Morgunblaðið - 05.11.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018
✝ RagnhildurHafliðadóttir
fæddist á Garð-
stöðum við Ísa-
fjarðardjúp 19. júlí
1937. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 27. októ-
ber 2018.
Hún var dóttir
Hafliða Ólafssonar,
f. 1900, d. 1968, og
Líneikar Árnadóttur, f. 1902, d.
1980. Systkini hennar eru Lára,
f. 1930, Halldór, f. 1933, d. 2009,
Guðríður f. 1934, d. 1956, Erla,
f. 1940, d. 2015, og Ása, f. 1941,
d. 1998.
Ragnhildur giftist árið 1959
Erlingi N. Guðmundssyni, f.
1932, d. 2014. Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Ragnhildur Beat-
rice, f. 1958, gift Sigurjóni
Hannessyni, f. 1955. Börn henn-
ar af fyrra hjónabandi eru: a)
Gunnlaugur Már Sigurðsson, f.
1978, kvæntur Sigríði Höllu
Steinsdóttur, f. 1980. Börn
þeirra eru Jökull Logi, f. 2005,
Freyja Ísold, f. 2008 og Katla
Katrín, f. 2015. b) Sandra Rún
Sigurðardóttir, f. 1981. Sam-
býlismaður hennar er Hannes
Hall, f. 1977. Barn hennar úr
unnusti hennar er Lasse Holm
Jensen, f. 1990. Börn þeirra eru
Isak Milo Holm, f. 2014, og Eva
Bjørk Holm, f. 2017. c) Kristján
Leó Davíðsson, f. 1999. 5) Guð-
mundur, f. 1968. Barn hans úr
fyrra sambandi er Kolbeinn
Sturla, f. 1996.
Ragnhildur ólst upp í Ögri við
Ísafjarðardjúp. Hún lauk gagn-
fræðaprófi og gekk í Hús-
mæðraskólann á Varmalandi.
Hún gerðist húsfreyja á Hörðu-
bóli í Dalasýslu 1959 og flutti
síðar á Hornafjörð og giftist
Sigurgeiri Helgasyni, sem lést
árið 2006. Árið 2007 flutti hún í
Hamraborg í Kópavogi en
dvaldi síðar á Hrafnistu í
Hafnarfirði og í Sunnuhlíð
ásamt sambýlismanni sínum,
Ingibirni Hallbertssyni, sem lést
í apríl síðastliðnum. Ragnhildur
var félagslynd og tók virkan
þátt í félagsmálum, gegndi m.a.
formennsku í kvenfélaginu Fjól-
unni í Miðdölum og Sambandi
breiðfirskra kvenna, og átti
einnig þátt í að endurvekja
Jörfagleði í Dölum 1977. Hún
tók mikinn þátt í starfi kirkj-
unnar, var í sóknarnefnd Snóks-
dalskirkju í Dalabyggð og vann
ötult starf við endurbyggingu
kirkjunnar 1975-1978. Ragn-
hildur hafði unun af garðyrkju
og ræktaði bæði skraut- og mat-
jurtir af natni.
Útför Ragnhildar er gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 5. nóvem-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
fyrra sambandi er
Sunna Alba Cost-
anzo, f. 2011, og
barn þeirra Hann-
esar er Kristján Ax-
el Hall, f. 2018. 2)
Kristrún Erna, f.
1960, gift Baldri
Kjartanssyni, f.
1958. Börn þeirra
eru: a) Kjartan, f.
1982. b) Erling
Orri, f. 1984. c) Ás-
laug, f. 1985. Börn hennar eru:
Ingólfur Myrkvi Torfason, f.
2004, Rakel Emma Róberts-
dóttir, f. 2006, og Erna Kristín
Róbertsdóttir, f. 2008. d) Hafliði
Baldursson, f. 1991. 3) Guðríður,
f. 1961. Börn hennar af fyrra
hjónabandi eru: a) Ingiberg Þór
Þorsteinsson, f. 1985, sambýlis-
kona hans er Elena Rebekka
Götting, f. 1984. b) Helgi Steinar
Þorsteinsson, f. 1987, kvæntur
Hilde Björk Didriksen Smith, f.
1994. Börn þeirra eru Margrét
Lovísa, f. 2015 og Hanna Guð-
rún, f. 2017. c) Ragnhildur Lind
Þorsteinsdóttir, f. 1995. 4) Lín-
eik Dóra Erlingsdóttir, f. 1967.
Börn hennar af fyrra hjóna-
bandi eru: a) Sighvatur Sveinn
Davíðsson, f. 1990. b) Hildur
Karen Davíðsdóttir, f. 1991,
Það hefur legið fyrir síðustu
mánuði að lífsgöngu mömmu færi
brátt að ljúka en þó er það skrýt-
in tilfinning að sitja hér og minn-
ast hennar. En mamma er komin
á góðan stað og vel tekið á móti
henni af foreldrum hennar,
systkinum og Inga sem var
mömmu svo kær.
Æskuheimilið Ögur var
mömmu afar kært og flest sumur
fór hún með okkur þangað til að
dvelja hjá ömmu og afa. Ýmislegt
fannst okkur skrýtið í Ögri, lík-
lega helst að ekki var salerni í
þessu stóra húsi heldur var kam-
ar úti á túni og á nóttunni var
settur „pottur“, eins og amma
kallaði koppinn, undir hvert rúm.
Eftirminnilegt var að fá að fara
með Fagranesinu út á Ísafjörð
sem í barnsminningunni jafnaðist
á við stórborgina New York.
Þegar horft er yfir líf mömmu
koma upp margar góðar minn-
ingar. Í apríl 1958 flutti mamma á
Hörðuból til pabba, Auðar fóstur-
systur hans, afa Guðmundar og
ömmu Beatrice með Rabbý ný-
fædda. Amma Beatrice veiktist
ári síðar og kom aðeins á Hörðu-
ból til sumardvalar eftir það. Þá
var Auður aðeins tíu ára og má
segja að mamma hafi gengið Auði
í móðurstað og tenging þeirra
hefur alla tíð verið sterk og góð.
Börnunum fjölgaði og tíu árum
seinna vorum við systkinin orðin
fimm. Á sumrin var gestkvæmt,
Líneik amma, systkini mömmu
úr Ögri, ekki síst Lára og Erla
dvöldu hjá okkur í sveitinni part
úr flestum sumrum þegar við
vorum börn, og mörg sumur voru
frændsystkini í sveitadvöl.
Frændfólk og vinir komu við og
oft þurftum við að sofa úti í tjaldi
því rúmin okkar voru lánuð
gestum.
Mamma var ákveðin kona,
dugnaðarforkur og vinnusöm.
Hún vann sem ráðskona í slát-
urhúsinu í Búðardal á haustin og
kom þá aðeins heim á sunnudög-
um. Mamma deildi verkefnum á
okkur systkinin þegar hún var
við vinnu og sá til þess að okkur
félli ekki verk úr hendi og alltaf
voru næg verkefni við heimilis-
störf og í búskap. Síðar vann
mamma við verslunarstörf í
kaupfélagi Hvammsfjarðar. Það
gefur augaleið að ung vorum við
systkinin látin axla ábyrgð. Það
var mömmu mikilvægt að vera
fín um hárið og við dæturnar vor-
um varla nema tíu ára byrjaðar
að setja rúllur í hárið á mömmu.
Mamma með rúllur í hárinu með
slæðu yfir, stússandi í eldhúsinu,
útvarpið í gangi og stundum söng
hún með er sterk minning frá
Hörðubóli.
Leiðir mömmu og pabba
skildu og hún flutti til Horna-
fjarðar og giftist Sigurgeiri
Helgasyni. Þau voru mjög sam-
hent um að skapa fallegt heimili.
Á Hornafirði blómstraði mamma
í sínum áhugamálum garðyrkju
og handavinnu. Mamma og Geiri
gerðu garðinn sinn mjög fallegan
og ræktuðu fjölbreyttar matjurt-
ir, blóm og runna. Þau áttu mörg
góð ár saman þar til Geiri lést ár-
ið 2006. Ári síðar flutti mamma
suður og keypti íbúð í Hamra-
borginni, þar bjó hún í 7 ár. Inga-
birni kynntist mamma tveimur
árum eftir að hún flutti suður og
þar með sannaði hún að maður
getur orðið ástfanginn á hvaða
aldri sem er. Hjá mömmu gátu
barnabörnin alltaf fundið skjól og
hlýju og alla afmælisdaga mundi
hún, þótt barnabörnunum og
barnabörnunum fjölgaði sífellt.
Við minnumst mömmu með
hlýju og þakkæti. Hennar verður
sárt saknað.
Ragnhildur, Kristrún,
Guðríður, Líneik og
Guðmundur.
Ég kynntist Ragnhildi þegar
ég byrjaði að vinna á leikskólan-
um Lönguhólum á Höfn haustið
1992 og náðum við strax vel sam-
an. Ragnhildur var góður og sam-
viskusamur starfsmaður. Þarna
vann góður og skemmtilegur
hópur og vorum við duglegar að
hittast utan vinnutíma, t.d. voru
árshátíðirnar alltaf frábærar með
skemmtiatriðum sem við sömd-
um sjálfar, bæði leikin og sungin.
Ragnhildur var létt og skemmti-
leg og mjög bókhneigð.
Ragnhildur hafði mörg áhuga-
mál. Garðrækt var henni hugleik-
in, hún ræktaði alls konar græn-
meti í garðinum hjá sér. Hún var
félagslynd, hafði verið í kven-
félagi í Dölunum. Hún kom til liðs
við okkur í Lionsklúbbnum Kol-
grímu á Höfn og gegndi þar
ýmsum störfum, m.a. var hún
gjaldkeri klúbbsins þegar ég var
formaður og gerði hún það með
sóma.
Ragnhildur og Sigurgeir fóru
mörg haust austur á land að tína
ber, þegar heim var komið var
hafist handa við að sulta og búa
til saft. Fórum við Eydís Ben. og
Ragga stundum til þeirra í saft-
sopa. Þau gerðu það að mikilli
snilld.
Stuttu eftir að Sigurgeir féll
frá flutti Ragnhildur í Hamra-
borg í Kópavogi, þar tók hún
virkan þátt í félagsstarfi aldr-
aðra.
Í Kópavogi kynntist hún Inga,
þau urðu góðir vinir og fóru að
búa saman. Það var ánægjulegt
að heimsækja þau og sjá hvað
þau voru ánægð með hvort ann-
að. Ég heimsótti þau í Sunnuhlíð,
þá var heilsu þeirra farið að
hraka. Ingi lést sl. vor. Ragn-
hildur átti við vanheilsu að stríða
síðustu ár og tók því með æðru-
leysi. Ég votta öllum aðstandend-
um Ragnhildar samúð mína.
Blessuð sé minning Ragn-
hildar Hafliðadóttur.
Ólafía Hansdóttir.
Ragnhildur
Hafliðadóttir
✝ Örn Arasonfæddist í Höfn
á Svalbarðsströnd
16. mars 1955.
Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 25.
október 2018. For-
eldrar hans voru
Svanhildur Frið-
riksdóttir, f. 11.
janúar 1933, og
Ari Jónsson, f. 12.
júní 1926, d. 19. janúar 2007,
bændur í Sólbergi á Svalbarðs-
strönd.
Systkini Arnar eru: Rúnar, f.
1952, kona hans er Inga Jó-
júní 2005, bændur á Uppsölum
í Eyjafjarðarsveit.
Börn Arnar og Ásdísar eru:
a) Freyr Ragnarsson, f. 11.
nóvember 1971, kona hans er
Katja Laun, f. 9. nóvember
1978. Börn þeirra eru: Marvin
Páll, f. 10. ágúst 2006, Emma
Marie, f. 9. júní 2014, og Jó-
hanna Ásdís, f. 7. október 2015.
b) Svanhildur Arnardóttir, f. 9.
febrúar 1976. Börn hennar eru:
Haukur Örn Halldórsson, f. 7.
maí 1997, og Eva Dís Svanhild-
ardóttir, f. 5. janúar 1999.
Aðalstarf Arnar var sjó-
mennska fram til ársins 1979
er hann varð fyrir alvarlegu
slysi og var öryrki upp frá því.
Útför Arnar fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 5. nóvem-
ber 2018, klukkan 10.30.
hannsdóttir, Úlfar,
f. 1956, kona hans
er Larisa Seleznj-
ova, og Edda Guð-
björg, f. 1965, mað-
ur hennar er
Halldór Arin-
bjarnarson.
Örn kvæntist 25.
ágúst 1979 eftir-
lifandi konu sinni,
Ásdísi Jóhanns-
dóttur, f. 15. maí
1953, foreldrar hennar voru
þau Hulda Herborg Marvins-
dóttir, f. 16. janúar 1931, d. 7.
mars 1995, og Jóhann Páll Ing-
ólfsson, f. 16 ágúst 1931, d. 17.
Hann Örn bróðir minn er dá-
inn og ég er viss um að Svana
dóttir hans hafði rétt fyrir sér
morguninn sem hann kvaddi og
hún sagði: „Nú er pabbi örugg-
lega á handahlaupum í himna-
ríki“.
Eitt af því góða sem lífið hef-
ur gefið mér eru þrír eldri bræð-
ur sem hafa alltaf verið til staðar
fyrir mig. Þegar ég var lítil kall-
aði ég þá Mimma, Pamma og
Lemma. Örn var Pammi, hann
var tíu árum eldri en ég, stóri
bróðir sem var alltaf til í leiki og
skildi manna best að stundum er
óþarfi að fullorðna fólkið viti
hvað krakkar aðhafast.
Seinna fékk hann yndislega
konu, þau gáfu mér litla frænku
og með í kaupunum fylgdi bróðir
hennar, pjakkur í alveg réttri
stærð til að stússast með. Nú til
dags þætti sennilega vel í lagt að
rúmlega tvítugur maður væri
kominn með fjölskyldu en Örn
axlaði glaður þá ábyrgð og
stundaði sjómennsku af kappi til
að sjá fyrir sér og sínum.
Þegar Örn var aðeins 24 ára
dundi ógæfan yfir litlu fjölskyld-
una. Örn og Dísa hans lentu í al-
varlegu bílslysi og lágu næstu
vikur og mánuði stórslösuð á
sjúkrahúsi í Reykjavík, á meðan
ömmur og afar gerðu sitt besta
til að veita börnunum þá ástúð
sem þau þurftu á að halda.
Það var kraftaverk að Örn
lifði af, kraftaverk manns sem
var ungur og hraustur og heil-
brigðisstarfsfólks sem lagði
ómælda umhyggju í að bjarga
honum. En kraftaverk mann-
anna eiga sín takmörk og þegar
upp var staðið var ljóst að líkam-
inn yrði aldrei samur og heilinn
var ekki lengur það skarpa
stjórntæki sem áður var.
Sálin er á vegum æðri máttar
en mannanna og fallega sálin
hans bróður míns fór alveg
ósködduð í gegnum þetta allt.
Hann átti alla tíð óendanlega
hlýju sem hann útdeildi án nokk-
urra skilyrða og það fór ekki
framhjá neinum hvað hann elsk-
aði konuna sína, börnin þeirra og
fjölskylduna.
Sjálf var ég ekki nógu sterk til
að umgangast Örn eins mikið
eftir slysið og ég hefði óskað.
Sársaukinn var of mikill, sama
hversu mörg ár liðu. Sem betur
fer eru aðrir sterkari en ég og
Örn hafði alltaf hóp af dásam-
legu fólki í kringum sig, með
Dísu mágkonu mína í fylking-
arbrjósti. Mig brestur ekki oft
orð en ekkert getur lýst því hvað
hún Dísa er heilsteypt og inni-
lega góð manneskja.
Það hefur líka reynt mikið á
mömmu okkar á þessum 39 ár-
um og nú þarf hún, á gamals
aldri, að horfa á eftir drengnum
sínum í gröfina.
Elsku Pammi minn, ein af
bestu æskuminningunum mínum
er að fljúga með þér. Það var
gert þannig að þú hélst í höndina
á mér og við hlupum eitthvað út í
buskann en þú varst svo stór-
stígur og öflugur að fljótlega
hættu stuttu fæturnir mínir að
koma mikið við jörðina og þegar
ég horfði upp til þín sá ég bara
himininn og skellihlæjandi fésið
á þér. Og svo flugum við …
Ég fékk að halda í höndina á
þér stuttu áður en þú flaugst til
himnaríkis, það var mér óendan-
lega mikils virði. Ég fæ líka að
halda undir kistuna þína þegar
þú verður kvaddur hinstu kveðju
og það verður síðasta handtakið
okkar.
Elsku Dísa mín, Svana og
Freysi, ég votta ykkur og öllu
fólkinu ykkar innilega samúð og
sendi ykkur hjartans þakkir fyr-
ir allt gott í gegnum árin.
Edda.
Nú er hann elsku mágur minn
allur. Kominn á góðan stað þar
sem honum líður vel. Kynni mín
af Erni eru samofin sögu Dísu
systur minnar, en þar sem þetta
er minningargrein um hann en
ekki hana mun ég reyna að láta
greinina ekki snúast um Dísu.
Það verður erfitt þar sem hún
hefur af mikilli elsku annast um
Örn allt frá því að þau, 24 og 26
ára, lentu í hræðilegu bílslysi.
Þarna tók við líf mikilla örlaga
og mikilla erfiðleika. Hamarstíg-
ur varð draumsýn ein hjá Erni
og stofnanalífið tók við. Hinsveg-
ar, þegar horft er um öxl og yfir
sviðið á þessi 39 ár sem liðin eru
frá slysinu og líf þeirra metið,
standa þau bæði uppi með ein-
kunnina 10 úr skóla lífsins.
Ég kynntist Erni fyrst þegar
Dísa og hann voru að draga sig
saman. Áður hafði hún eignast
litla guttann Frey og gekk Örn
honum glaður í föðurstað. Hann
var ákaflega góður við strákinn
sinn og ekki minnkaði ánægjan
þegar dóttirin Svanhildur fædd-
ist. Örn var hláturmildur dugn-
aðarforkur. Alltaf að brasa eitt-
hvað, gjarnan að reyna að láta
einhverja bíldrusluna hrökkva í
gang, haugdrullugur upp fyrir
haus. Spenntur fyrir lífinu og
alltaf til í smá ævintýri. Dísa og
Örn voru ástfangið par, þar sem
heimurinn blasti við í allri sinni
dýrð. Þau giftu sig, en hálfum
mánuði síðar var nýgifta mann-
inum vart hugað líf. Það var
þungt högg.
Örn missti eftir þennan ör-
lagaríka atburð mikið af þeirri
færni sem gerir lífið gott og þess
virði að lifa því, en við nánari at-
hugun er það ekki rétt. Hann
hélt eftir gildum sem einungis
mannverur með mikla reisn
hafa: Góðvild, húmor og æðru-
leysi. Hann gaf líka af sér. Nán-
ast undantekningarlaust laumaði
hann fallegum og uppörvandi
orðum að fólki sem hann heilsaði
upp á. Frasann sinn „þú ert gull-
falleg“ notaði hann mikið á kon-
ur og ekki er ósennilegt að við
höfum margar gengið glaðari af
hans fundi eftir slíka gullhamra.
Gott dæmi um húmorinn og
æðruleysið er þegar hann fyrir
stuttu var á ferð á hjólastólnum
sínum og varð fyrir því óhappi
að rúlla niður stiga og hvolfa
tækinu. Þarna lá hann bjargar-
laus í einhvern tíma og mildi að
ekki fór verr. Í stað þess að æsa
sig og æpa lá hann rólegur og
beið eftir hjálp. Þegar bjarg-
vætturinn kom aðvífandi, miður
sín yfir þeirri sjón sem við blasti,
glotti Örn sallarólegur og veif-
aði.
Það var líka gaman að spila
við hann, en í því var hann góð-
ur. Ég svindlaði náttúrlega ef ég
mögulega gat og þegar upp um
mig komst höfðum við bæði
gaman af. Hann elskaði líka að
syngja í veislum eða afmælum
og söng þá manna hæst, ævin-
lega með textann á hreinu.
Hressileiki, þróttur og óend-
anlegur dugnaður einkenndi Örn
fyrir slys, eftir slys var það
æðruleysi og húmor. Hann elsku
mágur minn tók örlögum sínum
af mikilli reisn en Dísin hans
stóð líka þétt við hlið hans. Hún
var hans traustasti hlekkur og
studdi hann óbogin allt fram að
hans síðasta andardrætti. Þegar
við Rúnar komum norður til að
kveðja Örn var einstakt að sjá
og upplifa hvað þær mæðgur
Dísa og Svana og reyndar starfs-
fólkið allt önnuðust um hann af
miklum óendanlegum kærleika.
Þó að lífsganga Arnar og þá
um leið fjölskyldu hans hafi
reynst erfið, er hún þegar upp er
staðið óður til lífsins. Þau sýndu
okkur hvernig hægt er að snúa á
illúðlegar örlaganornir þannig að
fegurðin ein sitji eftir.
Blessuð sé minning Arnar.
Inga.
Enn er höggvið skarð í hópinn
í Skógarlundi. Vinur okkar og fé-
lagi Örn Arason er látinn.
Við sem lengst höfum starfað
í Skógarlundi áttum langa sam-
leið með honum.
Örn var hávaxinn og glæsi-
legur maður. Sem ungur maður
lenti hann í hörmulegu slysi sem
dró mjög úr færni hans. En
þrátt fyrir erfitt lífshlaup var
hann yfirleitt glaður og stutt í
húmorinn.
Hann var mjög ánægður með
allar þessar gullfallegu konur
sem voru í kringum hann og
honum til aðstoðar. „Þú ert gull-
falleg, bæði sæt og góð,“ sagði
hann gjarnan og ekki var ama-
legt að fá slíka kveðju og það
stundum oft á dag. En þrátt fyr-
ir allar þessar fallegu konur var
Dísa hans alltaf fallegust og
best.
Fyrir nokkrum árum heim-
sótti þáverandi forseti Íslands
Skógarlundinn ásamt konu sinni
og fylgdarliði. Þar hitti Örn
heldur betur fallega og fína frú.
Hún heilsaði honum og hann
henni að hætti herramanns og
tóku þau spjall saman. Eðlilega
gat hún ekki heilsað öllum per-
sónulega en Erni heilsaði hún
þannig.
Örn vann ýmis verkefni hér í
Skógarlundi og gekk það lengst-
an tíma vel. Hann spilaði líka
mikið á spil og vann hann fólk
nánast undantekningarlaust.
Kapla lagði Örn og einhverra
hluta vegna gengu þeir alltaf
upp. Þegar halla fór undan fæti
hjá honum varð úthaldið og get-
an minni.
Örn var trúr sinni pólitík og
sagði okkur að hann hefði alltaf
kosið og kysi alltaf Fram-
sóknarflokkinn. Aldrei annað.
Síðustu misseri kom Örn ekki
mikið í Skógarlundinn. Heilsan
og þrekið leyfðu það ekki. Dag-
legi dvalartíminn varð styttri en
áður en þó eru ekki margir dag-
ar síðan hann var hjá okkur
síðast.
Elsku Dísa, Svana, Freyr,
Svanhildur eldri, Edda og fjöl-
skyldan öll. Ykkur öllum sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur og biðjum allar góðar vættir
að umvefja ykkur og styrkja á
erfiðum tímum.
Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans,
svo fjötrar af huganum hrökkva
sem hismi sé feykt á bál,
uns sérhver sorg öðlast vængi
og sérhver gleði fær mál.
(Tómas Guðmundsson)
Elsku Örn. Hlutverki þínu hér
á jarðríki var að ljúka og nú skil-
ur leiðir. Þú hefur verið leystur
frá þrautum þínum og erfiðleik-
um. Þrátt fyrir allt varstu já-
kvæður og duglegur. Við höfum
verið mjög lánsöm að þekkja þig
og njóta samvista við þig. Fyrir
það erum við þakklát. Í hjörtum
okkar eigum við minningu um
þig lífsglaðan og frískan. Megi
almættið geyma þig.
Far vel, elsku Örn.
Fyrir hönd allra í Skógarlund-
inum,
Margrét Ríkarðsdóttir.
Örn Arason