Morgunblaðið - 05.11.2018, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
✝ Kjartan K.Steinbach
fæddist í Reykjavík
16. desember 1949.
Hann lést á deild
11G á Landspítal-
anum 25. október
2018.
Foreldrar hans
voru Soffía Lopts-
dóttir Steinbach
talsímavörður, f.
16. apríl 1909, d.
29. janúar 1998, og Kjartan
Steinbach, loftskeytamaður og
símritari, f. 4. nóvember 1909,
d. 30. nóvember 1991. Bróðir
Kjartans er Guðmundur K.
Steinbach, f. 5. júlí 1929, maki
Kamilla Guðbrandsdóttir.
Systir Kjartans er Ragnhildur
Steinbach, f. 11. febrúar 1939,
maki Hilmar Sigurðsson.
Kjartan kvæntist 28. septem-
ber 1973 Mörtu Guðmunds-
dóttur, grunnskólakennara, f.
17. september 1950 í Garði.
Foreldrar Mörtu voru Guðfinna
Jónsdóttir, verkakona, f. 25.
janúar 1930, d. 31. maí 2008, og
Guðmundur Helgi Gíslason,
verkamaður, f. 7. október 1926,
d. 25. febrúar 1998.
Börn Kjartans og Mörtu eru:
1) Karólína Steinbach, f. 13.
í handbolta, gerðist handbolta-
dómari 16 ára gamall og
dæmdi handbolta í efstu deild á
Íslandi í mörg ár. Kjartan
gegndi mörgum félags- og
trúnaðarstörfum innan íþrótta-
hreyfingarinnar, hann var for-
maður dómaranefndar HSÍ í
fjölda ára og sat í stjórn HSÍ í
áratugi. Hann sat í fram-
kvæmdastjórn og var formaður
dómara- og leikreglunefndar
Alþjóðahandknattleikssam-
bandsins í átta ár og var eftir-
litsdómari hjá Evrópska hand-
boltasambandinu í fjölda ára.
Hann var eftirlitsmaður og var
í mótsstjórn, bæði á heims-
meistaramótum og á ólympíu-
leikum svo að fátt sé nefnt.
Hann var heiðursfélagi og
handhafi gullmerkis HDSÍ,
HSÍ, ÍSÍ og IHF.
Kjartan sat í ótal stjórnum
og nefndum, meðal annars
heiðursmerkjanefnd HSÍ, for-
maður starfsmannafélags RA-
RIK, í stjórn félags ráðgjaf-
arverkfræðinga, sat í orku-
nefnd Sjálfsæðisflokksins,
fjölmörgum mótsnefndum og
var einn af stofnendum Klaka-
mótsins, knattspyrnumóts Ís-
lendingafélaga á Norður-
löndum. Það var stöðugt leitað
til Kjartans ef þurfti að túlka
leikreglur er tengdust hand-
bolta.
Útför Kjartans fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 5.
nóvember 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
apríl 1974, 2)
Brynjar Steinbach
verkfræðingur, f.
29. janúar 1979,
kvæntur Fríðu
Hjaltested, mark-
aðsfræðingi, og
eru börn þeirra
Viktoría Arna,
Þórey Emilíana og
Arnór Mikkel. 3)
Örvar Steinbach
háskólanemi, f. 6.
ágúst 1993.
Kjartan lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1970, sveinsprófi í rafvirkj-
un frá Iðnskólanum í Reykjavík
1975 og BS-prófi í rafmagns-
tæknifræði frá Tækniháskól-
anum í Óðinsvéum í Danmörku
1982. Á námsárunum starfaði
Kjartan sem línumaður hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, raf-
virki hjá Bjarna S. Jónassyni
og framkvæmdastjóri HSÍ. Að
námi loknu starfaði Kjartan
sem rafmagnstæknifræðingur
hjá RARIK, 1982-1988 og stofn-
aði síðan Verkfræðistofuna Afl
og orku ásamt tveimur félögum
sínum og rak hana fram til
dauðadags.
Kjartan var virkur í íþrótt-
um. Hann þjálfaði yngri flokka
„Hvernig verður morgun-
dagurinn þinn?“ Þessa spurningu
fékk ég nánast á hverju einasta
kvöldi í ótal mörg ár. Pabbi sýndi
öllu sem var að gerast í kringum
mig áhuga. Ef ég tók upp nýtt
áhugamál var pabbi ekki að lengi
að lesa sér til um málefnið til að
geta rætt það við mig. Það var í
raun ótrúlegt hvað maðurinn
vissi alltaf eitthvað, alveg sama
hvert umræðuefnið var. Þeir eru
ófáir vinir mínir sem hafa setið
úti í garðstofu á spjallinu við
pabba, jafnvel þótt ég væri ekki
alltaf viðstaddur og stundum
ekki einu sinni heima. Hann átti
ótrúlega auðvelt með að kynnast
fólki og það sást vel því alltaf þeg-
ar ég fór eitthvert með pabba
rakst hann á einhvern sem hann
þekkti. Ég man vel eftir því þeg-
ar við fórum saman til Austur-
ríkis á EM í handbolta 2009. Það
tók okkur óendanlega langan
tíma að komast í sætin okkar því
að fólk kom til að heilsa hvert á
fætur öðru. Pabbi ferðaðist um
allan heiminn og fór til um 120
landa, geri aðrir betur. Þegar ég
fór að ferðast um Mið- og Suður-
Ameríku var pabbi búinn að
hringja á undan mér í hvert ein-
asta land sem ég fór til og lét vita
af mér hjá fólki sem hann þekkti.
Hann sá til þess ég ætti tengilið
hvar sem er ef eitthvað færi úr-
skeiðis.
Pabbi stóð með mér í gegnum
allt. Þegar ég var yngri og lenti í
veseni í skólanum lét ég alltaf
hringja í pabba og oft sagði hann:
„Við þurfum ekkert að segja
mömmu þinni frá þessu.“ Ég gat
alltaf treyst á að hann stæði við
bakið á mér og hann var alltaf að-
eins eitt símtal í burtu. Pabbi var
alveg jafn mikill prakkari sextug-
ur og hann var þegar hann var 10
ára. Á áramótunum hittist öll
gatan og skýtur upp saman og
vorum við feðgar alltaf síðastir
inn. Á hverju einasta ári var sama
lygin sögð þegar mamma spurði
hversu mikið við hefðum keypt af
flugeldum, við sýndum 20% og
földum hin 80% inni í bílskúr
þangað til tíminn var kominn að
skjóta upp. Allar afmælisveislur
hjá mér þurftu að innihalda bál
og oft kveiktum við bál saman úti
í garði, þangað til einn daginn
munaði engu að ég brenndi húsið
niður, en grenitréð við húsið
slapp ekki svona vel. Þá hvíldum
við það áhugmál okkar í tvo mán-
uði. Það er eitthvað við eldinn
sem heillaði okkur báða.
Hann hafði skoðun á öllum
málum og fór aldrei leynt með
þær, hvort sem þær voru vinsæl-
ar eða ekki. Þegar við unnum
saman í framkvæmdum fórum
við oft að rífast um það hvernig
ætti að gera hlutina. Ég þurfti þó
alltaf að lúta á endanum, enda
hafði hann alltaf rétt fyrir sér.
Þegar upp komu vandamál var
alltaf mín fyrsta hugsun „pabbi
veit hvað þarf að gera“.
Pabbi reyndi eftir bestu getu
að leiðbeina mér í gegnum lífið þó
svo að ég hafi oft ekki viljað
hlusta. Hann leyfði mér þá að
gera mistök en var alltaf fyrstur
til að rétta hjálparhönd. Hann
kenndi mér að hlusta alltaf á
sjálfan mig og ef ég gerði eitt-
hvað rangt, þá skyldi ég læra af
því.
Pabbi lifði ótrúlegu lífi og fáir
jafn hoknir af reynslu og hann
var. Allt frá því að skamma Rom-
an Abramovich í Serbíu yfir í að
bjarga vinum sínum frá handtöku
í Mið-Austurlöndum, pabbi hafði
gert allt.
Örvar Steinbach.
Elsku pabbi, nú er liðin vika
síðan þú fórst frá okkur og tilfell-
unum fjölgar þar sem ég hugsa
að pabbi veit hvar þetta er eða
hvað á að gera í þessari aðstöðu.
Ég finn hvernig söknuðurinn
eykst dag frá degi og ég á erfitt
með að sætta mig að ég geti ekki
tekið upp símann og spurt þig
ráða eða deilt með þér hvað er að
gerast.
Ég man þegar ég var lítill að
ég átti stærsta pabbann í fjöl-
skyldunni og á tímabili hélt ég að
þú værir stærsti maður í heimi.
Þú varst alltaf tilbúinn að taka
mig með hvert sem þú fórst,
hvort sem það var á landsleiki
eða ferðalag út á land. Á ung-
lingsárunum fékk ég líka að fara
með þér í utanlandsferðir eins og
til Egyptalands og á Ólympíu-
leikana í Sidney, því mun ég aldr-
ei gleyma.
Í augum mínum varst þú
stærsta hetja sem til var, hetja
sem gat gert allt, hvort sem það
var hér heima, í vinnunni eða í
tengslum við íþróttir. Með aldr-
inum fór ég, eins og líklega flest-
ir, að efast um að þú gætir allt
sem þú talaðir um en annað kom
nú á daginn. Ég sá það svo vel í
Sidney hversu mikilsvirtur þú
varst í alþjóðaíþróttahreyfing-
unni og hversu mikla vinnu og
metnað þú lagðir í verk þín. Síðar
þegar ég var að vinna að bygg-
ingu Hellisheiðarvirkjunar, rann
upp fyrir mér hver staða þín var
innan rafmagnsbransans á land-
inu. Þú gast í alvörunni allt sem
þú talaðir um og gott betur en
það – einn af yfirmönnum svæð-
isins sagði að Kjartan kann betur
að byggja virkjun en að klæða sig
á morgnana. Þú gast aldrei bara
verið þátttakandi og hafðir alltaf
skoðun á málefnum líðandi
stundar.
Ef það er eitthvað sem hægt er
að segja um þig, fyrir utan fá-
dæma fagmennsku, þá er það þín
óbilandi hjálpsemi við alla sem
þurftu á því að halda, skilyrðis-
laust. Þetta breytist heldur ekki
eftir að þú byrjaðir í lyfjameðferð
og enginn var eins og þú að fara
beint úr lyfjameðferð í vinnuna
yfir daginn og svo að hjálpa börn-
um vina þinna og kunningjum á
kvöldin í framkvæmdavinnu.
Þú varst ekki bara kraftmikill,
framkvæmdaglaður og atorku-
samur einstaklingur, þú varst
líka frábær pabbi og afi. Börnin
mín eiga aldrei eftir að gleyma
afa sínum sem sagði þeim sögur á
lifandi hátt og lék tröllin eða
draugana í sögunum. Þau tala oft
um þegar þau fóru með þér út í
bílskúr til að smíða eða búa til
kerti. Þú kenndir þeim að það er
hægt að búa til allt og núna erum
við að smíða fuglahús saman og
tala um góða tíma með þér.
Þegar þú greindist var aldrei í
stöðunni að gefast upp. Þú tókst
niðurstöðunni eins og hverju
öðru verkefni og byrjaðir að lesa
þér til um öll lyf sem þú fékkst,
virkni þeirra og verkun. Þú settir
þig líka inn í allar mælingar og
rannsóknir, hvaða þýðingu þær
höfðu, hver væru næstu skref.
Þetta lýsir þér svo vel, sjálf-
menntaðasti og upplýstasti sjúk-
lingurinn sem tók virkan þátt í
sinni meðferð og gafst aldrei upp.
Elsku pabbi, þú kenndir mér
svo margt í gegnum lífið og varst
mér og fjölskyldu minni svo
góður. Ég á eftir að sakna þín það
sem eftir er og ég mun halda
minningu þinni á lofti.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi...
(Úr Hávamálum)
Brynjar.
Í fyrstu tvö skiptin sem ég hitti
Kjartan, þá hjálpaði hann mér að
losa bílinn minn úr snjóskafli fyr-
ir utan Lágabergið. Hann sagði
ekkert við mig en spurði Brynjar
hvort þessi stelpa kynni ekki að
keyra. Ég komst fljótt að því að
Kjartan talaði hátt, mikið og
maður gat aldrei vitað á hvaða
tungumáli símtölin hans, hinu-
megin við herbergisvegg Brynj-
ars, færu fram.
Áttaði mig fljótt á því að Kjart-
an er sennilega vanafastasti mað-
ur sem ég hef kynnst. Mjólkin
skal vera blá og þegar boðið var
upp á lambalæri, þá áttu að vera
fimm hlutir á borðinu. The jóla-
súpa var gerð úr ákveðnum súpu-
teningum sem síðan var hætt að
framleiða. Hann gerði sér lítið
fyrir og hringdi út um allt land og
keypti landslagerinn, jólasúpunni
var bjargað.
Það eru fáir ef nokkur sem vita
jafn mikið um rafmagn og hann
og enn færri sem sjá fegurð í
rafmagnslínum, en það gerði
Kjartan. Hjálpsamur með ein-
dæmum, hjálpaði okkur mikið
með íbúðina okkar, jafnvel þó
hann væri í lyfjameðferð. Hann
var alltaf til í að hjálpa og þurfti
ekki að þekkja fólk til þess að
vilja hjálpa því.
Sannur íþróttaálfur. Stofnaði
Klakamótið með Lúlla, yfir
vöggu Brynjars, þegar þeir voru
„að passa“. Fótboltamótið er enn
árlegur viðburður í Danmörku.
Handboltinn spilaði stórt hlut-
verk og í gegnum hann ferðaðist
hann um allan heim. Hann setti
sitt mark á heimsóknirnar. Í Íran
fékk hann lögreglufylgd út í flug-
vél, því hann gaf konum leyfi til
að sitja inni í salnum á dómara-
námskeiði. Já, honum fannst
þetta fáránlegt, að sjálfsögðu
mættu konur vera með! Þarna
fékk tengdó minn mörg rokkstig
hjá mér. Hann gat ekki horft á
handboltaleik í sjónvarpinu án
þess að dæma hann og þannig
„dæmdi“ hann seinasta leikinn
sinn, kvöldið áður en hann
kvaddi.
Mun sakna spjallstunda við
stofuborðið, heyra rafmagnssög-
ur, handboltasögur og sögur frá
Birkimelnum. Krakkarnir fengu
líka að heyra margar sögur og þá
oft með dimmri röddu.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
ferðina okkar til Spánar í sumar
og hringferðina seinasta sumar. Í
þeirri ferð naut sögumaðurinn
sín og ég mun seint gleyma svipn-
um á honum á Mývatni þegar
hann áttaði sig á því að það var
búið að loka bensínstöð sem við
ætluðum að stoppa á, maður
breytir jú engu og hvað þá að
færa til bensínstöðvar! Kjartan
þekkir sitt fólk og var duglegur
að stoppa til þess að ég gæti farið
út úr bílnum til þess að taka
myndir, þó það lengdi ferðina
okkar.
Kjartan fékk gula spjaldið.
Karlinn lét ekki lyfjameðferðir á
sig fá, fór í gegnum 58 lyfjameð-
ferðir og ætlaði sér að vinna. Þeg-
ar hann var kominn með lyfja-
brunn gerði hann sér lítið fyrir og
skellti sér í handstöðu á strönd-
inni, þegar sonardæturnar voru
að efast um að afi gæti staðið á
höndum.
Þrír molar sakna afa mikið, að
bardúsa í skúrnum með afa var
uppáhalds.
Takk fyrir allt, elsku tengdó,
þú varst einstakur og þú munt
alltaf vera í hjörtum okkar.
Eftir augnablik verður hér hljótt.
Eftir augnablik er þessu lokið.
Sástu það sem þú vildir?
Heyrðir þú lífsins lag?
Bráðum, bráðum erum við farin.
Við sjáumst kannski aftur.
(Kim Larsen)
Þín tengdadóttir,
Fríða.
Mér þykir svo sárt að kveðja
þig, elsku Kjartan. Ég hef þekkt
þig alla mína ævi og hellast yfir
mann óteljandi minningar. Þér
fannst nú ekki leiðinlegt að segja
sögurnar af því þegar ég var
þriggja ára og yngri og ég fór
alltaf að grenja þegar ég sá þig.
Skelfingu lostin yfir hávaxna
manninum með stóru svörtu
augnabrýrnar. Enda gerðirðu í
því að tala með djúpri röddu og
hnykla brýrnar. En þarna var á
ferð mesta ljúfmenni, góður
maður, hjálpsamur sem gerði svo
sannarlega allt fyrir alla. Þvílíkur
kraftur í þér alltaf, tilbúinn í öll
verkefni og alltaf að bardúsa eitt-
hvað. Þú varst alltaf með plön og
hlutina á hreinu. Ég hafði ótrú-
lega gaman af því að margar
setningar tengdar plönum end-
uðu oft á „gerum þetta svona og
ekkert kjaftæði“ og höndin með
til áherslu.
Þú ferðaðist mikið, út um allan
heim tengt starfi þínu sem eftir-
litsdómari. Þegar ég var yngri þá
var oft sem þú komst til baka með
fullt af límmiðum, nælum, merkt-
um silkiborðum og fleira dóti og
þú gafst mér. Mér fannst það æð-
islegt. Ég hélt mikið upp á þetta
safn og á það enn í dag.
Önnur minning sem kemur
upp í hugann er þegar við fjöl-
skyldan vorum fyrir nokkrum ár-
um í fríi á Spáni. Þú hefur alltaf
verið ákveðinn maður með
ákveðnar skoðanir og í þetta sinn
var það ákveðin tegund af olíu
sem þurfti að finna. Ég var skráð
sem eini ökumaður bílaleigubíls-
ins í þetta sinn og Örvar kom með
og hófst þá mikill leiðangur hjá
okkur þremur. Við keyrðum út
um allt stórsvæði Torrevieja og
úthverfi, fram og til baka, við fór-
um í allar verslanir sem við sáum,
stórar sem smáar, örkuðum inn í
þær, skönnuðum allar hillur og
niðurstaðan „neibb, ekki til hér,
næsta búð“. Svona gekk þetta
verkefni hjá okkur í nokkra daga.
Við vorum öll farin í hláturskast
að lokum því þetta var orðið svo
grillað en þökk sé þér þá þekki ég
þetta stórsvæði mjög vel þrátt
fyrir að þessi olía fyndist aldrei.
Við vorum að spjalla saman
nýlega og rifjuðum upp margar
góðar minningar. Meðal annars
þessa sögu með olíuna og líka
köngulóarsöguna. Fyrir tveimur
árum, þegar Örvar átti afmæli,
buðuð þið Marta mér að koma til
ykkar í kvöldmat. Við sátum
þarna fimm saman og vorum að
borða dýrindis máltíð. Þá tekur
þú upp lítið kusk af borðinu og
kastar í mig og segir: „Hrund,
passaðu þig á kóngulónni.“ Mér
brá svo og tók eitt risa öskur.
Svipurinn á þér og öllum við
borðið var ómetanlegur, dauða-
þögn í svona fimm sekúndur og
svo sprungum við öll úr hlátri.
Þú varst sko stríðnispúki með
mikinn húmor. Ég sé fyrir mér
svipinn sem þú settir svo oft upp
sem endaði yfirleitt á setning-
unni: „Hrund, þú veist ég er bara
að stríða þér,“ og svo hlóstu.
Þið Marta frænka hafið alltaf
komið fram við mig eins og ykkar
eigin dóttur, ávallt velkomin á
ykkar heimili og börn ykkar eins
og systkini mín. Það er ómetan-
leg sú ást og væntumþykja sem
þið bæði hafið sýnt mér og syni
mínum.
Hvíldu í friði, elsku Kjartan,
ég mun aldrei gleyma þér!
Þín
Hrund.
Elsku afi,
Við söknum þín rosa mikið.
Takk fyrir að vera afinn okkar.
Takk fyrir að gera allt og smíða
og geta galdrað. Takk fyrir að
vita svo mikið um heiminn og
geta bent okkur á það hvert við
eigum að fara. Við eigum eftir að
sakna þess hvað þú ert fyndinn
og góður í að segja sögur. Þó þú
sért ekki hérna hjá okkur og við
getum ekki séð þig þá ertu enn í
hjörtunum okkar og við vitum að
þú passar upp á okkur.
Við pössum vel upp á allar
minningarnar um þig. Það er
ekki hægt að fara í brúnkukeppni
við afa Kjartan, hann vinnur allt-
af. Afi kenndi okkur að gefast
ekki upp, þó það líti svart út þá á
maður ekki að gefast upp.
Afi var ekki hræddur við neitt
og skaut upp stórum flugeldum á
gamlárskvöld. Afi Kjartan bjó til
flottustu kertin, Coke-flösku-
kertið var sérstaklega flott.
Þú vissir allt um handbolta og
það var gaman að sjá þig stund-
um í sjónvarpinu.
Við eigum eftir að sakna þess
að fara með þér út í skúr að smíða
og búa til kerti.
Afi var besti snúðaveljarinn og
kom alltaf heim með snúð í há-
deginu og það var alltaf hægt að
fá einn í viðbót þó að mamma
væri búin að segja nei.
Það var svo gaman að heim-
sækja þig í vinnuna og fá að ljós-
rita hendurnar.
Maður vissi hvað afi vildi, bláa
mjólk og ekki gula og afi átti sitt
fasta sæti við matarborðið.
Afi átti ótrúlega mörg „værk-
tøj“ (verkfæri) og bjó til flottasta
sverð í heimi, það er ótrúlega gott
og ég elska það.
Það var gaman að spila bingó
við afa, hann laumaðist til þess að
vinna, allt í einu sagði hann
bingó.
Það var gaman að ferðast
saman, hvort sem það var í Dan-
mörku, á Spáni eða að keyra
hringinn um Ísland.
Við elskum þig rosa mikið og
eigum eftir að sakna þín mjög
mikið.
Risastór knús til þín,
Viktoría Arna,
Þórey Emilíana og
Arnór Mikkel.
Kjartan svili minn er farinn úr
þessari jarðvist. Krabbakvikind-
ið lagði hann fyrir rest. Hann
háði hetjulega baráttu til hinstu
stundar og eins og sæmir góðum
herforingja kortlagði hann and-
stæðinginn með línuritum, sókn-
aráætlunum og tangarsóknum.
Uppgjöf var ekki í boði og lækn-
um sínum hældi hann fyrir að
tala mannamál.
Þeir sem þekktu til Kjartans
undruðust úthald hans og ótrú-
legt atgervi. Á árum áður lenti
hann í ýmsum svaðilförum sem
gengið hefðu margar frá meðal-
manninum, en Kjartan hristi allt
af sér og reis upp aftur. Á yngri
árum var hann m.a. línumaður
hjá Rarik þar sem hann lenti í
mjög alvarlegu slysi uppi í staur.
Sjálfur nefndi ég það stundum í
hálfkæringi við hann að láta gera
á sér erfðafræðilega athugun til
að reyna að kortleggja af hvaða
tröllum hann væri kominn.
Kynni okkar spanna bráðum
hálfa öld. Á svo langri leið fer
ekki hjá því að margs sé að minn-
ast. Minningar af gleði og sorg,
jólaferðum og sumarleyfisferð-
um, samtölum um óréttlæti,
skynsemi og heimsku.
En manneskjunnar Kjartans
minnist ég helst fyrir að vera
góður drengur, fyrir óendanlega
hjálpsemi og ósérhlífni fyrir fjöl-
skyldu og vini, hispursleysi í að
tjá skoðanir sínar á mannamáli
og óþolinmæði fyrir aum-
ingjaskap og bulli að hans mati.
Þeir sem nær honum stóðu vissu
líka af viðkvæmu hjarta, ást á
dýrum og umhyggju fyrir þeim
sem minna mega sín, en oftar en
ekki var viðkvæmnin falin á bak
við hryssingslegt fas.
Hefði Kjartan verið uppi á
landnámsöld hefði hann örugg-
lega verið sagður hafa stokkið
hæð sína í öllum herklæðum,
kneyfað mungát eins og enginn
væri morgundagurinn, jafnvel
vegið mann og annan, eins og þá
var siður. Í nútímanum leiddu
líkamlegt og andlegt atgervi til
þess að Kjartan stundaði ýmsar
íþróttagreinar í æsku með góðum
árangri en valdist síðar til
ábyrgðarstarfa á alþjóðavett-
vangi, mest í samtökum hand-
bolta og handboltadómara. Aðrir
eru betur að sér um þann þátt
Kjartans í íslenskri handbolta-
sögu og munu örugglega gera því
skil. Fyrir störf sín á þessum
vettvangi var Kjartan sæmdur
æðstu viðurkenningum í þakk-
lætisskyni.
Kjartan K.
Steinbach