Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 27

Morgunblaðið - 05.11.2018, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2018 ✝ Dóra ElísabetSigurjónsdóttir fæddist í Reykja- vík 15. mars 1961. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Grafarvogi 25. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Magnússon, f. 9. október 1925, d. 30. júlí 1979, framkvæmda- stjóri, og Sigrún B. Halldórs- dóttir, f. 23. febrúar 1941, d. 26. mars 2015, húsfreyja. Al- systkini Dóru Elísabetar eru Bára Heiða Sigurjónsdóttir, f. 29. ágúst 1963, Sigrún Björk Sigurjónsdóttir, f. 4. júlí 1967, og Steinar Halldór Sigurjóns- son, f. 18. maí 1972. Samfeðra systkini hennar eru Jón Gunn- ar Sigurjónsson, f. 21. septem- ber 1946, Guðrún Marta Sigur- jónsdóttir, f. 12. nóvember 1948, d. 15. júlí 1965, Sigríður Þóra Sigurjónsdóttir, f. 8. júní 1953, Sigurjón Sigurjónsson, f. hennar er Valerio Gargiulo, hennar börn eru Egill Bjarki Guðmundsson, f. 22. júní 1999, Emilía Dröfn Guðmundsdóttir, f. 8. nóvember 2001 og Eiður Kristinn Guðmundsson, f. 15. nóvember 2004. 2) Bryngeir Arnar Bryngeirsson, f. 27. nóvember 1981, maki Margrét Samúelsdóttir, f. 6. mars 1986, þeirra börn eru Samúel Bryn- geir Bryngeirsson, f. 24. febr- úar 2012, og Margeir Hildir Bryngeirsson, f. 8. janúar 2016. 3) Berglind Harpa Bryngeirs- dóttir, f. 1. ágúst 1984, maki Ragnar Franz Pálsson, f. 17. ágúst 1983, þeirra börn eru Andrea Elísabet Ragnarsdóttir, f. 10. mars 2009, Sindri Steinn Ragnarsson, f. 1. september 2012, og Freydís Embla Ragnarsdóttir, f. 19. desember 2014. 4) Eva Bryngeirsdóttir, f. 25. október 1987, maki Ing- ólfur Júlíus Pétursson, f. 5. febrúar 1987, þeirra börn eru Krummi Rafn Ingólfsson, f. 9. september 2015, og Úlfur Örn Ingólfsson, f. 23. nóvember 2017. 5) Sigurjón Friðrik Sigurjónsson, f. 11. febrúar 2006. Útför Dóru Elísabetar verð- ur gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 5. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. 4. ágúst 1956, og Magnús Sigur- jónsson, f. 21 nóv- ember 1962. Dóra Elísabet giftist 25. júní 2005 Sigurjóni Hermanni Frið- rikssyni, f. 11. jan- úar 1965, járn- smið. Foreldrar hans eru Friðrik Sigurlíni Friðriks- son, f. 20. júní 1931, d. 25. mars 2018, og Anna Þorbjörg Jónsdóttir, f. 23. nóvember 1929. Systkini hans eru Ingv- eldur Kristín Friðriksdóttir, f. 2. janúar 1957, Friðrik Ari Friðriksson, f. 28. mars 1959, og Mikkalína María Friðriks- dóttir, f. 29. apríl 1962, d. 20. september 2016. Áður var Dóra Elísabet gift Bryngeiri Guðjóni Guðmundssyni, f. 5. desember 1957, d. 9. sept- ember 2006. Börn hennar eru 1) Anna Björk Marteinsdóttir, f. 30. desember 1977, sambýlismaður Mamma kenndi mér margt um ævina, sumar lexíurnar voru auð- veldar og reyndust mér vel á meðan aðrar voru erfiðari og þær þyngstu, án efa þessar seinustu. En mamma var ótrúleg fyrir- mynd og passaði vel upp á þá sem stóðu henni næst. Alltaf gat maður leitað til mömmu og spurt ráða. Hún var líka alltaf til í að hjálpa til svo mjög að það gekk næstum fram af henni á seinni árum. Henni fannst mikilvægt að ég kynni allt það sem ung kona þyrfti að kunna, eins og að bora í vegg og hengja upp myndir. Þá var ekki síður mikilvægt að kunna halda heimili en mikilvæg- ast var að redda sér og það sýndi hún í verki. Mamma var mjög handlagin og það áttum við sameiginlegt. Eftir okkur saman liggja hin ýmsu handverk sem hún byrjaði á en ég kláraði. En þá tók hún við því og lét ramma inn eða bólstra eftir því sem átti við. Við vorum mjög ánægðar með þessa sam- vinnu, sér í lagi þegar sjónin var aðeins farin að versna hjá henni og áður en hún sætti sig við gler- augun. En hún dundaði sér við eitt og annað. Hún málaði silki- slæður og steindi glugga svo fátt eitt sé nefnt. Þá var mamma áhugakona um hina andlegu list, hún spáði í spil og las í bolla sem hún kenndi mér að lesa í en sagði samt að það væri nú varla hægt að kenna það. Annaðhvort hefði maður þetta eða ekki. Hún fór árlega á miðils- fundi. Eftir eina heimsóknina til miðils var henni sagt að það kæmi nýr maður, nýtt hús og nýr bíll og hún var heldur ánægð með þessa spá en eins og oft vill verða rættist spáin ekki strax og lét nýi maðurinn bíða eftir sér. Svo, rúmlega ári seinna, vor- um við í bíltúr og hún segir mér að hún hafi keyrt mjög skemmti- legan mann heim í gær en þá var hún að keyra leigubíl. Hún sagði mér hvernig hann hefði verið og að þau hefðu spjallað heilmikið saman og hún hefði sko ekkert á móti því að hitta hann aftur. Ég sagði henni að hún yrði að gera það sem hún gæti til að hitta hann aftur fyrst hann skildi eftir sig svona góð fyrstu kynni. Ekki hefði mig grunað hversu góð ráð þetta voru því þarna hófst falleg vinátta sem entist henni ævina. En Silli og hún rugluðu saman reytum, keyptu hús, bíl og eign- uðust barn og þar með rættist spádómurinn einnig. En Silli hef- ur verið þvílíkur gæfufengur fyr- ir okkur öll þar sem hann gekk beint inn í stóra fjölskyldu með öllum sínum verkefnum með ró- semd og gleði að vopni. Hún mamma datt í lukkupottinn þeg- ar hún keyrði hann heim þarna um árið. Það hefur verið mjög erfitt að læra allt sem mamma kenndi mér og erfiðasta lexían er án efa að hafa trú á sjálfri mér og tak- ast á við tilveruna sem sjálfstæð fullorðin kona sem vill kenna dætrum mínum hvernig á að tak- ast á við tilveruna en sem betur fer er ég fljót að læra og eitt það mikilvægasta sem mamma kenndi mér er að elta draumana sína og láta þá rætast. Það hefur verið sárt að geta ekki rætt við hana undanfarin ár og ég sakna þess mikið að geta ekki leitað til hennar þar sem við vorum miklar vinkonur. Sakna þín endalaust, elsku mamma. Berglind Harpa Bryngeirsdóttir. Þegar ég hugsa um mömmu þá sé ég fyrir mér einstaklega lif- andi konu sem gaf endalaust af sér. Hún sýndi okkur systkinun- um stuðning í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var okkar heitasti stuðnings- maður þegar vel gekk og okkar helsti sálusorgari þegar verr gekk. Hún gladdist af öllu hjarta yfir hverju barnabarninu á fætur öðru og elskaði tengdabörnin líkt og þau væru hennar eigin. Hún fann sjálf draumaprinsinn á end- anum eftir nokkrar atrennur. Mamma var ekki bara ástrík heldur líka óhrædd við að feta þær slóðir sem fæst okkar þora að feta og hún sameinaði hin hefðbundnu kynhlutverk. Hún storkaði feðraveldinu þegar hún vann sem bílstjóri og vélavörður en fékk sumstaðar óblíðar við- tökur frá viðkvæmum egóum. Hún kenndi mér að nota þvotta- vélina og Berglindi systur að bora í veggi. Það blundaði samt líka smá íhaldskona í mömmu en hún hafði mikið dálæti á því að baka og halda kaffiboð. Og kjól- arnir! Maður lifandi hvað hún elskaði að klæðast kjólum. Mamma var ekki við eina fjöl- ina felld í frítíma sínum. Hún hafði unun af hvers konar handa- vinnu og saumaði, prjónaði og málaði á silki. Hún hafði græna fingur og hafði mikla ánægju af garðvinnu. Í garðinum voru það jarðarberin sem voru hennar helsta stolt þegar þrestirnir komust ekki í þau. Mamma var líka mikill göngugarpur og fór í margar gönguferðir um Horn- strandir. Fyrir flesta væri þetta sennilegast nóg af áhugamálum en ekki fyrir mömmu. Hún var einnig mikil hestakona og var alla tíð haldin talsverðri bíla- dellu. Þá hef ég ekki einu sinni minnst á brennandi áhuga henn- ar fyrir góðu kaffi og ferða- lögum. Það er einfaldlega ekki hægt að lýsa mömmu í fáum orðum. Hún átti ekki langa ævi en því verður seint komið í orð hversu mikið hún lifði á þeim árum sem hún fékk. Kertin sem loga bjart- ast brenna jafnan fyrst út en birtan sem af þeim stafar er ein- stök. Takk fyrir birtuna, elsku mamma. Bryngeir Arnar Bryngeirsson. Í dag fer fram jarðaför elsku móður minnar, Dóru Elísabetar Sigurjónsdóttur. Þegar ég minn- ist hennar kemur upp í huga mér dugleg og einstaklega skemmti- leg kona. Mínar minningar úr æsku eru helst tengdar útiveru og ferðalögum upp á hálendi þar sem hún naut sín helst í samveru við náttúru, dýr og fólk. Hún fór margar ferðir gangandi á vegum Ferðafélags Íslands og stundum hélt hún ein á leið út í náttúruna. Hún var mikill náttúruunnandi, elskaði blóm og naut þess mikið að vera í nálægð við náttúruna. Mamma var mjög fjölhæf kona, hún var mikil handavinnukona, prjónaði peysur og vettlinga, saumaði út auk þess sem hún saumaði föt. Hún lét sér það t.d. ekki nægja að sauma sér þjóð- búning heldur saumaði hún sér einnig peysuföt. Hún var ótrú- lega drífandi og orkumikil. Hún var félagslynd og glöð í eðli sínu með mikinn sjarma. Mamma hafði gaman af lífinu og lifði því lifandi eins og henni var líkt. Hún fór sínar eigin leiðir í lífinu og í stað hefðbundinna kvennastarfa starfaði hún við akstur og vélar. Hún var með mikla bíladellu og skipti það hana miklu máli að vera á fallegum en jafnframt vönduðum bíl. Mamma hafði óbil- andi trú á okkur systkinunum og studdi okkur í gegnum nám og störf. Hún var yndisleg amma og voru ömmubörnin alltaf velkom- in til hennar og Silla afa. Takk fyrir allt sem við gerðum saman. Takk fyrir að vera þú. Sjáumst síðar. Þín dóttir, Anna Björk Marteinsdóttir. Elsku Dóra amma. Það er leiðinlegt að þú sért bú- in að vera mikið veik. En núna ertu hætt að vera veik. Við lásum þetta í bók og hugsuðum til þín: „Þegar maður er lítill þá er maður eins og lítil lækjarspræna sem skoppar niður fjallshlíðar, yfir þúfur og móa og alltaf er hún að stækka og auka hraðann. Smám saman verður lækurinn að stórri á sem fellur í háum fossum fram af klettum og streymir um fallegar sveitir í bugðum og beygjum framhjá grænum túnum. Þá er maður fullorðinn. Þegar áin er orðin að breiðu fljóti sem teygir úr sér á svörtum eyði- söndum, þá er maður orðinn gamall. Og að lokum rennur fljótið rólega út í hið stóra haf og sameinast þar öllum vötnum ver- aldar. Þá er maður dáinn. [...] Kannski að Guð sé eins og hafið og þegar maður deyr renni mað- ur saman við Guð eins og árnar renna saman við hafið?“ (Friðrik Erlingsson, 1992). Kannski var fjallið þitt frekar lítið og þess vegna var lækurinn þinn svona fljótur út í sjó. Við ætlum að hugsa fallega til þín og kveikja á kerti. Þín barnabörn, Samúel Bryngeir og Margeir Hildir Bryngeirssynir. Nú hefur elsku hjartans mág- kona mín, hún Dóra, kvatt okkur og skilur eftir stórt skarð. Dóra var með hjarta úr gulli, ein sú fal- legasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Það var aldrei leiðinlegt að koma á heim- ili þeirra hjóna, Dóru og Silla, enda voru þau svo barngóð, gest- risin og hjartahlý. Dóru var líka svo margt til lista lagt, hvort sem það var að gera við vél eða skapa dýrindis veitingar enda var hún einstaklega lagin í höndunum. Mér finnst ég svo rík að hafa fengið að kynnast henni. Dóra var svo stolt að börnun- um sínum fimm og öllum barna- börnunum sem eru orðin tíu. Mér er ofarlega í huga eitt sinn þegar ég kom til hennar en þá var hún nýbúin að lesa úr spá- dómsspilunum sínum. Dóra var svo spennt því í þeim sá hún að bráðum væri von á nýju barna- barni. Það er svo sorglegt að ekki löngu síðar var sjúkdómurinn farin að herja með miklum þunga á þessa yndislegu konu þannig að hún gat ekki notið komu yngstu barnabarnanna eins og hún hefði svo gjarnan viljað. Yndislega Dóra var drauma- móðir og reyndist litla bróður sínum, manni mínum, einstak- lega vel. Hún hefur alltaf stutt við bakið á honum í gengum súrt og sætt. Hugur minn er hjá manni hennar og afkomendum. Arna Bech. Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir Elsku vinkona, þú ert ein dug- legasta kona sem ég hef kynnst, söknuðurinn er virkilega sár. Þær stundir sem ég átti með þér og þinni fjölskyldu hafa verið mér og mínum ómetanlegar. Mig skortir öll orð en minning þín lifir í hjört- um okkar allra. Andlátið bar brátt að en hafði þó sinn aðdraganda, þakka fyrir okkar síðustu stundir í smala- mennsku og fjöri, elsku gullið mitt. Þín vinkona, Hörn. Lilja Grétars- dóttir ✝ Guðmunda Lilja Grét-arsdóttir fæddist 5. maí 1970. Hún lést 19. október 2018. Útför Lilju fór fram 30. októ- ber 2018. ✝ Marsibil Sig-ríður Eðvalds- dóttir, Sísí, fæddist á Hvammstanga 16. júlí 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 1. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Eðvald Halldórsson, f. 15.1. 1903, d. 24.9. 1994, og Sesilía Guðmunds- dóttir, f. 31.12. 1905, d. 12.1. 1994. Systkini hennar voru: Guðmundur, f. 14.2. 1923, d. 29.1. 2011, María Erla, f. 10.10. 1928, Ársæll, f. 1.1. 1934, d. 18.11. 1953, Sólborg Dóra, f. 24.1. 1939, og Sigurlín, f. 15.12. 1952, d. 13.8. 1965. Sísí og Daníel byrjuðu sinn búskap 1954 í Hafnarfirði en ár- ið 1957 fluttu þau norður á Hvammstanga í húsið Kamb- holt. Árið 1959 keyptu þau Eyri á Hvammstanga og bjuggu þar alla tíð síðan. Þar stunduðu þau blandaðan búskap m.a. með kýr, kindur og hænur en einnig svínarækt í rúman áratug. Með- fram búskapnum starfaði Sísí á ýmsum stöðum m.a. rækju- vinnslunni Meleyri, sjúkrahús- inu á Hvammstanga og sauma- stofunni Drífu. Hún söng í fjölmörg ár með Kirkjukór Hvammstanga og var félagi í kvenfélaginu Björk í árafjöld. Sísí og Daníel höfðu gaman af að sækja landið heim og stofn- uðu hjónaferðaklúbbinn NN ásamt fleiri Húnvetningum. Þegar dró að starfslokum fengu þau sér húsbíl og ferðuðust á honum vítt og breitt um landið með Húsvagnafélagi Íslands og voru félagar nr. 1. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. Sísí giftist 25.12. 1954 Daníel Péturs- syni, f. 27.8. 1928, d. 19.12. 2016. Þau eignuðust fjóra syni: 1) Ársæll, f. 1.8. 1953. k.h. er Dýrunn Hann- esdóttir, f. 27.4. 1953. 2) Pétur, f. 20.11. 1955. K.h. er Ágústa Linda Bjarnadóttir, f. 3.12. 1956. 3) Eðvald, f. 14.4. 1957. K.h. er Sigurbjörg Berg- lind Sölvadóttir, f. 18.5. 1954. 4) Gústav Jakob, f. 28.5. 1963. K.h. er Guðrún Jóhanna Axelsdóttir, f. 24.6. 1969. Barnabörn Sísíar og Daníels eru 13 talsins, barna- barnabörnin 26 og barnabarna- barnabörnin eru orðin fjögur. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig (Rúnar Júlíusson) Mamma mín, þessar laglínur koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þín. Það þarf fólk eins og þig til að gera heiminn betri og kenna okkur sem eftir lifum hvað það skiptir miklu í lífinu að trúa ávallt á það góða í öllum, sam- gleðjast og hvetja mann áfram í lífinu. Ég var ábyggilega með þeim erfiðustu á uppeldisárum mín- um og hef ábyggilega átt stóran þátt í fallega gráa hárinu þínu en á móti átt þú enn stærri þátt í því að úr mér rættist og að ég sé hamingjusamur og lífsglaður maður sem á endalausar góðar minningar um yndislega mömmu sem ég á allt mitt líf og gott uppeldi að þakka. Það fallegasta sem ég heyrði þegar við komum á sjúkrahúsið til að kíkja á þig síðustu árin var „Gústi minn“ en þannig heilsað- ir þú mér alltaf þegar við komum. Ég veit það nú að besta gjöf sem hægt er að gefa barninu sínu er ást og umhyggja. Því í þeirri gjöf fylgir restin af upp- eldinu og er lykillinn að gæfu- samri framtíð. Ég og allir sem þekktu þig eiga eftir að sakna þín alveg endalaust og það sem við mun- um alltaf eiga eru minningarnar um einstaka móður sem leitaði uppi ómeðvitað þá sem minna mega sín til þess eins að reyna að veita þeim einhverja aðstoð af einhverju tagi eða láta gott af sér leiða. Þótt þú sért nú horfin á braut, elsku mamma, í enn eitt ferða- lagið með pabba þá ertu hjá mér í hjartanu, hvert sem ég fer og hvar sem ég verð því það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ástarþakkir fyrir allt, mamma mín. Þinn Gústav (Gústi). Elsku Sísí amma, núna ertu komin til afa og trúum við því að þið haldið áfram að ferðast um og njóta lífsins í sumarlandinu. Sísí amma var stór hluti af æsku okkar, það var ósjaldan sem við barnabörnin lögðum leið okkar út að Eyri til ömmu og afa, þangað var alltaf notalegt að koma, Eyrarkakan, spilaborg- irnar, töluþræðingar, biblíu- bækurnar, gistipartíin og svo alltaf eitthvað gott í gogginn þegar farið var heim. Amma sagði okkur seinna að hún hefði tekið upp á því að gefa okkur börnunum smá nammimola þeg- ar þurfti að fara heim, svo það gengi betur að senda okkur heim, þá áttum við að vera búin að klæða okkur í útifötin og svo biðum við í dyragættinni á með- an hún fór í búrið og náði í eitt- hvert smáræði „í gogginn“. Þau eru ófá jólafötin sem hún saum- aði á okkur og vandvirknin engu lík. Áhugi hennar fyrir gróðri og hvers kyns jurtum var mikill og bar fallegi skrúðgarðurinn hennar vitni um það sem og all- ar inniplönturnar og var ekki sjaldan sem við fengum afleggj- ara eða blóm í potti með okkur heim þegar við vorum farin að búa. Elsku amma, þú varst alltaf svo yndisleg við okkur og fund- um við svo vel fyrir væntum- þykjunni. Takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Ína Björk, Sirrý og Hannes Ársælsbörn. Marsibil Sigríður Eðvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.