Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 18

Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 Hver vill skipta á góðu atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 550m2 glæsihúsi (villu) á einni hæð með sundlaug og öllu tilheyrandi á besta stað í Tailandi? Áhugasamir vinsamlega sendið helstu upplýsingar á netfangið: josakco@gmail.com VANTAR ATVINNUHÚSNÆÐI Á mínum náms- árum varð mér tíðfar- ið til Kaupmannahafn- ar, sennilega af einhverri ósjálfráðri þörf til að upplifa með einhverju móti þann þátt sögu okkar sem þar útspilaðist. Einhvern tíma voru Hafnarstúdentar að gantast, ekki segi ég nú að það hafi verið mannjöfnuður að hætti þeirra konunganna Sig- urðar Jórsalafara og Eysteins, en það var haft á orði um fjarstaddan stúdent, að hann hefði orðaforða á við vart málga barn, 50 orð, já, á íslensku, og þótti ekki parið pent. Nú hrekkur maður í kút hitti mað- ur ungling sem hefur meira en 50 orða forða úr að moða að með- töldum hentiorðum eins og shitt, fokking og ómægod. Faðir minn var einn þeirra sem tóku þátt í að skapa íslensku sam- tímamenningu. Þeim var annt um vandað mál, það er tungutak sem nærðist á virðingu fyrir tungunni, sögu hennar og notagildi, ekki ein- hvers konar lærðra manna mál, heldur eins og hann kallaði í grein í leikskrá Þjóðleikhússins þegar það ágæta menningarhús hélt úr vör: Hann sagði að það mál sem þar skyldi hljóma vildi hann væri „raunveruleg íslenzka, lifandi ís- lenzka og fjölbreytt íslenzka“. Hann var þannig ekki hræddur við slangurorð og slettur, þær myndu fara sinn veg, ef þær aðlög- uðust ekki málinu. Hann hafði einnig sínar reglur um greinar- merkjasetningu, sem miðuðust ein- faldlega að því að gera texta skiljanlegri og aðgengilegri. Hann var auðvitað flestum fremur hand- genginn klassískum íslenskum bók- menntum, hafði gullaldarmálið svo- kallaða á valdi sínu en las það eins og skrifað væri í gær eða dag. En jafngallharður var hann á því, að slíkt máli héldi aldrei velli ef það nærðist ekki í moldinni, ef þannig má að orði komast, ef það missti tengslin við lifandi íslenskt alþýðu- mál, eins og það er best talað og litríkast, og það var það einnig um hans daga. En hvernig er því háttað í dag, eftir að atvinnuhættir hafa breyst, máltæki og heiti sem skapast hafa við vinnu hins óbreytta bónda eða sjómanns eru ill- skiljanleg? Mér verður mikið hugsað til hans föður míns á þessu baráttutímum ís- lenskrar tungu sem við nú lifum, hann talaði í raun íslenskt bænda- mál, og ég sem er alinn upp við hans viðhorf og aldrei frá þeim hvikað, geng með ugg í brjósti. Hvernig hefði þá honum liðið? Tímans hjóli verður aldrei við snúið, svo mikið höfum við lært. Annað væri barnaskapur. Og á síð- ustu tíu árum hafa svo miklar breytingar orðið í hinum tækni- vædda hnattvæðingarheimi, þess- um markaðsheimi, sem ekki stjórn- ast af neinni sérstakri virðingu fyrir sérkennum eða menningar- framlagi fámennra þjóða, að segja má að við stöndum andspænis gjör- samlega nýrri heimsmynd, með nýjum áherslum, nýjum gildum og nýrri áreitni. Þeir sem halda því fram að íslenskan sé svo seig að hún standi allt slíkt af sér fyrir- hafnarlaust eru í dag beinlínis flón. Við höfum stundum trúað því að tungan sé kjarninn í sjálfstæði okkar – tákn sjálfsbjargarviðleitni okkar. Erum við þá að fljóta að feigðarósi? Ætli það sé ekki eins og endranær, að það sé undir okkur sjálfum komið. Menn tala mikið um að tungumál þróist og við því sé ekkert að gera, sé í sjálfu sér bara jákvætt. Þá gera menn sér ekki grein fyrir hversu gildishlaðin hug- tök eins og þróun og framþróun eru. Breytingar eru ekki endilega þróun, hvorki æskilegar né óæski- legar breytingar. Hver ræður þá hvað er óæskilegt? Menn eru dauð- hræddir við boð og bönn. Samfélög eru þó útbúin með reglum svo fólk geti lifað saman. Og stærri þjóðir en við hafa glímt við sama vanda, það er þann vanda þegar eitt tungumál er orðið lingua franca, og menn hafa stundum með góðum ár- angri brugðist til varnar, eins og til dæmis Frakkar. Án þess að við- urkenna ekki um leið hentug- leikann í því að hafa eitt sam- skiptamál, t.d. í viðskiptum, sem sumum finnst nú vera heimsins góss. Á langri ævi hef ég mikið velt fyrir mér og unnið að hugmyndum, hvernig lítil þjóð getur varið verð- mæti sín án þess að einangra sig frá straumi tímans. UNESCO gerði sér snemma grein fyrir að menningararfurðir svokallaðar þurfa annars konar meðferð, eðlis síns og innra gildis vegna, en venjulega söluvara. Um þetta er enn slegist í GATT og WTO- viðræðum og öðrum slíkum, því að gróðahyggja er í mörgum rík og útsjónarsemi í þeim efnum ótrúleg. En líka, á minna plani, ef svo má segja, hafa slíkar spurningar oft verið vaktar. Við kona mín höfum um dagana verið í ýmsum misjafn- lega formlegum áhugahópum, Grafarafélaginu, sem skoðar tóttir, skíðahópnum hans Valdemars, sem bæði söng og skíðaði, Mið-Austur- landavímunni hennar Jóhönnu, gömlu skólaklíkunni úr MR sem hélt öll þorrablótin og fór í allar útilegurnar, soirées musicales þar sem við komum saman og getum upp á tónverki, tónskáldi eða flytj- anda, að hætti Kontrapunkts, bókakvöldklúbbnum, þar sem við ein tíu lesum sömu bókina (og þær eru margvíslegar!) og höfum á henni tíu skoðanir og svo fram- vegis. En einn hópurinn hefur sérstöðu – og hefur enn. Hann heitir ef hann má eitthvað kallast Te og tunga; þarna komum við saman öðru hverju árum saman á Tjarnargötunni hjá mér og rædd- um framtíð íslenskrar tungu og ekki síst þátt fjölmiðlunar í því samhengi – yfir tebolla. Við vorum tíu, en nú höfum við misst Sigurð Pálsson úr hópnum. Ekki verður sagt að mikið hafi farið fyrir okkur, þrátt fyrir oft djúpúðugar pælingar. Þarna var (og er) þó áhrifafólk úr röðum listamanna og háskólamanna sem iðulega beittu sér hver á sínu sviði, bæði beint við stjórnvöld og með greinum og viðtölum í fjölmiðlum. Sýnilegust vorum við eitt sinn er við stóðum fyrir umræðufundi í troðfullu Norræna húsinu; í annað sinn (og nú nýlega á fullveldis- afmæli) var þáttaröð um stöðu tungunnar í dag í Ríkisútvarpinu að okkar hugmynd. Í fyrra tilvik- inu, þar sem fjöldi þjóðþekktra manna talaði eins og t.d. Matthías Johannessen og Pétur Gunnarsson, komu fram margar jákvæðar hug- myndir í máli manna, en það drukknaði allt í ræðu Páls Vals- sonar sem blöðin slógu upp og þótti bersýnilega nokkuð langt gengið. Hann spáði nefnilega að eftir 200 ár yrði íslenskan dauð. Í dag, ekki einni öld heldur áratug síðar, tala viti bornir menn í alvöru um að leggja hana niður af hag- kvæmdarástæðum, til að auðvelda okkur að selja hugvit okkur og list, aðgang að ferðamannastöðum, veit- ingahúsum og svo auðvitað í fjöl- þjóðlegum fjármálaheimi. Hér skal vitaskuld ekki boðuð nein fávísleg einangrunarstefna og enskan er komin til að vera. En eigum við að fórna öllu fyrir þau þægindi? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld hafa aldrei tekið þennan vanda nógu föstum tökum þrátt fyrir ýmiss konar yfirlýsingar. Þrennt blasir við sem hægt er að snúa sér að í dag eða í síðasta lagi á morgun: Í fyrsta lagi að menntamálayfir- völd taki íslenskukennslu til gagn- gerðrar eflingar og endurskoðunar. Þetta á við öll skólastig, frá leik- skólum til doktorsnáms (þar með talin auglýsingateiknun), breyti að- ferðum í samræmi við breytta tíma og þá fjölþjóðlegu áreitni sem flæðir yfir alla með nýjum sam- félagsmiðlum, æsileikjum og öðru slíku sem heillar æskuna. Fjölga þarf kennslustundum og kennurum og breyta áherslum og tækni við kennslu jafnt kennara sem nem- enda. Í öðru lagi setja skýrari reglur. m.a. rökstuddar með samanburði við reynslu annarra ríkja af sam- bærilegum vanda, um hlut og rétt íslenskunnar í íslensku fjölmiðla- umhverfi. Og að þeim reglum sé svo í alvöru fylgt eftir. Í þriðja lagi að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins geri í sam- einingu átak til vakningarvitundar um það sem Stefán Thorarensen bæjarfógeti orðaði eitthvað svo í hinni dönskuskotnu Reykjavík um miðja nítjándu öld: Á Íslandi skal auglýsa á íslensku! Síðan geta menn á eftir sýnt færni sína í er- lendum málum. En íslenskan á að vera í fyrirrúmi. Þetta gera þær þjóðir sem lengst hafa haft reynslu af ferðamennsku, Spánverjar og Ítalir, svo að einhverjir séu nefnd- ir, sem ekki þjást af smáþjóða- kennd. Margt fleira mætti nefna og hef- ur verið margbent á, eins og þýð- ingarkerfi í hinum nýju tólum, sem getur skipt sköpum. En á þessu er hér hnykkt, ekki af þjóðrembu, heldur vegna þess að í þeim menn- ingarheimi sem hefur sig yfir dægurþras er íslenska talin ein merkasta sjálfstæða tunga Evrópu og saga hennar einstök. Af þeirra bestu manna yfirsýn þætti það óbætanlegt glapræði ef sú kynslóð sem nú býr á Íslandi varpaði henni fyrir róða. Þessar hugleiðingar eru auðvitað að gefnu tilefni. Fyrir einum tveim- ur áratugum var sá sem hér heldur á penna á skíðum hér uppi í fjöllum og það svo sem ekki í frásögur færandi. Þarna var svokölluð diskalyfta og þá bregður maður setunni undir óæðri endann á sér. Á undan mér voru tveir strákar, annar stálpaður sem augljóslega var að hjálpa yngri bróður sínum 4-5 ára gömlum með fyrstu tökin. Það tókst nú ekki betur til en svo að fljótt datt sá litli úr lyftunni, en sá eldri sveif áfram upp eftir fjalls- hlíðinni. Þá sagði sá litli, þegar hann renndi augum upp til bróður síns: „Holy moly shit.“ Íslenska – ísl-enska Eftir Svein Einarsson » Þeir sem halda því fram að íslenskan sé svo seig að hún standi allt slíkt af sér fyrir- hafnarlaust eru í dag beinlínis flón. Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. Veistu að eitt sinn varst þú aðeins draumur. Fallegur draumur í huga Guðs. Draumur sem rættist. Í mínum huga er ekkert fallegra en þegar nýtt líf kviknar. Þegar barn verður til í móðurkviði og for- eldrar, afar og ömm- ur, systkini og ætt- ingjar bíða svo barns- lega spennt eftir að nýja lífið líti loks ljós þessa heims. Fátt ef nokkuð hrærir hjarta okkur og gleður jafn innilega. Og við biðjum Guð að blessa litla lífið sem við sannarlega bindum vonir við án þess að krefja það að sjálfsögðu um eitt eða neitt. En bæn okkar margra við slíkar aðstæður er að barnið fái að dafna vel og safna kröftum svo það megi svo fá að vaxa umvafið kærleika og náð Guðs undir faldi frelsarans svo það fái að verða hans í lengd og bráð. Lífið er svo dýrmætt Þakklætið tekur ósjálfrátt að streyma fram og þessi litlu líf taka að kóróna gleði okkar og tilgang. Guð blessi öll þau litlu líf sem enn eiga eftir að líta dagsins ljós, for- eldra þess, framtíð og framgang. Svo kemur að því sem betur fer í langflestum tilvikum að við fáum litla ósjálfbjarga lífið í hendur og hjarta okk- ar stækkar um leið til mikilla muna og þar myndast kærleikans pláss sem við vissum ekki einu sinni að væri til. Við verðum eitthvað svo meyr, lítil og smá og svo auð- mjúk í lotningu frammi fyrir lífinu, gjöfum Guðs og ávexti ástarinnar. Lífið er svo dýrmætt og flestum svo óendanlega kært. Við biðjum kærleikans Guð að anda sínum góða anda á barnið og blessa það, vernda frá öllu illu og varðveita frá hvers konar háska og slysum. Að hann gefi því frið í hjarta, að það njóti umhyggju og veitist það sem til þarf til þess að verða farsælt í samskiptum, fái að njóta sín og vegna vel í lífinu. Að það fái að verða farvegur kærleika Guðs, ljóss og friðar, trúar og vonar og auðnist að bera þann ávöxt sem það er kallað til. Verði vitnis- burður um ljós Guðs, anda og verk. Lífið er kraftaverk. Guðs gjöf sem okkur er treyst fyrir að hlúa og sinna svo það fái rými til að þroskast og dafna og láta síðan muna um sig til góðra verka í þess- ari veröld. Lífsins andi er innblás- inn af Guði. Stöndum því vörð um það, virðum það og verndum og stöndum með því. Höldum utan um hvert annað. Samgleðjumst og fögnum yfir líf- inu saman. Lífið er svo dýrmætt og okkur er ætlað að bera virðingu fyrir því. Standa saman í sátt og samlyndi og styðja hvert annað. Ég á mér draum Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sín- um stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir hafa jöfn tækifæri og fá að mettast gæðum kærleikans og sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúk- dómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. Kærleikans Guð blessi líf okkar allt. Okkar ódauðlegu sálir. Vissirðu að þú ert leikflétta í undri kærleika Guðs. Láttu muna um þig og njóttu þess. Með friðar- og kærleikskveðju. Lifi lífið! Draumur sem rættist Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Eitt sinn varst þú aðeins draumur. Fallegur draumur í huga Guðs. Draumur sem rættist. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.