Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 1

Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  260. tölublað  106. árgangur  SAGA SEM ÞURFTI AÐ VERA SÖGÐ HÆSTVIRTUR ÆSINGA- MAÐUR BRÚ Á MILLI BANDA- RÍSKA OG EVRÓPSKA TÓNLISTARHEIMSINS VINNAN ER LEIKUR 14 FJÖLBREYTT HÁTÍÐ 34EFNIÐ VALDI HANA 37 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is 5.400 bílstjórar hafa nú sótt eitt eða fleiri endurmenntunarnámskeið fyr- ir ökumenn stórra bíla til farþega- eða vöruflutninga. Námskeiðin mæl- ast misjafnlega fyrir meðal bílstjóra og stjórnenda flutningafyrirtækja en þau eru skilyrði fyrir endurnýjun réttinda til að aka stórum bílum í at- vinnuskyni. „Þetta kom mér fyrir sjónir nán- ast eins og afplánun. Mér fannst Rúnar Garðarsson, formaður hóp- ferðanefndar Samtaka ferðaþjónust- unnar, telur að námskeiðin hafi ekki aukið mikið við þekkingu bílstjóra. Stundum sé eins og verið sé að búa til námskeið til að fylla ákveðinn tímaramma. Tæplega 20 fyrirtæki í öllum landshlutum hafa fengið viðurkenn- ingu Samgöngustofu til að halda námskeið fyrir bílstjóra. Búið er að halda tæplega ellefu hundruð nám- skeið. Meginhlutinn var haldinn á þessu ári. Misjafnt er hvernig staðið er að greiðslu kostnaðar. Fyrirtækin greiða almennt námskeiðsgjöldin, 75 þúsund krónur í heildina, fyrir fast- ráðna starfsmenn og fá síðan endur- greitt úr sjóðum sem til þess eru ætl- aðir. Rúnar bendir á að námskeiðsálag sé greitt á laun rútu- bílstjóra og þeir sem falli undir þá kjarasamninga hafi fengið greiðslur undanfarin ár til að standa undir tímanum sem í þetta fer. tíma mínum heldur illa varið. […] Ég hugsa til þess með hryllingi að þurfa að fara á annað námskeið,“ segir Logi Óttarsson, rútubílstjóri og leið- sögumaður á Akureyri. „Ég hafði mjög gott af þessu,“ segir Símon Hrafn Vilbergsson, rútubílstjóri á Akureyri. Hann segir að flestir bílstjórar á hans vinnustað séu jákvæðir gagnvart námskeið- unum. Óskar Stefánsson, formaður Bílstjórafélagsins Sleipnis, tekur mjög í sama streng. Segir að nám- skeiðin séu þörf upprifjun. Fannst þetta eins og afplánun  Misjöfn reynsla bílstjóra af endurmenntunarnámskeiðum sem þeim ber að sækja MStöðvaðir ef þeir hafa ekki… »16 „Ég lét áhöfn þyrlunnar vita að eitthvað hefði brotnað en að við skyldum klára þetta,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýri- og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem rifbeinsbrotnaði þegar hann seig niður í skipið Fjordvik í björgunaraðgerðum aðfaranótt laugardags, en bjarga þurfti fimmtán mönnum af strandaða skipinu. Morgunblaðið ræddi við Guðmund í gær þar sem hann slakaði á ásamt konu og syni, Kristjönu Björgu Vilhjálms- dóttur og Elvari Breka Guðmundssyni, með tvö brotin rifbein og það þriðja brákað. Hann segir að áhöfn þyrlunnar hafi samstundis byrjað að undirbúa þyrluna þegar útkallið barst, búnaður hafi verið tekinn úr þyrlunni TF-GNA til að létta hana, enda óalgengt að fimmtán manns séu hífðir upp í þyrlu. Guðmundur var síðasti maðurinn af skipinu ásamt skipstjóranum en þá hafði hann stýrt tengilínunni frá skipinu upp í þyrlu, allan tímann rifbeinsbrotinn. Hafist var handa við að dæla olíu úr skipinu, sem situr enn fast í Helguvík, í gær áður en aðgerðum var hætt tímabundið þar sem þær gengu hægar en vonir höfðu staðið til. Þegar Morgunblaðið fór í prentun stóð til að útvega öflugri dælur til að hefja mætti dælingu aftur núna í morgunsárið. Rúmlega hundrað tonn af gasolíu voru á skipinu þegar það strandaði. »4 Bjargaði öllum með brotin rifbein Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Strand Björgunar- og eftirlitsmenn við störf í norðanáttinni í Helguvík í gær. Dæling olíu úr skipinu hófst í gær en gekk hægt svo að aðgerðum var hætt tíma- bundið. Í skipinu voru 104 tonn af gasolíu þegar það strandaði aðfaranótt laugardags. Áhöfn skipsins var bjargað upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Sigmaðurinn Guðmundur Ragnar ásamt Elvari og Kristjönu í gær. Fólk sem leitar þjónustu heim- ilislækna vegna andlegra erfið- leika er almennt fúsara í dag en áður til þess að greina frá áföll- um og erfið- leikum í lífi sínu, sem oftar en ekki eru orsök fjöl- veikinda sem svo eru kölluð. Skýr breyting hefur orðið á þessu á síðastliðnum tveimur árum. Fólk er opnara en áður var. „Ein helsta orsök langvinnrar eitraðrar streitu eru endurtekin áföll í æsku og stöðug hræðsla, svo sem vegna ofbeldis,“ segir dr. Mar- grét Ólafía Tómasdóttir heimilis- læknir. Hún segir lækna almennt betur meðvitaða en var um áhrif áfalla í æsku á líðan til lengri tíma. Af þeim geti fjölveikindi komið til og þau séu ein mesta áskorunin sem heilbrigðisþjónustan standi and- spænis á 21. öldinni. »6 Segja frá áföllum  Fjölveikindi leiðir oft af erfiðleikum Margrét Ólafía Tómasdóttir  Mið-kjörtímabilskosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun og verður um allt land kosið til fulltrúadeildar þingsins. Kannanir benda til þess að repúblikanar haldi meirihlutanum í öldungadeildinni en demókratar nái að nýju meirihluta í fulltrúa- deildinni. Auk þess að kjósa til fulltrúa- deildar verður í 36 ríkjum Banda- ríkjanna kosið um ríkisstjóra. Ríkisstjórar hvers ríkis ráða miklu um það hvernig kjördæmalínur eru teiknaðar og skipta kosning- arnar í ár miklu máli þar sem ný íbúatalning kemur út árið 2020. » 11, 15, 16 Stór dagur í Banda- ríkjunum á morgun Búist er við að yfir 40 þúsund gestir komi í ár í Selasetrið á Hvammstanga til að fræðast um og skoða seli í ná- grenninu. Helstu selaskoðunar- staðir við Vatns- nes eru Svalbarð, Illugastaðir og Ósar/Hvítserkur og er áætlað að yfir 100 þúsund manns komi þang- að á þessu ári. Áhugi er á að fjölga selaskoðunarstöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra til að dreifa álagi og auka fjölbreytni. Auglýst hefur verið deiliskipulagstillaga að slík- um stað á eyðibýlinu Flatnefs- stöðum. »10 Vilja fjölga sela- skoðunarstöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.