Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
Ég er nokkuð viss um, að á nýj-
um slóðum hafi Kjartan þegar
fundið ástvini sína, foreldra,
tengdaforeldra og jafnvel Flóka
og Fífu með dinglandi skott. Þar
þarf að skipuleggja ýmsa hluti
sem fáum er betur gefið að gera
en Kjartani Steinbach. Ef þess er
nokkur kostur mun hann líka
finna leið til að gefa okkur sem
eftir lifum skýrslu um stöðu eilífð-
armálanna.
Um leið og ég sendi mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar þakka ég þér, kæri
vinur, samfylgdina og kveð með
sorg í hjarta.
Ólafur Örn Ingólfsson.
Kjartan Steinbach var ein-
stakur maður. Hann var afburða-
maður, eldklár og skarpgreindur.
Snöggur til að leysa mál, finna
lausnir, rökstuddar með reglum
og þekkingu. Gott að hlíta hans
ráðum. Hann var einfaldlega á
undan að hugsa. Í vinnu vann
hann oft á hraða ljóssins. Fjar-
vera vegna áhugamáls hans hand-
bolta tók mikinn tíma en hann var
fljótur að vinna upp og skila
verkum.
Við vorum unglingar þegar við
kynntumst og til varð vinátta sem
aldrei brast. Síðar vantaði hann
makker í dómgæsluna og dreif
mig með sér. Með flautuna stóð-
um við marga vaktina með vini
okkar Óla Steingríms. Kjartan
vissi fjölda leikja sem við dæmd-
um enda þótt við Óli tryðum ekki
tölunni. Í mörg ár sátum við sam-
an í nefndum og stjórnum HSÍ og
það var aldrei hangs þegar Kjart-
an var á fundum. Á erlendum
vettvangi var hann afburðamaður
í tungumálum og algjörlega
ófeiminn að taka þátt í umræðum.
Kjartan varð fljótt einn af mátt-
arstólpum í dómaramálum EHF
og IHF. Allt baktjaldamakk fór
illa í hann. Hann talaði gegn öllu
slíku og hlaut ekki lof fyrir hjá
æðstu mönnum handboltans, sem
gerðu margt til að losa sig við
þessa sterku rödd sannleikans.
Lengi barðist hann en var að lok-
um svikinn af valdaklíkunni sem
stakk hann ómaklega í bakið. En
hugsjón Kjartans slokknaði ekki.
Kjartan þekkti líka sína veik-
leika sem hann vildi þó lítt ræða.
Menn notuðu þennan veikleika
gegn honum og þar köstuðu ýms-
ir þessara háu erlendu herra-
manna steinum úr glerhúsi.
Kjartan gaf íþróttinni mikinn
tíma og borgaði oft með sér í bar-
áttunni. Ekkert af þessu hefði
nokkru sinni getað gengið upp
nema af því Marta eiginkona hans
þekkti þessa ástríðu hans og vissi
að hún yrði aldrei slökkt. Karó,
Brynjar og Örvar þurftu oft að
bíða þegar handboltinn var ann-
ars vegar.
HSÍ, handboltinn á Íslandi og á
alþjóðavettvangi á Kjartani
margt að þakka. Á stórum al-
þjóðamótum var oftar en ekki
treyst á lausnir og úrræði Kjart-
ans þegar eitthvað fór úrskeiðis.
Hann var oftar en ekki maðurinn
sem vann vinnuna en aðrir tóku
við þakklætinu. Það var ekki til í
Kjartani að biðja um lof eða þakk-
ir. Við sem þekktum hann vel
vissum að hann var mannlegur og
brosið sem kom á andlit hans þeg-
ar honum var sýndur sómi sagði
meira en mörg orð.
Kjartan barðist hetjulega við
illvígan sjúkdóm. Vissi hvert
stefndi og gat talað um líf og
dauða. Mætti í vinnu, bölvaði á
dönsku og gaf fyrirskipanir. Við
áttum langt samtal áður en hann
lést. Við vissum báðir að við yrð-
um líklega hvor í sínu landinu
þegar að þessu kæmi og okkar
maður sagði: „for helv.“. Svo kom
hann með hugmyndir að lausnum
sem við vissum báðir að ekki voru
í boði. Hann sagðist ekki óttast að
kveðja en þætti það skítt. Nú
væri hann farinn að trúa á fleira
en reikniformúlur og handbolta-
reglur. Brosti og sagði: þú hefur
haft meiri áhrif á mig en þig grun-
ar. Þá hlýtt faðmlag, okkar síð-
asta vinakveðja.
Kæra Marta, Karó, Brynjar,
Örvar, Fríða og afabörnin, Guð
blessi ykkur öll. Munum að hann
lifir.
Pálmi Matthíasson.
Fallinn er í valinn bekkjar-
félagi okkar og vinur, Kjartan
Steinbach, eftir harða baráttu við
ólæknandi sjúkdóm. Það var ein-
staklega gefandi að vera í návist
Kjartans. Hann var skemmtilega
uppátækjasamur, húmoristi góð-
ur og hafði lifandi frásagnar-
máta. Hann var sá sem mætti
alltaf, stundum heill, oft með
brotinn fót eða lemstraður, en
alltaf brosandi. Kjartan hafði
þann eiginleika að hrífa aðra með
sér. Kjartan sagði gaman- og
hrakfallasögur af sjálfum sér, en
ekki öðrum. Hann sýndi áhuga og
áræði í hverju því sem hann
fékkst við í leik og starfi og aldrei
var glettnin langt undan.
Það orð fór af Kjartani í vinnu
að hann væri mjög samviskusam-
ur í öllum sínum störfum og gott
að vinna fyrir hann og einnig að
gott væri að fá hann til samstarfs
á hans sérhæfða verksviði. Hann
stofnaði Verkfræðistofuna Afl og
orku ásamt Pétri Karli Sigur-
björnssyni og stjórnaði öllu er
varðaði hönnun, uppbyggingu og
rekstur háspennuvirkja. Kjartan
var talinn með allra færustu
mönnum í sínu fagi varðandi
þekkingu á orkukerfum landsins
og lausnum þar að lútandi.
Það er sérstaklega mikilvægt
fyrir okkur bekkjarfélaga Kjart-
ans að eiga minningu um þær
gleðistundir sem við áttum með
honum austur á fjörðum nú á
haustdögum. Kjartan var sami
glaðværi einlægi drengurinn með
broshýra yfirbragðið. Skynsemin
og fyndnin leyndu sér ekki í þeim
fyrirlestri sem hann hélt fyrir
okkur leikmennina um virkjanir
þar eystra. Þar duldi hann erfið
veikindi með þeim mannkostum
sem alla tíð einkenndu hann. Þar
mættu til leiks kjarkur, dreng-
skapur, æðruleysi og gamansemi.
Aðdáunarvert var hversu vel
hann bar sig í veikindum sínum,
aldrei kvartað heldur seiglast
áfram á lífsgöngunni. Kjartan
var fyrst og síðast skynsamur og
raunsær og á þriggja manna tali í
þessari ferð orðaði hann það
þannig, að það væri sér „engin
skemmtun að fást við krabba-
meinið“. Þannig var léttleikinn
aldrei langt undan alvöru lífsins.
Við bekkjarfélagarnir varð-
veitum bekkjarkladda 6.T og höf-
um merkt reglulega í hann, þegar
við höfum hist. Nú hefur verið
merkt fjarvera úr þessu jarðlífi í
kladda 6.T hjá þessum kæra
bekkjarfélaga okkar. Við færum
Mörtu, eiginkonu Kjartans, og
fjölskyldu hans allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. 6.T (1970) í Menntaskól-
anum í Reykjavík,
Þórður Magnússon.
Kæri vinur og félagi til mjög
margra ára.
Nú þegar þú ert allur eftir
hetjulega og miskunnarlausa
baráttu við illvígan sjúkdóm
hvarflar hugurinn til baka um
fjölmörg atriði, enda af mörgu að
taka. Þegar við kynntumst í
fyrsta skipti var það á æfingu hjá
Knattspyrnufélaginu Þrótti á
Melavellinum. Ég var að vísu ein-
um tveimur árum eldri en þú en
hæð þín og göfuglyndi vó það
upp.
Þegar við hugðumst hefja
framhaldsnám í Danmörku lágu
leiðir okkar af hreinni tilviljun
saman á ný og við það tókst órjúf-
anleg vinátta okkar á milli og fjöl-
skyldna sem varir enn þótt þú
sért nú frá okkur horfinn langt
um aldur fram. Það er mikil sjón-
arsviptir að þér, kæri félagi, og
verður þín lengi minnst á ýmsan
og afar jákvæðan hátt.
Kjartan var mikill vinur vina
sinna og einstakur drengur.
Hann var að vísu nokkuð harður í
horn að taka og gustaði oft af
honum en hann var ávallt sann-
gjarn og hjálplegur og skildi
aldrei í illu við nokkurn mann
þótt tekist væri á um málefnin.
Hann réðst aldrei á manninn
þegar skipst var á skoðunum,
eingöngu á málefnið. Hann var
einstaklega víðsýnn og fljótur að
átta sig á aðalatriðunum og lá
ekkert á skoðunum sínum, enda
hafði hann oftar en ekki rétt fyrir
sér. Hann var hrókur alls fagn-
aðar þegar fólk kom saman og fór
oft mikinn. Hann naut almennt
mikillar virðingar sinna sam-
ferðamanna, hvort sem var við
vinnu eða í leik.
Í heimsókn minni til Kjartans
á spítalann kvöldið áður en hann
lést áttum við saman ágætis
spjall þrátt fyrir að dregið hefði
af honum líkamlega. Ekkert
vantaði þó á rökfestuna þótt hann
ætti erfitt með að tala og var
hann jafn staðráðinn og rök-
fastur sem fyrr. Við kvöddumst
glaðir en ekki átti ég von á að fá
símtalið um andlát hans strax
næsta dag.
Það verður erfitt að fylla þitt
skarð, kæri Kjartan, enda vand-
fundinn slíkur öðlingsfélagi. Við
munum sakna þín verulega og
vonum að tíminn lækni öll sár
þótt missirinn sé stór. Lífið held-
ur áfram þótt okkar njóti ekki
lengur við.
Kæra Marta, Karó, Brynjar og
Örvar, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Lúðvík B. Ögmundsson,
Guðrún Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Árið 2015 var Kjartan sæmdur
heiðursmerki Handknattleiks-
dómarasambands Íslands,
HDSÍ, á krossi. Heiðursmerkið
er æðsta orða sambandsins og
var veitt fyrir vel unnin störf. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Kjartani upp úr alda-
mótum. Þá var ég að stíga mín
fyrstu skref í dómgæslu í efstu
deildum handknattleiks hér á
landi og einnig á alþjóðavett-
vangi. Allir sem ég þekki til báru
ómælda virðingu fyrir Kjartani.
Virðingin var ávallt gagnkvæm.
Hans helsti kostur var hvernig
hann nálgaðist aðra sem jafn-
ingja og átti þar af leiðandi auð-
velt með að miðla af sinni víð-
tæku reynslu til okkar sem
vorum að taka sín fyrstu skref.
Þeir voru fáir á þessari jarð-
kringlu sem höfðu jafn mikla
þekkingu og hann á íþróttinni og
regluverkinu í kringum hana.
Kjartan gerði oft mikið grín að
okkur ungu strákunum. Eitt sinn
eftir að hafa dæmt leik á Selfossi
þá var venju samkvæmt hringt í
kærustuna og látið vita að maður
væri að leggja af stað heim yfir
Hellisheiðina. Kjartan átti ekki
til orð yfir þessa „tilkynninga-
skyldu“. Hann hafi sjálfur eitt
sinn verið kominn alla leið til
Danmerkur áður en hann gat lát-
ið Mörtu vita að hann væri kom-
inn til útlanda og yrði því ekki í
mat. Kjartan var alltaf á ferð á
flugi í störfum sínum í þágu
handknattleikshreyfingarinnar.
Í starfi sínu sem forseti al-
þjóða dómara- og leikreglunefnd-
ar Alþjóðahandknattleikssam-
bandsins, IHF, lét Kjartan aldrei
undan pólitískum þrýstingi. Með
augum verkfræðingsins átti hann
auðvelt með að taka ákvarðanir
með hag íþróttarinnar að leiðar-
ljósi.
Elsku Marta, Karólína, Brynj-
ar og Örvar. Ég votta ykkur inni-
lega mína samúð. Minningin um
góðan mann lifir.
Arnar Sigurjónsson.
Góður vinur til margra ára,
Kjartan Steinbach, er fallinn frá
aðeins 69 ára að aldri. Það voru
erfið skilaboð að meðtaka að
hann væri látinn og að við mynd-
um ekki hittast aftur í lifanda lífi.
Leiðir okkar lágu saman í
fyrsta sinn er hann annaðist
verkumsjón með stækkun að-
veitustöðvarinnar á Rangár-
völlum við Akureyri fyrir hönd
Rarik en ég sá þar um eftirlit fyr-
ir Landsvirkjun sem skyldi taka
stöðina yfir að lokinni stækkun.
Það kom strax í ljós á fyrstu
klukkustund samskipta okkar
hvaða mannkostum hann bjó yfir.
Hann sagði skoðun sína umbúða-
laust og dró sjaldnast neitt undan
þegar hann lagði eitthvað til mál-
anna. Þó svo að samskipti okkar
hefðu byrjað með dálitlum hvelli
þá kom það ekki í veg fyrir það að
við vorum góðir vinir frá þessum
fyrsta degi. Við áttum síðar eftir
að fara oft á ári hverju um 10 ára
skeið út um allt land til prófana á
varnarbúnaði spennistöðva Rarik
og Landsvirkjunar. Vorum við
saman í slíkum ferðum að
minnsta kosti einn mánuð á ári
hverju og höfðum báðir mjög
gaman af.
Áhugi hans á íþróttum var allt-
af stutt undan. Sérfræðingur var
hann í málefnum handboltans og
þá einkum öllu er viðkom dóm-
gæslu. Valdist hann til æðstu
metorða á því sviði innanlands
sem utan. Við ræddum oft ein-
stök dómgæsluatriði og útskýrði
hann þá fyrir mér hvers vegna
dómar hefðu fallið eins og þeir
gerðu og alltaf með sama áhug-
anum og ástríðunni.
Aðeins einu sinni sá ég Kjart-
an fella tár og voru það gleðitár.
Við vorum við veiðar og ekkert
sjónvarp á staðnum. Kjartan
bjargaði því svo hann og við hin
gætum horft á Ísland keppa um
silfurverðlaun á Ólympíuleikun-
um 2008 og er úrslitin lágu fyrir,
silfurverðlaunin tryggð, þá sá
maður hversu ástríða hans á
handboltanum risti djúpt.
„Strákar, gerið þið ykkur grein
fyrir því hvað þetta er stórt,“
sagði hann að leik loknum með
gleðitár á hvarmi er úrslit leiks-
ins lágu fyrir.
Kjartan rak Verkfræðistofuna
Afl og orku með Pétri Karli
Sigurbjörnssyni félaga sínum til
margra ára. Á þeim vettvangi
vann Kjartan að fjölmörgum
verkefnum á sviði raforkukerfa.
Við eftirlit og úttektir á nýbygg-
ingum og breyttum mannvirkjum
þótti hann öðrum fremri.
Ég færi Mörtu, börnum henn-
ar og öllum ættingjum innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þórður Guðmundsson.
Hann kallaði mig helvítis
kommúnista og ég kallaði hann
helvítis kapítalista. Farsælt sam-
starf okkar Kjartans varði þó í
hartnær tíu ár. Ég gerði nokkrar
tilraunir til að hætta hjá Afli og
orku en þegar kom að mánaða-
mótum hringdi Kjartan iðulega
og spurði grunsamlega flókinna
spurninga um launareikninga.
Það endaði alltaf með því að ég
mætti á svæðið og mér þótti
reyndar mjög vænt um að starfs-
krafta minna væri óskað þó ég
væri löngu haldin á önnur mið.
Við grínuðumst með að þegar ég
væri orðin aðalritari Sameinuðu
þjóðanna þá myndi Afl og orka
borga undir mig flugfarið mán-
aðarlega til að gera launaútreikn-
inga. En mikið á ég Kjartani og
Pétri Karli að þakka, réðu óút-
skrifaðan tækniteiknara til starfa
og tóku þar með áhættu. Ekki
síst þegar ég fékk að taka yfir
bókhaldið þar sem rafteikning-
arnar voru orðnar frekar leiði-
gjarnar og hugurinn kominn á
önnur mið.
Þegar ég hóf störf á Afli og
orku fyrir rúmum tuttugu árum
varð mér fljótt ljóst að þetta var
ekki hefðbundinn vinnustaður.
Félagslífið var með fjörlegasta
móti og þetta var frekar eins og
fjölskylda með öllum sínum
flækjum, gleði og samvinnu. Það
var sama hvað ég tók mér fyrir
hendur, ágreiningur um pólitík
var látinn lönd og leið þegar kom
að því að styðja sitt lið. Hvort
sem ég var í prófkjöri fyrir
Kvennalistann sáluga eða að
sökkva mér í kynjafræðirann-
sóknir. Kjartan, Pétur Karl og
SJÁ SÍÐU 22
Elskulegi maðurinn minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
BIRGIR KRISTJÁNSSON
rafvirkjameistari,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
26. október. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 13.30.
Elísabet Gestsdóttir
Harpa Birgisdóttir Magni Rúnar Magnússon
Hulda Birgisdóttir Eyvindur Karlsson
Helga Birgisdóttir Óskar Helgi Adamsson
Rósa Birgisdóttir Sverrir Ingimundarson
og barnabörn
Elskulegur sonur okkar, barnabarn og
bróðir,
GUÐMUNDUR BÁRÐARSON,
sem lést af slysförum miðvikudaginn
31. október, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju fimmtudaginn 8. nóvember
klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hans
er bent á að styrkja Klúbbinn Strók, reikn. 308 -13-301165, kt.
471105-0820.
Sigríður Ingibjörg Jensdóttir Bárður Guðmundsson
Jens Guðmundur Hjörleifsson
Kristjana Hrund Bárðardóttir
Jens Hjörleifur Bárðarson
Helgi Bárðarson
Hlynur Bárðarson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
VALDÍS STEFÁNSDÓTTIR
Stapavegi 6, Vestmannaeyjum
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
miðvikudaginn 31. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum, laugardaginn
10. nóvember klukkan 14.
Svavar Garðarsson
Erna Fannbergsdóttir
Baldvin Þór Svavarsson Harpa Sigmarsdóttir
Edda Sigrún Svavarsdóttir Ragnar Þór Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR ARASON
kaupmaður, Patreksfirði
Espigerði 4, Rvk
lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 1.nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Sjöfn Ásgeirsdóttir
Fjóla Ingólfsdóttir Björn Garðarsson
Arnar Már Ingólfsson Rannveig S Þorvarðard
Eygló Ingólfsdóttir
Kristín E Ingólfsdóttir Guðlaugur V Þórarinsson
Okkar elskaði
BRYNJAR BERG GUÐMUNDSSON
lést þann 29. október. Útför hans fer fram í
Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 8. nóvember
klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja sýna
litlu börnunum hans og unnustu stuðning, er bent á
styrktarreikning 0326-26-003131, kt. 021283-3399
Kristín Sif Björgvinsdóttir
Heiðar Berg Brynjarsson Sara Björg Brynjarsdóttir
Anna Einarsdóttir Gísli Gíslason
Íris Guðmundsdóttir
Soffía Guðmundsdóttir Pétur Þór Guðjónsson
Guðmundur V. Guðsteinsson Svava B. Svavarsdóttir
Sunna Líf Stefánsdóttir Jón Hall Ómarsson
Brynja Gestsdóttir
og aðrir aðstandendur.