Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Viðskipti og verðmyndun Orkumarkaðir í mótun: Dagskrá Hörður Arnarson forstjóri opnar fundinn. Sveinbjörn Finnsson, Dagný Ósk Ragnarsdóttir og Valur Ægisson frá viðskiptagreiningu verða með erindi. Pallborðsumræður Jón Vilhjálmsson, sviðsstjóri Orkusviðs hjá EFLU. Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur viðskiptaþróunar í Noregi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður stýrir pallborði. Hverjir eru helstu áhrifaþættir raforkuverðs í Evrópu? Hver eru áhrif endurnýjanlegrar orku? Hvernig er viðskiptum með raforku háttað á Íslandi? Viðskiptagreining Landsvirkjunar fjallar um stöðu orkumarkaða á Íslandi og erlendis á morgunverðarfundi. Hilton Reykjavík Nordica Þriðjudagur 6. nóvember kl. 8:30-10:00 (morgunkaffi hefst kl. 8:00) Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is „Þessi ríkisstjórn sýnir algjöran aumingjaskap í því hvernig hún nálgast hin stóru verkefni sam- félagsins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, á flokkráðsfundi flokksins á Ak- ureyri á laugardag. Í ræðu sinni þar gagnrýndi hann ríkisstjórnina harð- lega og sagði hana bæði verklitla og kjarklausa. Ráðherrar höguðu sér eins og bundið væri fyrir augun á þeim og sæju hvorki vandamálin sem uppi væru né þau tækifæri sem fyrir hendi væru. Þá gagnrýndi hann Framsóknar- flokkinn og sagði hann hafa þráð að komast í ríkisstjórn hvað sem það kostaði og hann hefði „fallið bar- dagalaust frá öllum helstu kosninga- loforðunum“. Hann sagði ríkisstjórnina hafa svikið íslenskan landbúnað og mat- vælaframleiðslu og bætti við í þeim efnum að aðeins tíu ár væru liðin frá því að landbúnaðurinn bjargaði landinu frá gjaldþroti. Gagnrýndi ríkisstjórn harðlega  Sagði ríkisstjórn sýna aumingjaskap Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Gagnrýninn Sigmundur Davíð í ræðustól á Akureyri á laugardag. Bæjarstjórn Garðs og Sandgerðis mun í vikunni væntanlega taka endanlega ákvörðun um að sam- einað sveitarfélag þessara byggða verði nefnt Suðurnesjabær. Efnt var til kosninga um helgina þar sem íbúar greiddu atkvæði um nafn á sveitarfélagið. Kosninga- þátttaka var 34,44% og fékk til- laga um nafnið Suðurnesjabær 75,3% atkvæða. Nöfnin Sveitar- félagið Miðgarður og Heiðarbyggð fengu 17,1% og 6,1% atkvæða. „Við lögðum upp með að reyna að fá sem flesta á kjörstað og gáf- um það út að ef fleiri en 50% íbúa mættu á kjörstað og eitthvert nafn fengi yfir 50% atkvæða yrði það endanleg niðurstaða,“ sagði Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, í samtali við mbl.is í gær. Hann segist sáttur við niður- stöðuna. Betra hefði vissulega ver- ið ef kosningaþátttaka hefði verið meiri, en niðurstaðan sé þrátt fyrir allt mjög afgerandi. Það auðveldi bæjarstjórn að leiða málið til lykta. Fjallað verður um nafnamálið á bæjarstjórnarfundi næsta miðviku- dag. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að tillagan um nafnið Suður- nesjabær verði lögð fyrir og geri ekki ráð fyrir öðru en að hún verði samþykkt miðað við niðurstöðu kosningarinnar,“ segir Einar Jón. Að lokum þarf ráðherra sveitar- stjórnarmála að gefa grænt ljós. „Við vonum að ráðherra verði fljótur að staðfesta nafnið,“ segir forseti bæjarstjórnar. thorgerdur@mbl.is/sbs@mbl.is Flestir vilja Suðurnesjabæ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurnesjabær Sandgerði er önnur tveggja byggða í nýju sveitarfélagi.  Dræm kjörsókn en niðurstaða fengin í nafnamálinu Erlendur ferðamaður tilkynnti að jakka sínum hefði verið stolið á veit- ingahúsi í Reykjavík á laugardags- kvöld. Um klukkan hálftvö um nótt- ina tilkynnti starfsfólk veitinga- hússins að meintur þjófur væri kominn þangað aftur og var hann handtekinn skömmu síðar. Hann reyndist vera með umræddan jakka í fórum sínum en munir voru horfnir úr honum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá leitaði karlmaður aðstoðar á slysadeild eftir tilefnislausa árás í Austurstræti á laugardagskvöld. Maðurinn var meðal annars með brotna tönn en gerendur eru óþekktir. Þá lenti ungur maður í líkamsárás í Hafnarfirði á laugardagskvöld og var tilkynnt um ofurölvi mann sem væri til vandræða á veitingahúsi í Grafarvogi. Bíll valt á Hólmsheiðarvegi en engin meiðsli voru skráð. Erill hjá lögreglunni um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.