleyfi á Íslandi 1977, í
Bandaríkjunum 1982, og sérfræð-
ingsleyfi í geðlækningum í Banda-
ríkjunum 1984 og á Íslandi 1985.
Halldóra var kandídat á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri 1976,
héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði
sama ár, kandídat á Landspítalanum
og Landakotsspítala, og héraðs-
læknir í Vopnafjarðarhéraði 1977,
aðstoðarlæknir á barnadeild Land-
spítalans 1978, á Kleppsspítala 1978-
79 og á taugalækningadeild Land-
spítalans 1979-80. Hún hefur verið
starfandi sérfræðingur í geðlækn-
ingum við geðdeild Landspítalans
frá 1985 og yfirlæknir við geðdeild
Landspítalsns frá 2002. Samhliða
störfum á Landspítala starfaði Hall-
dóra sjálfstætt á stofu 1985-2003.
Halldóra var metin hæf sem klín-
ískur lektor við HÍ 2006. Hún kenndi
við Hjúkrunarskóla Íslands á vor-
önn 1977 og hefur seinna kennt
læknanemum og deildarlæknum um
árabil. Þá hefur hún kennt reglulega
við Endurmenntun HÍ.
Halldóra sat í stjórn Geðlækna-
félags Íslands 1988-92, var varafor-
maður félagsins 1990-92 og formað-
ur þess 1996-2000. Hún átti sæti í
stjórn Norrænu geðlæknasamtak-
anna 1993-2008 og var formaður
samtakanna 2005-2008. Hún er
fulltrúi Læknafélags Íslands í stöðu-
Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir – 70 ára
Dætur F.v.: Halldóra, Kjartan, Anna, Mitch, Jackson, Audrey, Helga Guðrún, Gunnlaugur, Úlfur og Kjartan Leó.
Bók er best vina
Í París Halldóra og Kjartan slappa af á frábærum veitingastað í París.
Borgarnes Elma Davíðsdóttir
fæddist 7. desember 2017 kl.
17.22. Hún vó 4.024 g og var
52 cm löng. Foreldrar hennar
eru Íris Gunnarsdóttir og
Davíð Ásgeirsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is