Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 31

Morgunblaðið - 19.10.2018, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Skagfirski kammerkórinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Kórinn flytur verkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter auk einsöngslaga sem útsett voru fyrir hljómsveit. „Magnificat er marglaga verk sem frumflutt var 1990. Rutter, höfundur verksins, sagði Magnifi- cat gleðióð til Maríu guðsmóður og að verkið væri fullt af fögnuði, þar sem sólin skini frá upphafi til enda. Íslensku einsöngslögin sem tekin verða á tónleikunum voru samin fyrir píanó og hafa lifað með þjóð- inni síðustu 100 ár. Það er ný nálg- un á íslensku lögin að útsetja þau fyrir hljómsveit og setja þar með í hátíðarbúning,“ segir Helga Rós Indriðadóttir, söngstjóri Skag- firska kammerkórsins. Helga Rós syngur einsöng í Magnificat. Hún syngur einnig einsöng í íslensku einsöngslögunum sem og Kolbeinn Ketilsson auk þess sem þau syngja saman. Á efnisskrá tónleikanna verða lög eins og „Bikarinn“ eftir Eyþór Stefánsson, „Í fögrum dal“ eftir Emil Thoroddsen, „Sólseturs- ljóð“ eftir Bjarna Thorsteinsson sem og lög eftir Jórunni Viðar og fleiri. Helga Rós segir að Skagfirski kammerkórinn hafi hingað til sung- ið án undirleiks en haft áhuga á að spreyta sig á verki fyrir kór og hljómsveit. „Okkur langaði að taka Requiem eftir Mozart en það hefði verið of flókið að útsetja það fyrir litla hljómsveit. Guðmundur Óli Gunn- arsson hljómsveitarstjóri benti okkur á að skoða verk eftir John Rutter en Rutter útsetti verk sín bæði fyrir minni og stærri hljóm- sveitir. Sinfóníetta Vesturlands, sem telur 14 manns, spilar á tón- leikunum og Kammerkór Norður- lands tekur þátt í flutningnum með okkur,“ segir Helga Rós sem var aldrei í vafa um að Skagfirski kammerkórinn réði við verkefnið enda músíkalskt og áhugasamt fólk í kórnum. „Við höfum æft fyrir tónleikana frá því í fyrrahaust og aukið við æf- ingarnar undanfarið,“ segir Helga Rós og bætir við að fyrstu tón- leikar verði haldnir í Miðgarði í Skagafirði á sunnudag kl. 16. Aðrir tónleikar verði í Bíóhöllinni á Akra- nesi 27. október kl. 16 og loka- tónleikarnir í Langholtskirkju í Reykjavík 28. október kl. 16. Stórverkefni í Skagafirði  Magnificat eftir John Rutter á fullveldisafmælisári Kolbeinn Jón Ketilsson Helga Rós Indriðadóttir Guðmundur Gunnarsson Nýjung Æft fyrir útvarpsleikrit sem tekið verður upp í Borgarleikhúsinu. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Leikritið Með gat á hjartanu í lag- inu eins og Guð verður frumflutt og tekið upp sem útvarpsleikrit í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 23. október kl. 20. Verkið er nýtt ís- lenskt heimildarverk eftir Jón Atla Jónasson og fjallar um óhugnanlega atburði sem gerð- ust í Landakots- skóla árin 1962 til 1998. Egill Heiðar Anton Pálsson, sem leikstýrir verkinu, segir að hann og höfund- urinn, eigi að baki langt og skemmtilegt samstarf. Þeir hafi m.a. sett upp leikritið Rambo 7 fyrir nokkrum árum og Mind Camp árið 2006. „Það voru ekki margir sem höfðu smekk á þeim tíma fyrir leikriti sem fjallaði á gagnrýninn hátt um neyslusamfélagið. Við höfum komið að fleiri verkefnum saman en Jón Atli hefur verið duglegur að koma með verk sem fjalla um málefni sem legið hafa í þögn og segja frá því sem enginn vill heyra,“ segir Egill Heiðar og bætir við að mikil heimildaöflun hafi farið fram við gerð Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð. Af hverju þögðu nemendur? „Verkið er byggt á niðurstöðum skýrslu sem kaþólska kirkjan á Íslandi óskaði eftir um viðbrögð við ásökunum um kynferðisbrot og önn- ur ofbeldisbrot vígðra þjóna og ann- arra starfsmanna kirkjunnar, skýrslu sem rannsóknarnefnd á veg- um kaþólsku kirkjunnar gaf út 2014 og samtölum við fyrrverandi nem- endur Landakotsskóla. Í verkinu er leitað svara við því hvað gerðist í skólanum, hvers vegna skólahald og rekstur sumarbúða í Riftúni hafi aldrei verið rannsakað, hvernig eftirlit hafi verið með þessum stofn- unum og af hverju nemendur þögðu um ofbeldið sem þeir urðu fyrir,“ segir Egill Heiðar, sem telur aðkall- andi að opna umræðuna, lyfta hul- unni af þögguninni og skila skömm- inni til gerenda. Skelfilegar afleiðingar ofbeldis „Við Jón Atli þekkjum báðir skelfi- legar afleiðingar sem dvölin í Landa- kotsskóla hafði á einstaklinga sem tengjast okkur. Í verkinu er varpað fram kenningu sem kemur úr heimi mistnotkunar áfengis og eiturlyfja; kenningunni um meðvirkni, og leitað svara við því hvers vegna börnin opn- uðu sig ekki og hvaða ráðum kirkjan beitti til að koma í veg fyrir að börnin segðu frá,“ segir Egill Heiðar og bendir á að óhugnanleg mál hafi komið fram innan kaþólsku kirkj- unnar í Ástralíu, Bandaríkjunum, Póllandi og nú síðast í Hollandi. Í þeirri rannsókn kom fram að Jóhann- es Gijsen, sem var biskup í kaþólsku kirkjunni á Íslandi en er nú látinn, hefði haldið hlífiskildi yfir mönnum sem frömdu alls konar brot gegn börnum bæði í Hollandi og á Íslandi. Egill Heiðar segir að tími sé kom- inn til að stinga á kýlinu og að rödd þolenda, sem er mjög veik, fái að heyrast. Í lok sýningarinnar verða umræð- ur sem teknar verða upp og fluttar þegar útvarpsleikritinu verður út- varpað. Haukur Ingi Jónasson stýr- ir umræðum og í pallborðinu verða auk Egils Heiðars, Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur og Guðrún Ögmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrv. alþingiskona. Egill Heiðar hvetur einstaklinga sem tengjast beint, á ská eða til hliðar einhverjum sem var í Landa- kotsskóla eða fólk sem lætur sig varða málefni barna að koma á sýn- inguna. „Verkið er svo magnað að við Jón Atli áttum frumkvæði að því að fá Borgaleikhúsið með okkur í verk- efnið. Það eru ekki nema tvær vikur síðan við hófum samstarfið og það má segja að stúdíó 12 hafi verið flutt úr Útvarpshúsinu og niður í Borgar- leikhús,“ segir Egill Heiðar, sem veit ekki til þess að útvarpsleikrit hafi áður verið tekið upp á Íslandi í leikhúsi með áhorfendum. Viðburðurinn og umræður eru öll- um opnar og aðgangur ókeypis, en bóka þarf miða á vefnum borgar- leikhus.is eða í miðasölu leikhússins. Hvað gerðist í skólanum?  Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð  Atburðir í Landakotsskóla gerðir upp  Umræður í lok sýningar Egill Heiðar Anton Pálsson Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 16:00 34.sýn Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Fös 23/11 kl. 19:30 20.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Sun 21/10 kl. 14:00 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Sun 28/10 kl. 14:00 Auka Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Lau 24/11 kl. 19:00 Fös 30/11 kl. 19:30 Mið 14/11 kl. 19:30 Sun 25/11 kl. 19:30 Fim 15/11 kl. 19:30 Fim 29/11 kl. 19:30 Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fös 19/10 kl. 22:00 Daður og dónó Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Elly (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Lau 27/10 kl. 20:00 18. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Fös 26/10 kl. 20:00 17. s Síðustu sýningar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Sýningum lýkur í nóvember. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.