Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 16

Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eruspennanditímar í flokkapólitíkinni núna, bæði austan hafs og vestan. Kosningar verða loks á þriðjudag- inn vestra og er baráttan með öðrum brag en við eigum að venjast. Ekki síst vegna þess hversu lengi hún stendur og hve fjölmiðlar fara mikinn. Á hverjum virkum degi er slegið upp nýjum „stórfréttum“ og þannig gengur það óslitið í heilt ár. Hitt sem einkennir kosningarnar er ekki í takt við þetta því það er hversu hlut- fallslega fáir mæta á kjörstað (og kjósa utan hans) þegar stóra stundin rennur upp. Áhugaleysið sem kjósendur sýna á þeim kosningum þegar forsetinn er ekki á kjörseðl- inum er á skjön við yfirþyrm- andi áhuga fjölmiðlanna. Vissulega kjósa heldur fleiri en láta sjá sig þegar kosið er til Evrópuþingsins, sem vitað er að rís ekki undir nafni. Þessi mikli ákafi fjölmiðl- anna vestra er þrátt fyrir allt skiljanlegur. Úrslit kosninga sem fara fram á miðju kjör- tímabili forsetans hafa einnig mikla þýðingu, ekki síst fyrir forsetann, sem er ekki í fram- boði. Obama forseti fékk góða kosningu í nóvember 2008 í öll- um skilningi. Hann vann sögu- legan persónusigur og um leið vann flokkur hans jafnframt meirihluta í báðum deildum þingsins. Forsetinn hafði því góð færi á að láta mjög til sín taka næstu tvö árin. Sama má segja um Donald Trump, sem einnig hafði meirihluta í báð- um þingdeildum er hann lagði úr vör sem forseti. Trump hef- ur þó haft miklu veikari meiri- hluta í öldungadeildinni en Obama hafði sín fyrstu tvö ár. Í sínum fyrstu „millikosn- ingum“ haustið 2010 tapaði Obama hins vegar stórt í þinginu. Hann missti 6 öld- ungadeildarþingmenn en hélt þó alltraustum meirihluta áfram. Í fulltrúadeildinni unnu repúblikanar hins vegar 60 þingmenn og var það stærsti sigur þeirra í rúm 70 ár! Sumir íslenskir fjölmiðlar hafa hins vegar margsagt í að- draganda þessara „millikosn- inga“ að repúblikanar megi búast við að bíða afhroð vegna „óvinsælda Donalds Trumps“. Ekkert bendir þó enn til þess að Trump fái aðra eins útreið og Obama fékk 2010. Reynslan sýnir þó að hafa verður fyrirvara á könnunum um fylgi flokkanna og það jafn- vel þeim sem birtast skömmu fyrir kjördag. Það er óvissan um kosningaþátttöku sem er stærsti skekkjuvaldurinn. Flestir þeirra sem þykja hvað mark- tækastir um þenn- an talnalega fróðleik virðast þó hallast að því að repúblikanar eigi raunhæfa von um að halda eins atkvæðis meirihluta sín- um í öldungadeildinni og með heppni gætu þeir jafnvel hugs- anlega bætt við sig einu eða tveimur sætum þar. Sömu að- ilum þykir hins vegar líklegast að demókratar nái að vinna hreinan meirihluta í fulltrúa- deild þingsins, en hæpið sé þó að sigur þeirra verði svo afger- andi að tala megi um bláa bylgju (demókratar eru merkt- ir bláir og repúblikanar rauð- ir!) í þeim kosningum. Í Evrópu hafa farið fram merkilegar kosningar síðasta rúma árið víða hvar. Nefna má ríkiskosningar Þýskalands s.l. haust og á þessu ári tvennar mikilvægar fylkiskosningar sem saman hafa breytt mjög hinni stjórnmálalegu stöðu, svo ekki sér fyrir enda á. Nýjustu kannanir frá Þýskalandi sýna að hrun sósí- aldemókrata heldur áfram og er fylgi þeirra nú komið niður í 14-15% á landsvísu og þeir mælast nú sem 4. stærsti flokkur landsins á eftir CDU, samanskroppnum flokki Mer- kel kanslara, Grænum og AfD, hinum „óhreina“ flokki lands- ins. Er heldur ólíklegt að kröt- um verði vært miklu lengur í ríkisstjórn í Berlín verði ekki lát á þessari þróun. Kosningar annars staðar í álfunni hafa ýtt enn undir kvíða valdaþjóðanna tveggja í ESB, Þýskalands og Frakklands. Þar má nefna kosningar í Austurríki, Ung- verjalandi, Svíþjóð og Ítalíu sem bætast við það sem áður var óhugsandi, að Stóra- Bretland sé á leiðinni úr ESB sem er stóratburður í sögu beggja. Það róar ekki þandar taugar forseta Frakklands að per- sónulegt fylgi hans minnkar jafnt og þétt og í mælingum síðustu daga fær flokkur for- setans einnig slaka útkomu. Þannig yrði flokkur Marine Le Pen stærri flokkur í kosning- um til Evrópuþingsins en hans, þótt mælingar sýni að Macron myndi enn ná að merja frúna í forsetakosningum. Á þessu má sjá að sérvitr- ingahópurinn „áhugamenn um stjórnmál“ þarf ekki að kvarta yfir skorti á viðfangsefnum á komandi vikum, mánuðum og misserum. Spakvitrir telja að Trump missi meiri- hluta í fulltrúadeild en bíði ekki það af- hroð sem spáð var } Skjálftamælar sýna aukinn titring S íðastliðinn föstudag, 2. nóvember, var efnt til opins heilbrigðisþings á vegum velferðarráðuneytisins. Markmið þingsins var að ræða drög að heilbrigðisstefnu, stefnu fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi til ársins 2030. Þingið var opið öllum og stefnudrögin eins og þau liggja fyrir nú voru kynnt og rædd, með það fyrir augum að fá athugasemdir og ábend- ingar við þau. Niðurstöður heilbrigðisþings verða svo notaðar til að uppfæra stefnudrögin. Með innleiðingu heilbrigðisstefnu mun Ísland bætast í hóp fjölda Evrópuþjóða sem hafa sett sér slíka stefnu. Heilbrigðisstefna á að vera leiðarljós sem sameinar krafta þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu og tryggir sjúkling- um bestu þjónustu sem völ er á, þar sem ör- yggi, gæði og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Fulltrúar sjúklingasamtaka, hagsmunafélaga, veit- enda heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, allra heilbrigðis- stétta og fleiri voru sérstaklega hvattir til að mæta á þingið. Rúmlega 250 manns með fjölbreyttan bakgrunn mættu til þess að ræða stefnudrögin. Mikil þekking komst til skila til okkar sem nú vinnum stefnuna áfram, þekking sem fer inn í straum ferilsins sem sköpun heil- brigðisstefnunnar er. Við verðum að fá mismunandi sjónarmið fram til þess að geta stillt saman strengi inn í framtíðina því það er lykilatriðið að heilbrigðisstefnan geti lifað af mörg kjörtímabil og að hún verði skjal sem samfélagið sé sammála um og alþingi getur lokið í þver- pólitískri sátt og sem síðar verði vinnuskjal margra heilbrigðisráðherra. Næstu skref eru að setja drögin að stefn- unni í opna samráðsgátt til þess að tryggja enn frekar að allir geti komið sínum ábend- ingum á framfæri, ekki síður heilbrigðis- stéttir og sjúklingasamtök. Því næst verður stefnan lögð fram í formi þingsályktunar- tillögu sem byggist á skýrslu um heilbrigðis- stefnu fyrir Ísland til ársins 2030 og mælt verður fyrir tillögunni á vorþingi. Heilbrigðisþjónustan snýst um kjarnann í samfélaginu. Það er hluti af ákvörðun fólks þegar það velur sér stað til að lifa og búa og starfa hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt á þeim stað. Ungt fólk horfir á grunnþjón- ustuna þegar það velur sér stað til að búa á. Ísland þarf að standast bestu kröfur til heil- brigðisþjónustu fyrir alla og standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Með setningu heilbrigðis- stefnu stígum við mikilvægt skref í átt að því að móta heilbrigðisþjónustunni grunn og bæta þjónustuna. Við höfum alla möguleika á því að hér sé öflugt heil- brigðiskerfi í fremstu röð. Þannig verður Ísland enn meira spennandi og öruggari valkostur til búsetu kom- andi kynslóða. Skýr heilbrigðisstefna er varða á þeirri leið. Við getum lokið gerð hennar í víðtækri sátt og við eigum að gera það. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilbrigðisþing Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bílstjórar og stjórnendurflutningafyrirtækja látamisvel af endurmennt-unarnámskeiðum fyrir bíl- stjóra sem eru skilyrði fyrir endur- nýjun réttinda til að aka vöru- flutningabílum og rútum. Meðal annars er gagnrýnt að námskeiðin séu ekki nógu vel undirbúin og verið sé að teygja lopann að óþörfu, til þess að fylla í tímann sem krafist er. Sumir bílstjórar sem rætt er við segj- ast hafa gagn af endurmenntunar- námskeiðunum en aðrir telja að tíma sínum sé illa varið. Innleiðing endurmenntunar þeirra ökumanna sem hafa réttindi á stórum bílum til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni kemur frá Evrópu. Ísland var einna síðast EES-ríkja til að taka hana upp og var reyndar lengi reynt að komast hjá því að gera það. Þórhildur Elín Elínar- dóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngu- stofu, segir að réttindi atvinnuöku- manna séu samræmd á öllu atvinnu- svæðinu, eins og í öðrum greinum samgangna, svo sem í flugi og sigl- ingum. Á sama hátt sé gert ráð fyrir endurmenntun í þágu umferðarör- yggis og til þess að ökumenn geti við- haldið hæfni í hæsta gæðaflokki. Allir á námskeið á sama tíma 10. september sl. var eins konar D-dagur í þessari endurmenntun. Þá lauk fresti þeirra ökumanna sem fengu réttindi fyrir 10. september 2013 til að ljúka námskeiðum. Þeir sem fengu ökuréttindi seinna þurfa að sækja námskeið áður en fimm ár eru liðin frá því þeir öðluðust rétt- indin. Námskeiðahaldið fór ekki af stað af alvöru fyrr en á síðasta ári og hefur því mikið verið að gera hjá þeim fyrirtækjum sem annast nám- skeiðahald á þessu sviði. Þeir sem ekki náðu að sækja námskeið fyrir þann tíma geta átt á hættu að vera kyrrsettir af lögreglu og sektaðir. Dæmi er um að lögreglumenn hafi stöðvað ökumenn sem ekki voru með gild atvinnuréttindi af þessum sökum og aðvarað þá, sagt að þeir yrðu kyrr- settir næst. Lögreglan hefur aðgang að gagnagrunni Samgöngustofu um endurmenntun. Sækja skal fimm námskeið sem hvert tekur sjö klukkustundir, í heildina 35 tímar. Mögulegt er að dreifa þeim á fimm ár. Engin próf eru í lok námskeiðs þannig að nóg er að geta sýnt fram á að hafa verið á staðnum. Misjöfn reynsla Rúnar Garðarsson, formaður hópferðanefndar Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að allir hafi gott af endurmenntun en reynslan af nám- skeiðunum sé misjöfn. Þau auki ekki mikið við þekkingu bílstjóra. Stund- um sé eins og verið sé að búa til nám- skeið til að fylla ákveðinn tíma- ramma, án þess að nokkurt nýtt efni komi fram. Þá vanti fjölbreytni í námskeiðin, þannig að ökumenn geti valið úr. „Ég hafði mjög gott af þessu,“ segir Símon Hrafn Vilbergsson, rútu- bílstjóri á Akureyri, „maður lærir alltaf eitthvað nýtt.“ Hann segir að flestir bílstjórar hjá SBA séu jákvæð- ir gagnvart þessari nýjung. Menn hafi skilning á því að eftir sé að koma betra skipulagi á námskeiðahaldið. Óskar Stefánsson, formaður Bíl- stjórafélagsins Sleipnis, tekur mjög í sama streng. Segir að námskeiðin séu þörf upprifjun og menn innan hans raða séu almennt hlynntir þeim. Sumir viðmælendur nefna að vandræði gætu skapast næsta sumar þegar fyrirtækin fari að kalla til af- leysingamenn. Þá sé lítið um nám- skeið fyrir ensku- eða pólskumælandi ökumenn. Stöðvaðir ef þeir hafa ekki sótt námskeið Morgunblaðið/Ómar Rútur Atvinnubílstjórar á stórum bílum þurfa að sækja tæplega vikulangt námskeið á fimm ára fresti til að halda atvinnuréttindum sínum. „Þetta kom mér fyrir sjón- ir nánast eins og afplánun. Mér fannst tíma mínum heldur illa var- ið. Fólk þarf að vera á staðn- um en ekki er gerð krafa um að það taki þátt eða geri nokkuð. Ég hugsa til þess með hryllingi að þurfa að fara á annað nám- skeið eftir fimm ár,“ segir Logi Óttarsson, rútubílstjóri og leið- sögumaður á Akureyri. Hann segist fara á námskeið annað hvert ár sem leiðsögu- maður. Það sé ekki metið í endurmenntun ökumanna þótt efnið sé að hluta til svipað. Hann segir nauðsynlegt að halda sér við í skyndihjálp en hin nám- skeiðin hafi ekki verið markviss. Kennarar hafi ekki verið klárir á hvað þeir voru að fara yfir í hluta þeirra og önnur hafi verið alger tímaeyðsla. Tímanum var illa varið RÚTUBÍLSTJÓRI Logi Óttarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.