Morgunblaðið - 05.11.2018, Page 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Kostnaðaráætlunin
fyrir Braggann var
159.000.000 kr. og
kostnaðurinn er nú
kominn í 410.000.000
kr.
Umræðan snýst að-
allega um framúr-
keyrsluna og lítið er
rætt um upphaflegu
kostnaðaráætlunina.
Hvernig var hægt var
að gera svona háa kostnaðaráætlun?
Ég hefði talið eðlilegra að hún hefði
verið vel innan við 100.000.000 kr. og
ekki 159.000.000 kr.
Þá væri framúrkeyrslan enn
svakalegri, hvort sem miðað væri við
krónur eða prósentur. Kostnaður
upp á 410.000.00 kr. hefur verið birt-
ur og sundurliðaður:
Ástandskönnun 27 milljón kr.:
Hvernig var það hægt? Bygginga-
meistari hefði getað sagt eftir eina
heimsókn að bragginn væri ónýtur
og hagstæðast væri að rífa hann.
Rif á bragga 30 milljón kr.!
Hvernig var það hægt? Það er fullt
af verktökum sem hefðu getað jafn-
að braggann við jörðu og fjarlægt af
lóðinni á innan við viku. Þeir hefðu
gjarnan gefið tilboð í vekið.
Allt hitt sem á eftir kemur og
kostaði 353.000.000 kr. hefði mátt
losna við með því að bjóða lóðina út.
Borgin hefur reynslu af útboði lóða,
t.d. í Úlfarsársdal. Einfaldast hefði
verið að hafa sama hátt á í Nauthóls-
vík með kvöð og lýsingu á þeirri
starfsemi sem borgin óskaði eftir að
færi fram í bragganum. Þá hefðu
nokkur 100 milljón kr. komið í
borgarsjóð í stað láns upp á 400
milljón kr. á fullum vöxtum.
Það hlýtur að vera réttmæt krafa
skattgreiðenda að upphafleg kostn-
aðaráætlun verði birt þannig að sjá-
ist svo ekki fari milli mála hvar
framúrkeyrslan er.
Það að afhenda einkaaðila bragg-
ann á leigukjörum sem ekki standa
undir vaxtakostnaði þarfnast skýr-
inga.
Hrólfur segir Dag ekkert hafa vit-
að um stöðu braggamálsins. Það
breytir því ekki að borgarstjóri ber
ábyrgð á framkvæmd-
inni. Það að vita ekkert
af málinu er öllu alvar-
legra og vekur upp
spurningar: Hvernig
fylgist borgarstjóri með
öðrum verkefnum og
framkvæmdum á veg-
um borgarinnar? Hver
stjórnar borginni og
ber ábyrgð á
skemmdarverkum mið-
bæjarins?
Það ætti öllum í
borgarstjórn, og þar með talið
borgarstjóra, að vera ljóst að Degi
ber að segja af sér borgarstjóra-
embættinu.
Upphafleg kostnað-
aráætlun braggans?
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
»Umræðan snýst
aðallega um fram-
úrkeyrsluna og lítið er
rætt um upphaflegu
kostnaðaráætlunina.
Hvernig var hægt var
að gera svona háa
kostnaðaráætlun?
Höfundur er verkfræðingur og eldri
borgari.
Ný samgönguáætl-
un samgönguráðherra,
þar sem aukið um-
ferðaröryggi er sagt
grunnstefið, er mikil
vonbrigði fyrir Seyð-
firðinga og þann stóra
hóp velunnara sem
barist hafa fyrir og
beðið eftir Fjarðar-
heiðargöngum í tugi
ára. Atvinnulífi og íbú-
um er áfram sífellt
ógnað og bænum ýtt til hliðar í
harðri samkeppni um staðarval.
Hótanir berast um niðurskurð og
flutning. Fjárfestar forðast ófærð
og öryggisleysi á 600 metra háum
fjallvegi á Fjarðarheiðinni. Upplýs-
ingar Vegagerðarinnar sýna að á sl.
fimm vetrum hefur
heiðin verið lokuð allri
umferð í alls 152 daga.
Þrátt fyrir þessar
miklu og erfiðu tak-
markanir er Seyðis-
fjarðarhöfn stærsta
skemmtiferðaskipa-
höfn Austurlands og
sú fjórða á landsvísu.
Vegurinn yfir Fjarð-
arheiði er fjölfarinn
Evrópuvegur inn og út
úr landinu og hefur
sem slíkur verið það sl.
43 ár.
Viðvarandi varnarbarátta hefur
sett svip sinn á samfélagið sem
þrátt fyrir mótlætið gengur stolt,
samstiga og brosandi á móti bjart-
ari tímum. Langtíma þreytandi
áreiti og „andóf nágranna“ hefur
svo sannarlega ekki hjálpað til í
baráttunni. Nú hefur hinsvegar leg-
ið fyrir í nokkur ár að samstaða er
um það hjá sveitarfélögum á
Austurlandi (SSA), þingmönnum
kjördæmisins (NA) og Alþingi Ís-
lendinga að Fjarðarheiðargöng
verði næsta framkvæmd á eftir
Dýrafjarðargöngum sem lýkur
2020.
Fyrir hrun 2008 var ályktað hjá
samgönguyfirvöldum að stefna bæri
á að hafa í gangi samtímis tvenn
jarðgöng þar til brýnustu fram-
kvæmdum í þeim flokki væri lokið.
Hrunið gerði það að verkum að sú
ætlan varð ekki að veruleika. Meiri-
hluti umhverfis- og samgöngu-
nefndar Alþingis (2016) taldi að
svigrúm væri til staðar til að hefja
vinnu við Fjarðarheiðargöng sam-
hliða gerð Dýrafjarðarganga. Því
miður hefur það ekki gengið eftir.
Já, sæll, ert’ ekki að grínast, Sig-
urður Ingi? Það er því mikið reiðar-
slag og „hreint rothögg“ nú þegar
Fjarðarheiðargöng eru loksins inn-
skrifuð og komin á dagskrá sem
næst í röðinni, að þá leggur sam-
gönguráðherra fram samgöngu-
áætlun sem gerir ráð fyrir að allri
jarðgangagerð á Íslandi verði frest-
að í 10-15 ár. Hann hefur látið hafa
eftir sér að hann hafi skilning á
gagnrýni Seyðfirðinga og segir:
„Göng undir Fjarðarheiðina eru
komin tímasett í röðina og fáist
aukið fé í samgöngumálin á næstu
árum þá getur það opnað möguleika
á að flýta þeirri framkvæmd“ (mbl.
25.10. sl).
Jákvætt viðhorf til breyttrar
gjaldtöku í vegakerfinu og aukinn
skilningur á að fjármagna verði
brýnustu stórframkvæmdir utan við
sársvangan ramma fjárlaga ríkisins,
er góðs viti og lykillinn að því að
svo geti orðið. Bæjarstjórn Seyðis-
fjarðar hefur sérstaklega ályktað
um gjaldtöku ef það getur flýtt fyrir
framkvæmdum. Æ fleiri taka undir
það sjónarmið. Talað er um mikinn
áhuga fjárfesta á verkefnum í sam-
göngukerfinu, bæði innlendra og er-
lendra. Virkja verður þann áhuga
sem allra fyrst. Lífeyrissjóðir lands-
manna, sem kvarta yfir að vörslufé
þeirra sárvanti vinnu, eiga að sjálf-
sögðu að svara kalli og mæta strax
til leiks og sýna með því þroskaða
samfélagslega ábyrgð. Fjármagnið
er svo sannarlega til. En það verður
að þora að sækja það. Verkefnið er
því skýrt: Að finna því ásætt-
anlegan skilvirkan farveg svo flýta
megi bráðnauðsynlegum vegafram-
kvæmdum sem nú bíða í öllum
landshlutum.
Hæstvirt Alþingi, samgöngu-
ráðherra og ágætu þingmenn NA
sem ítrekað og ákveðið hafið lýst yf-
ir stuðningi við Fjarðarheiðargöng:
Kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Verkefni ykkar er ekki lokið. Þið
eruð nú við stýrið í bílstjórasætinu
á lokasprettinum, sem er að tryggja
langþráð gefin fyrirheit um að strax
að loknum Dýrafjarðargöngum
hefjist framkvæmdir við Fjarðar-
heiðargöng. Látum þau fyrirheit
verða að veruleika sem fyrst.
Ertu að grínast,
Sigurður Ingi?
Eftir Þorvald
Jóhannsson
» Viðvarandi varnar-
barátta hefur sett
svip sinn á samfélagið
sem þrátt fyrir mótlætið
gengur stolt, samstiga
og brosandi á móti
bjartari tímum.
Þorvaldur
Jóhannsson
Höfundur er fv. bæjarstjóri á
Seyðisfirði en nú eldri borgari.
brattahlid10@simnet.is
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is