Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 2

Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing a 595 1000 aá slí ku .A th. að ve rð etu rb re ar a. PORTO Frá kr. 69.995 16. NÓVEMBER 3 NÆTUR STÖKKTU TIL PORTO 16. NÓVEMBER Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Meðvirkni með eineltishrottum og aðför gegn fólki innan flokksins er meðal þess sem hefur átt sér stað innan flokksstarfs Pírata ef marka má orð Rannveigar Ernudóttur, varaborgarfulltrúa Pírata, og Atla Þórs Fanndal, blaðamanns og fyrr- verandi pólitísks ráðgjafa Pírata. Fyrir helgi sendi Rannveig skrif- stofu borgarstjórnar erindi þar sem hún vildi fá að vita um afleiðingar þess ef hún sem kjörinn fulltrúi segði sig úr Pírötum. Frá þessu greindi hún á fésbókarsíðu sinni í kjölfar þess að úrskurðarnefnd pírata úr- skurðaði að virkja ætti uppsagnar- ákvæði í ráðningarsamningi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra flokksins. Þar sagði Rannveig úr- skurðinn m.a. vera hluta af stærri og ljótri mynd, reifaðri ofbeldi, vald- níðslu, einelti, mikilli vanhæfni og of- mati eineltistudda á eigin ágæti. Þá sagði Atli Þór á fésbókarsíðu sinni að hann skammaðist sín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu úrskurðinn og að þau gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að þarna hefðu þau formgert, samþykkt og styrkt ein- elti. Ráðinn án auglýsingar Málið á rætur að rekja til þess þegar Píratar réðu í vor Hans Benja- mínsson í stöðu aðstoðarmanns framkvæmdastjóra en ráðið var í stöðuna með tímabundnum verk- tökusamningi sem gilti til 1. júní, þ.e. fram yfir sveitarstjórnarkosningar 26. maí síðastliðinn. Eftir kosningar ræddu fram- kvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata um þörf og nauðsyn þess að Píratar hefðu tvo starfsmenn og hvort ráða ætti í stöðuna til fram- búðar, að því er fram kemur í um- ræddum úrskurði. Úr varð að framkvæmdastjóra var falið að ráða í stöðu aðstoðarmanns og var Hans valinn til að gegna stöð- unni á ný. Frá ráðningunni var gengið án auglýsingar í ágúst. Þá segir í úrskurðinum: „Ráðningar- ferlið var gagnrýnt af félagsmönnum pírata og ljóst er að ekki var ein- hugur innan framkvæmdaráðs um það hvort nauðsynlegt væri að aug- lýsa starfið eða ekki. Haldinn var fé- lagsfundur sem lauk með áskorun á framkvæmdarráð um að endurskoða ferlið.“ Líta málið alvarlegum augum Úrskurðarnefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga Pírata sem kveður á um að eingöngu sé heimilt að ráða starfsfólk að undangenginni auglýsingu um stöð- una hafi ekki verið framfylgt við um- rædda ráðningu og telur rétt að framkvæmdaráð virki uppsagnar- ákvæði í ráðningarsamningi Hans svo fljótt sem auðið er. „Fólk er að tala saman. Það er kannski ekki mikið sem hægt er að segja á þessari stundu. Þetta er allt tekið mjög alvarlega,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pír- ata, innt eftir viðbrögðum við málinu í samtali við Morgunblaðið. Hún seg- ir jafnframt að aldrei megi gera lítið úr upplifunum fólks af einelti og því verði að skoða málið ítarlega. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Pírata, segist hafa átt gott samstarf við Rannveigu og tekur í sama streng og Erla þegar hún segir: „Ég hef sjálf ekki upplifað [einelti] á eigin skinni en það væri dónaskapur af mér að fara að ve- fengja upplifanir annarra. Samskipti eru flókin og þetta er upplifun [Erlu og Atla]. Það er gott að hún komi fram svo hægt sé að leysa það sem þar liggur að baki.“ Einelti innan Pírata veldur úrsögnum  Varaborgarfulltrúi segir úrskurðinn tengjast einelti og valdníðslu og vill ganga úr flokknum  Pólitískur ráðgjafi segist skammast sín fyrir hönd úrskurðarnefndar  Draga upplifanirnar ekki í efa Erla Hlynsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir Í margra vitund markar basar Kvenfélagsins Hringsins upphaf jólaundirbúnings. Hann var í gær og var fjölmenni á Grand hóteli. Þarna mátti kaupa ýmsa handavinnu, heimabakaðar kökur og fleira og rennur andvirði sölunnar í Barnaspítalasjóð Hringsins. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 29 millj- ónir króna, allt til tækjakaupa í þágu barna sem þurfa þjónustu á sjúkrastofnunum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Jólaundirbúningur byrjar með Hringsbasarnum Hönnuðurinn og listamaðurinn Brynjar Sigurðsson tók um helgina við hvatningarverðlaunum í Sví- þjóð sem bera yfirskriftina Torsten og Wanja Söderberg 2018. Verð- launin, ein milljón sænskra króna eða um 13 milljónir íslenskra, eru veitt af Röhsska-safninu í samstarfi við Torsten Söderberg-samtökin. Verðlaunanefndin valdi Brynjar vegna verka hans sem eru undir miklum áhrifum íslensks menning- ararfs og bera merki um getu til að tengja fortíðina við nútímann. Brynjar býr og starfar í Auriol í Suður-Frakklandi og hefur rekið hönnunarstúdíó með hönnuðinum Veroniku Sedlmair síðan árið 2015. Verðlaunin hafa það að markmiði að kynna list, handverk og hönnun á Norðurlöndum og efla samstarf Norðurlandaþjóðanna á því sviði. Hlaut virt verðlaun Heiður Brynjar tekur við verðlaununum. Margar kisur frá Kattholti hafa fengið nýtt heimili á undanförnum tveimur vikum, að sögn Halldóru Snorradóttur, rekstrarstjóra Katt- holts. Hún segir umfjöllun sem birt- ist í Vetrarblaði Morgunblaðsins einkum hafa haft góð áhrif á að- sóknina, en í blaðinu, sem nýlega kom út, var greint frá því að gott væri að eiga mjúka kisu til að klappa á vetrardögum. Halldóra segir að þegar veturinn gangi í garð taki fleira fólk kisur að sér. „Oft gengur vel í september og október og núna hefur verið brjálað að gera. Vikurnar eru mismunandi, síðustu tvær vikur hafa verið frá- bærar, nokkrar kisur fá heimili á dag. Svo hefur ljósmyndarinn Þór- dís Reynisdóttir verið dugleg að taka myndir af köttunum og setja á facebooksíðuna okkar. Bara það að sjá svona fallegar myndir af kött- unum eykur áhugann hjá fólki að kynnast þeim betur,“ segir Hall- dóra. Um 40 til 50 kisur eru í Kattholti hverju sinni, en fjöldi katta sem dvelja á heimilinu er árstíða- bundinn. Fleiri dvelja þar á sumrin en veturna, en ástæða þess er að fleiri kettlingar fæðast á sumrin þar sem læðurnar gjóta þá, að sögn Halldóru. Kettir koma í Kattholt af ýmsum ástæðum. Sumir finnast úti og hafa verið á vergangi en aðrir hafa kom- ið vegna vandamála á heimilinu. Margir kjósa fremur kettlinga en fullorðna ketti en Halldóra segir að það sé að breytast. „Fólk er alltaf að verða meðvitaðra um það að taka að sér fullorðnar kisur og síðan er fólk meðvitaðra um að taka kis- urnar sínar úr sambandi og þá eru bara færri kettlingar að leita að heimili, sem er jákvætt. Þá fá full- orðnu kisurnar tækifæri. Það er gott að það sé til fólk sem er til í að gefa þessum kisum heimili, því þær eiga það svo sannarlega skilið,“ segir Halldóra. veronika@mbl.is Aukin umferð í Kattholti  Mikil eftirspurn eftir kisum  Umfjöllun Vetrarblaðs Morgunblaðsins um ketti hafði jákvæð áhrif að sögn starfsfólks Kattholt Margar kisur vantar heimili þótt eftirspurn hafi aukist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.