Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Píratar eru ekki óvanir innan-flokksátökum. Fyrir rúmum tveimur árum fór allt í hund og kött í þingflokknum þegar þingmenn flokksins hættu að geta átt eðlileg samskipti. Niður- staðan varð sú að kalla til vinnustaða- sálfræðing, sem er einsdæmi í sögunni.    Ekki tókst þó bet-ur til en svo að Birgitta Jónsdóttir, stofnandi flokksins og helsti forsprakki, endaði með því að segja sig úr honum og hafði í kveðju- skyni, fyrir rúmu ári, margt misjafnt að segja um flokks- starfið.    Enn glíma píratar við sams konarinnanflokksmein. Varaborgar- fulltrúi flokksins, Rannveig Ernu- dóttir, sagði frá því fyrir helgi að einelti og yfirgangur tiltekins hóps innan flokksins væri slíkur að hún gæti ekki lengur starfað innan hans.    Fleiri píratar sem gegna trún-aðarstörfum í stofnunum flokksins hafa sagt af sér að undan- förnu vegna svipaðra mála.    Rannveig lýsir framgöngu ákveð-inna pírata, sem meðal annars hafi hrakið starfsmenn frá flokkn- um, sem „ofbeldi, valdníðslu, einelti, mikilli vanhæfni og ofmati eineltis- tudda á eigin ágæti“. Og hún bætir við: „Hreyfing sem kemur svona fram við starfsfólkið sitt er ekki fær um að leiða baráttuna fyrir bættu samfélagi.“    Píratar gerðu vel í því að taka tilheima hjá sér áður en þeir bjóða öðrum krafta sína. Birgitta Jónsdóttir Sundurlyndir sjóræningjar STAKSTEINAR Rannveig Ernudóttir bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Norður á Akureyri var unnið hörð- um allan daginn í gær að því að ferma flutningaskipið Antje sem notað er til að flytja heyrúllur til Noregs. Gert er ráð fyrir að skipið leggi frá landi í kvöld og þá verða um borð alls um 5.700 rúllur af heyi frá bæj- um víða á Norðurlandi. Skipið er nú hér í sinni fjórðu ferð og fer að minnsta kosti eina til viðbótar, en sala á alls um 33.000 heyrúllum er frágengin. „Þetta er törn. Við byrjum klukkan átta á morgnana og vinnum til níu á kvöldin. Dagarnir eru langir en svo verður líka að vera svo dæmið gangi upp,“ segir Bene- dikt Hjaltason, sem hefur verið lykil- maður í þessu útflutningsverkefni. Fyrir hverja rúllu af nýju heyi fá bændur greiddar 8.500 kr. og 3.500 kr. fyrir það sem eldra er. Saman- lagt er áætlað að flutt verði frá Ís- landi 20.000 tonn af heyi og að út- flutningsverðmætið verði um 350 milljónir króna. sbs@mbl.is Ferma Antje af heyi sem er selt til norska bænda Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Útflutningur Benedikt Hjaltason á Krossanesbryggju í nepjunni í gær. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Engilbert Sigurðsson, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir að stefnt sé að því að fjölga nemum í læknisfræði, úr 50 í 60. Þó beri að fara varlega í slíkar aðgerðir þar sem þær gætu dregið úr gæðum námsins. „Við stefnum að því að fjölga í allt að 60 nemendur á næstu árum, en hversu hratt það gengur er háð endurskoðun námsins, sem er í gangi. Við viljum ekki fjölga nem- endum á kostnað þess að námið verði lakara. Við bjóðum upp á mjög gott nám samkvæmt samanburði við ameríska prófið, sem er sama stöðu- prófið og amerískir læknastúdentar þreyta. Þennan ytri mælikvarða höf- um við fyrir gæði námsins og við vilj- um halda okkur á svipuðum slóðum,“ segir Engilbert. Á laugardag var greint frá því í frétt Morgunblaðsins að fjöldi nem- enda í læknisfræði erlendis, svo sem í Ungverjalandi og Slóvakíu, leitaði heim til Íslands til að klára kandí- datsárið á Landspítalanum. Spurður hvers vegna ekki séu skapaðar enn betri aðstæður fyrir nemendur sem vilja klára læknis- fræði á Íslandi segir Engilbert að nýlega hafi Háskóli Íslands fjölgað læknis- fræðinemum úr 48 í 50. „Markmiðið er ekki að útskrifa eins marga nema og hægt er heldur að mennta hámarksfjölda í þeim gæðum sem við viljum sækjast eftir. Gæði námsins gætu rýrnað mjög ef við tækjum við of mörgum. Við mun- um aldrei svara eftirspurninni, held- ur verðum við að gera það sama og aðrar Vesturlandaþjóðir gera. Um 300 manns þreyta inntökuprófið í júní á hverju ári, svo það er erfitt að svara þeirri eftirspurn,“ segir Engil- bert. Læknanemar fara í gegnum sex ára nám en fyrsti hluti námsins er BS-nám í samskiptafræði, siðfræði og klínískri aðferð. Engilbert segir að á seinni þremur árunum sé mikil kennsla í sérgreinum læknisfræð- innar en hluti af því sé klínísk þjálfun þar sem skort hefur pláss fyrir fleiri nemendur í því fagi. Plássum í lækna- deild fjölgi í 60  Endurskoðun á læknanámi við HÍ Engilbert Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.