Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Framtíð íslensks körfubolta er björt. Það mátti glögglega sjá í Grafarvoginum í helgina þar sem körfuknattleiksdeild íþróttafélags- ins Fjölnis hélt svonefnt Sambíóa- mót fyrir yngstu iðkendurna. Alls mættu á svæðið um 600 krakkar á aldrinum 6-11 ára og komu þeir alls staðar að af landinu. Mótið hófst snemma á laugardag og lauk síð- degis í gær, sunnudag. Keppni fór að mestu fram í íþróttahúsinu við Dalhús og í Fjölnishöll, nýjasta hluta Egilshallar, auk þess sem nokkrir leikir voru teknir í íþrótta- húsi Rimaskóla. Að venju var á þessu móti ekki keppt um sæti og stigin ekki talin opinberlega heldur fékk leikgleðin að ráða ríkjum. Allir keppendur fengu svo verðlaunapening og liðs- mynd að móti loknu. Mót þetta hefur skipað sér sess meðal stórmóta vetrarins og þar 600 krakkar á körfuboltamóti í Grafarvogi Engin stigatalning og leikgleðin réð ríkjum má jafnan sjá fullt af væntanlegum stórstjörnum, bæði hjá stelpum og strákum. Þarna sjást oft tilvonandi þjálfarar í efstu deildum sem gjarnan stíga sín fyrstu skref með yngri körfuboltakrakka sem í fyll- ingu tímans komast í fremstu röð ef að líkum lætur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hraðaupphlaup Stelpurnar eru kná- ar í körfunni og sýndu tilþrif. Lagni Útsjónarsemi þarf til þess að komast fram hjá andstæðingunum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stemningin var einstök oghópurinn ein sál. Þessi við-burður hefur líka fest sig ísessi og tilhlökkunarefni okkar allra,“ segir Linda Hilmars- dóttir, framkvæmdastjóri heilsu- ræktarinnar Hress í Hafnarfirði. Hinir árlegu Hressleikar sem stöðin stendur fyrir voru á laugardaginn og voru þar þátttakendur um 250 tals- ins. Hópnum var svo skipt upp í alls átta 30 manns lið. Á þeim tveimur klukkustundum sem keppnin stóð reyndi fólk í hópunum sig í flestu því sem býðst í Hress; svo sem tækjaæf- ingum, spinning, hot jóga og svo mætti áfram telja. Hvert lið var í sínum litnum, gulur, rauður, grænn, blár og svo framvegis. Sagan snertir Fyrir þátttöku í Hressleikunum greiðir hver þátttakandi 3.000 krón- ur en hvert sinn er safnað peningum til fólks eða fjölskyldna í Hafnarfirði sem er hjálpar þurfi. Að þessu sinni fá stuðninginn hjónin Fanney Ei- ríksdóttir og Ragnar Snær Njáls- son. Saga þeirra var sögð í Morgun- blaðinu um þar liðna helgi en hún er sú að taka þurfti son þeirra með keisaraskurði á 29. viku meðgöngu Fanneyjar, sem hafði þá greinst með leghálskrabbamein. Sonurinn Erik Fjólar er nú á vökudeild á Landspít- alanum og Fanney í lyfja- og geisla- meðferð. Fyrir eiga Fanney og Ragnar dótturina Emilý Rósu, sem er þriggja ára. „Við í Hress þekkjum til Fann- eyjar, en Gyða systir hennar hefur lengi starfað hjá okkur,“ segir Linda. „Þá hefur saga þessarar litlu fjölskyldu og erfiðleikanna sem hún stendur andspænis verið sögð í fjöl- miðlum og eðlilega snertir hún fólk. Því var auðvelt að þessu sinni að finna gott málefni til að styrkja.“ Linda lýsir Hressleikunum sem samfélagslegu verkefni þar sem allir leggist á eitt. Þannig renna öll þátt- tökugjöldin til styrkþeganna og eins andvirði seldra miða í happadrætti sem efnt er til samhliða Hressleik- unum. Þar eru í boði veglegir vinn- ingar, gjafir frá fyrirtækjunum í Hafnarfirði og víðar. „Það var sérstaklega ánægju- legt og sömuleiðis áhrifaríkt þegar Fanney, Ragnar og Emilý mættu til okkar og tóku við stuðningi okkar. Við höfum þegar safnað 1,6 millj- ónum króna og þar sem reikning- urinn er enn opinn vona ég að meira safnist á næstu dögunum,“ segir Linda Hilmarsdóttir. Komast heil á fjallstoppinn „Vonandi léttir þetta undir með þessum vinum okkar; við höfum fulla trú á að fjölskyldan komist heil á fjallstoppinn þó þau séu að klífa bratta brekku einmitt þessa dagana. Og sú ganga verður auðveldari þeg- ar fólk fær hjálp og góðan stuðning. Máttur fjöldans er mikill og á Hress- leikunum liggja oft einhverjir töfrar í loftinu.“ Máttur fjöldans á Hressleikunum Töfrar í heilsurækt. 250 þátttakendur lögðu lið. Hjálpa fjölskyldu sem glímir við veikindi. Hresst fólk Starfsfólk heilsuræktarinnar var í skrautlegum búningum. Ljósmynd/Kristján Ari Stuðningur Linda Hilmarsdóttir lengst til vinstri, Gyða Eiríksdóttir og svo Fanney systir hennar, Ragnar Snær Njálsson og dóttir þeirra Emilý Rósa, fjölskyldan sem þátttakendur í Hressleikunum studdu að þessu sinni. Ljósgrænt Hóparnir sem tóku þátt voru alls átta og hver hafði sinn lit. Lyftingar Hér var hressilega tekið á því og vöðvarnir stæltir rækilega. Einn helsti menningarviðburður kom- andi viku er tónleikar Stuðmanna í Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugar- dagskvöld, 10. nóvember. Haldnir verða tvennir tónleikar, hinir fyrri eru klukkan 22 og þeir síðari hefjast kl. 22.30. Með þessari skemmtun er 100 ára afmæli fullveldis Íslands fagnað með skemmtun þar sem ekkert er til sparað. Flutt verða ný lög í bland við vinsælustu lög Stuðmanna, sem eru sennilega langlífasta hljómsveit Ís- landssögunnar. Sérhvert lag höfðar til tiltekins áratugar og viðburða þar sem tónlistin, myndheimur og leik- húsið kallast á. Sérstakar gesta- stjörnur Stuðmanna þetta kvöld verða Ragnhildur Gísladóttir og Teit- ur Magnússon. Stuðmenn fá fullveldi Öld er fagnað Stuðmenn Hljómsveit allra lands- manna og er enn í fullu fjöri. Rauði krossinn á Íslandi hefur hrund- ið af stað neyðarsöfnun vegna vopn- aðra átaka og yfirvofandi hungurs- neyðar í Jemen. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2.900 kr., sem dug- ar til að fæða þrjú börn mánaðar- langt. Vandamál í Jemen eru gríðar- leg og margslungin. Mannfall er mikið vegna vopnaðra átaka, skorts á mat, heilbrigðiskerfið hefur eyðilagst í átökunum og innviðir hafa eyði- lagst. Hjálparstarf reynist erfitt og hættulegt. Um 80% þjóðarinnar, eða um 22 milljónir af 27 milljónum Jem- ena, þurfa á aðstoð að halda og 2,9 milljónir eru á flótta. Þá er áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat, eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi hefur hrunið. Gríðar- legur skortur er á bólusetningum barna og fjöldi vannærðra barna er mikill. Neyðarsöfnun RKÍ Hjálp til Jemen Jemen Barn á flótta í landi þar sem allir innviðir hafa hrunið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.